Dagblaðið - 21.01.1978, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1978.
11
N
þingmaður 1948 og sigur sinn i
þeirri kosningabaráttu átti
hann fyíst og fremst and-
kommúnískri baráttu sinni að
þakka. Seinna sigraði hann
hinn illræmda Joe Mc Carthy
með því að leggja fyrst fyrir
þingið frumvarp þar sem
kommúnistaflokkur Banda-
ríkjanna var bannaður. Með
harðfylgi útilokaði hann einnig
verkalýðsfélög sem voru undir
stjórn kommúnista. Hann átti
einnig frumkvæði að því að al-
ríkislögreglan FBI fékk aukið
vald til þess að kanna hollustu
og löghlýðni borgaranna.
VELFERÐARRÍKIÐ
Humphrey stuðlaði að auknu
iðnaðar- og hernaðarveldi en
hann gleymdi þó ekki þeim
sem verst voru settir i
þjóðfélaginu. Efnahagur
Bandaríkjanna leyfði bæði víg-
búnað og félagslegar umbætur.
Arangurinn varð sá að umsvif
hins opinbera jukust að mikl-
um mun.
Hann var einnig meðal frum-
kvöðlanna að ákveðinni gerð
sjúkratrygginga, betri
menntunarmöguleika og friðar-
deilda. Fáir börðust harðar
fyrir lagasetningu um borgara-
réttindi á sjötta áratugnum en
hann.
Humphrey var valinn vara-
forsetaefni demókrata með
Johnson forseta árið ’64. Fram-
boð þeirra var mjög sterkt enda
unnu þeir stórsigur á fram-
bjóðendum repúblikana þar
sem Barry Goldwater galt
mikið afhroð. Samvinnu þeirra
fyrir kosningarnar var þannig
lýst: „Það er ekki aðeins það að
þeír ríku haldi upp á Johnson
og þeir fátæku upp á
Humphrey. Þeir eru orðnir eins
og síamstvíburar. Johnson fer
krossferð gegn fátæktinni á
meðan Humphrey kitlar undir-
hokur þeirra ríku. Þegar tvi-
burinn til vinstri hreyfir sig til
hægri, hreyfir tvíburinn til
hægri sig til vinstri. Hvernig á
aumingja Goldwater að ráða við
slíkt?
Víetnamstríðið
Sem varaforseti Johnsons
forseta lenti Humphrey í því að
vera sá sem varði stríðs-
reksturinn í Víetnam hvað
ákafast gegn gagnrýni vinstri-
aflanna í Demókrataflokknum.
ýkja mikið á milli stjórnvalda
og „háttvirtra kjósenda".
Hin fullyrðingin að íslend-
ingar þurfi að hlíta vinnu-
þrælkun er heimska sem fyrir
löngu hefði átt að vera búið að
kveða niður.
Auðvitað eru sumir atvinnu-
vegir þess eðlis að ekki verður
komist hjá skorpuvinnu. A
stuttu sumri verður að ná inn
heyjum og erfitt er að tak-
marka vinnutíma sjómanna ná-
kvæmlega. Vinnuþrælkunin
byggist heldur ekki á sérþörf-
um þessara atvinnuvega.
Vinnuþrælkunin byggist ekki á
nauðsyn meiri afkasta. I afar
mörgum tilfellum aukast afköst
ekki við langan vinnutíma.
Þvert á móti minnka þau við
stöðugan langan vinnutíma.
Enda eru afköstin ekki for-
senda þrælkunarinnar. Orsökin
er sú, að vegna kolvitlausrar
stefnu í kjaramálum verður
þessi blekking að viðgangast til
þess að launþegar fái oní sig og
í mörgum tilfellum til þess að
fullnægja stöðugt nýjum gervi-
þörfum sem neysluþjóðfélagið
ungar út.
