Dagblaðið - 28.11.1977, Blaðsíða 26
DAC,BI.ADID, MANUDACUH 28. NÓVKMBKR 1977.
Andlát
Spáð er suðvestan 3-4 vindstigum
og smáskúrum framan af en síöar
sunnan 6-9 og rigningu. Veður fer
hlýnandi.
í Reykjavík var 3 stiga hiti og lótt-
skýjað, 4 og skýjað á Galtarvita, 4
og lóttskýjað á Akureyri, 7 og létt-
skýjað á Dalatanga, 3 og léttskýjað
á Höfn og léttskýjað í Vestmanna-
eyjum.
í þórshöfn var 7 stiga hiti og
alskýjaö, +2 og skýjað í Kaup-
mannahöfn. +3 og alskýjað í Osló.
+ 2 og alskýjað í London, +5 og
lóttskýjað í Hamborg, +5 og
alskýjað í Madrid. 8 og skýjaö í
Lissabon og 1 og alskýjað í New
. Vork. .
Guðrún Arnbjörnsdóttir, sem lézt
18. nóvember sl. var fædd 3. marz
1963. Hún var elst fjögurra barna
hjónanna Arnbjörns Kristins-
sonar og Ragnhildar Björnsson.
Saióme Rannveig Gunnarsdóttir
frá Svalbarði í ögurvík, sem lézt
20. nóvember sl. var fædd 24.
apríl 1895. Salóme var gift Her-
manni Hermannssyni og eign-
uðust þau 11 börn, skipstjóraná
og útgerðarmennina Gunnar,
Þórð, Gísla, Jón, Halldór ogBirg:
og Sverri alþingismann og
dæturnar Önnu, Þuríði, Sigríði,
Karítas, og Guðrúnu Dóru. Útför
Salóme var gerð sl. laugardag.
Ragnar Thorarensen frá Skarðs-
stöð á Skarðsströnd í Dalasýslu
lézt 13. nóvember sl. á 86. aldurs-
ári. Eftirlifandi kona Ragnars er
Ingibjörg Magnúsdóttir frá
Reyðarfirði. Þau eignuðust fimm
börn sem nú eru búsett í Reykja-
vík. Ragnar rak bakarí og vcrzlun
á Flateyri við Önundarfjörð í ald-
arfjórðung en flutti til Reykja-
víkur árið 1949 og tók þá við
starfi húsvarðar hjá Frímúrara-
reglunni að Borgartúni 4 og
Sigríður J. Magnússon sem lézt
21. nóvember sl. var fædd í
Otradal í Arnarfirði 6. júní 1892.
Foreldrar hennar voru frú
Jóhanna Páísdóttir og sr. Jón
Árnason prestur i Otradal og á
Bíldudal. Sigríður var gift Sigurði
Magnússyni prófessor og yfir-
lækni á Vífilstöðum. Þau hjónin
eignuðust fjögur börn: Magnús
mælingamann, Pál verkfræðingi
Margréti fulltrúa og Jóhönnu er
vinnur hjá Tryggingarstofnun
ríkisins. Mann sinn missti
Sigríður 1945. Sigríður vann
ötullega að ýmsum málum, sér-
staklega kvenréttindamálum.
Jarðarför hennar verður gerð í
dag.
Sveinberg Jónsson, frá Stóradal í
Austur-Húnavatnssýslu sem' lézt
19. nóvember sl., var fæddur 6.
júlí 1910. Eftirlifandi kona hans
er Lára Guðmundsdóttir. Jarðar-
Sigríður Guðmundina Ingvadóttir
frá Snæfoksstöðum í Grímsnesi
verður jarðsett kl. 1.30 í dag frá
Fríkirkjunni. Sigríður var fædd
6. maí 1895 og foreldrar hennar
voru Ingvi Þorsteinsson bóndi og
kona hans Þórdís Jónsdóttir.
Sigriður giftist Gesti Magnússyni
trésmið 1920 og eignuðust þau
þrjár dætur en ein dó í fæðingu.
Auk þess ólu þau upp tvær
bróðurdætur Gests og dóttur-
dóttur þeirra hjóna. Mann sinn
missti Sigríður 1958.
gegndi því starfi til áttræðis-
aldurs. Útför Ragnars var gerð
frá Dómkirkjunni 21. nóvember
sl.
Ný listaverkakort fra Listasafni Islands
Listasafn Islands hefur nú gefið út 3 ny
litprentuð kort af íslenzkum málverkum.
Verkin eru þessi:
1. Viö þvottalaugarnar eftir Kristínu Jóns-
dóttur, máluð 1931.
2. Þvottaborð málarans wftir Snorra
Arinbjarnar, máluð 1944.
3. Rauður bátur eftir Jóhann Briem, máluð
1972.
ivortin eru prentuð hjá Kassagerð Reykja-
víkur, 16x22 cm að stærð.
