Dagblaðið - 27.02.1978, Blaðsíða 11
vegna reksturs á allt of stórum
fiskiskipaflota. Með öðrum
orðum er verið að verja hluta af
arði fiskauðlindanna til að
halda uppi ónauðsynlegri at-
vinnu. Fiskiskipin sjálf eru
einnig fengin að láni að nokkru
leyti erlendis frá.
Sú atvinna, sem byggist á út-
sæðisáti, ýktum reksturs-
kostnaði og fram fer úti á lands-
byggðinni með því að taka fisk
frá öðrum getur ekki verið
grundvöllur að byggðastefnu
og er í raun afskræming.
Aðeins uppbygging á varan-
legum atvinnutækifærum úti á
landsbyggðinni getur þjónað
raunverulegri byggðastefnu,
þ.e. atvinnu, sem er ekki háð
því, að pólitíkusar úthluti
skömmtunarseðlum að tak-
mörkuðum fiskauðlindum eða
sjóðum landsmanna. Nálægð
margra fiskibæja við gjöful
fiskimið er í sjálfu sér nægileg
forsenda fyrir varanlegri
byggðastefnu. Raunhæfasta
byggðastefnan byggist því á
tafarlausri fiskfriðun og sölu á
veiðileyfum til þess að stjórna
aðgangi í takmarkaðar
auðlindir.
LÍFID ER EKKI BARA
SALTFISKUR
Ljóst er, að verðmæti sjávar-
afla verða ekki aukin nema að
vissu marki með aukningu
sjávarafla. Verulegt svigrúm til
verðmætaaukningar felst aftur
á móti í aukinni nýtingu og
hækkun vinnslustigs á sjávar-
afurðum. Verulegs misræmis
hefur gætt á síðustu tveimur
áratugum í fjárfestingum f fisk-
veiðum og fiskvinnslu. Fisk-
veiðiflotinn er orðinn of stór,
en sorglega fáar nýjungar hafa
orðið til f fiskvinnslu. Segja má,
að vinnslustig á íslenskum
sjávarafurðum hafi að
meðaltali staðið f stað f sfðustu
tvo til þrjá áratugi. Menn hafa
trúað því allt fram til sfðustu
stundar, að verðmæti sjófangs
verði stöðugt aukið með þvf að
kaupa ný fiskiskip. En það er
með þróun á nýjum sjávaraf-
urðum eins og almennan iðnað.
Hún tekur langan tíma og
krefst mikillar þekkingar og
sérhæfingar á vinnuafli, svo og
gffurlegs fjármagns. Vandamál
ýmissa byggðarlaga er einmitt
skortur á fjölbreytilegum at-
vinnutækifærum. Allt ber því
að sama brunni. Aðeins iðn-
þróun og fjölbreytileg þjónusta
eru forsendur að raunhæfri
byggðastefnu, en til þess að svo
megi verða, þurfa að myndast
stærri byggðakjarnar með
færri en stærri fiskvinnslu-
stöðvum en nú er. Það er ekki
unnt að byggja byggðastefnu á
svæðisbundnum eða eyrna-
merktum rétti til að selja
náttúruauðlindir í lítið unnu
ástandi úr landi. Menn geta
lofsungið hefðbundnar
fslenskar vinnsluaðferðir, en
taka verður tillit til þess, að
íslenskur sjávarútvegur býður
nú ekki upp á nægilega fjöl-
breytileg atvinnutækifæri né
er nægilega arðsamur við
núverandi aðstæður til þess að
unnt sé að byggja upp ný at-
vinnutækifæri f fiskiðnaði og
almennumiðnaði.
ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAGS-
KERFI OG FISKVEIÐIKERFI
Ásgeir Jakobsson telur f
„rabbi“ sínu, að nokkrir
háskólamenn séu að byggja upp
heil kerfi um fiskveiðar fram-
tfðarinnar þrátt fyrir að
nauðsynlega þekkingu vanti
um „lífsskilyrði og lffkeðjuna"
í sjónum til að byggja á. Ég er
ekki 1 nokkrum vafa um, að
Ásgeir skortir þessa þekkingu,
og ennþá fremur skortir hann
þekkingu til að meta það, hvort
fiskifræðingar hafi sæmilega
yfirsýn yfir lffið í sjónum eða
ekki. Grein, sem gerir ekkert
annað en að auglýsa þekkingar-
skort höfundar, er að vfsu ekki
til þess fallin að svara. En í
greininni endurspeglast ákaf-
lega skýrt nokkur grundvallar-
vandamál, sem glima verður
við. I fyrsta lagi sýnir höfundur
mótþróa gegn upplýsingum
fræðimanna á þeim grundvelli,
að þekking þeirra sé tak-
mörkuð. Þ.e. af því þekking sé
ekki nægileg, er best að láta
vanþekkinguna ráða. Þetta
sjónarmið er alþekkt. í öðru
lagi tekur Asgeir fyrir tvö af
vafasömustu atriðum í hag-
keðjuritgerð Kristjáns
Friðrikssonar og reynir að nota
þau til þess að gera málflutning
annarra manna vafasaman.
