Dagblaðið - 21.01.1978, Side 6

Dagblaðið - 21.01.1978, Side 6
DAGBLAÐIÐ. LAULARDAGUR 21. JANUAR 1978. 6 Framsóknarmenn í kosningaham — hvar er kosið og hvernig á að kjósa? Frarnsóknarflokkurinn >>onfíst fyrir prófkjöri í Reykjavík í dag og á morgun, sunnudag. Kjörstaðir eru í Fákshúsinu við gamla Skeiðvöllinn og Framsóknarhúsinu að Rauðarárstíg 18. Bæði verður valið um fram- bjóðendur iil alþingiskosninga og borgarstjórnar. Níu manns eru í kjöri á hvorum lista en sam- kVæmi prófkjörsreglum er skylt að velja fjóra og á að númera þá með tölustöfunum 1, 2, 3, 4 eftir því sem kjósandi vill að röð fram- bjóðenda verði. í prófkjörsreglununt er tekið fram að þeir einir hafi rétt til þátttöku sem eru stuðningsmenn Framsóknarflokksins og fylgja stefnu hans. Allir stuðningsmenn flokksins, sein náð hafa löglegum kosninga- aldri fyrir kjördaga, samkvæmt itiúaskrá Re.vkjavíkur hafa rétt til þátttöku. Þeir stuðningsmenn Framsóknarflokksins, sem flutt hafa til Reykjavikur eftir að síðasta íbúaskrá var gerð þurfa að sanna heimilisfang sitt í Reykja- vík. Fólagsbundnir menn í ein- hverju Framsóknarfélagi í aldrin- um 16 til 20 ára hafa sérstöðu og mega taka þátt í prófkjörinu. Við röðun á endanlega fram- hoðslista til alþingis og borgar- stjórnar ætla framsóknarmenn að setja þann prófkjörsfram- bjóðanda i fyrsta sæti sem flest atkvæði hlýtur í það sæti. I öðru sæti verður sá sem flest atkvæði fékk i fyrsta og annað sæti og síðan koll af kolli. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan 9 í morgun og verða opnir til klukkan 18. A morgun, sunnudag, verða þeir opnir frá kl. 9 til 20. -OG. PRÓFKJÖR ALÞINGI BORGARSTJÓRN Guðmundur G. Þórarinsson, verkfr. Valdimar K. Jónsson, prófessor Sigrún Magnúsdóttir, kaupmaður Gerður Steinþórsdóttir, kennari — Brynjclfur Steingrímsson, trésmiður Páll R. Magnússon, trésmiður Einar Ágústsson, ráðherra Kristinn Björnsson, sálfræðingur Geir Vilhjálmsson, sálíræðingur Björk Jónsdóttir, húsmóðir Kristján Friðriksson. iðnrekandi Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi j Þórarinn Þórarinsson, alþingismaður Eiríkur Tómasson, lögfræðingur Jón Aðalsteinn Jónasson, kaupmaður Kristján Benediklsson, borgarfulltrúi Sverrir Bergmann, læknir Jónas Guðmundsson, rithöfundur Kjósa skal fjóra menn af hvorum lista. Hvorki fleiri né færti og númera 1., 2., 3., 4. Kosiö verður aagana 21. og 22. janúar n.k. Kosning fer fram að Rauðaiárstíg 18 og í Félagsheimili Fáks við Elliða- ár. Utankjörstaðakosning er hafin að Rauðarárstíg 18. Ef yður vantar aðstoð við að komast á kjörstað, þá hringið í síma 22755 — 22628 — 86519, ega 86349, þar eru einnig veittar allar upplýsingar. Kjörsvæði eru tvö og skiptist borgin um Grensásveg. Þannig líta þeir út k.jörseðlarnir í prófkjöri Framsóknarflokksins til undirbúnings framboði flokksins til alþingis og borgarstjörnar i Reyk.javik. Sigrún Magnúsdóttir kaupmaður: MANNGILDIÐ ER FALLIÐ GLEYMSKU „Það er í rauninni eðlilegt að maður láti sig efnahagsmálin mestu skipta. ef inaður n le r kjöri." sagði Sigrún Magnúsdóttir kaupmaður i vhltali við I)B, en hún er í framboði til prófkjörs framsóknarmanna í Reykjavík vegna alþingiskosninganna i vor. „Nú, og al' |)vi að ég er kona, þá vil ég eðlilega að konur láti sig þetta einhverju skipta því að þossi vandi steðjar að okkur öllum. Kg verð að segja það, að ég tel manngildið vera fallið i gle.vmsku í þessu endalausa kapphlaupi um lífsgæðin og það er náttúrlegá atriði sem við verðum öll að hugsa um. Það er einnig nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir að við verðum að vinna á félagsleg- um grundvelli