Áður hefur Listasafn Islands gefið út 36 kort
í litum af verkum margra merkustu lista-
manna þjóðarinnar, og eru þau enn fáanleg í
safninu. Þessi kortaútgáfa er þáttur í kynn-
ingu safnsins á íslenskri myndlist.
Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar sem
hafa hug á að panta kort hjá Listasafninu
hringi í síma 10665 eða 10695.
Fundir
Jónína Helga Friðriksdóttir sem
lézt 29. nóv. sl., var fædd 29.
nóvember 1907. Eftirlifandi
eiginmaður Jóninu er Guð-
mundur Magnússon. Jónína var
jarðsett í kyrrþey 23. nóv. sl.
Alþýðubandalagið
Akranesi
og nógrenni
Fó'Iagsfunaur verður haldinn mánudaginn
28. nóvember kl. 20.30 í Rein. Dagskrá: 1.
Fróttir af landsfundi. 2. Rætt um blaðaút-
gáfu. 3. Kosning árshátíðarnefndar. — Kaffi.
Sjólfstœðisflokkurinn
Huginn F.U.S.
Garðabœ og Bessa-
staðahreppi
boðar til almenns fólagsfundar mánudaginn
28. nóv. nk. að Lyngási 12, kl. 8.30.
Fundarefni: fjárlögin og rpöguleikar til
lækkunar ríkisútgjalda.
Framsögumaður verður fjármálaráðherra,
Matthías Á. Mathiesen.
Herstöðvaandstœðingar,
Smóíbúðahverfi, Mýrar,
Leiti og Hlíðar.
Fundur verður haldinn i Tryggvagötu 10,
mánudaginn 28. nóvember kl. 21.00.
Tómas Einarsson flytur erindi um Chile.
Kosning tengla.
Bókasafnið
ó Ísafirði
I dag, verður opnuð sýning á grafík eftir Jens
Kristleifsson í bókasafninu á ísafirði.
A sýningunni verða 19 myndir, allt dúkristur
unnar á árunum 1968-1977, og eru þær allar
til sölu.
Jens Kristleifsson stundaði nám i Myndlista-
og handíðaskóla Islands og í Listaháskólan-
um í Kaupmannahöfn.
Kann hefur á undanförnum tíu árum tekið
þátt i fjölmörgum sýningum hór á landi og
erlcndis.
A þessu ári var Jens heiðursgestur á sam-
sýningu. Fólags sænskra grafíklistamanna,
sem haldin er þriðja hvert ár.
Sýningin verður opin á venjulegum útláns-
tíma bókasafnsins til 5. des. nk.
Félagsfundur
Félags járniðnaðarmanna verður háldinn
mánudaginn 28. nóv. 1977 kl. 8.30 í Tjarnar-
búð, uppi.
Dagskrá:
1. Fólagsmál.
2. önnur mál.
3. Upplestur: Baldvin Halldórsson leikari.
Aðalfundir
Aðalfundur
sundfólagsins Ægis verður að Hótel Esju
mánudaginn 28. nóv. næstkomandi kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Tónleikar
Heimdallur
Tónlistarkvöld
Melchior
Heimdallur heldur tónlistarkvöld í Sjálf-
stæðishúsinu Valhöll nk. mánudag. 28.
nóvember kl. 20.30. Hljómsveitin Melchior
leikur. Allir velkomnir.
Ljóðatónleikar
John Speight, baritonsöngvari, og Svein-
björg Vilhjálmsdóttir, píanóleikari, halda
tónleika fyrir nemendur tónlistarskóla Akra-
ness 28. nóv. nk. og í Norræna húsinu 29 nóv
ni. kl. 20.30.
Á efnisskrá tónleikanna eru lög eftir
Schubert, Vaughan-Williams, Berkeley og
Britten. Auk þess verða frumflutt íslenzk lög
eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Jón Asgeirs-
son og Sigursvein D. Kristinsson.
est
Hið íslenzku
nóttúrufrœðifélag
Ingibjörg Kaldal og Skúli Vikingsson flytja f
kvöld erindi.lsaldarlok i Sagafirði og á Skaga-
fjarðarheiðunt. Erindið verður i stofu 201 í
Arnagarði og hefst kl. 20.30.
— 24. nóvember 1977.
Eining Kl. 13.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 211,70 212,30
1 Sterlingspund 385,15 386,25
1 Kanadadollar 190,55 191,05
100 Danskar krónur 3457,30 3467,10*
100 Norskar krónur 3904,70 3915.70*
100 Sœnskar krónur 4417,30 4429.80*
100 Finnsk mörk 5044,10 5058,40*
100 Franskir frankar 4370,80 4383.20*
100 Belg. frankar 604,50 606,20*
100 Svissn. frankar 9733,30 9760,90*
100 Gyllini 8611,65 8836,65*
100 V-þýzk mörk 9523,80 9550,80
100 Lírur 24,13 24.20
100 Austurr. Sch. 1334,40 1338,10*
100 Escudos 522,65 524,15*
100 Pesetar 256,35 257.05*
100 Yen * Breyting frá síöustu 88,39 skráningu. 88,64*
Kvikmyidi
sósíalískum löndum í Lauqarósbíói.