Þetta er hinn hefðbundni
islenski útúrsnúningsháttur og
rökþrot. Annars má segja, að
almenn tregða af þessu tagi sé
meginskýringin fyrir þvf, að á
íslandi ríki tæpast nokkurt
þjóðfélagskerfi, hvað þá fisk-
veiðikerfi. Menn streitast af
öllu afli gegn þvf, sem heitið
getur skipulag eða kerfi, enda
rfkir hérlendis nánast stjórn-
leysi á flestum sviðum.
Menn í sjávarútvegi vilja
helst fá að athafna sig stjórn-
laust og án afskipta hins
opinbera. Til þess að mæta
þessu er tekinn auðlinda-
skattur af sjávarútvegi á
dulbúinn hátt, þ.e. með rang-
skráningu gengis. Gengið er
fellt þegar fiskvinnslufyrir-
tækin eru að fara á hausinn.
Landbúnaðurinn vill fá að
framleiða eins og honum sýnist
og skulu afurðirnar með
góðu eða illu ofan í neytendur.
Enginn hefur vit á landbúnaði
nema forystumenn bænda, þ.e.
enginn má hafa áhrif á land-
búnað nema sá hinn sami sé á
snærum hans. Verslunin heimt-
ar nú sjálftökurétt með
frjálsri álagningu. Islenskt
þjóðfélag er eins og fjölskylda
af ribböldum, sem engin lög ná
yfir. Er það furða þótt fulltrúar
fyrir nýjar atvinnugreinar fái
tæpast orðið hvað þá fjármagn
til uppbyggingar.
Dr. Jónas Bjarnason
Tower of London og Tower brúin yfir Thamesá. Ferðamenn flykkjast í Tower of London, þar sem
ímyndunaraflið nær tökum á þeim vegna sterkra áhrifa, sem menn verða fyrir er þeir skoða hinar
merku minjar. Upprunalegur hluti Tower var byggður af Vilhjálmi hinum sigursæla fyrir 900 árum
og minnast Lundúnabúar þess með ýmsu móti f sumar. Búizt er við fleiri ferðamönnum til Tower í ár
en nokkru sinni fyrr, en þeir voru þrjár milljónir í fyrra.
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 27. FEBRUÁR 1978.
Elizabet 1, 1533-1603, dóttir
Hinriks áttunda og önnu
Boleyn, vareinnig fangelsuðum
tfma í Tower, áður en henni
tókst að komast til valda.
MERKT MINJASAFN
En Tower verður ekki lengur
vitni að slfkum ógnaratburðum,
en sagan geymist og erlendir
ferðamenn ganga á vit fortíðar-
innar er þeir koma f heimsókn.
Skrautmunir og gimsteinar
brezku krúnunnar eru geymdir
f Tower og ættu þeir að vera
öruggir innan veggjanna, sem
eru einn og hálfur metri að
þykkt. Þessar gersemar eru
stöðugt augnayndi og aðdráttar-
afl ferðamanna. Umsjónar-
maður Tower, Digby Raeburn,
segir að ímyndunarafl ferða-
manna lifni mjög við er þeir
skoða hin sögufrægu
mannvirki. Tower er vinsælasti
skoðunarstaður ferðamanna í
Bretlandi og e.t.v. f heiminum.
Munnmælasögur geyma
frásagnir af ýmsum brögðum,
sem reynd hafa verið í Tower.
Það eru sögur um flótta niður
virkisveggina á reipi, sem
bundið hefur verið saman úr
lökum, eða ýmsum brögðum
sem fangar hafa beitt til þess að
afvegaleiða fangaverði eða
tilraunum þjófa til þess að nálg-
ast gersemar krúnunnar. Þá
eru einnig viðhafðar ýmsar
ævagamlar hefðir í Tower.
Hrafnar verpa ár eftir ár f
Tower og munnmæli herma að
turnunum sé borgið á meðan
hrafnarnir verpa. Ekki er vitað
um upphaf þessarar sögu.
Varðmenn í Tower, beefeat-
ers, eru klæddir skrautlegum
búningum, sem komnir eru frá
valdatíma Tudor ættarinnar, en
valdaferli hennar lauk árið
1603.
GALGAHUMOR
1 frásögnum af tilraunum til
þess að stela gei semum
krúnunnar gætir oft
töluverðrar kaldhæðni. Eitt
tilfellið var á þann veg að
leiðtogi þjófanna klæddi sig
sem prestur ensku þjóð-
kirkjunnar og rotaði vörðinn
með krikketkylfu.
Þá er húmorinn dálftið
sjúkur í frásögninni af
viðræðum Sir Thomas More og
böðuls hans árið 1535. Sir
Thomas á að hafa sagt við
böðulinn: „Sjá þú um að koma
mér örugglega upp á af-
tökupallinn, og ég skal sjá um
að komast niður af honurn."
Þegar Anna Boleyn var send
til Tower vegna hórdóms
bauðst Hinrik áttundi til þess
að uppfylla síðustu bón hennar
fyrir aftökuna. Þar sem hún
taldi, að enski böðullinn myndi
óhreinka hennar netta háls, bað
hún um færan franskan böðul
— og fékk hann.
