Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.02.1978, Qupperneq 4

Dagblaðið - 01.02.1978, Qupperneq 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978. 350 þúsund úr Minningarsjóði Stefanfu: „Alveg krossbit!” segir yngsti leikari, sem hlotið hefur verðlaun úr sjóðnum ,.Éfí var alveg krossbit og alls ekki l)úinn ar) jafna mig enn. Eg er ekki búinn að ákveða hvað ég geri við peningana,“ sagði Sig- urður Sigurjónsson leikari, sem fékk 350 þúsund kr, verðlaun úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guð- mundsdóttur leikkonu á sunnu- dagskvöldið. ,,Þessi st.vrkveiting verður þá til þess að ég dríf mig til útlanda bæði til þess að skoða önnur leik- hús og tii þess að fara í frekara leiklistarnám. Þetta er i sjöunda sinn sem úthlutað er úr minningarsjóðn- um. Sigurður er yngsti leikarinn sem hlýtur verðlaun úr sjóðnum en hann er ekki nema tuttugu og tveggja ára. Hann lauk námi úr Leiklistarsköla íslands vorið 1976. „Skemmtilegasta hlut verkið mitt til þessa er hlutverk Palia i Stalín er ekki hér,“ sagði Sig- urður. Hann lék í áramótaskemmti- þætti sjónvarpsins og lék einnig í sjónvarpskvikmynd sem enn er ósýnd, Skrípaleik eftir Gísla .1. Ástþórsson. A.Bj. Þorsteinn Ö. Stephensen segir frá verðlaunum úr Minningarsjóði Stefaníu Guðmundsdóttur á sviði Þjóðieikhússins. Sigurður Sigur- jónsson er annar frá hægri. STOPP! — nóg komið af dópinu, segja íslenzkir ungtemplarar Islenzkir ungtemplarar hefja í dag herferð gegn vímugjöfum. hverju nafni sem þeir nefnast. Gefa ungtemplararnir í dag út blaðið STOPP og verður því dreift í 20 þúsund eintökum til allra nemenda í 8. bekk grunn- skóla og þar f.vrir ofan. Ungtemplararnir munu í dag ræða við nemendur i nokkrum skólum Revkjavíkur, k.vnna þlað sitt og svara fvrirspurnum nemenda. I kvöld kl. 20:30 kynna ung- templarar starfsemi sína í Templarahöllinni við Eiríks- götu. Þar verður kynnt stofnun starfshópa um ýmis málefni tengd vímugjöfum. Þátttaka i starfshópunum er öllum frjáls. Meðal efnis í blaðinu STOPP er viðtal við Hauk Guðmunds- son, fyrrum lögreglumann í Keflavík, viðtal við f.vrrverandi fíkniefnaneytanda, greinar um eðli og áhrif ýmissa ávana- og fíkniefna og nokkrir kunnir borgarar svára spurningunni „Hver eru viðhorf þin til vímu- gjafa?“ ÖV Forsíðá hlaðsins STOPP, sem í dag verður dreift í 20 þúsund eintökum til nemenda í grunnskólum. BIADIÐ frýálst, úháð dagblað VÉLSLEÐI í ÓSKILUM INNIÁ ÖRÆFUM — knapinn komst til byggða heill á húf i Vélsleðaknapi kom gangandi niður að Sigöldu í fyrrakvöld eftir næturgistingu í kofa einhvers staðar við Bjallavatn. Hann hafði orðið viðskila við félaga sinn í snjóbyl í fyrrinótt. Sleðinn bilaði og hélt hann ferð sinni áfram gangandi og komst heilu og höldnu til byggða, sem fyrr segir. Tveir menn fóru á sinn hvorum vélsleðanum inn í Landmanna- laugar um helgina. Á leiðinni þaðan aftur brast á stórhríð og urðu þeir félagar viðskila. Annar þeirra kom á sleða sínum niður að Sigöldu um hádegi á mánudag. Björgunarsveitum neðan úr héraði var gert viðvart og fóru menn til leitar. Veðrinu hafði