Dagblaðið - 27.02.1978, Page 6

Dagblaðið - 27.02.1978, Page 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. FEBRIJAR 1978. Hæstiréttur: 12 ára fangelsi fyrirmotó Tæplega tvítugur Akureyr- ingur, Úlfar Ölafsson, var á þriðjudaginn dæmdur í Hæsta- rétti til að sæta tólf ára fang- elsisvist fyrir morðið á Guð- birni Tryggvasyni aðfaranótt 4. apríl 1976. Aður hafði Úlfar verið dæmdur á Akureyri til að sæta 16 ára fangelsisvist. Gæzluvarðhaldsvist Úlfars síðan 5. apríl 1976 komi til frá- dráttar fangelsisvistinni. Aðfaranótt 4. apríl 1976 brauzt Úlfar inn í verzlun á Akureyri og stal þaðan m.a. riffli og skotfærum. Síðar þá sömu nótt banaði hann Guð- birni heitnum á götu á Akur- eyri með nokkrum hnitmiðuð- um skotum. Úlfar var handtek- inn daginn þar á eftir og játaði strax og undanbragðalaust brot sitt. I dómi Hæstaréttar segir m.a.: „Brot ákærða gegn 211. gr. almennra hegningarlaga bitnaði á vegfaranda, sem ákærði átti ekki sökótt við, og var unnið með styrkum og ein- þeittum vilja og beitt skotvopni við framkvæmd þess. Er óljóst,. hvað ákærða gekk til verksins. Ákærði var mjög ungur, nýorð- inn 18 ára, þegar hann framdi brot sfn, er hann gekkst hrein- skilnislega og greiðlega við, sbr. 4. tölulið 1. málsgr. 70. gr. og 9. tölulið 1. málsgr. 74. gr. almennra hegningarlaga. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi 12 ár.“ Einnig segir um það, sem at- hugavert var við rannsókn málsins: „Áður en úrskurður gekk hinn 5. apríl 1976 um gæzluvarðhald ákærða, kom ákærði ekki fyrir dómara, að því er gögn máls benda til, og er það andstætt 65. gr. stjórnar- skrár nr. 33/1944 og 66. gr. laga nr. 74/1974. Þá staðfestu ýmsir þeir, sem gáfu skýrslur fyrir lögreglu, skýrslur fyrir dómi, eftir þvf sem greint er f þing- bók, án þess að þeir væru próf- aðir sjálfstætt um sakarefni, sbr. 1. málsgrein 77. gr. laga nr. 74/1974.“ Héraðdsóm kvað upp Freyr Öfeigsson, héraðsdómari á Akureyri, en Hæstaréttardóm- inn hæstaréttardómararnir Ar- mann Snævarr, Benedikt Sigur- jónsson, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vil- hjálmsson. -ÓV Guðbjörn Tryggvason. Kröflunefnd og Mitsubishi: EKKERT OEÐULEGT VIÐ VÉLAKAUPIN” segir iðnaðarráðuneytið „Það er því ljóst, að ásakanir um að Kröflunefnd hafi haft óeðlileg afskipti af vélakaupum eða reynt að hafa áhrif á val framleiðenda, hafa ekki við neitt að styðjast," segir í frétta- tilkynningu, sem DB barst frá Iðnaðarráðuneytinu f gær- kvöld. Tilefnið eru ásakanir f kjall- aragrein Vilmundar Gylfasonar f DB í sfðustu viku, um að for- maður Kröflunefndar hafi átt í óeðlilegum viðskiptum við jap- önsku söluaðilana. Ráðuneytið segir að það hafi verið tæknilegir ráðunautar Kröflunefndar, Rogers Engi- neering f San Francisco og Verkfræðistofa Sigurður Thor- oddsen hf. í Reykjavík, sem mælt hafi með vélakaupunum. Þrjú önnur ráðgjafafyrirtæki á sviði véiaverkfræði hafi komizt að sömu niðurstöðu, og hafi Kröflunefnd sfðan samþykkt einróma að „hlfta ráðum hinna tæknilegu ráðunauta og ganga til samninga við fyrirtækið Mitsubishi." -ÓV Lá kjálkabrotinn eftir árásina Hjá rannsóknarlögreglu rfkisins er nú til rannsóknar árásarmál sem átti sér stað um síðustu helgi við nætursölu BSH á Reykja- víkurvegi í Hafnarfirði. Við nætursöluna er oft annríki mikið fyrri hluta nætur, einkum um helgar. A sunnudagsnóttina