Dick Thomas, sem stjórnar
móttöku ferðamanna til Tower,
hefur bent á tengslin á milli
Tower og Norður-Ameríku t.d. f
gegnum verk manna eins og Sir
Walter Raleigh. Hann benti á
að Walter Raleigh skrifaði
„Sögu heimsins", þegar hann
sat 12 ár f fangelsi f Tower, þar
sem hann dreymdi um nýlendu-
veldi handan hafsins.
Með hálfbróður sfnum, Sir
Humphrey Gilbert, reyndi Sir
Raleigh að koma á fót búsetu í
Ameríku, en Gilbert fórst í
hafi. Arið 1584 sendi Sir
Raleigh leiðangur til Norður-
Karolínu, og þaðan kom fyrsta
tóbakið og fyrstu kartöflurnar
til Bretlands. Nýlendu sfna
kgllaði Sir Raleigh Virginíu.
JAFNVEL DYRAGARÐUR
Fá mannvirki eiga sér eins
merka sögu og Tower of
London. Upphaflega var virki
þetta byggt til verndar fbúum
Lundúna, en hlutverkin hafa
orðið æði mörg á liðnum nfu
hundruð árum. Tower of
London hefur verið notaður
sem stjörnuskoðunarturn,
konungleg peningasmiðja,
almennt skjalasafn, auk þeirra
hlutverka sem áður er getið. Þá
má ekki gleyma þvf að fyrsti
dýragarður f London var ein-
mitt I Tower of London.
reynd sé svokölluð byggða-
stefna eitthvert hrikalegasta
öfugmælahugtak seinni ára.
Jafnframt þvf mun ég fjalla
nokkuð um greinar hinna
tveggja síðastnefndu heiðurs-
manna. Mér væri það vissulega
ánægjuefni ef ég gæti með
þessum skrifum mfnum svælt
nokkra melrakka út úr grenj-
um sínum, svo dagsljósið megi
f á að skina nokkuð á þá.
HVAÐ ER RAUNVERULEG
BYGGDASTEFNA?
Ölafur Á. Kristjánsson
reynir að gagnrýna málflutning
minn og setur fram meira eða
minna sundurlaus „tilfinninga-
rök“ og blandar greinilega öllu
saman. Það er reyndar engin
furða, að hann hafi minnimátt-
arkend gagnvart háskóla-
menntuðu fólki. I grein'hans
eru meira en tuttugu stórlega
aðfinnsluverð atriði, svo ekki
sé meira sagt. En sumt af því,
sem hann segir, er þess eðlis, að
rétt er að fjalia nokkuð um það.
Ólafur segir: „Honum (þ.e.
mér) virðist ókunnugt um,
hvernig bæir og þorp með
ströndum fram, allt í kringum
landið, hafa risið upp úr
dauðadái margra ára“. Sfðan
lýsir Ölafur iðandi lffi og
ánægju hjá fólki J ýmsum
sjávarþorpum og sveitum
landsins. Um þetta er eftirfar-
andi að segja:
1. Olafur telur upp fiskibæi frá
tsafirði um Norðurland og
Austfirði að Hornafirði. Það er
athyglisvert að Ólafur telur
ekki upp Suðurland, Suðurnes
og Faxaflóasvæðið. Benda má á,
að hluti af þeirri atvinnu, sem
rómuð er sérstaklega af
greinarhöfundi, hefur byggst á
ofveiði, og um leið á þvf að éta
ötsæði. Sú atvinna í dag, sem
byggist á því að draga úr at-
vinnumöguleikum f fram-
tíðinni, er þjóðhagslega
neikvæð, þótt telja megi, að ein-
hverjir hafi stundarhag af og í
Kjallarinn
Jónas Bjarnason
skammsýni sinni lfti bjartsýn-
um augum til framtíðarinnar.
Sú atvinna f dag, sem byggist á
þvf að veiða fisk og um leið á
þvf að taka fisk frá öðrum,
þýðir einfaldlega tilflutning á
atvinnu frá einum stað til
annars, og er í sjálfu sér ekki
þjóðhagslega jákvætt atriði,
nema fiskvinnsla og veiðar
verði þar með hagkvæmari.
Ólafur heldur e.t.v. að
ástundun sjávarútvegs frá
Suðurnesjum sé óhagstæð. I
þessu sambandi má geta þess,
að fiskifræðingar telja þorsk-
stofninn geta borið allt að 500
þús. tonna veiði árlega til fram-
búðar, ef nýting stofnsins fer
fram með ákjósanlegum hætti.
Þeir hafa nú lagt til, að þorsk-
afli fari ekki fram úr 270 þús.
tonnum á þessu ári. Það munar
230 þús. tonnum, og hver ætlar
að taka á sig þá ábyrgð að sóa
svona stórkostlega islenskum
þjóðarhagsmunum?
2. Hluti af þeirri atvinnu, sem
Ölafur rómar, er mögulegur