Dagblaðið - 28.11.1977, Blaðsíða 32
SVALL OG DRYKKJA KEYRÐI
ÚR HÓFIUM HELGINA
— slagsmál, rúöubrot, skemmdarverk og innbrot
fijálst, áháð dagblah
MANUDAGUR 28. NOV. 1977.
Mjög mikil ölvun varö í
höfuðborginr.i bæöi á föstu-
dags- og laugardagskvöld. Alls
kyns uppákomur urðu um alla
borg og hafði lögreglan nóg að
starfa. Fangageymslur lögregl-
unnar voru yfirfullar bæði
kvöldin og næturnar á eftir,
jafnt karla og kvenna.
Drykkjuskapurinn er meiri
nú en tíðkazt hefur áður á þess-
um árstima og svo seint í
mánuði. Einsýnt er að margir
hafa gnótt fjár handa á milli.
Er það hugdetta að margir hafi
við launasamninga BSRB og
fleiri fengið góðar fúlgur sem
nú streyma til Matthíasar fjár-
málaráðherra aftur.
Til slagsmála kom í tveimur
veitingahúsum út af ágreiningi
um kvenfólk. Slagsmálin fóru
fram án stórmeiðinga.
Gesti í Sesar fannst ljósa-
stæðin eitthvað hversdagsleg
og breytti nokkrum þeirra í
abstraktform. Því kunni starfs-
fólk og dyraverðir illa og fékk
náunginn gistingu hjá lögregl-
unni og þótti erfiður í viðræð-
um.
Rúðubrot voru framin um
allan bæ, Austurstræti, Lang-
holtsvegi og Skólavörðustíg og
viðar. Á tilnefndum stöðum
náðust sökudólgarnir með að-
stoð sjónarvotta.
Innbrot var framið í íbúð við
Holtsgötu en talið að engú hafi
verið stólið og náðist „góðkunn-
ingi“ lögreglumanna, sem þar
var á ferð.
- ASt
Þjóðverjar
kveðjaídag
„Nú ætti stjórnun fiskveiðanna
að verða auðveldari," sagði Jakob
Jakobsson fiskifræðingur í gær
um brottför Þjóðverja af íslands-
miðum. Þjóðverjar hefðu víst
veitt litið af þorski, en þeir hefðu
veitt annan fisk, sem við þyrftum
á að halda, svo sem karfa.
Þjóðverjar hverfa úr land-
helginni í dag. Þá rennur út
tveggja ára samningur milli land-
anna, sem gaf Þjóðverjum
heimild til að hafa hér allt að 40
ísfisktogara.
Bretar hurfu úr landhelginni 1.
desember í fyrra, eins og kunnugt
er. Þá eru hér eftir Belgar, Norð
menn og Færeyingar.
HH.
Kísiliðjan:
Þrónr. 1
brast í gær
„Þetta er gomul sprunga sem
hefur verið að gliðna hægt og
hægt,“ sagði Vésteinn Guðmunds-
son, hjá Kísiliðjunni í Mývatns-
sveit, en snemma í gærmorgun
myndaðist sprunga í vegg á þró
númer 1. „Það varð ekkert efnis-
tjón í þetta skiptið, því gúrinn
er seztur til á botninn," sagði
Vésteinn ennfremur.
Gert var við skemmdirnar I
gærkvöldi og hófst vinna að nýju í
nótt.
Kísiliðjan varð fyrir verulegu
efnistjóni í hræringunum núna í
haust en Vésteinn bjóst við að
þeir áettu nú efni fram í apríl.
„Að minnsta kosti er ljóst að við
ættum að þrauka af veturinn þar
til við getum farið að dæla á ný.“
-HP.
KVEIKT A AÐVENTUKERTUNUM
Aðventan er undirbúningur jól- kirkju, en slík samkoma hefur kirkjunni svo hún uppljómast af herra hátíðarræðu. Kirkjukórinn
anna og fyrsti sunnudagur í að-
ventu var einmitt í gær. í gær-
kvöldi var haldin mjög- fjölmenn
aðventusamkoma í Bústaða-
verið haldin í sókninni síðan 1964.
Undir lok samkomunnar fær hver
og einn kirkjugestur kerti og þau
eru tendruð og jafnframt slökkt í
kertaljósum.
