Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.02.1978, Qupperneq 7

Dagblaðið - 01.02.1978, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978. Erlendar fréttir Leitinað gervihnettinum: HVER BORG- AR BRÚSANN Sú spurning verður nú stöðugt áleitnari i Kanada hver borgi kostnaðinn af hinni miklu leit sem gerð var að leif- um sovézka gervihnattarins sem hrapaði yfir Kanada. Fjölmargar flugvélar hafa verið á lofti í hundruð tíma og u.þ.b. 100 sérfræðingar voru fengnir til aðstoðar frá Banda- rikjunum. Enn er leitað með rafeindatækjum hugsanlegra brota sem kunna að hafa dreifzt úr hnettinum, en þegar hefur fundizt geislavirkt brak undir is í árfarvegi í óbyggðum Norður-Kanada. Kanadísk yfirvöld eru ekki viss um hvort Sovétmenn séu skyldugir til bóta. í alþjóðalög- um ber .eigendum gervihnatta að bæta skemmdir sem þeir kunna að valda en enn sem komið er eru ekki sjáanlegar neinar skemmdir af völdum sóvézka hnattarins, Cosmos 954. Sovétmenn hafa enn ekki farið fram á að fá leifarnar af gervihnettinum að sögn kanad- ískra yfirvalda. Þegar hefur hluti af braki hnattarins verið fjarlægður úr snjógígnum, þar sem hann lenti. 7 Ný baráttuaðferð Palestfnumanna: Eitra appelsínur ísraelsmanna Kvikasilfur íappelsínum frá ísrael rannsakað í Evrópu ísraelsmenn hafa sakað Palestinumenn um að hafa dælt kvikasilfri í appelsínur frá Israel, sem hafa farið á markað í Evrópu, og reyna þannig að eyðileggja efnahag Israels- manna. Jacques Arad sölustjóri ávaxtanna í. Rotterdam í Hol- landi sagði að kvikasilfur hefði fundizt í appelsinum frá ísrael í Hollandi og V-Þýzkalandi. Fimm börn í hollenzka bænum Maastrict voru flutt á spítala í síðustu viku, eftir . að hafa borðað appelsínur, sem inni- héldu kvikasilfur, þó í litlu magni. Heilbrigðisyfirvöld í Bonn hafa ákveðið rannsókn á appel- sínum frá ísrael eftir að hafa fengið bréf þar sem segir að appelsínur frá svæðum sem ísraelsmenn hafi hertekið séu eitraðar. Bréfið er undirritað af Byltingarher araba — sjálfstæð Palestína. Bréfið hefur verið sett í póst í Stuttgart. Tals- maður v-þýzkra yfirvalda sagði að þótt ekki væri nánar vitað um sendandann, þá væru hótanabréf um eitranir alltaf tekin alvarlega. I bréfinu sagði að palestínsk- ir verkamenn á hernumdu svæðunum hefðu eitrað appel- sínur, sem eiga að fara til út- flutnings, til þess að eyðileggja efnahag ísraels. Arad sölustjóri Israelsmanna telur hins vegar að kvikasilfrið hafi verið sett í appelsínurnar í Evrópu, því hefði það verið gert í Israel, væru appelsínurn- ar skemmdar þegar þær kæmu til Evrópu. Bréf þetta var sent til yfir- valda 18 Evrópulanda, þar á meðal allra Norðurlandanna nema Islands og einnig til nokkurra Arabalanda, Kuwait, Jórdaníu, Iraks og Saudi Ara- bíu. I bréfinu sagði enn fremur að ekki væri ætlunin að drepa neytendur appelsínanna, heldur eyðileggja efnahag tsra- els á þennan hátt, en hann væri byggður á hersetu og kynþátta- hatri. ALIKREFST SKAÐABÓTA AF PLAYGIRL Muhammad Ali heimsmeistari í hnefaleikum, í þungavigt, krafðist í gær 4 milljóna dollara skaðabóta af tímaritinu Playgirl fyrir að prenta í óleyfi klám- fengna teikningu af meistaranum nöktum. Þess er ennfremur krafizt að frekari sala á febrúarhefti blaðs- ins verði bönnuð og að Ali fái plöturnar sem prentunin var gerð eftir í hendur. AIi segir að prentun teikninga hafi valdið honum sálarlegum þjáningum og hafi truflað box- æfingar hans og trúarlega iðkun. Bandaríkjamenn vilja nýja þýzka byssu Bandaríkjastjórn kýs að nota heldur v-þýzkar byssur en bandarískar eða brezkar í nýj- an bandarískan skriðdreka xm 1 sem framleiðsla er að hefjast á. Hernaðarsérfræðingar Pentagon, bandariska hermála- ráðuneytisins, sögðu á blaða- mannafundi í gær að þótt bandarísk 105 mm byssa gagn: aði drekanum núna hefði þýzk 120 mm byssa augljósa kosti fram yfir hina bandarísku. Bandaríkjaþing fengi því til- lögu þess efnis að hin þýzku vopn yrðu fremur notuð en inn- lend, þegar málið kæmi til um- fjöllunar í þinginu. Hinar þýzkhönnuðu byssur verða framleiddar í Bandaríkj- unum með leyfi Þjóðverja. HOLASPORT HOLAGARÐI SÍMI75020 CANAM Efni: Polyruethane Hæð 30 cm Hæð innan 24 cm Halli fram 18° Hælhæð 25 mm Litur: Grátt/svart Leðurklæddir Din 7880. Efni: Polyureihane Hæð 35 cm Hæð frá hæl innan 27 cm Halli fram 21° Hæihæð 30 mm Litur: Rautt/hvítt Din 7880 Leðurklæddir. Einnig allir varahlutir í Dynafit skíðaskóna fyrirliggjandi. Efni: Pelvurethane Ha*ð 3J cm Hæð frá hæl innan 23 cm Halli fram: 19° Hælhæð 25 mm Litir: Svart/hvítt Leðurklæddir Din 7880. Verö frá 10.905. Sjón ersögu ríkari Einnig Essbindingar, v-þýzk gæðavara. Verð frá kr. 5.810.- Allirgæðaflokkar oggerðir HÓLASPORT—HÓLAGARÐI—SÍMI75020

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.