Dagblaðið - 01.02.1978, Page 10

Dagblaðið - 01.02.1978, Page 10
10 hjálst, nháð dagblað Utgefandi DagblaöiA hf Framkvæmdastjori: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjori: Jónas Kristjánsson. Fréttastjori: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjornar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoðarfréttastjori: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason. Asgoir Tómasson. Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, ólafur Geirsson. Ólafur Jonsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljosmyndir: Árni Páll Johannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Horöur Vilhjalmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormoösson. Skrifstofustjori: Ólafur Eyjótf»*on, Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritsjjórn Siðumula 12. Afgreiðsla Þverholti 2 Áskriftir, auglysingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins 27022 (10 linur). Askrift 1 700 kr. á mánuði innanlands. I lausasólu 90 kr. eintakið. Setning og umhrot Daghlaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf. Siðumula 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Sjóöurgegn stéttvísi Deilurnar um Varið land voru á sínum tíma mesta hitamál íslenzkra stjórnmála. Mörgum hl jóp þá svo mikiö kapp í kinn, að orðbragð þeirra fór úr böndum. Mest bar á þessu í skrifum and- stæðinga Varins lands í Þjóð- viljanum. Orðbragðiö var þó ekki meira en svo, að það nam samanlagt rúmum helmingi af orðbragði því, sem höfundur þessa pistils hefur einn sætt vegna skrifa um landbúnað. Var í þeim skrifum þó ekki vikiö persónulega að nokkrum manni. Enginn skynsamur maður nennir að höfða meiðyrðamál út af heitum hamsi af hvorugu þessu tagi. Menn verða eins og ritstjóri Dag- blaðsins aö taka tillit til þess, að um veruleg tilfinningamál er að ræða. Óviðurkvæmileg harka í málarekstri að- standenda Varins lands bendir til þess, að ekki sé lengur um ærumál að ræða, heldur tilraun til að gera sér málið að féþúfu. Til þess hafa aðstandendur stuðning Hæsta- réttar, sem hefur í dómum sínum sýnt stéttvísi íslenzkrar yfirstéttar. Þar í rétti finnst mönnum greinilega einstaklega ósvífið að vera með dónaskap við prófessora. Undirréttardómar í meiðyrðamálum Varins lands voru eðlilegir. Þar var ómerkt það, sem ómerkja þurfti, án þess að úr því yrði umtals- verður stórbisness fyrir hina ærumeiddu. Hæstiréttur hefur hins vegar þyngt þessa dóma verulega. Verður hver hinna dæmdu að sæta fjárútlátum, sem nema hundruðum þúsunda króna. Með þessari stéttvisi er Hæsti- réttur á villigötum. Aðstandendur Varins lands grípa síðan dóma Hæstaréttar með áfergju. Þeir láta bjóða upp eignir hinna dæmdu og reyna jafnveí að sölsa þær undir sig fyrir lítið brot af verðgildi þeirra. Þegar Hæstiréttur stendur fyrir slíku ástandi í þjóðfélaginu, er orðiö fylíilega tíma- bært að stofna málfrelsissjóð, svo sem gert hefur verið. Slíkur sjóður er eðlilegt svar við stéttvísi Hæstaréttar. Engin ástæða er til að láta einstaklinga greiða hundruð þúsunda króna vegna nokkurra óvarlegra orða, sem falla í hita leiksins. Mál- frelsissjóöur er gagnleg vörn gegn slíkum fjár- hagslegum ofsóknum. Aö vísu getur stjórnendum sjóðsins reynzt erfitt að velja