Bústaðasöfnuður er 25 ára um
þessar mundir,og flutti Vilhjálm-
ur Hjálmarsson menntamálaráð-
og einsöngvarar fluttu tvær kant-
ötur og samkoman var öll hin
hátíðlegasta. . jjj
DB-mynd Sveinn Þormóðsson.
Prófkjör
sjálfstæðismanna
íVesturlandi:
„Þátttaka í prófkjöri sjálf-
stæðismanna í Vesturlandskjör-
dæmi var mikil eða samtals um
2.250 atkvæði," sagði Guðjón Guð-
mundssort, formaður kjörnefndar
í viðtali við DB í morgun.
ÞATTTAKA HELMINGIMEIRI
EN SÍÐASTA KJÖRFYLGI
A eftirtöldum kjörstöðum var
þátttaka sem hér segir: Akranes
800, Borgarfjarðarsýsla annars
staðar 140, Borgarnes 210, Dala-
sýsla 180, þar af í Búðardal 140,
Snæfellsnes- og Hnappadalssý„la
740, þar af Stykkishólmur 307.
Grundarfjörður 170, Ólafsvík 140,
Hellissandur 90.
Utankjörstaðaratkvæði voru
180, nær öll greidd af Snæfelling-
um og Dalamönnum. Þátttakan í
Framsóknar-
flokkurinn:
Kjördæmisþing Framsoknar-
flokksins í Reykjaneskjördæmi
var haldið í gær og þar var
gengið frá framboðslista
flokksins við næstu alþingis-
kosningar.
Fjögur efstu sætin skipa þau
Jón Skaftason alþingismaður,
Listinn ákveðinn í
Reykjaneskjördæmi
Gunnar Sveinsson, kaupfélags-
stj. Keflavík, Ragnheiður
Sveinbjö'nsdóttir, Hafnarfirði
og Haukur Níelsson, Mosfells-
sveit.
Fimmta sæti skipar Sigurður
J. Sigurðsson, Keflavík, sjötti
er Dóra Sigurðardóttir
hjúkrunarfræðingur. Sel-
tjarnarnesi, sjö.undi Halldór
Ingvason kennari, Grindavík,
áttundi Gylfi Gunnlaugsson
gjaldkeri, Sandgerði, níundi
„ Valtýr Guðmundsson, fyrrv.
útibússtjóri Keflavík, og tíundi
Hrafnkell Helgason, yfirlæknir
á Vifilsstöðum.
-HP.
prófkjörinu varð 2.250 atkvæði
sem fyrr segir. í síðustu alþingis-
kosningum fékk Sjálfstæðisflokk-
urinn 2.377 atkvæði i kjördæm-
inu.
Atkvæði verða talin eftir
hádegi í Borgarnesi.
- BS
Flokksráðsfundur
sjálfstæðismanna:
Jafnari kosn-
ingaréttur.
aukið val-
frelsi, per-
sónubundnar
kosningar
„Nauðsyn ber til þess að á
þessu Alþingi verði gerðar
breytingar á kjördæma-
skipun og kpsningareglum,
er tryggi sem jafnastan
kosningarétt landsmanna og
auki valfrelsi kjósenda með
persónubundnari kosning-
um en nú er,“ segir í ályktun
flokksráðsfundar Sjálf-
stæðisflokksins.
„Þessum markmiðum
verður ekki náð nema með
breytingum á stjórnar-
skránni. Breytingar á
kosningalögum einar sér
duga skammt til að ná fyrr-
greindum markmiðum."
-BS.
Skoðanakönnun hjá Framsókn lauk fgær:
TALNING EKKIHAFIN
SkoðanaKonnun Fram-
sóknarflokksins um val fram-
bjóðenda á lista til alþingis-
kosninganna í Vesturlandskjör-
dæmi og Norðurlandskjördæmi
vestra lauk í gærkvöldi.
Talning er hins vegar ekki
hafin, hefst síðdegis í dag á
Vesturlandi, en ekki verour
talið í Norðurlandskjördæmi
vestra fyrr en 1. des. nk.
Engar tölur eru heldur
komnar um kjörsókn, en að
sögn frambjóðenda var hún
góð.
- HP