Dagblaðið - 30.12.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 30.12.1977, Blaðsíða 11
D&GgLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1977. 11 Spánn: Fangamir fengu ekki jólafrí og gerðu uppreisn Lögreglan á Spáni beitti gúmmíkylfum og táragasi til aö bæla niður uppreisn fanga í fangelsi í borginni Alicante í gær. Upptök ólátanna mun hafa verið óánægja nokkurra fanga með að fá ekki leyfi til að hverfa til síns heima yfir jóla- helgina. Um það bil átján hundruð föngum í spænkum fangelsum var veitt jólaleyfi að þessu sinm. í fangelsinu i Ahcante hófust óeirðirnar með því að nokkrir fanga kveiktu í dóti á gólfi klefa síns. Komust þeir síðan upp á þak fangelsisins og gryttu verði sina með þakskífum. Mikið hefur verið um óróa og óeirðir í fangelsum á Spáni undanfarna mánuði. Hafa þar að sögn aðallega verið að verki fangar sem dæmdir hafa verið eftir almennum hegningar- lögum. Eru þeir sagðir sáróánægðir með þá skipan mála að þeim hafa ekki hlotnazt náðanir í jafnmiklum mæli og föngum, sem dæmdir voru eftir lögum, sem sneru að ýmiss konar pólitískri starfsemi. SkákiníBelgrad: Einvígid í óvissu, Kortsnoj farinn Fjórtándu einvígisksák Kort- snojs og Spasskýs hefur verið frestaó fram á mánud'ag að kröfu Kortsnojs. Þá hefur hann sett skipuleggjendum mótsins í Júgóslavíu úrslitakosti og heldur því aðeins áfram keppni að keppt verði i lokuðu herbergi þar sem aðeins verður skákborð og stólar, klukka og einn eða tveir dómarar. Kortsnoj vill útiloka áhorf- endur frá þeim 7 skákum, sem enn eru eftir í einvíginu, en staðan er nú 7'A gegn 5V$ vinningi Kortsnoj í vil. Hann þarf þrjá vinninga í viðbót til að sigra, en Spasský hefur unnið þrjár síðustu skákirnar. Kortsnoj er nú farinn frá Belgrad og dvelst einhvers staðar annars staðar í Júgóslavíu og framtíð einvígisins er því mjög ótrygg. Spasský fór einnig frá Beif.rad í gær og vill ekkert láta hafa eftir sér um málið. Hegðun Spasskýs í einvíginu hefur gert það að verkum að Kort- snoj er undir mjög þungri sál- fræðilegri pressu. Spasský stendur þegar upp frá borðinu eftir leik og fylgist með á sýningarborði, sem er í salnum. Kapparnir eru hættir að takast 1 hendur fyrir hverja skák og óska ekki hver öðrum til hamingju með sigur í skák. Styðjió okkur-stuðlið að eigin öryggi pjLi\ Hjálparsveit skáta \Æ/ Reykjavík , OKKAR. IREYKJAVIK Skátabúðin, Snorrabraut Volvosalurinn, Suðurlandsbraut Fordhúsið, Skeifunni Alaska, Breiðholti Við Straumnes, Breiðholti Seglagerðin Ægir, Grandagarði Hagabúðin, Hjarðarhaga. Við Kjötmiðstöðina, Laugalæk Við Hreyfilsstaurinn, Árbæjarhverfi Tryggvagata, gegnt Tollstöðinni Stórt framfaraspor... Landsýn og Samvinnuferðir hafa tekið upp samstarf og leggja nú saman starfskrafta sína og sambönd til þess að geta veitt sem greiðasta, ódýrasta og fullkomnasta íslenska ferðaþjónustu, um allan heim. Þessar ferðaskrifstofur eru reknar af tveimur stærstu almenningssamtökum í landinu, samvinnufélögunum og launþegasamtökunum. Enginn vafi er á því að með þessu samstarfi ferðaskrifstofanna er stigið eitt stærsta framfaraspor í íslenskum ferðamálum. Með samstarfi sínu standa Landsýn og Samvinnuferðir ólíkt betur að vígi en áður til að veita landsmönnum betri og ódýrari ferðaþjónustu. Framvegis sem hingað til annast skrifstofurnar hvers konar ferðaþjónustu, auk skipulagðra ferða útlendinga til landsins og fyrirgreiðslu við þá. Samvinnuferöir Fastar hópferðir verða farnar á næsta ári reglulega til: KANARÍEYJA, COSTA DEL SOL, JÚGÓSLAVÍU, ÍRLANDS, LONDON, NORÐURLANDA. Þar sem hagsýni og hagkvæmni eru fyrir hendi, eiga nútíma vinnubrögð og tækni að geta gert fólki kleift að ferðast áhyggju- og óþægindalaust. Góðar ferðir eiga að geta verið öllum viðráðanlegar ef þær eru skipulagðar rétt og með hliðsjón af efnum og ástæðum. Landsýn og Samvinnuferðir óska félagsmönnum verkalýðs- og samvinnuhreyfingar og öllum öðrum viðskiptavinum sínum gleðilegs nýárs og þakka samstarf og samfylgd á liðnu ári. AUSTURSTRÆTI 12 REYKJAVIK H LANDSYN m/Ai AwAnrM in-rí^ r-%r-v ^ SKOLAVORÐUSTÍG 16 REYKJAVÍK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.