Dagblaðið - 27.02.1978, Side 1

Dagblaðið - 27.02.1978, Side 1
• r Veðurstofan: „Klassísk norðlenzk stórhríð” „Þetta er bara klassisk norðlenzk stórhríð", sagði Guðmundur Hafsteinsson, veðurfræðingur í viðtali við DB í morgun er við spurðum hvort vonzkuveður það, sem nú herjar á Vestur- og >iorðurlandi væri eitthvað óvenjulegt. „Þessu veldur eins og venjulega hæð yfir Grænlandi og lægð fyrir suð- austan land og er mikill þrýstingsmunur þarna á milli. Snjókoman kemur af hafi og það hefur snjóað frá Vestfjörðum og austurúr í nótt.“ Guðmundur sagði litlar Hkur á því að snjókoman bærist suður fyrir fjöll og taldi ólíklegt, að snjóa myndi í Reykjavík að svo komnu. „Við fáum bara norðan garrann og kuldann, en sennilega ekki neina snjókomu." HP „Eðlileg norðanhríð á Akureyri” „Hér er bara ósköp eðlileg norðan hríð, hefur verið dálítið hvasst á köflum og 8 eða 9 stiga frost, en hér eru allar götur færar,“ sagði Akureyrarlögreglan í sam- tali við DB í morgun. „En það er kolvitlaust veður hér fyrir utan. Það var nokkuð mikill lausasnjór en hann er nú eiginlega allur fokinn í burt. Það er ófært í sveitun- um i kringum bæinn og skól- um aflýst bæði á Dalvík, og Ólafsfirði." A.Bj. Menn hlakka til að fara í vinnuna á olíukynta vinnustaðina „Fjölskyldan hefur hafzt við i einu herbergi í nótt við yl frá einum rafmagnsofni og svipað mun ástandið vera hér í mörgum húsum," sagði Bjarni Árnason, fréttaritari DB á Siglufirði i viðtali við DB i morgun. Eftir að snjóflóð kaffærði og skemmdi aðal- og varadælu- stöðvar hitaveitunnar . í hádeginu í gær hafa ibúðar- hverfi bæjarins verið köld en hins vegar víðast olíukynt á vinnustöðum, svo Bjarni bjóst við að menn hlökkuðu óvenju mikið til að fara i vinnuna i morgun. Það er ekki bara að hita- veitan hafi farið heldur hefur norðan stórviðri með hrið gengið yfir staðinn síðan á föstudag og er þar nú orðinn mikill snjór. Þar var 12 stiga frost kl. 6.30 í morgun. Reynt var að kanna skemmdir í gær, og komu könnunarmennirnir til bæjarins í nótt. Bjarni vissi ékki nákvæmlega um útkomu nema hvað ástandið mun vera slæmt og fyrirsjáanlegt er að einhvern tíma tekur að lagfæra skemmdir. Vlða eru oliukynditæki enn til i húsum og hafa menn verið að koma þeim i gang eftir föngum. Jarðýta hefur svo farið fyrir oliubilum. Kunnáttumenn á olíukyndingar hafa þó hvergi nærri komízt yfir að ræsa öll kerfi enn. Þá er hætta á að frostskemmdir hafi orðið á hitakerfum húsa, en ekki var í morgun ljóst hvort mikil brögð væru að þvi. ^kki var Bjarna kunnugt um að neinar fjölskyldur hefðu yfirgefið hús sin vegna kulda en sagði það þó vel geta verið. í gær var vérzlun Kaupfélagsins , opnuð og einnig rafbúðin, en rafmagnsofnar voru á boðstólum í báðum verzlununum. Seldust þeir upp á svipstundu. „Það hefur ekkert reynt á okkur f þessu sambandi, við höfum bai-a fylgzt með,“ sagði Hafþór Jónsson hjá Almanna-, vörnum rikisins I morgun. „Þeir eru með þetta allt undir fullri stjórn á Siglufirði og við höfum ekki verið beðnir um að útvega neitt. Þarna er - auðsjáanlega virk og góð al- mannavarnarnefnd og svona viljum við einmitt að staðið sé að hlutunum." -G.S./-H.P. Ekkibúiztvið málsókná hendur verkalýðsleiðtogum — sjá bls. 6 Mikill meirihluti stendur að ólöglegu aðgerðunurn — en klof ningur samt — sjá bls. 5 „Frábært— nánast kraf taverk” — um söfnun enska plötu- snúðsins til styrktar van- gefnum — bls.4 „Fjölskyldan hefst við i einu herbergi við yl frá einum rafofni” Það er kuldalegt um að litast á Siglufirði þessa dagana. Eftir að snjóflóðið eyðilagði dælustöð hitaveitunnar í gær er ekki aðeins kuldalegt — það er ÍSKALT. DB-mynd: BÁ, Siglufirði. Þórdís stökk hæst en ísf irðingurinn sló í gegn! Það stekkur enginn íslenzk ;kona hærra en Þórdís Gísla- dóttir, ÍR. Á Meistaramóti fslands í gær varð hún íslands- meistari í hástökkinu. Stökk yfir 1.71 m. með miklum tilþrif- um eins og DB-mynd Bjarnleifs sýnir vel. íslandsmet hennar innanhúss er 1.73 m og utan- húss 1.76 m. Þórdís stóð fyrir sínu á mótinu en ungur mennt- skælingur frá ísafirði, Jón Oddsson, sló í gegn. Hann var rétt við íslandsmetið í lang- stökki — án nokkurrar æfingar í þessari grein íþrótta og kunn- áttan í alminnsta lagi. Jón, sem verður stúdent í vor og er kunnur knattsþyrnumaður í liði ísfirðinga, sagði: „Ætli maður haldi sig ekki við knatt- spyrnuna þrátt f.vrir þennan árangur." Sjá íþróttir bls. 15. 16 17 og 18. Hríðog gaddur herjaá hitaveitu- lausan Siglufjörð

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.