Dagblaðið - 27.02.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 27.02.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNIJDAC.UR 27. FEBRÍJAR 1978. 15 iBÍIfrrlÉWÉÍ ilHrfrHr Klukka tímavarða stöðvaðist og FH-ingar náðu stigi Hreint æðisleg barátta og darraðardans var stigin loka- mínútur viðureignar blkarmeist- ara FH og nýiiða Armanns í 1. deild Islandsmótsins í Hafnar- firði í gærkvöid. Nýliðar Armanns, einir og yfirgefnir á botni 1. deildar náðu forustu, 22-1 20, þegar rétt rúm mínúta var til leiksloka. Armenningar fengu dæmt aukakast þegar nákvæm- lega 1 mínúta og fimm sekúndur voru til loka leiksins. Jón Viðar brauzt inn úr horninu og skoraði — 22-20. Leikmenn FH brunuðu upp — og Guðmundur Arnf Stefánsson fór inn úr horninu og skoraði. En viti menn — nokkrir leikmanna Armanns stóðu og bentu á klukkuna, hún sýndi 1.03. Dómarar leiksins, þeir Karl Jóhannsson og Hannes Þ. Sigurðsson, stöðvuðu leikinn — og ákváðu eftir rekistefnu að draga 10 sekúndur frá. Það hlýtur að teljast umdeilt, tvö mörk á 10 sekúndum. Hvað um það — þá voru álitnar 55 sekúndur eftir — Ármenningar hófu miðju. Hörður Kristinsson komst i dauðafæri en Magnús Ölafsson varði skot hans — skyndiupphlaup FH og Tómas Hansson jafnaði 22-22. Þá voru aðeins 11 sekúndur eftir og Armenningum tókst ekki að nýta þær — jafntefli, 22-22. Það hlýtur að teljast umdeilt f atvikinu í gærkvöld er klukkan gekk ekki að tveir FH-ingar voru við klukkuna. Ekki að þeir hafi viljandi stoppað klukkuna — einfaldlega gleymt sér í æsingn- um. Aður hafa umdeild atvik gerzt I Hafnarfirði í sambandi við tímaverði. Það hlýtur að teljast lágmarkskrafa að áhangendur liðs séu ekki tímaverðir — það á ekki aðeins við í Hafnarfirði, heldur og f Reykjavík'. í umdeildum atvikum eru slíkir menn undir pressu — slikt hefur alltof oft gerzt, bæði i Hafnarfirði og Reykjavík, að stuðningsmenn viðkomandi liða séu tímaverðir. Handknattleiksráð viðkomandi héraða ættu að sjá um, að slíkt hendi ekki — hvergi. Hvað um það — Ármann var vissulega nálægt sigri gegn FH. Bikarmeistarar FH höfðu þó ávallt undirtökin í leiknum. Voru yfir í leikhléi 13-9. í síðari hálf- leik skildu 2-3 mörk — og þegar 10 mfnútur voru til loka leiksins hafði FH yfir 19-16. En Armenningar börðust mjög vel — skoruðu næstu 5 mörk, breyttu stöðunni í 21-19 — og aðeins þrjár mfnútur til loka. Raunar gafst Ármenningum færi á að auka muninn — en þeir áttu skot í þverslá af línu þegar aðeins hálf önnur minúta var eftir. FH náði Hraðaupphlaupi — sem endaði í viti og Þórarinn Ragnarsson minnkaði muninn í eitt mark. Jón Viðar skoraði síðan 22-20 — og aðeins mínúta eftir. FH tókst að jafna, 22-22 — og sennilega hefði engu liði nema Armanni tekizt að missa slíkt forskot. Reynsluleysi liðsins er slíkt. Já, reynsluleysi Ármenninga er liðinu fjötur um fót. Þeir eru þó vissulega kjölfesta, ,,gömlu mennirnir" Ragnar Gunnarsson, Hörður Kristinsson og Björn Jóhannsson. En leikmenn klúðra Fram í fallhættu — ef tir tapleik gegn Þór Þór, nýliðarnir í 1. deild Islandsmótsins f körfuknattlelk unnu dýrmætan sigur gegn hinu unga og efnilega liðl Fram i bar- áttunni um tilverurétt i 1. deild á Akureyri á föstudag. Þór sigraði Fram 67-53 — og hefur nú hlotið 6 stig í 1. deild — en Fram er í sjöunda sæti með 4 stig. Leikur Þórs og Fram bar öll merki tauga- spennu — enda til mikils að vinna. Sigurvegarinn stigi þá stórt skref í átt til öryggis í 1. deild, hinir sigruðu nánast dæmdir til að falla. Næsta ár verður fækkað í körfunni — úrvalsdeild með 6 liðum stofnuð og tvö neðstu liðin falla niður. Leikur Þórs og Fram bar öll merki taugaspennu — var slakur. Sárafáir áhorfendur mættu í Iþróttaskemmuna á Akureyri á föstudagskvöldið til að sjá upp- gjör liðanna, sigur Þórs. Þór hafði ávallt undirtökin I leiknum — hafði yfir í leikhléi 34-22. Hittni leikmanna var ákaflega léleg — nánast ekki hitt langtímum saman. Það voru ..