Dagblaðið - 01.02.1978, Síða 11

Dagblaðið - 01.02.1978, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÍJAR 1978. Kjallarinn BenediktGröndal filisteanna“, að svikin eru gróf lagabrot. Þau koma yfirleitt mjög á óvart og ólíklegasta fólk hefur blandast í þau. Þar að auki liggur það orð á, að oft muni hafa verið hilmað yfir slík afbrot, þegar því hefur verið við komið. Enda þótt fréttir frá öðrum löndum segi mikið frá vopnuð- um ránum og ýmsum óspektum sem lögregla blandast í er fjár- hagsleg óreiða af ýmsu tagi víða mjög algeng. Eru þetta svonefnd „efnahagsleg afbrot“, og er annálað, hversu erfitt er að komast fyrir þau. Fvrir nokkru setti sænska stjórnin nefnd háttsettra sér- fræðinga til að kanna þetta fyrirbrigði þar í landi. Komst hún að þeirri niðurstöðu. að mörgum sinnum meira fé væri haft af þjóðinni af þeirri teg- und afbrotamanna heldur en samanlögðum öllum þjófum og ræningjum, sem lögreglan væri að jafnaði að glíma við. Hvað er til ráða gegn þessari plágu? Sænska nefndin gerði tvi- þættar tillögur. Annars vegar lagði hún til, að komið skyldi upp á fjórum stöðum i landinu sérstökum lögregludeidum, sem væru sérhæfðar í að vinna gegn hinum „efnahagslegu af- brotum“. Þessar deildir eiga að hafa mjög náið samstarf við skattayfirvöld þau, sem berjast gegn svikum á því sviði, enda er það oft greiðasta leiðin til að finna þessi mál. Hins vegar benti sænska nefndin á, að ekki væri von til að draga verulega úr efnahags- legum afbrotum nema grand- skoða margvíslega löggjöf, svo sem bókhaldslög, hlutafélaga- lög, skattalög, gjaldþrotalög og ýms fleiri til þess að reyna að setja þar fyrir allan leka. Mörg fleiri ríki halda uppi baráttu á þessu sviði. Hinu mikla viðskiptafrelsi í Banda- rikjunum fylgir harðvítugt, opinbert eftirlit með ýmsum þáttum viðskipta, þar sem „fili- stear“ gætu helst látið greipar sópa. Þá er skattaeftirlit mjög strangt þar i landi og tekið hart á skattsvikum. Ennfremur mætti margt læra af því, hvern- ig amerísk stórf.vrirtæki reyna að koma í veg fyrir fjárhagslegt misferli, en þau eru mörg með afbrigðum vel skipulögð. Al- gengasta aðferð þeirra er að sjálfsögðu að flytja menn oft á milli starfa, enda eru fyrirtæki þessi mörg eins umsvifamikil og allt íslenska rikið. Kann að vera örðugt að beita þeirri að- ferð í smáfyrirtækjum, eins og hér gerast. enda þótt stór þyki á íslenskan mælikvarða. Hin efnahagslegu afbrot, þar á meðal skattsvikin, eru hættu- leg þjöðinni. Þetta er bráðsmit- andi sjúkdómur. Þegar fólk sér nágranna sína komast upp með að svíkja undan skatti og njóta fjárins í betri lífskjörum,' reynir á heiðarleika bestu manna. Verst af öllu er þó að horfa upp á fólk, sem lifir í allsnægtum, sem eru í grófu ósamræmi við starfstekjur þess, án þessað yfirvöldsjái eða geri neitt. Þetta elur á þeim hugsunarhætti, að „allir aðrir geti þetta“ — og hví skyldi ég ekki reyna líka? Þannig breiðist mannskemm- andi spilling út og þjóðfélaginu ber að leita allra ráða til að stöðva hana, Benedikt Gröndal alþingismaöur til viðbótar. Eg vil fyrir mitt leyti varpa fram miklum efa- semdum um þetta. Þessar efa- semdir grundvallast á því, að utanríkisstefna Bandaríkjanna nú á dögum byggist í auknu mæli á hernaðaraðstoð við er- lend