verkefni við hæfi. Sum meiðyróa- mál eru sjálfsögö, einkum úÞ af vel skipu- lögðum dylgjum, sem oft má sjá í Þjóóvilj- anurn. Meiðyrðamál Varins lands voru hins vegar að verulegu leyti höfóuó út af óskipulögðum reiðilestri tilfinningamanna úti í bæ. Þau voru ómerkileg mál, verulega ofmetin af hálfu Hæstaréttar. Slík mál eru verðugt verkefni Málfrelsissjóðs. Ef ritstjóri Dagblaðsins höfðaói mál út af jafn óskipulögðum reiðilestri tilfinningamanna í landbúnaði. væri fengið annað verkefni fyrir sjóðinn. Sem betur fer er ekki líklegt, aö slík mál íþyngi sjóðnum. Meóan aðstandendur Varins lands og stétt- vísir dómarar Hæstaréttar eru á villigötum, er rétt að hvetja menn til að styöja Málfrelsissjóð. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUH 1 FEBRUAR 1978. /"......... ........................................... UM FILISTEA Þess eru fleiri en eitt dæmi hér á landi, að ungir stjórn málamenn hafi vakið athygli með skrifum sínum um fjár- hagslega spillingu, sem hefur verið meiri en alþýðu manna grunar. Þegar Jónas Jónsson tók við ritstjórn Skinfaxa snemma á öldinni, birti hann þar greinar um þá manntegund í íslensku þjóðfélagi, sem hann kallaði „filistea". Hann sagði um þá, að list þeirra væri að hafa fé af öðrum á löglegan en siðferði- lega rangan hátt., Kvað Jónas einu vörnina vera þekkingu á lífi og starfi filisteanna. Nú um skeið hafa dunið yfir þjóðina fréttir af fjársvikum, sem eru að því leyti ólík „list —' Landsbankamálið: '-------------- Margra mánaða rann- sókn er f ramundan — í raun um tvö mál að ræða, fjártökuna og meinta okurlánastarfsemi deildarstjórans 150 MILUÓNIR KRÓNA UMREIKNAÐ r ....... í tilefni aronskunnar: SIÐGÆÐI - KOSTN- AÐUR - ÁLYKTANIR Aronskan er hugmynda- fræði, sem kennd er við Aron Guðbrandsson, verðbréfasala í Revkiavlk. Hún er einnig einn af hornsteinum í stefnuskrá nýstofnaðs stjórnmálaflokks. Hugmyndafræðin er í hnot- skurn sú að menn eigi að græða sem mest en vinna sem minnst. Nýlega hefur aronskan verið notuð sem rökserpd til að rétt- læta nauðsyn afgjalds vegna hersetu Bandaríkjamanna á íslandi. íslendingar eiga sam- -kvæmt þessari kenningu að seilast I vasa bandarískrar al- þýðu og skipta peningunum milli sin og vopnaframleiðenda vestan hafs. Framlag íslend- inga í þessum viðskiptum á að vera jarðskiki, sem enginn hefur lagt rækt við, en Guð gefið landnámsmönnum til nytja. HVERT SÆKIR ARONSKAN SIDGÆÐI SITT? Kristnir menn sem og menn af öðrum trúarbrögðum hafa löngum talið eðlilegt, að mann- kindin framfleyti sjálfri sér af eigin vinnu, en ekki af vinnu annarra. Þetta er einnig eitt megininntak félagshyggjunnar. Afstaða til vinnunnar er hins vegar allt önnur hjá kapítalist- um og þjófum. Kapítalistar og þjófar fyrirlíta vinnuna sem slíka, en fáist aðrir til að inna hana af hendi svo þeir græði, . þá er ekkert athugavert við hana. Til að forðast misskiln- ing er rétt að geta þess, að orðið kapítalisti er notað hér í hagfræðilegri merkingu þess en ekki sem skammaryrði. Ef þeir sem kapítalistar ráða til vinnu gerast óþægir og rísa gegn arðráni og forréttindum kapítalistanna, reyna hinir síðarnefndu að fá í staðinn sjálfvirkar vélar til að vinna fyrir sig, enda láta þær yfirleitt betur að stjórn. Skipulagsgáfa