Dagblaðið - 28.11.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 28.11.1977, Blaðsíða 14
14 DAdBI.AÐIÐ. M ANUD.VHJ’H 28. NOVKMBKR 197.7. Haraldur Magnússon viðsklptafræðingur Sigurður Benediktsson sölumaður Kvöldsími 42618. Til sölu HVERFISGATA HAFNARFIRÐI 3ja herbergja sérhæð, um 80 fermetrar, harðviðarinnrétt- ingar, ný teppi, sérhiti. Útborgun 5,5—6 milljónir. DIGRANESVEGUR 5 hcrbergja sérhæð um 130 fermetrar. Góðar svalir, harðviðarinnréttingar, tvöfalt verksmiðjugler. Útborgun 9—10 millj. ÁLFASKEIÐ 3ja herbergja, um 86 fermetrar, bílskúrsréttur. Útborgun 6 milljónir. HRAUNBÆR Góð einstaklingsíbúð. Útborgun 2,5 milljónir. VEGNA DAGLEGRA FYRIRSPURNA ÓSKAST EIGNIR Á SÖLUSKRÁ. Tónlistarhvöld Melchior Heimdallur heldur tónlistarkvöld í sjálfstæðishúsinu Valhöll í kvöld, mánudag, kl. 20.30. Hljómsveitin Melchior leikur. Allir velkomnir. HEIMDALLUR r~mmmmmmmmmmmmmm~mmmmm~^ BYGGINGAMARKAÐURINNhf VERZLANAHÖLLINNI GRETTISG. / LAUGAV. Sími 13285 Fiskifræðingar um boðað 12 daga veiðibann og tillögur útvegsmanna: „Állt í rétta átt” — en af linn er nú þegar kominn langt yf ir mörkin —10 þúsund tonna minnkun ræður ekki úrslitum „Aflinn er nú þegar kominn langt yfir þau mörk, sem við höfum lagt til,“ sagði Jakob Magnússon fiskifræðingur í gær um yfirlýsingu sjávarút- vegsráðherra um veiðibann á þorski í tólf daga í desember. „En allt sem gert er, er í rétta átt. Það, sem gert var í sumar, nægði ekki, svo nú er verið að reyna eitthvað meira.“ Annar fiskifræðingur, Jakob Jakobsson, sagði í gær, að vera mætti, að þessi veiðistöðvun þýddi minnkun þorskafla um rúmlega tíu þúsund tonn. Hún væri í rétta átt, en „önnur saga“ væri, hvort hún dygði. Nafni hans Magnússon sagði, að úr þessu skipti mestu, hvað gert yrði á næsta ári. Jakob Magnússon sagði, að bann vió þorskveiðum 'með flot- vörpu, sem Landssamband íslenzkra útvegsmanna mælir með, yrði mjög mikilvægt, ef af yrði. Mjög mikið hefði verið veitt af þorski með þessu veiðarfæri. Frá fiskifræðilegu sjónarmiði væri það ekki verra veiðarfæri en önnur, en hefði slíkar veiðar verið bannaðar í sumar, hefði það haft mjög mikil áhrif. LÍÚ vill ganga lenara en róðherra Itfatthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra boðaði 12 daga veiðibann á þorski í ræðu á aðalfundi LtÚ á föstudag. Þó skyldi heimilt að stunda aðrar veiðar þessa banndaga, enda næmi hlutdeild þorskafla ekki meira en 10 prósent. Útvegs- menn samþykktu hins vegar á aðalfundi sínum tillögur um miklu róttækari aðgerðir en ráðherra boðaði. Til dæmis skyldi tafarlaust ákveðið, að á tímabilinu 10. desember til 7. janúar skyldu öll skip, sem stunda þorskveiðar, hætta veiðum, í að minnsta kosti 15 daga. Ennfremur skuli þorsk- veiðum hætt í 7 daga um páska. Bannað verði að veiða þorsk með flotvörpu allt næsta ár. Þá skuli farið að tillögum fiski- fræðinga um hámarksþorskafla á næsta ári, samjsykki stjórn LÍÚ þær á fundi með fiski- fræðingum. LÍÚ samþykkti fleiri takmarkanir, svo sem um friðun, aukið eftirlit, skyndi- lokanir og möskvastærð. -HH. Landsfundi Samtakanna lauk ígær: Bjóða fram í öllum kjördæmum — samþykkt undanþága fyrir Karvel „Á fundinum voru afgreidd þau tvö meginmál, sem því var ætlað að fjalla um,“ sagði Magnús Torfi Ólafsson, nýendurkjörinn formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna í viðtali við Dag- blaðið í gær en þá lauk landsfundi Samtakanna. „Þessi tvö mál voru samþykkt nýrrar stefnuskrár en Samtökin höfðu búið við stefnu- yfirlýsingu frá stofnfundinum árið 1969 og einnig var tekin af- staða til þeirra pólitísku mála sem efst eru á baugi þessa stundina." Magnús sagði að á fundinum hefói verið samþykkt ávarp þar sem því er lýst yfir að Samtökin muni stefna að því að bjóða fram í öllum kjördæmum við næstu al- þingiskosningar og eins er hvatt til þátttöku í sveitarstjórnar- kosningunum á vori komandi. Miklar umræður og fjörugar urðu á fundinum og urðu þær sérstaklega snarpar eftir að Karvel Pálmason mætti. Með hon- um var Hendrik Tausen, for- maður kjördæmisráðs Sam- takanna á Vestfjörðum. „Karvel er samtakamaður, enda mætti hann á landsfundin- um,“ sagði Magnús. „Eftir fjögurar umræður var samþykkt sú breyting á lögunum að flokks- mönnum er heimilt að bjóða sig fram í eigin nafni þar sem Sam- tökin bjóða ekki fram. Þessi laga- breyting var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn þrem. Karvel Pálmason hefur sem kunnugt er lýst því yfir, að hann fari i framboð utanflokka við næstu alþingiskosningar. Á fundinum í gær var Magnús Torfi Ólafsson endurkjörinn for- maður Samtakanna, eins og áður sagði, en með honum í stjórn voru kjörin þau Herdís Ólafsdóttir, Akranesi, varaformaður, Andrés Kristjánsson, Kópavogi, ritari og Kári Arnórsson, Reykjavík, ritari. Þá var einnig kjörinn ellefu manna framkvæmdastjórn og tólf menn í flokksstjórn. -HP. Samvinnubankinn færir út kvíamar Enda þótt stöðugt þrengi að bönkum landsins varðandi fyrir- greiðslur við viðskiptavini sína, opna bankarnir sífellt fleiri útibú og hvarvetna virðist ærið nóg að gera. Lífið heldur áfram sinn gang í bönkum ekki síður en á öðrum sviðum mannlífsins. Á dögunum opnaði Samvinnu- bankinn sitt 15. útibú en af þeim eru tvö í Reykjavík. Þetta gerðist á 15 ára afmæli bankans. Nýja útibúið er á Suðurlands- braut 18 í húsi Essó. Á myndiniii er starfsfólk útibúsins, Pálmi Gíslason útibússtjóri og starfs- stúlkurnar Kristín Káradóttir og Sigríður Ásgeirsdóttir. Öll störfuðu þau áður í aðalbankan- um i Bankastræti.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.