Dagblaðið - 30.12.1977, Síða 20

Dagblaðið - 30.12.1977, Síða 20
20 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1977. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1977. I 21 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir D Búiðaðvelja f jórar sterkustu þjóðirnaríHM? Ummæli Jose Havelange, hins brasilíska forseta FIFA, Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, þar sem hann gaf í skyn að þegar væri búið að velja fjögur lið er talin væru sterkust í HM í Argentínu á næsta ári, hafa vakið mikla athygli. Havelange lét hafa eftir sér að þær fjórar þjóðir, sem búið er að velja, séu gest- gjafarnir, Argentína, Brasilía, heimsmeistar- ar V-Þýzkalands — og ftalíu. Þetta hefur vakið mikia athygli í knattspyrnuheiminum og reiði — það er að ftalir skuli vera látnir í hóp f jögurra sterkustu þjóðanna. italir komust iítið áleiðis í V-Þýzkaiandi, voru slegnir út af Argentínu og Póllandi. Og í ár komust þeir til Argentínu aðeins á betra markahlutfalli en Englendingar. Enn er ekki Ijóst hvort i raun, sé búið að veija þessi f jögur lið — sem forðast þvi hvert annað í riðiakeppninni. Margir eru sáróánægðir — og þá ekki sízt Hoilendingar, silfurliðið frá síðustu HM-keppni. Sú þjóð er sigraði með hvað mestum yfirburðum í und- ankeppninni í sínum riðli. Stórsigur Vestur- Þjóðverja á Dönum A piltamótinu í knattspyrnu í Tel Aviv vann Vestur-Þýzkaland stórsigur á Dan- mörku í gær 8-0. Þá sigraði Grikkland fsrael með 1-0. Grikkir eru því efstir á mótinu með 4 stig. Vestur-Þjóðverjar og ísrael hafa tvö' stig en Þjóðverjarnir aðeins ieikið einn leik. Vestur-þýzka knattspyrnuliðið Köln„ sem er í efsta sæti í Bundeslígunni, gerði í gær jafntefii við iandslið fsrael í Tei Aviv. Ekkert mark var skorað í leiknum. Strax á eftir sigraði franska iiðið Olympigue Lyons Jerusalem Betar 1-0. Leikið var á Blumfield- ieikvanginn. Ahorfendur 20 þúsund. Muller og Maier heiðraðir Tveir leikmanna Bayern Munchen — þeir Sepp Maier, markvörður iandsliðsins v- þýzka, og Gerd Muiler, mestu markaskorar v-þýzkrar knattspyrnu, hafa verið sæmdir einu æðsta heiðursmerki þýzka sambands- lýðveldisins fyrir frammistöðu sina í knatt- spyrnu. Þe.ir félagar urðu heimsmeistarar með V-Þýzkalandi 1974 í Munchen. Aðeins þrír aðrir knattspyrnumenn hafa áður hlotið þetta sæmdarheiti — þeir Fritz Walter, fyrirliði 1054, Uwe Seeler, einn skæðasti sóknarleikmaður v-þýzkrar knatt- spyrnu, og félagi þeirra Muller og Maier hjá Bayern, Franz Beckenbauer en hann ieikur nú að sjáifsögðu með New York Cosmos. Iran ekki til Argentínu? Hugsanlegt er að fran, er tryggði sér sæti i úrslitum Heimsmeistarakeppninnar í Argen- tínu fái þrátt fyrir allt ekki að taka þátt í úrslitakeppninni. Astæðan — FIFA krefst þess að meðlimir FIFA í Asíu dragi til baka brottrekstur Taiwan og ísrael úr Knatt- spyrnusambandi Asiu. Asíuþjóðir sam- þykktu að veita Kína inngöngu en reka fsrael og Taiwan, sem samkva>mt fréttum frá Ziirich brýtur í bága við reglur FIFA. FIFA ætlar að senda aðildarþjóðum sinum í Asíu bréf þar sem lagt verður að þeim að taka ákvarðanir sínar til baka, að öðrum kosti eiga þær á hættu að FIFA setji bann á þær, jafnvel hrottrekstur, og þjóðunum verður meinað að taka þátt í keppni á vegum FIFA. Knattspyrnusambandið hefur gefið Asíu- þjóðum frest til 12. janúar til að svara — og þá verða teknar frekari ákvarðanir. íþróttir „Aðstaðan í Laugardal er góð — hana hef ég þegar skoðað — og eiginleikar íslenzkra frjáls- íþróttamanna til að ná árangri eru góðir, reiðubúnir til að leggja mikið að sér til að ná árangri,“ sagði Bobrov ennfremur. „Við leggjum út í ráðningu hins sovézka þjálfara okkar af bjart- sýni — hindranir eru margar. Eins og stendur vantar alla breidd í starf okkar. Það byggist of mikið upp á fáum afreksmönn- um. Með komu Bobrov vonumst við til að vinna meiri breidd — því eru allir velkomnir til okkar, svo starf Bobrov megi nýtast sem bezt,“ sagði Björn Blöndal vara- formaður frjálsíþróttadeildar KR í gær. „Mitt fyrsta verkefni verður að kynnast þeim íþróttamönnum sem eru í KR og síðan vinna að æfingaprógrammi með þeim. Ölymipuleikarnir í Moskvu verða 1980 — og ég teldi nauðsynlegt íslenzkum íþróttamönnum að kynna sér aðstæður þar — finna andrúmsloftið með þátttöku í íþróttamótum þar.“ sagði Bobrov, hinn geðugi sovézki þjálfari enn- fremur. Hann hefur starfað við háskólann í Leningrad, þaðan sem margir frægir íþróttamenn, margir ólymípuhafar, hafa fengið þjálfun sína. Bobrov er yfirmaður íþróttadeildar háskólans vissu- lega hámenntaður maður er KR- ingar hafa fengið til Iiðs við sig. Aðstæðumar í Laugar- dal em með ágætum — sagði Bobrov, hinn nýi þjálfari f rjálsíþróttadeildar KR „Ég veit í raun ekki enn hvaða ávöxt starf mitt hér á Islandi ber. Enn hef ég hitt fáa af íþrótta- mönnum KR en það er greinilega bjartsýni i KR og allir staðráðnir í að reyna að gera sitt bezta. Hvort ég hef með afreksfólk KR eingöngu að gera eða hvort hægt verður að vinna upp starf i KR á breiðari grundvelli verður að koma á daginn — vissulega vonast ég til að sameina þessa tvo þætti,“ sagði Bobrov Michail Michailovitch — hinn nýi sovézki þjálfari frjálsíþróttadeildar KR. Bondorov, hinn nýi sovézki þjálfari KR-inga. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. Islenzkur ósigur í Njarðvík í körfu Luther College sigraði fslenzka landsliðið 82-78 í gærkvöld Bandaríska skólaliðið frá Luther College sigraði í gærkvöld íslenzka landsliðið í körfuknatt- leik í Njarðvík að viðstöddum w 111 (m N m) Nýárs- kvöld Hátíðarmatseöill Graflax með sinnepssósu Uxahalasúpa Steiktar rjúpur með waldorfsalati Piparmyntuís Skemmtiatriði ^ Guörún Á. H Símonar w Opið til kl. 2. Borðpantanir í síma 2-33-33 og 2-33-35 milli kl. 1-4. Spariklœðnaður fjölda áhorfenda, eins og raunar ávallt er í Njarðvík, þéttsetinn salur. Luther College sigraði 82- 78 — hafði ÖII ráð ísl. liðsins í hendi sér. Staðan í leikhléi var 40-39 lslandi í vil. Raunar hefði íslenzka liðið átt að vera með mun fleiri stig í pokahorninu í fyrri hálfleik — en mörg hraða- upphlaup liðsins misheppnuðust, ævintýralegar sendingar er höfn- uðu í höndum bandarísku stúdentanna. Burðarásar í íslenzka liðinu voru þeir Þorsteinn Bjarnason og Jón Sigurðsson — allt spil mæddi sem oftar á Jóni Sigurðssyni en Þorsteinn Bjarnason hefur sýnt dæmalausar framfarir í vetur og er nú þegar að verða einn af burðarásum íslenzka landsliðsins. I raun má segja að þrír leik- menn bandaríska liðsins, þeir Phil Finanger, Rich Schmiz og A1 Tettshorn hafi skilið á milli liðanna. Sér í lagi reyndist Phil Finanger íslenzku leikmönnunum erfiður, snöggur og leikinn leik- maður. Leikskipulag bandaríska liðsins var allt mun fastara í skorðun en hins íslenzka — en margir leikmenn bandaríska liðsins virkuðu þungir og seinir. tslenzka landsliðið mætir Luther College í Hagaskóla í kvöld. Stig íslenzka liðsins skoruðu — Þorsteinn Bjarnason 30, Jón Sigurðsson 13, Símon Ölafsson 9 — en hann gerði marga laglega hluti. Gunnar Þorvarðarson skoraði 8 stig fyrir Island. -emm. Axel Axelsson í kröppum dansi. