Dagblaðið - 03.02.1978, Side 13

Dagblaðið - 03.02.1978, Side 13
__ DAGBLAÐIÐ. FÖSTUPAGUR 3. FEBRÚAR 1978. Statistar í stórslysamynd Nýirumboðsmenn i .......— HVERAGERÐI Sigríöur Kristjánsdóttir, Dynskógum 18. Sími4491. Um Ijóðabók Birgis Svans Símonarsonar, Gjalddagar, 48 bls., Lystræninginn — ef ekki úrslitaáhrif, en þær er einnig að finna í bókinni. Alltént falla þær einkennilega vel að því sem Birgir Svan hefur að segja, — og við vitum að þær eru eldri en ljóð hans. Ef þessi ályktun mín hefur við rök að styðjast, er þetta merki- legt dæmi um óvenjulega þróun í samspili mynda og orða, því til þess hafa myndlistar- menn og bókahönnuðir oftast nær unnið út frá gefnum texta en ekki öfugt. Lífsskoðun og heimssýn Richards, bölsýn og uggandi um mannlíf í tækni- veröld, hefði getað dregið skrif Birgis Svan saman í ákveðinn kjarna. Nú, svo er einnig til í dæminu að skoðanir þeirra Birgis Svan og Richards hafi lengi verið á sama veg og þróast á sama hátt. Allt getur skeð í listum. En saman vinna texti og myndir ágætlega. FERÐALAG UM HELVÍTI Hver er svo þessi þráður sem Birgir Svan teygir gegnum bók- ina? Hann er að vísu ekki nýr af nálinni en góður og gildur samt: eins konar ferðalag um helviti nútímans, íslenska nútíð og framtíð. Bálkurinn hefst á 4bílferð „útúr nývöknuðum út- hverfum" og endar á sömu nótu: „gegnum svefndrukkin úthverfi/ i baksýnisspegli — söngfuglavatn —/ vélknúin eyki brjótast um hraðbrautir/ einsog mannýgir tarfar". Við fylgjum síðan eftir stjórn- endum ökutækjanna (eða föngum) inn í þingsali, að færi- böndum inn í iðjuver þar sem méira og minna tilgangslaus starfsemi hefst. Síðan er brugðið upp mörgum smá- myndum af öðrum persónum í lífsleiknum. í „sundurskotinni fæðingardeild" hnýta her- foringjar „naflastrengi / leggja hvítvoðunga að náköldum / brjóstum nifteindamæðra" og í nærmynd sjáum við pillu- étandi skáld á umferðareyju, gamla gleðikonu sem enn dreymir um dáta, tiskukónga í klakahöll og inn í þessa hring- iðu virðist skáldpersóna þvælast, örvæntingarfull og bitur og i huga hans blandast í sífellu fortíð og nútíð, frjó- angan dalsins forðum og vél- vædd martröð nútímans, fornar dyggðir og nútíma „siðferði“. LÍKAMLEGAR LÍKINGAR Til að gera umbreytingarnar áþreifanlegar, færir Birgir Svan þær gjarnan yfir á líkam- legar líkingar. Sólin er t.d. kona sem baðar sig í hafi fortíðar og nútíðar og fyrrum er hafið svalt og „rauðagull í yfirborðinu“ en nú drýpur olía úr hári hennar og hraðbrautum er lýst sem andfúlum" og bílar „tæta með hjartslætti". Þessi þróun er sér- staklega staðfærð með því að fella inn í hendingar slitrur af íslenskum ættjarðarljóðum, fylliríssöngvum og jafnvel barnagælum, en i því efni hefur Megas hugsaniega verið áhrifavaldur. Hvernig hangir svo bálkurinn saman? Vissu- lega gerir hann það, á heiftinni og bölsýni skáldsins, þótt hinar mörgu tilvitnanir Birgis Svan' eigi það til að drepa á dreif athygli lesandans. Er heiftin ekki neikvætt afl í skáldskap? Er ekki alltaf auðveldara að rífa niður en að byggja upp? Við vitum að sjálfsögðu að með því að ráðast á ómanneskjulegt samfélag þá er Birgir S 'an ipso facto á bandi einhvers sem heitir „manneskjulegt sam- félag“. En hvernig er það þjóð- félag samsett og hvert á hlut- verk skáldsins að vera innan þess? Sú spurning er að mínu viti það lokapróf sem hvert skáld verður að gangast undir, til að öðlast fullan þroska. Bók menntir AÐALSTEINN INGÖLFSSON að ekki dugir lengur að þegja þunnu hljóði. Samgöngumálum okkar Vest- firðinga er á þann veg skipað, að samjöfnuður finnst ekki meðal þróaðra þjóða. Heil byggðarlög með mörg hundruð íbúum eru svo einangruð stóran hluta ársins, að þau fá ekki notið viðunandi opin- berrar þjónstu, svo sem í heil- brigðis- og fræðslumálum. Vöruflutningar til og frá Vest- fjörðum og milli byggðariaga eru gjörsamlega ófullnægjandi. í orkumálum búa Vest- firðingar ekki einungis við ónóga orku, heldur einnig við mun hærra orkuverð en t.d. skjólstæðingar borgarstjórans í Reykjavík. Um sfðustu áramót tók Orkubú Vestfjarða til starfa. Vonandi er enginn svo fávis að halda