Dagblaðið - 01.02.1978, Side 6
Viljum ráða
STARFSKRAFT
við pökkunarvélar frá kl. 11.30 til
14.00 alla virka daga.
Umsóknir sendist Dagblaðinu merkt
,,Pökkunarvélar“ fyrir 2. febrúar.
Staða
aóstoöarlæknis
við lyflæknisdeild Landakotsspítala er
laus 1. marz 1978. Ráðningartími er til
eins árs í senn. Upplýsingar veita
læknar deildarinnar. Umsókir sendist
til yfirlæknis lyflæknisdeildar fyrir
15. febrúar næstkomandi.
Samkeppni
umskipulag
Sveitarstjórn Mosfellshrepps og
skipulagsstjórn ríkisins efna til hug-
myndasamkeppni um skipulag í Mos-
fellshreppi.
Þátttaka er heimil öllum íslenskum
ríkisborgurum, svo og erlendum
arkitektum sem starfa hér á landi.
Skilmálar fást hjá trúnaðarmanni
dómnefndar, Ólafi Jenssyni, Kjartans-
götu 2, R., pósthólf 841, og eru þeir
ókeypis.
Önnur samkeppnisgögn fást hjá sama
aðila, gegn 10.000 króna skilatrygg-
ingu.
Tillögum ber að skila í síðasta lagi 17.
maí 1978 til trúnaðarmanns dóm-
nefndal' DÓMNEFNDIN
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1978.
Danmörk:
KEYRÐILÖGREGLU-
RÚTU DRAUGFULLUR
— virðingin fyrir laganna vörðum í lágmarki
Nýlega setti danskur rútubíl-
stjóri met í lítilli virðingu gagn-
vart vörðum laganna þar í
landi. I stað þess að venjulegir
borgarar fara alls kyns króka-
leiðir og afdalabrautir hafi þeir
fengið sér einn lítinn, áður en
þeir setjast undir stýri, þá sett-
ist rútubílstjórinn einfaldlega
undir stýri á rútunni og keyrði
25 lögreglumenn og yfirmann
þeirra. Alkóhólmagnið í blóði
bílstjórans var 2.37 prómill.
Rútan flutti lögreglumenn-
ina frá miklum gleðskap sem
þeir og konur þeirra höfðu
tekið þátt í. Rútan hafði farið
marga km áður en það uppgötv-
aðist að líkt var á komið með
bílstjóranum og nokkrum lög-
reglumannanna. Þá sáu tveir
lögregluþjónar að eitthvað var
skrítið við aksturslagið og að
rútustjórinn átti fullt I fangi
með að halda bílnum á vegin-
um.
Hinar árvökulu löggur báðu
bílstjórann að stanza sem hann
og gerði. En þegar hann var
kominn út með löggunum
tveimur sneri hann skyndilega
við, lokaði bílhurðinni og ók af
stað. Löggurnar sátu eftir með
sárt ennið. Þeir sem eftir voru í
bílnum héldu að bílstjórinn
væri bara að stríða þeim og
höfðu heilmikið gaman af
þegar félagarnir stóðu eftir í
myrkrinu.
En að lokum rann það upp
fyrir fólkinu að ekki var allt
með felldu og bífstjórinn var
stoppaður aftur. Lögreglubíll
var kallaður til og þá kom hið
mikla alkóhólmagn í blóði bíl-
stjórans í ljós.
Hann var settur í 20 daga
varðhald og missti ökuleyfið í
tvö ár. Að sögn bílstjórans, sem
er þýzkur, hafði hann innbyrt
nokkuð marga danska pilsnera.
Hann sagðist ekki hafa gert sér
grein fyrir því að danska ölið
væri áfengt.
Ekki gerði rútubílstjórinn sér grein fvrir því að danski bjórinn væri áfengur og keyrði því löggurnar
heim — svartfullur.
SkákiníHollandi:
STAÐA EFSTU MANNA ÓBREYTT
Staða efstu manna breyttist
lítið í 10. umferð skákmótsins í
Wijk Aan Zee í Hollandi í gær.
Portisch heldur enn forskoti sínu,
en hann sigraði Sosonko. Korts-
noj sigraði Najdorf og Anderson
vann biðskák sína úr níundu um-
ferð gegn Mecking og gerði jafn-
tefli í gær við Panno og komst
þannig í þriðja sætið.
Staðan eftir 10 umferðir er
þannig:
1. Portisch 7'A vinningur.
2. Kortsnoj 6!4 vinningur.
3. Anderson 6 vinningar.
4. Ree, Timman 5lA vinningur.
6. Miles, Panno 5 vinningar.
8. Najdorf, Mecking 4!4 vinning-
ur.
10. Sosonko 4 vinningar.
11. Kavalek 3H vinningur.
12. Van der Sterren 2'A vinn-
ingur.
Helsinki:
STÖÐVAÐ Á RAUÐU UÓSI
Ökumaður þessa vörubíls i Helsinki taldi það skyldu sína að stöðva
vagninn þar sem rautt Ijós var á götuvitanum. Og hann stöðvaði
trukkinn reyndar, en það gekk ekki átakalaust. Eitthvað varð
undan að láta og það var afturöxullinn sem gaf sig. Það fvlgdi ekki
sögunni hvort hann náði næsta græna Ijósi.