Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.01.1978, Qupperneq 24

Dagblaðið - 21.01.1978, Qupperneq 24
Kosningar til borgarst jórnar í sumar: Háværar raddir um óháð framboð f Breidhotti — en forsvarsmenn vilja hvorki staðfesta né neita „Þetta er ekkert fastmótaö ennþá og alls ekki víst að af neinu verði,“ sagði Gunnar Eyjólfsson leikari er DB bar undir hann sögusagnir um óháð framboð nokkurra Breiðhylt- inga í næstu borgarstjórnar- kosningum í sumar. „Fram til þessa hefur þetta ekki verið nema á umræðugrundvelli milli nokkurra manna. Ljóst er hins vegar að það er sitt hvað að kjósa til borgarstjórnar og að kjösa til Alþingis,“ sagði Gunnar. Gunnar sagði að í Breiðholti byggju nú nær 25 þúsund manns. Væri það tvöfaldur fólksf jöldí á við nokkra stærstu kaupstaði landsins eins og t.d. Kópavog og Akureyri. Ekkert væri eðlilegra en að sterk rödd heyrðist í borgarstjórn frá fulltrúum íbúa í slíkum borgar- hlutum. Gunnar sagði vandamál Breiðholtsbúa vera mörg. Félagsleg aðstaða væri þar lítil og samgöngur við borgina væru í algeru lágmarki. Líkast því væri að ekki hefði verið gert ráð fyrir því að nokkur íbúi Breiðholts eignaðist bíl en fyrst svo væri orðið kæmi í ijós að á annatímum tæki það lög- reglu-, slökkvi- og sjúkralið óra- tíma að komast til og frá Breiðholti eftir örmjórri akleið vfirfylltri af bílum. I Breiðholti væri ekkert kvik- myndahús og enginn mat- sölustaður. Aðstæðurnar væru svo ömurlegar, að hinn frægi Lugmeier, sem þar hafói setzt að, hefði orðið því feginn að losna þaðan í þýzkt fangelsi næstu 15 árin. Gunnar kvað umræðurnar um óháð framboð í Breiðholti fyrst og fremst til komnar vegna þess að borgarstjórnar- fulltrúar lofuðu miklu fyrir hverjar kosningar en gleymdu svo efndum flestra mála þar til að næstu kosningum drægi. -ASt. GUNNAR EYJOLFSSON ekkert fastmótað ennþá. Eftir hátíðina miklu: NAMMI-NAMM! Hk / ' í Blaðamenn Dagblaðsins fengu svo sannarlega fjörefni í kroppinn í hádeginu í gær og veitti svo sannarlega ekki af eftir hina miklu stjörnumessu kvöldið áður. Frá Múlakaffi voru trogin borin til ritstjórnarmanna, hlaðin hvers kyns góðgæti í hinum gamla góða anda. Guðsgafflarnir voru notaðir og bragðlaukarnir höfðu ærinn starfa. Þannig byrjaði fyrsti dagur þorra eins og til er ætlazt. Og nú er um að gera fyrir matgoggana að kýla vel vömbina allan þorrann, þarna er heilnáem og góð fæða ein’s og for- feður okkar borðuðu á harðæris- tímum þjóðarinnar. Stundaði gluggagægjur í Hlíðahverfi mánuðum saman Játaði við handtöku miklu fleiri brot en kærð höfðu verið Allþungu fargi er létt af ýms- um íbúum Hlíðahverfis með því að komizt hefur upp um mann sem þar hefur hrellt íbúa með gluggagægjum. Höfðu tvær kærur borizt um síendurteknar gægjur, en þegar maðurinn loksins náðist játaði hann fleiri afbrot á þessu sviði en kærð höfðu verið. Hinn seki gerði sig heima- kominn við glugga margra kjallaraíbúða þar sem gluggar eru næstum niðri við jörðu. Gáetti hann þess sem frekast var kostur að gera íbúum ekki ónæði en þó fór svo í ýmsum tilfellum að hans varð vart. Handtöku hans bar t.d að með þeim hætti að maður, sem vinnur vaktavinnu, sá glampa í gleraugnagleri gægjumannsins. Hafði „gluggagægir" oft gert vart við sig við þetta hús áður þá er húsbóndinn var á vakt og húsmóðir ein heima. Lögregla var kvödd til en er hún kom á staðinn var glugga- gægir horfinn en samtímis því að fara á kærustað fór lög- reglan að heimili mannsins sem grunur hafði fallið á. Kom allt heim og saman, för eftir skó hans í snjó í húsagörðum, og játaði maðurinn verknað sinn. Mál mannsins er enn hjá rannsóknarlögreglu en mun að yfirheyrslum loknum verða sent saksóknara til ákvörðunar. -ASt LAUGARDAGUR 21. JAN. 1978 Alþingisframboðin: BjörnJónsson forseti ASÍ í 4. Björn- Jónsson, forseti Alþýðusambands Islands, verður í fjórða sæti á lista Alþýðuflokksins til alþingis- kosninga í Reykjavík, samkvæmt heimildum sem DB telur áreiðan- legar. Fyrstu 6 sætin verða þá skipuð samkv. sömu heimildum: Bene- dikt Gröndal, Vilmundur Gylfa- son, Jóhanna Sigurðardóttir, Björn Jónsson, Bragi Jósepsson og Helga Einarsdóttir. Liklegt er að Eggert G. Þor- steinssyni hafi verið boðið fjórða sæti listans en hann ekki viljað. Hins vegar kemur enn mjög til greina að hann fari í efsta sætið í Austurlandskjördæmi. Alþýðu- flokksmenn á Austurlandi telja sér mikinn feng að framboði Eggerts þar og sækja á hann að fara i það. Jón Baldvin Hannibalsson fer að öllum líkindum í 2. sæti í Vest- fjarðakjördæmi, í samræmi við niðurstöður prófkjörsins. -BS. Níu skip með 4000 tonn Nú eru veiðisvæðin tvö Níu skip höfðu tilkynnt lóðnuafla frá því á miðnætti aðfaranótt föstudags til kl. sex í gær. Fékkst aflinn á tveimur svæðum norður af Vestfjörðum og norður af Langanesi. Aflinn dreifðist á löndunarhafnir: Bolungarvík, Raufarhöfn, Vopna- fjörð og Neskaupstað. Skipin sem tilkynntu afla voru þessi: Albert 100, Gísli Arni 550, Oskar Halldórsson 400, Breki Ve 600, Börkur 800, Sandafell 250, örn 400, Pétur Jónsson 380 og Guðmundur RE 550. -ASt. Heildarlöggjöf um ríkisbankana — næstkoma lögum einkabankana „Frumvarp til bankalaga er í prentun og verður lagt fram sem stjórnarfrumvarp á Alþingi innan tíðar,“ sagði Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra í viðtali við DB í gær. Ráðherra kvað þetta frumvarp, ef að lögum yrði, leysa af hólmi núgildandi lög um hvern einstakan ríkisbanka. Síðar er að vænta nýrrar lagasetningar um bankana sem reknir eru ;neð hlutafélagsformi. ) * i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.