Dagblaðið - 28.11.1977, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 28.11.1977, Blaðsíða 16
Chris Squire bassaleikari var sá meðlimur Yes sem sjaldnast þurfti ad skipta um hljóðfæri. Hann var einfaldlega með flesta bassana framan á maganum á einum belg. Gítarar með tveimur hálsum eru orðin hversdagsleg sjón en þegar hálsarnir eru orðnir þrír þ.vkir ýmsum nóg komið. ^AGBLAPipyifANUDAGUR2^NÖVEMBE^97T VAR ÞAÐ Arið 1977 hefur sannarlega verið gott fyrir hljómsveitina Yes. Það hófst með því að Rick Wakeman gekk í hljómsveitina aftur eftir að hafa verið í burtu frá þvl síðla árs 1974. Með gömlu liðsskipaninni tók hún upp plöt- una Going For The One sem færði henni fjölda nýrra aðdáenda og annarra gamalla sem höfðu misst trú á hljómsveitinni. Þeir Jon Anderson, Steve Howe, Alan White, Chris Squire og Rick Wakeman hafa því ef- laust verið fullir bjartsýni er þeir lögðu upp í hijómleikaferð til Bandaríkjanna í júlí síðastliðnum með Donovan sem upphitunar- kraft. Þeirri ferð er ekki lokið enn. Hljómsveitin er reyndar komin frá Bandaríkjunum og ferðast nú um Evrópu þvera og endilanga. Alls staðar fær hún frábærar viðtökur. Enn einu velgengnismerkinu má ekki gleyma. Lítil hljómplatá kom út með Yes fyrir nokkrum vikum. Aðallagið á henni var Wondrous Stories og það komst hátt á vinsældalista í Englandi. — Það getur því enginn borið á móti þvi að árið í ár hafi leikið við Yes. Það fór ekki á milli mála að það var engin venjuleg hljómsveit sem var komin til að halda hljóm- leika í Scandinavium hérna um daginn. Margir sem hugðust kaupa miða við'innganginn urðu frá að hverfa súrir á svip. Það var einfaldlega uppselt. Ekki voru seldir fleiri en átta þúsund miðar að hljómleikum Yes. Scandinavium tekur að öll- um jafnaði þrettán þúsund manns í sæti en fremstu fimm þúsund sætin höfðu verið lögð undir stækkun sviðsins. Til gamans má geta þess að þegar Laugardals- höllin er troðfyllt af fólki tekur hún um fimm þúsund manns. Ekki fór allt þetta aukna sviðs- pláss undir meðlimi Yes sjálfa heldur ýmiss konar tæki og tæknibrellur sem hljómsveitin hafði á bak við sig. TAUGAVEIKLADUR DONOVAN Hljómleikarnir hófust stund- víslega með því að karlmanns- rödd bauð áhorfendur velkomna á hljómleika Yes á hljómleikaferð þeirra 1977. Sérstakur gestur þeirra var Donovan. Áhorfendur klöppuðu ákaft og Donovan sjálfur birtist á sviðinu, hvít- klæddur frá toppi til táar. Hann vatt sér formálalaust I fyrsta lagið og söng það eins og herforingi allt til loka. En þá byrj- uðu vandræðin. Donovan varð svo taugaóstyrkur að hann fór allur hjá sér. Þegar hann kynnti lögin titraði hann og skalf svo að maður sárvorkenndi honum. Eftir nokkur lög náði hann sér þó á strik. Ekki bar á öðru en að áhorfend- ur kynnu vel að meta Donovan og hljómsveit hans því að þeir sungu með og dilluðu sér í takt. Donovan gætti sín líka að leika ekki nema þekktustu lögin sín, sem reyndar eru orðin nokkuð mörg. -Eftir fjörutíu mínútna söng þótti honum nóg komið og kvaddi. Ahorfendur klöppuðu vel og lengi jjegar Donovan gekk út af svið- inu. Hann varð náttúrlega glaður við og ætlaði að taka eitt eða kannski tvö aukalög. Hann komst þó fljótlega að því að áhorfendur höfðu ekki verið að Steve Howe gítarleikari kom á sviðið með tólf mismunandi gítara og hafði nokkra á bak við til vara. Oft vannst honum ekki tími til að smeygja af sér einum gítarnum og skclla öðrum á sig. Þá var gott að smella þeim á statíf og spila á þá með annan um hálsinn. Furðuhljóð- færið, sem Steve leikur á á myndinni, er reyndar ekki gítar heldur rafmagnssítar. klappa fyrir honum heldur því að nú færi Yes brátt að byrja. Anægjukliðurinn breyttist því fljótt í óánægjugaul. En allt kom fyrir ekki. Donovan lauk lagi sínu, þakkaði kærlega fyrir að> Frá vinstri eru Ntcvc llowc. Jon Andcrson. Cbris Squirc og Rick Wakcman. Alan Wbitc trommulcikari cr falinn hak við Jon .\nocrson. Bak við § 11 1 . fi- t ifij Stcvc llowc cr pákusctt scm Alan iarð að pjota lil að lcika a i áhril'amcstu kiiflnm laganua.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.