ríki, þjálfun herforingja og lögreglumanna og vopna- sölu, frekar en útvíkkun eigin herstöðva. Ætli Víetnamstríðið hafi ekki riðið baggamuninn hvað varðar þessa stefnu- breytingu... En það er annað sem Banda- ríkjastjórn, fyrir hönd þeirra efnahagslegra aðila sem að henni standa, kynni að óska eftir: Aðgangur að orkulindum landsins — með forgangsröð. Astand orkumála í heiminum er þekkt: Orkuverð, hvort sem það á við olíu, raforku eða gas, hækkar stöðugt. Asókn eftir hagkvæmum orkulindum e.vkst að sama marki. A íslandi er aðeins lítill hluti orkulinda virkjaður. Bandaríkjastjórn — sem og stjórnvöld annarra iðnaðarlanda — hefur um ára- bil fylgst, í gegnum sendiráð og í gegnuin Alþjóðabankann, með samningum fjölþjóða auð- hringa (ALUSUISSE og ELKEM-SPIGERVERKET) við embættismenn landsins. Hún veit hver afstaða embættis- manna og stjórnmálamanna er og hvernig sé best að komast að samkomulagi við þá. Fulltrúar bandarískra auðhringa, sem fást við orkufreka framleiðslu, t.d. álframleiðslu, hafa þegar átt gagnleg — og leynileg — samskipti við dr. Jóhannes Nor- dal varðandi fjárfestingar- áform á íslandi. En tengsl for- ráðamanna þessara auðhringa við utanríkisstofnanir Banda- rikjanna eru mjög náin. Tökum t.d. mann eins og Gabríel Hauge, sem er í senn stjórnarmeðlimur eins af þéss- um auðhringum (AMAX Co„ eigandi álfyrirtækisins ALUMAX) og stjórnarfor- maður Manufacturers Hanover Trust (sem er hluti Rockefell- er-Morgan samsteypunnar). Hann hefur gegnt, og gegnir enn að því er best er vitað, trúnaðarhlutverki í áhrifamik- illi utanríkisstofnun Bandaríkj- anna, The Council for Foreign Relations. Hér er hins vegar ekki staðurinn til aðútlista embætti allra forráðamanna þeirra auð- hringa, sem kynnu að leita að ítökum hér, né tengsl þeirra við utanrlkisstofnanir heimaríkja sinna. Slíkt gæti einhver les- andi dundað við, hafi hann áhuga á að kynnast betur sam- tryggingarkerfi bandaríska einokunarauðvaldsins. Ég mun fúslega benda á frumheimildir í því sambandi. Það er ekkert vafamál, að fái aronskan brautargengi, mega Islendingar búast við að þurfa að gleypa nokkur álver til við- bótar og e.t.v. enn mikilvirkari og mengaðri stóriðju — sem krefst þjóðarþægðar og djúpra hafna —: Olíuhreinsunarstöð. En um þessi áform vita enn aðeins fáir útvaldir, þ.á.m. dr. Jóhannes Nordal og Rolf Johansen. Til að undirbúa hinn sál- fræðilega jarðveg fyrir þessar stórkostlegu áætlanir banda- rískra auðhringa, hefur leigu- penni einn, John Austland, hafið skrif í Morgunblaðinu um orku- og hernaðarmál Norður- Atlantshafsins. Ég bið Iesendur að íhuga vel tilgang þessara skrifa með tilliti til þeirra áforma, sem ég hef lýst hér að framan. FYRIR HVERN ER ANNARS HERSTÖÐIN Á MIÐNESHEIÐI? Flestum er nú ljóst, að til- vera herstöðva Bandaríkjanna á íslandi þjónar ekki öryggis- hagsmunum íslendinga. Þetta sannaðist, þegar bresk herskip fengu að leika lausum hala í íslenskri landhelgi, meðan „varnarlið" landsins drakk kók og horfði á Bonanza. En það er mikill misskiln- ingur að halda, að herstöðin á Miðnesheiði þjóni öryggishags- munum Bandaríkjamanna. Það gerir hún ekki heldur. Bandarískir skattgreiðendur þurfa nú að axla gifurlegar byrðar vegna hernaðarumsvifa Bandaríkjanna í heiminum, nánar