Dagblaðið - 27.02.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 27.02.1978, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 27. FEBRÚAR 1978. 1 I Enskur plötusnúður safnar fyrir sundlaug handa vistmönnum á Kópavogshæli: „ÞETTA ER ALVEG FRABÆRT NÁNAST KRAFTAVERK ff — segiryfirlæknir K „Hvað ertu að segja, heldur þú virkilega að við fáum sund- laugin? Það er alveg dásam- legt,“ sagði frú Ragnhildur Ingibergsdóttir yfirlæknir á Kópavogshæli þegar DB sagði henni þau gleðitíðindi að söfn- un diskótekarans John Lewis væri nú komin svo langt að hægt verður að kaupa sundlaug fyrir hælið. „Mér finnst þetta alveg frá- bært,“ sagði Ragnhildur. „Við höfum svo sannarlega þörf fyrir sundlaugina. Það hefur verið draumur okkar í mörg ár að koma henni á laggirnar. Mér þykir þessi piltur hafa sýnt al- veg frábæra frammistöðu. Það er nánast kraftaverk ef tekst að safna svo miklu fé á ekki lengri tíma. En hvað fólk er örlátt þegar leitað er til þess. viltu skila innilegu þakklæti frá okkur til allra sem syðja þessa söfnun," sagði Ragnhildur yfirlæknir. Kópavogshæli hefur nóg landrými fyrir laugina, sem sett verður upp í vor. Enn vantar þó herzlumuninn á að búið sé að safna nóg fyrir upp- setningunni. Það væri óneitan- lega dálítill bjarnargreiði að gefa einhverjum sundiaug, pakkaða inn í gjafapappír með slaufu utan um, því uppsetning svona laugar kostar einnig mikiðfé. - A.Bj. Sundlaugin sem keypti verður er frá Gunnari Asgeirssyni. Hún er 12 metrar á iengd 6 metrar á breidd og einn og háifur meter á dýpt. Hún er með hreinsibúnaði og einum stiga. John Lewis lyftir söfnunarkassanum, sem verið hefur i anddyri Óðals undanfarna daga. — DB- mynd: Hörður. Rúm milljón hefur saf nazt: „HREYKINN AF AÐ ÞEKKJA ÞESSAR STÚLKUR” — segirJohn Lewis um stúlkurnar, sem gengu með honum til Keflavíkur „Stúlkurnar voru alveg stór- kostlegar, — alveg stórkost- legar. Eg er handviss um að einhver „þarna ofan frá“ hefur líka verið með okkur í göng- unni, þvi veðrið var alveg dásamiegt," sagði John Lewis, enski diskótekarinn í Öðali sem gengizt hefur fyrir söfnun fyrir vangefna og fór í „góðgerðar- göngu“ til Keflavíkur á mið- vikudaginn var. „Með fjárframlögum og lof- orðum, sem greidd verða núna um og eftir mánaðamótin er söfnunin komin vel yfir millj- ón,“ sagði John. Mörg fyrirtæki hafa sýnt mikinn skilning á málefninu og eftirtalin fyrirtæki og starfs- fólk þeirra hafa þegar lofað fjárframlögum: Almennar tryggingar, — Ford, Adamsson sportfatnaður, Hagkaup, Faco, Fálkinn, Penninn, Rolf Johan- sen, Stefánsblóm, Bilaleigan Falur, Landsbankinn, Útvegs- bankinn, Héðinn, Asbjörn Ólafsson, Coca-Cola, Tropicana, Sesar, Togaraafgreiðslan, Öðal, Samvinnutryggingar, Flug- leiðir, Hótel Loftleðir, Hótel Esja, Dagblaðið. Nokkrir af þessum aðilum hafa þegar greitt sitt framlag, eins og t.d. starfsfólk Asbjarnar Ólafssonar og starfsfólk hjá Togaraafgreiðslunni. Auk þess hefur almenningur komið með framlag sitt til afgreiðslu Dag- blaðsins og gestir á Öðali hafa einnig verið örlátir. Þar hefur ve: íð feiknastór söfnunarkassi i anddyrinu sem tekið hefur á móti framlögum. í ráði er að kassinn verði tekinn niður um næstu helgi og fyrir þann tíma þarf helzt að vera búið að safna nægilegu fé til þess að greiða fyrir sundlaugina og uppsetn- ingu á henni. Endanleg tala liggur því ekki fyrir fyrr en eftir næstu helgi. Nú viljum við skora á þá sem vilja ljá þessu máli lið að taka sig til og safna á vinnustöðum sínum. Hafa