að með þvi einu hafi orkuvandi Vestfirðinga verið leystur. Það er hins vegar von okkar Vestfirðinga, að á grundvelli Orkubúsins muni takast að ná fram viðunandi lausn í orkumálum fjórðungs- ins. Vígvöllurinn hefur verið markaður, en stríðið er rétt hafið. Vandamál okkar Vestfirð- inga eru vissulega fleiri, en mörg þeirra eru afleidd af þeim vanda sem við blasir í sam- göngu- og orkumálum. Barátta Vestfirðinga fyrir viðunandi úrlausnum í. samgöngu- og orkumálum, dregur því sterkan keim af jafnréttisbaráttu, þar sem réttur lítils minnihluta þjóðarinnar er fyrir borð bor- inn af óupplýstum meirihluta. . Augu allra landsmanna verða að opnast fyrir því, að viðreisn Vestfjarða er þjóðar- nauðsyn. Þýðing fiskvinnslu- stöðvanna á Vestfjörðum fyrir þjóðabúið er augljós og viður- kennd af flestum. Að því þarf að vinna, að það verði öllum landsmönnum jafn augijóst, að fólkinu, sem þessi verðmæti skapar, þarf að búa viðunandi búsetuskilyrði. Það hefur með verðmætasköpun sinni í gegn- um árin staðið undir fjárfest- ingu og framkvæmdum í öðrum landshlutum, en nú er röðin komin að Vestfjörðum. Við Vestfirðingar teljum okkur geta farið fram á með fullri reisn, að byggð verði byggðalína til Vestfjarða, og að verðlagning orkunnar verði með þeim hætti að Orkubúi Vestfjarða verði mögulegt að selja heitt vatn á svipuðu verði og tíðkast í öðrum landshlutum, þar sem virkjun jarðvarma hefur reynst hagkvæm. Við vísum á bug röksemdum um að ekki sé vit i að leggja opinbert fé í vegaframkvæmdir og opinbera þjónustu, svo sem heilsugæzlu og skóla, vegna þess að hér sé ekki nægjanlega margt fólk til að standa undir slíkri þjónustu. Við Vestfirðingar teljum að ekki sé um neina náðarbón að ræða, þó að við förum fram á að gert verði verúlegt átak í sam- göngumálum á Vestfjörðum, m.a. með gerð jarðgangna, upp- byggðra vetrarvega og bættri sjóflutningaþjónustu. Við óskum þess að Vest- firðingar og vestfirzk fyrirtæki, fái í framtíðinni að búa við sam- bærilegar aðstæður og fyrir hendi eru annarsstaðar á iand- inu. NÝTT AFL Á liðnum árum hefur miðað hægt f þá átt að bæta búsetu- skilyrði á Vestfjörðum. Þær baráttuaðferðir, sem beitt hefur verið af gömlu flokkun- um, hafa ekki komið að gagni, enda er á þeim heimilum i mörg horn að líta. Sú hags- munabarátta, sem þar hefur átt sér stað á liðnum árum, hefur aðeins í örfáum tilvikum leitt til aukinnar hagsældar á Vest- fjörðum. Oftar hefur sú barátta staðið um óskyld mál. Á Vestfjörðum hélt fóik áfram að flytja suður, og er nú svo komið að flestir þingmenn Vestfirðinga eru ekki lengur búsettir í kjördæmi sínu. Það er að sjálfsögðu einkamál þing- manna, hvort þeir flytja heimili sitt til annars kjördæmis, en það er líka einkamál kjósenda á Vestfjörðum, hvort þeir kjósa frambjóðendur, sem búsettir eru á Vestfjörðum, eða í öðrum kjördæmum. Af framansögðu má ljóst vera, að til þess að ná því mark- miði, að losa Vestfirði úr þeirri úlfakreppu, sem orkuskortur og samgönguleysi valda, verður að koma nýtt afl. Nýtt lýðræðis- legt afl, sem á rætur sínar hér á Vestfjörðum, í fólkinu sjálfu sem hér býr, óháð miðstýringu gömlu flokkanna. tJr þessum vestfirzka jarðvegi er sprottin sú hreyfing, sem ákveðið hefur að standa að óháðu framboði í Vestfjarðakjördæmi við al- þingiskosningarnar á vori kom- anda. Asgeir Erling Gunnarsson, ísafirði. ESKIFJORÐUR Hulda Gunnþórsdóttir, Landeyrarbrautl. BIAÐIB Hafnfirðingar Árshátíð Kvæðamannafélagsins verður haldin að Linnetstíg 3 laugar- dagskvöldið 4. febrúar kl. 8. Fjöl- breytt dagskrá, veitingar og dans. Miðar við innganginn. SKEMMTINEFND. BILAPARTASALAN Höfum úrva! notaóra varahluta íýmsar tegundir bifreiða, tildæmis: M. BENZ 220D 1970 SAAB 96 1966 PEUGEOT 404 1967 SKODA 110 1971 V.W. 1300 1970 SINGER VOGUE 1968 Einnig höfum við úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleda. Sendum um alltland. BÍLAPARTASALAN Höfiatúni 10- Simi 11397 Ekta leður- skórmeð mínus- hæl Stærðin 41-45 KR. 7000.- Póstsendum SkóbúðinSnorrabraut38 Sími 14190 LÍpUltá, Hafnargöiu 58, Keflavík

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.