tiltekið í 35 löndum, svo ekki sé minnst á „hernaðar- aðstoð“ Bandaríkjanna við ger- Kjallarinn Elías Davíösson ræðisstjórnir viðs veg.ar um heim og þjálfuri herforingja, s.s. Pinochet, í grundvallar- tækni kúgunar. (Sjá meðf. töflu). Bandarískum skattgreið- anda er að verða ljósara með degi hverjum að þessi hern- .aðarafskipti verja ekki New York búa gegn glæpaöldinni, Los Angeles búa gegn mengun- inni eða íbúa Appalchia-fjalla gegn Rússum. Tilvera bandarískra her- stöðva í heiminum hefur allt aðrar ástæður en að „tryggja frið, frelsi og öryggi". Hernaðar ítök Bandaríkjarina í fjar- lægum löndum eru nauðsynleg til að tryggja bandarískum auð- hringum athafnafrelsi í þessum og nærliggjandi löndum, at- hafnafrelsi til að kaupa ódýrt vinnuafl, ná i verðmæt hráefni, ganga að orkulindum og treysta markaðsaðstöðu. Komi upp sú staða, að þjóðfrelsishreyfingum í þessum löndum vaxi fiskur um hrygg, er hætta búin fyrir hagsmuni þessara auðhringa. Þá er kominn tími tij að stimpla þjóðfrelsishreyfingar sem „anga hins alþjóðlega komm- únisma", og gera þær þar meö réttdræpar, eins og saga undan- farinna 30 ára hefur sýnt. Herstöð Bandaríkjanna á tslandi gegnir í stórum dráttum sömu markmiðum og annars staðar. Tilvera hennar er rétt- lætt með því að höfða til hernaðarumsvifa Sovétríkj- anna eða til aðsteðjandi inn- rásarhættu þaðan. Tilgangur hennar er hins vegar að tryggja stjórnarfarsform, sem vinveitt er hagsmunum Bandaríkjanna, og þá sér í lagi fjölþjóða auð- hringum. HVAÐ ER TIL RÁÐA? Herstöð Bandaríkjanna á íslandi þjónar ekki öryggi landsins, heldur erlends fjár- magns, einkum bandarísks. Það er því kominn tími til að losna við hana. En vilji menn í einlægni stuðla að raunverulegu þjóð- frelsi í þessu landi og veikja þau öfl. sem reyna sífellt að endurnýja nýlendustöðu íslands, þá diigar brottrekstur erlends herliðs úr landi skammt. Breyta þyrfti utanríkisstefnu landsins með tilliti til nýrra tíma og breyttra aðstæðna í heiminum. ísland ber að ýmsu leyti einkenni þróunarríkis. Baráttu Islands fyrir sjálf- stæði lauk ekki 1944 og er ekki ólík þeirri baráttu, sem fyrrver- andi nýlendur í þriðja heimi heyja enn. Bandaþjóðir íslands eiga því ekki að vera auðug iðnaðarríki, sem gera út auðhringi um allan heim í arðránsskyni og styðja útþenslu- og drottnunarstefnu voldugustu auðvaldsríkja gegn hagsmunum fátækra þjóða. ísland á ekki samleið með þess- um ríkjum á vettvangi Samein- uðu Þjóðanna. Og ísland á að draga sig út úr þeim stofnun- um, sem þessi ríki hafa komið upp til höfuðs fátækum þjóðum í heiminum: OECD, IMF (Al- Þjóðagjaldeyrissjóðurinn) NATO. Hins vegar er sjálfsagt að ísland haldi áfram að eiga vin- samleg samskipti og viðskipti við allar þjóðir — á jafnréttis- grundvelli — þótt efla þyrfti samskipti við þær þjóðir, sem eru veikburða, lítilsmegnugar og sem berjast við sömu óvini. Ég geri mér grein fyrir því, að slíkar tillögur virðast við fyrstu sýn ótímabærar, sé tekið mið af því hugarfari, sem ríkir hér og nú. Ég bið menn samt að velta þeim fyrir sér í ró og næði. Til þeirra, sem alltaf hafa haldið fram, að erlend herseta á íslandi sé ill nauðsyn, hef ég að lokum þetta að segja: Til þess að þið verðið ekki uppvísir að lýðskrumi, verðið þið að sýna það