má samband við annaðhvort John Lewis sem hefur bækistöð á Óðali, Hrafn- hildi Sigurðardóttur í spari- sjóðsdeild Landsbankans, aðal- banka, eða undirritaðan biaða- mann Dagblaðsins. - A.Bj. Göngufólkið þurfti ekki að svelta á leiðinni. Bæði höfðu stúlkurnar tekið með sér svolitið nesti,— en fransk' matrciðslumaðurinn á Óðali, sem reyndar tók þessar myndir sáþeim fvrir mat, sem eigendur Óðals sendu göngufólkinu. Auk þess komu aðrir færandi hendi. Starfsf ólk Landsbankans gefur hálfa milljón: _ segir ein stúlknanna, sem „SVONA GÖNGUR ALGENGAR ERLENDIS snúðnum til Keflavfkur í EN LANDINN DAÚTíÐ LENGIAÐ KVEIKJA” %'SSr „Jú, auðvitað vorum við þreyttar enda óvanar að ganga svona. Annars var ég eiginiega sú eina sem hafði verulegar áhyggjur af þvi að komast ekki alla leið til Keflavíkur,“ sagði Hrafnhildur Sigurðardóttir starfsstúlka i Landsbanka ís- lands í samtali við DB. Hrafn- hildur var ein af fjórum stúlkum sem tóku þátt í Kefla- vikurgöngu diskótekarans John Lewis til styrktar fyrir van- gefna á miðvikudaginn var. Hrafnhildur var sú eina sem komst heilu og höldnu á leiðar- enda. Hinar stúlkurnar sem þátt tóku í göngunni voru Bjarnfríður Arnadóttir og Ragnheiður Guðjónsdóttir báðar í Landsbankanum og Jóna Árnadóttir sem vinnur í Útvegsbankanum. „Við fengum frf í vinnunni á miðvikudaginn,“ sagði Hrafn- hildur, „Bæði yfirmenn okkar og samstarfsmenn studdu okkur mjög vel. Við erum einnig búnar að láta samskota- lista ganga bæði í aðalbankan- um og í öllum útibúunum. Þeir eru ekki allir komnir til baka en ég held að ég megi fullyrða að upphæðin sem safnazt hefur sé komin yfir 500 þúsund kr. Það er í rauninni miklu meira en ég hafði þorað að reikna með. Mér leizt strax mjög vel á þessa hugmynd John Lewis sem ég þekkti erlendis frá. En þar er algengt að hópar taki sig saman og fari i „góðgerðar- göngur“, eða „Sponsored walks“ eins og það heitir á ensku. Hin ýmsu fyrirtæki og einkaaðilar takast þá á hendur að greiða ákveðið verð fyrir kilómetrana sem gengnir eru. Ég tók hins vegar eftir þvi að fólk hér var dálítið lengi að kveikja á sér, en þessi ganga hefur vakið talsverða athygli," sagði Hrafnhildur. „Við lögðum af stað frá Hótel Loftleiðum á Reykjavíkurflug- velli klukkan 9 um morguninn. Við gengum sem leið lá til Keflavfkur og fórum i gegnum hliðið á vellinum á mínútunni 8 um kvöldið. Það tók hópur af fólki á móti okkur við hliðið og meðal annarra fulltrúi frá Kiwanisklúbbnum á flugvellin- um. Hann sagði að Kiwanis- menn hefðu mikinn áhuga á söfnun okkar. Ég lét hann fá eins lista og við sendum f bank- ana og væntum við góðs þegar sá listi kemur til baka. Við höfðum útbúið okkur með svolítið nesti en ýmsir aðilar sáu um að okkur skorti ekkert meðan á göngunni stóð. Þeir Davíð Gunnarsson, Skúli Einarsson og Eric Paul Calmon, franski matreiðslumaðurinn á Öðali, komu með mat handa okkur, heita súpu, kakó, sam- lokur og ýmislegt góðgæti. Þá kom kona með kaffi og smurt brauð og ein stúlka úr bankan- um kom um hálfsjö leytið með kaffi og brauð. Skúli og Eric fylgdust náið með því að við héldum áfram og ekkert amaði að okkur. Þeir tóku lfka stelp urnar upp í síðasta spölinn þegar þær voru alveg búnar að vera af þreytu," sagði Hrafn- hildur Sigurðardóttir. - A.Bj. Bankameyjarnar gönguglöðu ásami John Lewis plötusnúð á leiðinni tii Keflavikur á miðvikudaginn. Hrafnhildur Sigurðardóttir er önnur frá vinstri með hvitan trefii.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.