slotað, þegar leið frá hádegi í gær. Með talstöðvum var hægt að gera leitarmönnum viðvart um komu mannsins, sem leitað var. Héldu menn þá til byggða. Varð engum meint af volkinu. BS Fjárskortur háir starfsemi Æskulýðsráðs ríkisins helmingi meiri f járveiting til íþróttamála en æskulýðsmála almennt „Það verður að telja það óvið- unandi, að Æskulýðsráði ríkisins sé skorinn svo þröngur stakkur fjárhagslega, að ráðið geti ekki sinnt nema nokkrum hluta þeirra verkefna er því eru falin með lögum um æskulýðsmál," segir m.a. í fréttabréfi frá Æskulýðs- ráði ríkisins. Segir þar að á fjárlögum fyrir 1978 hafi orðið nokkur hækkun á stuðningi við stærstu æskulýðs- og iþróttasamtökin fram yfir verðhækkanir, sem orðið hafa í landinu, og sé það greinilega viðurkenning þingmanna á þýðingarmiklu starfi þessara sam- taka. Hins vegar sé það þvi miður svo, að ýmis smærri samtök, sem einnig vinni að mikilvægum þátt- um æskulýðsmála, eigi í veruleg- um fjárhagserfiðleikum og sé því óskandi, að unnt re.vnist í náinni framtíð að efla stuðning við þau. í fréttabréfinu er birt tafla yfir helztu fjárveitingar til æskulýðs- og íþróttamála árin 1973-1978. Kemur þar m.á. fram, að á sama tíma og Æskulýðsráð ríkisins fær 5,5 milljón krónur til starfsemi sinnar í ár, fær íþróttasamband íslands sextíu milljónir. Síðan 1973 hefur framlag til ráðsins hækkað úr einni milljón, eða um 55%, en framlag til íþróttasam- bands tslands hefur hækkað úr 7,1 milljón í 60 milljónir, eða um 845%. Samanlögð fjárveiting til æsku- lýðsmála er í ár 33,150,000 krónur, en til íþróttamála ýmissa 68.350.000 krónur. ÖV Sjómennirnir vöknuðu við votan draum Þeir vöknuðu við heldur vot-an draum skipverjarnir á Erlingi KE 20 um fimmie.vtið í fyrrinótt. Flæddi þá sjór inn um kýrauga bátsins og varð af nokkurt flóð, en þó ekki alvarlegt. Bátnum hafði verið siglt efst upp með bryggjunni á mánudags- kvöld meðan hann tæki sin bjóð um borð. Þar'féll undan bátnum er fjaraði og stóð hann að mestu eða öllu, á þurru. Meðan ákváðu skipverjar að leggja sig. Er að flæddi aftur rétti bátur- inn sig ekki við og vöknuðu báts- menn ekki fyrr en inn flæddi. Tókst fljótlega að bjarga málum með aðstoð slökkviliðs og fór báturinn til veiða í gærmorgun'. Erlingur KE 20 var mikið happafley. í vetur lenti hann svo i óveðri úppi á bryggju og nú henti þetta óhapp ASt. Skipsmenn á Laxfossi slösuðust Er Laxfoss Eimskipafélags íslands var á siglingu á Norður- sjó aðfaranótt sunnudagsins í vitlausu veðri fékk skipið á sig hnút eða brotsjó. Í ólaginu köst- uðust skipstjórinn og 2. stýri- maður eftir brúargólfinu -og meiddust báðir nokkuð. Er skipið komst til Noregs var skipstjórinn að læknisráði fluttur í sjúkrahús. Sigurlaugur Þorkelsson blaðafulltrúi Eimskips vissi ekki gjörla um meiðsli mann- anna tveggja. Taldi hann þó eftir fréttum að dæma að meiðsli skipstjórans væru í baki. Stýrimaðui'inn fékk aftur að fara um borð eftir skoðun en verður óvinnufær í nokkra daga. Sigurlaugur vissi ekki til að neinar skemmdir hefðu orðið á skipinu. ASt.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.