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. Einar Magnússon hefur náð að brjótast í gegnum vörn norska liðsins og skorar annað mark tslands. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. Island sýndi gamla snilldar- takta og sigurgegn Noregi —22-20 eftir hroðalega byrjun þarsem Norðmenn komustí 10-4. Dýrmætursigur fyrirþann erfiða æfingakafla erfhönd fer „tsland hefur á að skipa betra liði en Norðmenn, það er sannfæring mín, við eigum betri einstaklinga. En við erum nú í miðju ströngu æfingaprógrammi, höfum æft ákaflega stíft undan- farið. Þetta ásamt öllum þeim tilraunum sem við höfum orðið að gera á landsliðinu í leit að réttum kjarna gerði muninn ekki meiri en raun varð á — ósigur í fyrri leik þjóðanna, sigur nú, 22-20,“ sagðí Birgir Björnsson, formaður landsliðsnefndar eftir ákaflegan þarfan sigur fslands gegn Norð- mönnum í gærkvöld, 22-20 i Laug- ardalshöll. „Sigur okkar var dýrmætur í þeim skilningi að hann lyftir undir mannskapinn fyrir það langa æfingatímabil sem nú fer í hönd,“ sagði Birgir ennfremur. „Eftir hina slæmu byrjun settum við nýja leikmenn inn — þá Pál Björgvinsson og Þorberg Aðal- steinsson — leikur þeirra var mun frískari og léttari þar sem þeir komu bókstaflega óþreyttir inná. Sfðan vorum við búnir að ákveða fljótlega í síðari hálfleik að skipta Geir inná — einfalda leikskipulagið í 4-2 — aðeins tvo menn fyrir utan. Þetta höfum við oft notað, enda ákaflega einfalt að grípa til. Þetta ásamt því að við tókum einnig tvo leikmenn Norðmanna úr umferð sneri leiknum okkur í vil — og sigur vannst,“ sagði Birgir. mistök, staður varnarleikur ásamt nánast engri markvörzlu. Eftir 8 mínútna leik var staðan 2-2. Arni Indriðason hafði skorað eftir góða línusendingu Einars Magnús- sonar — og Einar sjálfur brauzt í gegn og skoraði — 2-2. En sfðan kom 10 mínútna leikkafli — og ekkert mark. Norðmenn breyttu stöðunni í 7-2 — síðan 10-4. Von um sigur virtist rokin út I norð- vestan kaldann — en þá setti Birgir Björnsson þá Axel Axelsson, Þorberg Aðalsteinsson og Pál Björgvinsson í stað þeirra Einars, Geirs og Jóns Hjaltalín. Nýr ferskleikablær kom á leik íslenzka liðsins, Axel byrjaði að vísu illa — en Þorbergur Aðalsteinsson sýndi mjög góðan leik — ásamt Páli, sem var drjúgur — átti 2 línusendingar er gáfu mörk, auk þess sem hann fékk vítakast. Og tsland hraðminnkaði muninn — úr 4-10 í tvö mörk fyrir leikhlé, 9-11. ísland missti Janus Guðlaugs- son útaf skömmu fyrir leikhlé — hann hafði strangar gætur á Grislingaas — en átti í erfiðleik- um í fyrri hálfleik. En byrjunin í síðari hálfleik var ekki jafn góð — íslendingar einum færri og Norðmenn juku muninn I 14-10. Þá komu þeir Geir og Árni Indriðason inn fyrir Pál og Þor- berg skipt um leikskipulag I 4-2 — og eftir 10 minútna leik hafði ísland náð að minnka muninn I eitt mark, 13-14. Áhorfendur voru nú með á nótunum, hvöttu leikmenn dyggilega þar sem baráttan sat nú í fyrirrúmi, bæði í sókn og vörn. — En Norðmenn náðu að auka muninn I þrjú mörk, 17-14 eftir 17 mlnútna leik. Hingað og ekki lengra, var svar íslenzku leik- mannanna — næstu 6 mörk voru íslands, staðan breyttist úr 14-17 I 20-17 — sigur nánast í höfn. Áhorfendur kunnu sannarlega að meta takta þá er sáust — faileg mörk Axels, stórkostlegar linu- sendingar hans, mörk Geirs — og kraft og harðfylgi Janusar Guðlaugssonar — og í markinu varði Gunnar Einarsson vel loka- kaflann — Islenzkur sigur, 22-20. Já, íslenzkur sigur — 22-20 sigur sem I raun setur enn fleiri spurningamerki yfir hverjir 16 fara til Danmerkur. I raun má segja að 10 leikmenn séu nokkuð öruggir — en vissuiega hlýtur að vera umhugsunarefni að aðeins Axel Axelsson af „útlendingun- um“ átti góðan leik I gærkvöld. Og þá eftir mörg slæm mistök I fyrri hálfleik. Sannar enn, að ákaflega erfitt er að koma svona inn og leika landsleik hér heima. Jón Hjaltalin byrjaði hroðalega —hann hefur aðeins náð að sýna sínar réttu hliðar I fyrsta leik slnum, gegn Ungverjum. Einar Magnússon hefur og ekki náð sér á strik — og eins hefur alla ógnun vantað I leik Gunnars Einarsson- ar. Vissulega vonbrigði — en I raun erfitt að dæma þar sem þess- ir fjórir hafa nánast verið settir upp við vegg — sýnið góða hluti, eða... Landsliðsnefnd mun velja 16 leikmenn nú um áramótin — vissulega verður fróðlegt að sjá hvernig val hennar verður. Hvernig finna megi hið rétta jafn- vægi hínna fjölmörgu stórskyttna og hinna er spil snýst I kringum — og þá einnig með tilliti til varnarleiksins. Landsliðsnefnd er vissulega I erfiðri aðstöðu — hún þarf að hafna 6 leikmönnum af þeim 22 er I landsliðshópnum eru. Mörk íslands skoruðu — Jón Karlsson 5 — öll úr vltaköstum. Þorbergur Aðalsteinsson, Janus Guðlaugsson, Geir Hallsteins- son og Árni Indriðason skoruðu 3 mörk hver — og Árni átti vissulega góðan leik, hvort heldur I vörn eða sókn. Axel Axelsson skoraði 2 mörk, Björgvin Björgvinsson, Bjarni Guðmundsson og Einar Magnús- son skoruðu eitt mark hver. Ole Gundem og Trond Inge- brightsen skoruðu 5 mörk hvor fyrir Norðmenn — Geir Rose 2, aðrir leikmenn eitt mark. Hinir a-þýzku dómarar höfðu mjög góð tök á leiknum — en rétt eins og I fyrri leiknum voru þeir helzt til fljótir að stöðva hann, dæmdu of snemma. h. halls. „Útlendingar” gegn „innfædum” á morgun A morgun, gamlársdag, klukkan 2 fer fram að mörgu leyti áhugaverður leikur í handknattleik, viðureign „útlendinganna" — það er þeirra íslenzku leikmanna sem leika með liðum erlendis — og þeirra er leika hér heima. Leikurinn fer fram I Laugar- dalshöll. Það verður því fróðlegt að sjá þá Einar Magnússon, Jón Hjaltalín, Gunnar Einarsson og Axel Axelsson — en þeir eru allir I íslenzka landsliðshópn- um. Þeir fá til liðs við sig þá Viðar Símonarson, Guðjón Magnússon og Hörð Harðarson en þeir þrír leika I Svíþjóð. Allt valinkunn nöfn — og I fslenzka liðinu verða, með Geir Hallsteinsson I broddi fylk- ingar, ekki síður kunn nöfn — vissulega efni I athyglisverðan leik. Þessi leikur verður þvl kær- komið tækifæri fyrir landsliðs- nefnd að sjá I síðasta sinn íslenzku landsliðsmennina I leik áður en hún velur þá 16 leikmenn er fara til Dan- merkur — val er allir hand- knattleiksunnendur bíða með óþreyju. Já, vissulega leit út fyrir annan ósigur tslands eftir hroðalega byrjun — íslenzku leikmennirnir hófu leikinn I Laugardalshöll eins og hinn fyrri. Sömu þreytu- mörkin voru og I fyrri leiknum — íþróttir Flugeldamarkaður Fram Landsins mesta úrval af flugeldum og Mysum. 7stæröir af fjölskyldukössum. Útsölustaöir: Félagsheimiliö v/Safamýri — Miðbær v/Háaleitisbraut 58 Opið 2-10 Gamlársdag frá 9-4 Handknattleiksdeild Fram ^

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.