ÁRALANGT
SKULDAFANGELSI
Grunnþörfum fólks verður
að fullnægja. Síðan í heims-
styrjöldinni hafa allir íslend-
ingar haft nokkurn veginn næg
matvæli. Þó hefur alltaf verið
nokkur hluti fólks sem búið
hefur við þröngan kost. Meira
að segja í mesta lífsgæðakapp-
hlaupinu undanfarin ár hafa
vissir hópar fólks gleymst.
Þetta eru þeir sem búa við
hreina skömmtun samfélagsins.
Þetta fólk hefur hvað eftir ann-
að komist að hungurmörkun-
Seinna iðraðist hann þessarar
varnar sinnar og hélt því fram
eins og margir aðrir að hann
hefði alltaf efazt um réttmæti
stríðsrekstursins.
En á árunum fram til 1968
hafði það verið mjög áberandi i
málflutningi að verja stríðs-
reksturinn í Víetnam og í for
setakosningunum það ár náði
Humphrey aldrei að sannfæra
kjósendur um fyrri framfara-
stefnu sína. Hann tapaði kosn-
ingunni fyrir Richard Nixon og
alvarlegur klofningur varð í
Demókrataflokknum.
Humphrey hvarf af sjónar-
sviðinu um stund og átti bitrar
minningar úr embætti varafor-
setans. Hann lýsti þvi svo að
það væri eins og að vera nakinn
úti í snjóbyl og enginn kæmi til
þess að bjóða þó ekki væri
nema eina eldspýtu til þess að
hlýja sér á.
En árið 1970 var hann aftur
kosinn [ öldungadeildina. En
tímarnir voru breyttir. Hann
hafði orðið til þess að drepa
hugmyndafræðina í bandarísk-
um stjórnmálum. Tími frjáls-
hyggjunnar var liðinn. Astand
efnahagsmálanna leyfði ekki
bæði vígbúnaðarkapphlaup og
velferðarríki. Með efnahags-
kreppunni og strangari fjár-
málastjórnun datt grund-
völlurinn undan þeirri einingu
er ríkt hafði á milli launþega og
atvinnurekenda.
Þegar Carterstjórnin varð
fyrir gagnrýni af hálfu verka-
lýðssamtakanna og ýmissa
minnihlutahópa leitaði Hvíta
húsið ráða hjá fornvini þessara
hópa, Hubert Humphrey, sem
náði því þannig á síðustu
ævidögum sínum að verða aftur
áhrifamikill í bandarisku
stjórnmálalifi.
um. Heilsufari hins hluta
þjóðarinnar hefur verið stefnt í
voða vegna ofáts.
Kjallarinn
Hrafn Sæmundsson
Þegar kemur að hinni aðal-
frumþörfinni eru málin í allt
öðru og verra ástandi. Þar er
átt við þá nauðsyn manna að
hafa húsaskjól. Ástand þeirra
mála er eins vitlaust og hugsast
getur. Fjárfesting í íbúðarhús-
næði er vafasöm, svo að ekki sé
meira sagt. Þar er annars vegar
um að ræða hömlulausa og
óhefta fjárfestingu í lúxushús-
næði og hins vegar skipulags-
litla fjárfestingu í almennu
íbúðarhúsnæði. Þó að almenn-
ingur geri ekki miklar kröfur
um íbúðarhúsnæði, þá er mögu-
leikinn til að fullnægja þeim að
verða útilokaðpr við núverandi
aðstæður.
Ef eitthvað þarf að rífa —
því þá ekki Moggahúsið?
Þau ótíðindi hafa nú borist
úr borgarráði, að þarlendir
hyggist láta rífa öll hús við
Hótel íslandsplanið, til að þar
megi rísa af grunni einn gler-
kassinn í viðbót. Ég segi þar-
lendir, því það er ekki eins og
forráðamenn þessarar borgar
eigi upphaf sitt og rætur í
henni, heldur minnir fram-
koma þeirra á óuppdreginn
ræningjaskríl sem veður um
borgina, rífandi niður allt það
sem minnir á upphaf hennar,
og þó einkanlega ef það getur á
einhvern hátt talist siðuðu fólki
til augnayndis. Þannig sendu
þessir þokkapiltar sveina sína
út af örkinni um daginn þeirra
erinda að rífa niður húsin við
Lækjartorg, vitanlega svo ein-
hverjir braskarar gætu reist
þar Mammonskassa úr gleri.