til þess að fá fram- f.vlgt þei.m málum sem við vinnum að,“ sagði Sigrún enn- fremur. „Það er ekki nóg að heimta allt upp i hendurnar á sér." -HP. Kristján Friðriksson: Kosningabaráttan beint framhald af hagkeðjunni „Kg tel að |)örfin fyrir nýja stefnumótun i ýmsum meginmál um á þjóðmálasviiSinu sé sérstak lega knýjandi," sagði Kristján Friðriksson iðnrekandi í viðtali við I)B. Ilann gefur kost á sér i prófkjöri Framsóknarflokksins til undirbúnings alþingiskosninga. „Kinnig t(4 ég að aðstæður séu að skapast l'yrir |>ví að unnt verði að framkviema nýja stefnu. þróunin knýr til þess að það verði gert. Þetta á alveg séstaklega við bæði að því er varðar skipulagn- ingu fiskveiða og uppbyggingu iðnaðar. I landbúnaði er einnig þörf á mikilvægum lagfæringum í stefnumótun þó þar sé ekki um að ræða neitt viðlika breytingar og þarf að gera á sviði sjávarútvegs og iðnaðar. Ilagkeðjuhugmynd mín fjallar um sjávarútvog og iðnað og hana hef ég kynnt að undanförnu ba>ði í fjölmiðlum og á opinberum f'undum. Að mótun hennar hef ég unnið lengi. Sú kosningabarátta. sem ég nú hey er því eðlilegt framhald af því verki og kemur að gagni við k.vnningarstarfið, hvernig sem fer um árangur í prófkjörinu. Spurning er hve lengi fólkið í landinu ætlar að líða „flokkseig- endaklíkunum" í stjórnmála- flokkunum að halda þjóðinni i hálfgerðri efnahagskroppu al- gjörlega að óþörfu. Fkki er möguleiki að nefna margt í svo stuttu spjalli en ég mun til dæmis beita mér fyrir þvi að farið verði eftir nýju lögunum um grunnskóla en hingað til hefur framkvæmdin verið á grundvelli fyrstu tillagna sem al- þingi síðan breytti. Við verðum einnig að takast á við verðbólguna, þessa ófreskju okkar .þjóðfélags," sagði Kristján Friðriksson að lokum. - 0C« Hve lengi ætlar fólkið að levfa efnahagslegri úlfakreppu? spyr „flokkseigendaklíkum" sljórn- Kristján Friðriksson iðnrekandi. málaflokkanna að halda ókkur í Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Tilboð óskast r bygginsu annars áfanga 3ja fjölbýlishúsa að Valshólum 2,4 öf> 6 í Breiðholti, alls 24 íbúðir, Annar áfanyi felst í því að gera húsin tilbúin undir tréverk. Húsin eru.nú fokheld. Útboðsgöjtn fást í skrifstofu Verzlunarmannafélatís Reykjavíkur, Hagamel 4, frá oy með 23. janúar 1978 íte.un 20 þús. króna skilatryggingu. Tilbí ðum verði skilað eigi síðar en kl. 11.30 6. febr. 1978, en þá verða tilboðin opnuð í viðurvist bjóðenda að Hagamel 4. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR ÚTBOD Brynjólf ur Steingrímsson trésmiður: Til þess að fyrirbyggja borganir undir borðið „Það er í sjálfu sér enginn einn málaflokkur sem ég myndi beita mér fyrir ef ég næði kjöri," sagði Brynjólfur Steingrímsson tré- smiður í viðtali við Dagblaðið um fyrirhugað framboð hans á vegum Framsóknarflokksins til próf- kjörs vegna alþingiskosninganna í vor. „Þö eru nokkur atriði sem mér þykir rétt að minnast á. Það hlýtur öllum að vera ljóst að efling atvinnuveganna er eitt aðalmál þjóðarinnar og þá á ég sérstaklega við iðnað," sagði Brynjólfur ennfremur. „Þar á ég einnig viö fiskiðnað þvi það nær í sjálfu sér engri átt að fiski sé mokað hér á land án þess að hann s.é fullnýttur. Eins • hef ég ákveðnar hug- myndir um frámkvæmd hús- næðismálastjörnarlána. Kg tel réttast að Ián yrðu veitt allt að kannski 70 til 80% af byggingar- verði, eins og er, en í stað þess að lántakendum yrðu greiddir pen- ingarnir út i hönd yrðu reikning- arnir greiddir í viðskiptabönkum hvers og eins og þá samþykktir. Þetta held ég að kæmi í veg fyrir borganir undir borðið." - HP

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.