í verki, að ykkur er alvara um að búa þannig í hag- inn, að ytri aðstæður levfi brottrekstur hersins héðan. Þið verðið m.a. aó stefna að friðlýs- ingu hafsvæðisins í kringum ;Island, m.a. með því að vinna þessu máli stuðning meðal allra nágrannaríkja og í samvinnu við stórveldin tvö. Og þótt ekki sé unnt að búast við, að íslenskir aöalverktakar og aðrir hagsmunaaðilar styðji þessar frióarkröfur, verða heiðarlegir borgarar á íslandi aö gera það. Elías Davíðsson kerfisfræðingur Hernaftarumsvif Bandarík janna í heiaímia 1946 - 1970 Aa Herstöövar eöa/og njósnastö&var B* Vopnasala eöa/og hernaöaraöstoö fyrir raeir «n $10 railljónir C° Þjálfun þarlendra herraanna-, herforingja eöa/og lögregluforingja. Evrópa Asores-eyjar..... Austurríki....... Belgía........ Bretland...... Danraörk..•■•••••• Finland..•....••( Frakkland........ Grikkland........ Holland.......... Irland...... ísland....... ítalía*......... Júgóslavía...... Liechtenstein.•• Luxeinburg...... Malta..••••••••• Noregur...•••••. Portugal........ Spánn........... Sviss..•••...... Svíþjóö.••.••••• Vestur-I^ýskaland NATO-stofnanir.• Asía A B C X X X XXX XXX X X X X XXX XXX X XXX X X Afghanistán....•• Bahrein.......... Fillipseyjar..... Indland.......... Indónesía........ fran............. íraq............. íaraei........... Japan............ Jordan........... Xuwait.••.••••.•• Laos............. LÍbanonT......... Malaysía......... Nepal............ Fakistan......... Qatar............ Ryukyu (Okinawa). Saúdí-Arabía..... Singapúr......... Sri Lanka........ Suöur Korea•••••• Syrland...•••.••• Taiwan.••••.••••• Thailand......... Tyrkland......... Víetnara(Saigon)•• Öflokkaö......... X X X X XXX X X XXX X X X X XXX X X X X X X X X X XXX X X X X X X X X X X X X X X XXX X X XXX XXX XXX XXX X X A B C Afrika Alsír..••..•••••• Dahoraey...... X Egyptaland....... X X Eþíopía............. XXX FÍlabeinsströnd.• Ghana......••••••• X Ginea............ Háa-Volta............... X Kamerún......... • Kenya............ X Kongo................ X X Lesotho.......... Libería................. X Libya................ X>X Mali................... X Marokko....... ... XXX Márítanía........ Miöafríku-lýöv. •• X Niger...... X Nigería......... • X Reunion-ey jan•. • • X Senegal.......... X Sierra Leone..... X Somalía.......••• X SÚdan. • • ............. X Suöur-Afríka...... X X Tansanía..••••••• X Tchad.................. X Túnís................ X X b'ganda.....•••• • Zambía........... óflokkaö............. X X Araeríkur Baharaa-ey jar... X Bermúda........ •• X Costú Rica....... X Dominiska lýöveldi X X Grsenland.......... X Guatemala............ X X Haiti.................. X Honduras.............. X Jamaica.......•••• X Kanada............... X Kúba (1950-1960). XXX Meyja-eyjar.••••• X Mexico............... X Nicaragua............ X X Panaraa.......•••• X X Puerto Rico...... X Salvaldor (El).,, X Trinidad S Tobago X J k B C (franhald) Argentína... X X Bolívía X X Brasílía.... X X Chile X X Ecuador..•.• X X Guyana X Kolorabía..•• X X Paraguay.... X X Perú. X X Uruguay X X Venezuela.• X X ðflokkaö... X X Kyrra háf Áátralia.... X X Guara....... X Oahu (Hawai) X Ný ja-6 jáland X X

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.