Annars hef ég hvorki tíma né
taugar til að telja upp þau
spjöll, sem unnin hafa verið á
miðbæ Reykjavíkur í þágu ný-
ríkrar og siðlausrar borgara-
stéttar. Það er staðre.vnd, að
umhverfisvernd er ekki sinnt.
eingöngu vegna þess, að það
kemur sér illa fyrir óuppdreg-
inn braskaralýð, sem best væri
geymdur á jöklum uppi, þar
sem hann flæktist ekki fyrir vel
uppöldu fólki.
Hverjir eru spurðir leyfis,
þegar fremja á spjöll á miðbæn-
um? Ekki Siggi hálofta og ekki
Öddi Karls, og veit ég þó ekki
til að þessir vinir mínir eigi
nokkuð minna í Reykjavík
heldur en B.vrsleifur og Berti
Kjallarinn
Pjetur Lárusson
Gvendar og allir þeirra nótar.
Það er eins og þeir menn, sem
borgarbúar hafa í fáfræði sinni
kjörið til forystu, geri sér ekki
grein fyrir því að borgin, og þá
ekki sist miðbærinn, er sam-
eign okkar sem hana byggja.
Hún er ekki aðeins umhverfi
okkar, heldur einnig lífæð. Með
slika hluti leyfist engum að
ráðskast i krafti auðs og valda.
sem hvort 'veggja er auk þess
fengið nteð vafasömum hætti,
an það er kapituli út af fyrir
'ig.
Árásina á húsin við Hótel ís-
landsplanið, eða Hallærisplan-
ið, eins og það er kallað verður
að stöðva. ef ekki á að bre.vta
nafni borgarinnar í Hallæris-
borg.
Ef endilega þarf að rífa ein-
hver hús í miðbænum, þá leyfi
ég mér að benda á Moggahúsið.
Bæði er að það spillir umhverf-
inu, og svo hitt, að þar er sterk-
asta vígi þeirra niðurrifsafla,
sem pkkert er heilagt utan aur-
arnir einir.
Og meðal annarra orða, hvar
eru Torfusamtökin nú?
Pjetur Lárusson
rithöfundur
Ungt fólk, sem í bjartsýni
æskunnar ætlar að hefja
búskap, rekur sig á óyfirstígan-
lega hindrun í þessum efnum.
Skipulag þessara mála er
þannig, að það kostar ekki
minna en áralangt skuldafang-
elsi að komast í húsnæði þegar
best lætur. Þetta er eitt af
versta óréttlætinu sem ungt
fólk býr við í þjóðféiaginu.
í stað þess að njóta þeirra
ára, sem best eru, verður nú
allt í einu að segja skilið við
þjóðfélagið. Frá því að hafa
búið við verulegt frjálsræði í
uppvexti er nú lokað fyrir
félagslegt samneyti ungs fólks.
Mjög mikill fjöldi verður úti í
þessari orrahríð. Það er vafa-
samt að eldri kynslóðin og ráða-
menn geri sér raunhæfa grein
fyrir þessu.
HRETIN DREPA
LÍFSÞRÓTTiNN
Fyrstu áratugir ævinnar'eru
það tímabil sem ungt fólk er
opnast og hefur mesta mögu-
leika á að þroskast. Á þessum
árum er lagður grunnur að allri
ævi. A þessum árum er ungu
fólki eðlilegt að glima við
áhugamál sín og hljóta þá lífs-
fyllingu og þroska sem mannin-
um er eðliiegt að ná gegnum
stöðuga endurnýjun. Heil-
brigðu ungu fólki er það eðli-
legt, eins og hliðstæðu úr ann-
arri náttúru, að blómstra. Að
njóta lífsins hvern dag. Það
ætti að vera siðferðisskylda
hvers þjóðfélags að skapa
aðstæður fyrir því að þetta vor
manneskjunnar geti liðið án
þess að hretin drepi niður eðli-
legan lífsþrótt.