Dagana 28. nóv. til 5. des. verður efnt til
sýninga i Laugarásbiói á 4 kvikmyndum frá
jafnmörgúm sósíalískum löndum:
Tékkóslóvakiu. Þýzka aíbvðuíýðvefdínu. Pól-
landi og Sovétríkjunum. DagsKrá kvikmynda-
daganna verðr birt jafnóðum í DB. Aðgangur
eBÖllum heimill ókeypis.
I dagld. 19 verður sýnd tékkneska myndin
„Elskendur árið eitt“ en þar segir frá tveim-
ur ungmennum, pilti og stúlku, sem leita
nýrrar fótfestu í lífinu eftir hörmungar
stríðsins. Kvikmyndin er gerð árið 1973 og
leikstjóri er Jaroslav Balik.
Framhaldaf bls.2S
Hestaeigendur.
Tamningastööin á Þjótanda við
Þjórsárbrú er tekin til starfa.
•Uppl. í símum 99-6555 og 99-1428.
Ferðadiskótekið Dísa:
Er~vea urstarfið í fullum gangi?
Er skemmtun eða dansleikur á
næta leiti? Ef svo er, sjáum við
um flutning fjölbreyttrar dans-
tónlistar með fullkomnum hljóm-
flutningstækjum. Leitið upþ-
lýsinga og gerið pantanir í simum
52971 og 50513 á kvöldin.
Hef til leigu
dregna Holman loftpressu, 2ja
hamra, með eða án manna, alla
daga, öll kvöld, út um allt land.
Sími 76167.
Tek að mér að yrkja fyrir fólk.
Ef þig langar ljóð að fá
líttu á viðtalstímann
huga snaran hefi þá
hringdu bara í símann.
Sími 14622 milli kl. 1 og 3 e.h.
Guðrún G.
Húsasmiður
getur bætt við sig vcrkefnum
Tilboð-timavinna. Uppl. á kvöldin
í sima 41826.
Viðgerðir — Nýsmíði.
Eg geri við og pólera upp gömul
húsgögn og smíða ný eftir óskum
viðskiptavinanna, Húsgagna-
vinnustofa Eggerts Jónssonar,
Mjóuhlíð 16, sími 10089.
Innrömmun,
alls konar myndir og málverk,
einnig saumaðar myndir, sett upp
veggteppi, vönduð vinna.
Innrömmunin Ingólfsstræti 4,
kjallara, gengið inn sundið.
Flísaiagnir og múrverk.
Get bætt við mig flísalögnum á
böðum og eldhúsum og einnig
múrverki. Fagmaður. úppl. i síma
12039 eftir kl. 7 á kvöldin.
Seljum og sögum
niður spónaplötur eftir máli. Stíl-
Húsgögn hf, Auðbrekku 63 Kóp.
Sími 44600.
Tek að mér
gluggaþvott hjá einstaklingum og
fyrirtækjum. Uppl. á auglþj. DB í
síma 27022. H-65101
Húseigendur-Húsfélög.
Sköfum hurðir og fúaverjum,
mðlum úti og inni. Gerum við
hurðapumpur og setjum upp nýj-
ar. Skiptum um hurðaþéttigúmmí
heimilistækja, svo sem ísskápa,
frystikistna og þvottavéla. Skipt-
um um þakrennur og niðurföll.
Tilboð og tímavinna. Uppl. í síma
74276 og auglýsingaþjónustu DB
sími 27022. 55528.
Hreinsum kísil og
önnur föst óhreinindi úr
báðkörum og vöskum, hreinsum
einnig gölf- og veggflísar. Föst
•verðtilboð. Sími 85220. Vöttur.
Húseigendur.
tökum að okkur viðhald á
húseignum. Tréverk, glerísetn-
jngar, málning og flísalagnir
Uppl. í simum 26507 og 26891.
1
Ökukennsla
Ökukennsla-bifhjólapróf.
Kenni á Mercedes Benz. Öll
prófgögn og ökuskóli ef óskað er.
Magnús Helgason, sími „66660.
Ökukennsia-æfingatímar.
Kenni á VW 1300, get nú loksins
bætt við nokkrum nemendum, út-
vega öll gögn varðandi prófið.
Sigu-ður Gíslason, simi 75224 og
42631
Ökukennsla-Æfingatímar.
Kenni á Peugeot 504, Gunnar Jón-
asson, sími 40694.
•Ökukennsla-æfingatímar.
Kenni á Mazda 323 árg. '77.
Ökuskóli og öll prófgögn ásamt
litmvnd í ökuskírteinið, ef þess ei
óskað. Hallfríður Stefánsdóttir.
simi 81349.