útlending- arnir" i liði Þórs sem tryggðu norðanmönnum sigur. Reykvík- ingarnir Jóhannes Magnússon og Jón Indriðason, ásamt hinum bandaríska þjálfara Þórs, Mark Christansen. Þeir Jóhannes og Jón skoruðu hvor 18 stig og Mark 16 stig — þar af 14 stig I fyrri hálfleik, hitti aðeins einu sinni I síðari hálfleik enda gæzla leik- manna Fram ströng. Hjá Fram var Símon Ólafsson nánast einn í baráttu sinni við ákveðna leikmenn Þórs — skoraði 22 stig. Ármann er nú þegar fallið í 2. deild, allar líkur á að Fram fylgi — og að Þór leiki við sigurvegara 2. deildar um sjötta sætið í úrvalsdeild að ári. Leikir sem áttu ekki að verða leikmönnum Þórs erfiðir. Staðan I 1. deild er nú: KR 10 9 1 935-786 18 Valur 11 9 2 972-858 18 Njarðvík 11 9 2 956-843 18 IS 11 8 3 1012-945 16 IR 11 4 7 938-984 8 Þór 11 3 8 802-868 6 Fram 12 2 10 907-1021 4 Armann 11 0 11 867-1085 0 St.A. knettinum iðulega ákaflega klaufalega á mikilvægum augna- blikum, þá vegna taugaspennu eða skorts á sjálfstrausti. FH hefur nú tapað 5 stigum úr þremur síðustu leikjum sínum. Gegn ÍR fyrst, síðan Val á föstudagskvöldið, 20-21, og nú stig til Armanns. Geir Hallsteinsson hefur ávallt verið tekinn úr umferð — og aðrir leikmenn hafa. ekki náð að sýna það frumkvæði sem j arf — því vissulega losnar um aðra leikmenn þegar Geir er tekinn úr umferð. Björn Jóhannsson skoraði flest mörk Armanns, 11, þar af átta úr vltaköstum. Þeir Valur Marteins- son, Pétur Ingólfsson og Jón Viðar skoruðu 4 — og Hörður Kristinsson 1 mark. Hjá FH skoraði kornungur leikmaður, Tómas Hansson 4 mörk og þeir Janus Guðlaugsson, Þórarinn Ragnarsson og Guðmundur Arni Stefánsson skoruðu 3 mörk hver. Geir Hallsteinsson og Júlíus Pálmason skoruðu 2 mörk hvor. Þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jóhannsson dæmdu leikinn — og fórst það vel úr hendi. „Mér fannst þeir dæma vel, nema hvað að það hefði mátt vera meira samræmi þegar Hörður Kristins- Skoruðu tvfvegisá lokamínútunni son var í baráttu á línu — þá var honum gefinn sjens — og nokkrum sinnum tókst honum ekki að skora eftir að brotið hafði verið á honum. Hins vegar komu svipuð atvik hinum megin — leik- menn náðu að brjótast i gegn, fengu færi á að skjóta. Heimir Gunnarsson varði þá nokkrum sinnum vel af línu — en engu síður var víti dæmt. Þeir fengu bæði sjensinn — og síðan vítið,“ sagði Davíð Jónsson liðsstjóri Armenninga. Þar kejmur Davið einmitt að viðkvæmum punkti — þvi alltof mikið er um að leik- menn fáði bæði sjensmn að skora — og takist ekki sé vlti daemt. ekki bara f gærkvöld. -H. Halls. Látió draumum rætast... NtÚtWLÍFm, TiO Nú býður Sunna upp á dagflug til allra efrirsóttustu sólarlandanna. Hvergi í]ölbreyttara ferðaval. ARENA sund- fatnaður Sundbolir Sundskýlur Sundgleraugu Sundhettur Allar stærðir. Póstsendum. Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg44—Sfmi 11783 r■ SPANN MALLORCA - COSTA DEL SOL - COSTA BRAVA - KANARÍEYJAR ÍTALÍA SORRENTO - KAPRÍ - RÓM GRIKKLAND aþenustrendur - eyjarnar rhodos OG KORFÚ - SKEMMTIFERÐASKIP PORTÚGAL ESTORIL - LISSABON Skrifstolur Sunnu á öllum dvalarstöðum með þjálfuðu íslensku starfsfólki veitir öryggi og þjónustu. Barnagæsla og leikskóli með íslenskum fóstrum. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Dagílug með rúmgóðum þotum. ÞÚSUNDIR ÁNÆ.GÐRA VIÐSKIPTAVINA VFLJA SUNNUFERÐ ÁR EFTIR ÁR SVHIU BANKASTRÆTI 10. SÍMAR 29322 - 16400 - 12070 - 25060

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.