Þannig er þessu ekki varið
hér á fslandi.
MARTRÖÐ
NEYSLUKAPPHLAUPS
Áður var minnst á almennan
vinnuþrældóm fólks og sú full-
yrðing sett fram, að hann hefði
áhrif á næstu kynslóðir. Það
unga fólk, sem nú slítur barns-
skóm, er afkvæmi þessa tíma-
bils. Það er óreiknað dæmi,
hvernig búið hefur verið að
þessari æsku hvað innri upp-
byggingu snertir.
Meginþorri unga fólksins er
fæddur og uppalinn í neyslu-
kapphlaupi sem á sér enga hlið-
stæðu hér á landi. Síðasti ára-
tugur hefur verið óhugnanleg
martröð hvað þetta snertir. Það
takmarkalausa frelsi sem ríkt
hefur er nú búið að setja þjóð-
ina niður á stig siðleysis. Til að
viðhalda þessu yfirþanda
neysluþjóðfélagi hefur eigna-
rétturinn verið afnuminn að
stórum hluta. Vissir þjóðfélags-
hópar hafa fengið óáreittir að
fl.vtja til ómælda fjármuni í þjóð
félaginu innan ramma laga og
utan þeirra. Þetta blasir hvar-
vetna við. Meginþorri almenn-
ings hefur tapað öllum áttum
og hefur engan siðferðislegan
grunn að standa á.
ÞRÓUN Í
BLAÐAMENNSKU
Vegna þróunar í blaða-
mennsku hefur allra síðustu ár
verið hróflað við ýmsu sem
áður var falið í samtr.vggingar-
þögn. Vegna tilkomu Dag-
blaðsins, sem flutti blaða-
mennsku út úr messuforminu.
fór almenningur aftur að opna
skilningarvii sín og velta hlut-
unum fyrir sér. Sú óskaplega
tregða, sem dagblöðin hafa sýnt
gagnvart þessari reynslu, sýnir
það hve mikil nauðsvn var fyrir
þjóðfélagið að hafa fjölmiðil
sem hafði aðstæður til að halda
opnum umræðuvettvangi.
í sambandi við þjóðmálaum-
ræðu er það yfirþyrmandi. hve
dagblöð og stjórnmálamenn eru
blind fyrir þeim breytingum,
sem orðið hafa. Vegna þróunar
þjóðmála undanfarin ár og
þeirrar reynslu sem almenn-
ingur hefur fengið af stjórn-
málamönnum og blöðum þeirra
þá lokast öll skvnfæri fólks
þegar farið er að messa í gamla
messuforminu. Sú þjóðmálaum-
ræða, sem er á umræðustigi
barnaheimila, nær ekki lengur
til fólks. Þau slagorð sem
hjakkað hefur verið á um ára-
tugi eiga aðeins heima á minja-
safni viss stjórnmálatimabils.
Sérstaklega er það grátlegt
að röttækir aðilar, sem vilja vel,
skuli ekki sjá þessa einföldu
staðreynd eða ganga út úr fíla-
beinsturninum og heyra hana
af vörum fólksins.
Undanfarið hafa nokkur mál
úr hinum siðlausa undirheimi
fjármálalífsins komið upp á
yfirborð. Þetta hefur orðið þess
valdandi að fólk hefur orðið
dálítið hissa. Vegna reynslunn-
ar hafa fáir trú á því að þetta sé
upphaf á einhverju endurmati
á rotnuðum þjóðarlíkama. Það
þarf meira til þess. Engu að
síður er fyrir hendi hrevfing og
þrýstingur sem leitt gæti til
hvers sem er.
Það stendur hins vegar eftir
að það unga fólk sem nú vex úr
grasi og gert hefur verið að
umræðuefni hér að framan. á
eftir að leysa margan vanda frá
tímum þess svartagáldurs sem
gengið hefur yfir þjóðfélagið.
Ilrafn Saomindsson
prentari
✓