Dagblaðið - 21.01.1978, Side 8
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1978.
2
Krossgáta
Norðmaðurinn
kom í veg
fyrirsigur
þess sovézka
— á Evrópumeistaramóti
unglingaíGroningen
Það voru margar fjörugar
skákir tefldar á Evrópumeist-
aramóti unglinga í Groningen
um og eftir áramótin. Þar voru
aldurstakmörk 20 ár og Jón L.
Arnason, Islandsmeistarinn og
heimsmeistari pilta, var meðal
yngstu keppenda mótsins. Jón
stó'ð vei f.vrir sínu. Hlaut 7.5
vinninga af 13 mögulegum og
varð í níunda sæti. Keppendur
skiptu mörgum tugum. Jón
náði beztum árangri Norður-
landabúa á mótinu.
Keppnin um efsta sætið var
gífurlega hörð. Enski efna-
fræðistúdentinn Taulbot
sigraði með 9 vinningum —
hafði betri stigatölu en þeir
Dolmatov, Sovétríkjunum, og
Georgiev, Rúmeníu, sem einnig
hlutu- níu vinninga. Taulbot
varð tvítugur fyrir nokkrum
dögum.
Norðmaðurinn Björn Tiller
var meðal þeirra, sem komu í
veg fyrir sigur þess sovézka á
mótinu. Sigraði Dolmatov i
snaggaralegri skák. Tiller, sem
er i skákfélagi Oslóborgar,
hlaut 6.5 vinninga á mótinu og
varð í 17. sæti, Norðmenn telja
Tiller eitt mesta skákefni, sem
komið hefur fram í Noregi.
Gæddur miklum skákgáfum,
sem hann á eftir að hemja
betur. En við skulum nú líta á
þegar hánn lagði Dolmatov í
Groningen.
Hvítt: — Dolmatov
Svart: — Tiller.
1. e4 — e6 2. d4 — d5 3. Rd2
— c5 4. exd — exd 5. Rgf3 —
Rc6 6. Bh5 — Bd6 7. dxe —
Bxc5 8. 0-0 — Rge7 9. Rb3 —
Bd6 10. Hel — 0-0 11. Bg5 —
Bg4 12. c3 — He8 13. Be2 —h6
14. Bh4 — Db6 15. Rfd4 —
Bxe2 16. Hxe2 — Rg6 17. Bg3
— Bxg3 18. hxg — He4!? 19. f3
— He5 20. Dc2 — Hg5!
Eftir hina venjulegu byrjun,
sem fellur að flestu samkvæmt
bókinni, byrjar Tiller nú að
sýna sóknarhug.
21. Kf2 — Dc7 22. Rf5 — d4!
23. cxd — Dd7 24. g4 — Rf4 25.
Rc5 — Dc7 26. Hd2 — g6 27.
Re4 — gxf 28. Rxg5 — hxg 29.
Dxf5 — Rh3!?
DOLMATOV
Svartur á ýmsa möguleika
vegna hinnar slæmu stöðu
hvíta kóngsins og nær mikilli
sókn ef hvítur drepur riddar-
ann. Til dæmis 30. gxh — Dh2 +
31. Ke3 — He8+ 32. Kd3 —
Rb4+ 33. Kc3 — He3 + - 34.
Kc4 — Dxd2 og svo framvegis.
Framhaldið, sem Dolmatov
velur, er hins vegar ekki betra.
30. Ke2 — He8+ 31. Kdl —
De7 32. a3 — Del+ 33. Kc2 —
Dxal 34. gxh — Re7! 35. Dxg5 +
— Rg6 36. h4 — Hc8+ 37. Kb3
Orðarugl
•H
T3
3
xi
o
co
A i’Koí'AIA
o o
A RNVASDA
o o
s ’ETG LSV
o o
V G ?NA D LAV
O o o
B 0RDRJ BDA
o o
Svar:
□
0RÐARUGL3
Stöfum hefur verið ruglað í fimm orðum. en gefinn er fyrsti
stafurinn i orðunum áður en þeim var ruglað. Finnið út
hvernig orðin voru upphaflega og takið siðan slafina. sem
koma í hringina. og færið þá niður i svardálkinn. Þá kemur
fram setning tengd erlendum atburðum. Merkið umslagið
Daghlaðið, pósthólf 5380, Orðarugl 3. Skilafrestur er til næstu
helgar.
Lausn á Orðarugli 1 var SYNDIN ER LÆVÍS og hlaut
verðlaunin. 2000 krónur. I’áll M. Rikharðsson, Birkilundi
v/Vatnsveituveg, Reykjavík.