kom til stimpinga milli tveggja manna og lauk þeim svo að 19 ára piltur lá óvígur í valnum eftir og reyndist m.a. kjálkabrotinn. Árásarmaðurinn fór af staðnum er hann hafði rotað mótherjann ag hefur ekki fundizt sfðan að því er Dagblaðið bezt veit. Ymsir sjónarvottar voru að átökunum og könnuðust ýmsir við árásarmann- inn, þó ekki þekktu þeir nafn hans. - ASt. Próflaus stórskemmdi bíl föður síns Sautján ára gamall piltur á Akranesi tók nýja bílinn hans pabba síns í óleyfi f fyrrinótt og skemmdi hann mikið. Pilturinn er próflaus — en átti að taka ökupróf innan skamms, að sögn lögreglunnar á Akranesi. Það var um hálfsex á sunnu- dagsmorguninn að lögreglu- menn á eftirlitsferð um kaup- staðinn sáu til piltsins, þar sem hann ók um miðbæinn á Lödu föður síns, árgerð 1977. Töldu lögreglumennirnir sig vita, að pilturinn væri próflaus óg veittu honum eftirför. Honum tókst þó að snúa þá af sér — en skömmu síðar fréttu þeir að bíllinn hefði farið út af þjóð- veginum skammt innan við bæ- inn. Með ökumanninum, sem grunur lék á að hafi verið undir smávægilegum áhrifum áfengis, voru þrjú ungmenni f bílnum. Eitt þeirra, piltur, skarst á höku við veltuna, en önnur meiðsli urðu ekki. Þessi þrjú hafði ökumaðurinn hitt á „rúntinum" fyrr um nóttina og boðið þeim með sér. Þáðu þau boðið, enda gátu þau ekki merkt að pilturinn væri ölv- aður og þekktu hann lítið fyrir. -ÓV Allar skemmdirnar á toppnum Toppurinn rifinn, beyglaður og tættur, allt annað heilt og bíllinn valt ekki. Hvernig má þetta verða? Umferðaróhapp þetta varð á Langholtsvegi í gærdag kl. 15.25. Þar var vörubíl bakkað út úr stæði og í sama mund kom þessi gljáfægða Datsun-bifreið eftir götunni. Hvorugur öku- manna áttaði sig á ferðum hins fyrr en þessi ósköp höfðu orðið þá er pallur vörubílsins fór yfir þak fólksbifreiðarinnar. Hér varð mikið tjón á nokkrum sekúndu- brotum, þegar enginn taldí að hætta leyndist á vegi bílanna. - AST/ DB-mynd Sveinn Þormóðs son. — segirJónH. Bergs „Nei, ég býst ekki við, að höfðað verði mál gegn þeim for- ystumönnum verkalýðsfélaga, sem hvetja fólk til ólöglegra verk- falla," sagði -Jón H. Bergs, for- maður Vinnuveitendasambands- ins, f viðtali við DB. „Ég veit ekki enn, hversu um- fangsmiklar þessar aðgerðir verða, en greinilegt er, að ýmsir munu ekki hlýða þeim,“ sagði Jón um fyrirhuguð verkföll. „Vinnuveitendur munu lfta á fjarvistir sem skróp, nema menn leggi fram vottorð um veikindi. 4t Samningarnir undirritaðir í októ- ber sl. Matthías Á. Mathiesen og Kristján Thorlacius skrifa undir, Halldór E. Sigurðsson horfir á. Þá verður beitt launafrádrætti. Þetta verður undir einstökum vinnuveitendum komið, og vera má, að sé um ítrekuð skróp úr vinnu að ræða, þá komi til brott- rekstrar hjá einhverjum." Jón H. Bergs sagði, að enn væri fremur lítið komið af uppsögnum á kjarasamningum. Forystumenn launþegasamtakanna hvetja til, að félögin segi upp fyrir 1. marz, þannig að samningar verði úr gildi 1. aprfl. „Það er tæplega hægt að tala um þessar ólöglegu aðgerðir sem félagslegar aðgerðir," sagði for- Jón H. Bergs: „Tæplega hægt að tala um þetta sem félagslegar að- gerðir." maður Vinnuveitendasambands- ins og benti á, að samningar væru hvergi lausir enn. • HH Ekki búizt við málsókn á hendur verkalýðsforingjum

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.