þjófa er yfir- leitt takmarkaðri. Þeir láta sér nægja að brjótast inn, svindla út fé, smygla og falsa, allt eftir greindarvísitölu og ytri aðstæðum. Þessa afstöðu til vinnunnar er búið að útbreiða rækilega hér á landi. Árangurinn hefur ekki farið leynt: Kapítalistar draga allt mannbætandi úr vinnunni og breyta henni í böl með tilvísun i stjórnunarfræði og hagræðingu. Og þáttur glæpamanna í þjóðfélaginu vex frá degi til dags og nöfn þeirra verða sífellt þekktari. Úr þessum jarðvegi spretta kynja- kenningar á borð við aronsku, kenning sem ætlar Islending- um fé, sem enginn Islendingur hefur unnið fyrir. HVAÐA AFLEIDINGUM MÁ BÚAST VIÐ EF ARONSKAN NÆR YFIRHÖNDINNI? Orðstír Islendinga mun ekki bíða mikinn hnekki, þótt aronskan verði framkvæmd. íslendingar eru þegar þekktir í nágrannalöndum fyrir bruðl og suður á bóginn fyrir drykk- felldni og ruddaskap. Ekki breytir því miklu, þótt þjóðin verði kunn vestan hafs fyrir betlistarfsemi. En það er annað, sem jafnvel spilltir og siðgæðislausir menn ættu að hugleiða'. í spillingar- leiknum sigra aldrei margir. Flestir tapa. Það er nú svo, að erida þótt ýmsir forustumenn íslenskra spillingarafla telji sig „æðislega klára í kollinum“, geta þeir ekki auðveldlega hlunnfarið stóru laxana frá út- löndum. Þeir siðarnefndu munu heimta sitt — og fá það. Eg kem að því seinna. Burt séð frá þessu hefur inn- streymi fjármagns til landsins, án mótsvarandi vinnuframlags, raskandi áhrif á efnahag þess. I fyrsta lagi eykur það verð- bölgu, og nógu miki! er hún fyrir. I öðru lagi hvetur það til efnahagslegrar leti, það grefur undan frumkvæði og vilja inn- lendra manna til að efla fram- leiðslugreinar sínar. I 'þriðja lagi er hætt við, að það auki spillinguna enn frá þvi sem nú er. Allt þetta þýðir, að þegar fram í sækir, yrði þjóðin veik- ari efnahagslega, siðferðilega og þar af leiðandi stjórnmála- Iega. Með þessu móti gætu Islendingar vissulega endur- heimt nýlendustöðu sína — ef það er það sem er verið að leita eftir — en í þetta skipti fengi fyrirbærið nýtiskulegra nafn.’ Það er þó líklegt, að meðal klappliðs Arons Guðbrands- sonar fyrirfinnist menn, serr telja sig ábyrga og siðprúða borgara, fyrirlíta spillingu og bera virðingu fyrir vinnu og fyrir sjálfum sér. Þessir heiðursmenn ættu að staldra við og lita betur á þær langtíma afleiðingar, sem aronskan kynni að hafa fyrir sál og líkama þjóðarinnar. EKKERTFÆST FYRIR EKKERT! Litlar likur eru á því, að stjórn Bandarikjanna sé fús til að greiða fyrir afnot land- skikastórar fúlgur, tilviðbótar þeim greiðslum sem lslenskir aðalverktakar fá og til viðbótar sérréttindum íslenskra fyrir- tækja í Bandaríkjunum. Það er eitt af grundvallarlögmálum viðskipta sem og vistfræðinnar að ekkert fæst fyrir ekkert. M.ö.o. ef þú heimtar fé af ein- hverjum, verður þ.ú að ,,skaffa“ honum eitthvað í staðinn. Ef íslendingar heimtuðu nú landleigu eða aðrar greiðslur, sem Bandaríkjastjórn hefur hingað til ekki þurft að inna af hendi, þá er ofur eðlilegt að Bandaríkjastjórn heimti eitt- hvað í staðinn. Og hvað yrði það, sem Bandaríkjastjórn kynni að sækjast eftir hér? Sumir kynnu að segja, að Bandaríkjastjórn myndi biðja um aðstöðu f.vrir eina herstöð

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.