Dagblaðið - 27.02.1978, Side 16

Dagblaðið - 27.02.1978, Side 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. FEBRliAR 1978. ^ írafdeild ^ Ýmsargerðir rafljósa fVegg- r fóóurog stakar / gólf-og t veggfMsar íþróttir Bþróttir íþróttir Iþróttir 130-50°/ afslætti I teppadeild Ýmsarstærdirog gerdiraf teppabútum, einnig margargerðir afalullarteppum húsió JON LOFTSSON HF. HRINGBRAUT121 - SlMI 10600 Dankersen féllíUng- verjalandi — Við náðum einum okkar albezta leik á keppnistímabilinu gegn Honved i Búdapest í Evrópukeppni meistaraliða en töpuðum samt ieiknum 24-20. Við hjá Dankersen gerum okkur þó góðar vonir um að komast í undanúrsiit keppninnar, þegar liðln leika á ný i Hannover næsta sunnudag, 5. marz, sagði Axel Axelsson, þegar DB ræddi við hann seint í gærkvöld en hann var þá nýkominn heim frá Búda- pest. — Vítaköstin voru afgerandi þáttur í leiknum en það er nokk- uð, sem maður verður að gera ráð fyrir á útivelli. Sovézkir dómarar dæmdu 13 vítaköst á okkur og Honved skoraði 10 mörk úr þeim. Hins vegar fékk Dankersen ekki nema fimm vítaköst, sem gáfu fjögur mörk. Leikurinn var lengstum mjög jafn. Dankersen komst þó 1 8-6 en jafnt var i hálfleik 11-11. Allar jafnteflistölur voru upp í 14-14 en siðan komst Dankersen í 17-15 og 18-16. En þá kom mjög slæmur kafli hjá okkur. Honved skoraði næstu sjö mörk og breytti stöð- unni í 23-18. Þá fór mörg góð færi Dankersen til spillis m.a. eitt vita- kast. Lokatölur urðu svo 24-20 og það ætti að vera möguleiki á að vinna upp þennan fjögurra marka mun í Hannover, sagði Axel enn- fremur. Ólafur H. Jónsson átti sinn bezta leik með Dankersen á leik- tímabilinu. Var mjög góður og skoraði fimm mörk. Waltke var markhæstur með 6 mörk — eitt víti. Axel skoraði fjögur — þrjú viti, Kramer og Buddebom tvö hvor, og von Oepen eitt. Gummersbach lék við Frank- furt an Oder i Austur-Þýzkalandi og tapað 17-13. Siðari leikur lið- anna verður í Dortmund og þar rúmast 12 þúsund áhorfendur. Uppselt er á leikinn — og á leik liðanna i Frankfurt I gær var upp- selt fyrir löngu. Þetta eru leikir í keppni bikarhafa. t Wroclaw í Póllandi léku Slask og Fredericia KFUM í meistara- keppninni. Pólska liðið sigraði með átta marka mun, 26-18 eftir að staðan var 12-10 i hálfleik fyrir Sla.sk. Samkvæmt fréttum Reuters í gær er Slask komið i undanúrslit keppninnar á betri markatölu. Finninn Tapio Raisanen kom mjög á óvart, þagar hann varð heimsmaistarí i skíðastökki af 90 m paili í Lathi i gar. Hlaut 256.6 stig en Austurríkismaðurínn Upburger var rétt á eftir meö 256.3 stig. Weisspflog, A-Þyzkalandi, þriðji með 255.8 stig og fjórði var Mathias Buse, A-Þýzkalandi, með 251.1 stig. Gifurtega hörð keppni. Weisspflog, stökk lengst — 114,5 metra. i siðustu grein heimsmeistarakeppninnar i nonenum greinum, 50 km skiðagöngu, sigraði Sviinn Sven-Ake Lundback. Gekk vegalengdina á 2:46.43.06. Annar varð Jevgeni Belyayev, Sovétrikjunum, á 2:47.34.48 og þríðji — mjög á óvart — Frakkinn Jean-Paul Pierrat á 2:47.52.27. I fjórða sssti varð Finninn Matti Pitkanen og fimmti Norðmaðurínn Lars Erík Eríksen. Skipting verðlauna í keppninni. Sovétríkin Fkinland A-Þýzkaland Sviþjóð Pólland Austurríki Noregur Frakkland - I hinni óopinberu stigakeppni hlaut Sovét- ríkin 75 stig. Finnland 66 stig. A-Þýzkaland 42 stig, Sviþjóð 19 stig, Pólland 11 stig, Noregur 10 stig, Austurríki 8 stig. Frakkland 4 stig, Tékkóslóvakía 2 stig ofl V-Þýzkaland eitt stig. Halldór Matthíasson keppti i 30 km skiða- göngu á mótinu og varð nr. 61 af rúmlega 80 keppendum. FH sigraði Vai, 13-10 í 1. deild Islandsmótsins í handknattieik kvenna í Hafnarfirði. Baráttan í 1. deild er því nú í hámarki — FH og Vaiur hafa tapað 4 stigum og Islandsmeistarar Fram 6 stigum. Aðeir.s þessi þrjú lið koma til greina i baráttunni um Islands- meistar: tign. FH fékk fljúgandi start gegn Val í gærkvöld — komst í 4-0 og staðan í leikhléi var 8-4 FH í vil. Þessi forustu FH hélzt, Valur komst að vísu í 12-10 en FH átti siðasta orðið og sigraði auðveld- lega, 13-10. Kristjana Aradóttir skoraði mest fyrir FH, 5 mörk, og hjá Val var Harpa Guðmundsdóttir drýgst, skoraði 5 mörk. Landsliðsmarkvöióur Hauka varði víti rétt fyrir leikslok — og tryggði liði sínu bæði stigin gegn KR í handknattleiknum Gunnar Einarsson, landsliðs- markvörður Hauka, var hetja liðs síns í gærkvöld er Haukar sigruðu KR, 23-22 í 1. deild. Gunnar bjargaði báðum stigun-' um í hús fyrir Hauka er hann varði vítakast Sfmonar Unndórs- sonar aðeins 9 sekúndum fyrir leikslok — Haukar hlutu þvf bæði stigin og félagar Gunnars fögn- uðu honum innilega — tvö dýr- mæt stig til Hauka í hinni hörðu baráttu um Islandsmeistaratign. Já, Haukar hlutu tvö dýrmæt stig — en tæpt \jar það. KR hafði lengst af frumkvæðið I leiknum. KR hafði yfir stærstan hluta fyrri hálfleiks, eitt til tvö mörk, eftir að Haukur Ottesen hafði skorað fyrsta mark leiksins fyrir KR. KR komst í 3-1, síðan 5-3 — en Haukar náðu að jafna 6-6. KR komst síðan I 9-7, 10-8 og staðan í leikhléi var 12-11 KR í vil. Það var ekki fyrr en á 12. mfnútu síðari hálfleiks að Haukar náðu forustu í fyrsta sinn í leikn- um. Þá komust Haukar í 16-15, sfðan 17-15 en KR náði að jafna 18-18 og 19-19 — en það var í siðasta sinn er jafnt var. Haukar skoruðu næstu þrjú mörk — 22-19 og síðan 23-20. Með mikilli baráttu tókst KR að minnka muninn í eitt mark er rúm minúta var til leiksloka, með tveimur vitum Sfmonar. Þegar 15 sekúndur voru til loka leiksins misstu Haukarnir knöttinn — KR-ingar brunuðu upp. Sfmon Unndórsson stökk upp talsvert fyrir utan punktalfnu — Haukar reyndu að stöðva hann, hvað þeim raunar tókst, en mjög vafasamur vftadómur fylgdi f kjölfarið. Raunar brutu Haukarnir á Símoni eftir að hann hafði verið lentur — en þá hafði Sfmon lika tekið of mörg skref. Hvað um það — annars mjög góðir dómarar leiksins dæmdu vltakast, sem Gunnar gerði sér lítið fyrir og varði — en áður hafði Sfmon skorað af öryggi úr þremur vftum. Það var ferskleiki yfir leik Hauka og KR — bæði lið Ieika léttan og skemmtilegan hand- knattleik. Haukar hafa komið fram með nýja og skemmtilega leikmenn f vetur — þar hafa blómstrað þeir Andrés Kristjáns- son og Ólafur Jóhannesson. Hvorugur mikill fyrir mann að sjá — en bráðsnjallir leikmenn. Ólafur hefur yfir mikilli knatt- meðferð að ráða — góðum skotum og útsjónarsemi. Margar linusendingar hans voru hreint gull af sendingum, á þá Andrés og Ingimar Haraldsson. Þá hefur Þorgeir Haraldsson verið vaxandi leikmaður f nýrri stöðu — leikið fyrir utan — en Hauka skortir mjög langskyttur. Elfas Jónasson reyndist Haukum dýrmætur loka- kaflann eftir að hafa átt heldur slakn fyrri hálfleik. Barátta, sam- vinna og Ieikgleði einkennir Haukana. Haukur Ottesen var hreint óstöðvandi fyrir KR í fyrri hálf- leik, skoraði þá sex ágæt mörk. Honum tókst ekki að fylgja þvf eftir — ef til vill varla von — hann meiddist f sfðari hálfleik þó hann kæmi inná aftur. Hjá Haukum voru þeir Andrés Kristjánsson og Þorgeir Haralds- son markhæstir með 6 mörk en þeir Elfas Jónasson og Ólafur Jóhannesson skoruðu 4 mörk hvor. Haukur Ottesen skoraði 6 mörk fyrir KR — öll i fyrri hálfleik. Sigurður Páll Óskarsson skoraði 4 og þeir Símon Unndórsson og Ólafur Lárusson skoruðu 3 mörk. Agætir dómarar leiksins voru þeir Ólafur Steingrímsson og Gunnar Kjartansson — ef til vill að mátt hafi deila um vftakast- dóminn í lokin. -H.Halls. Staðan í 1. deild Islandsmótsins er nú: Víkingur 6 4 2 0 129-99 10 FH 7 4 1 2 143-138 9 IR 7 3 3 1 145-133 9 Haukar 6 2 3 1 115-113 7 Valur 7 3 1 3 134-127 7 KR 7 2 1 4 141-149 5 Fram 7 1 2 4 143-165 4 Ármann 7 1 1 5 131-154 3 / byggingar- voru- kjördeild Utiðgölluö borðstofuhúsgögH teak og pallisander, stakir stólar, sófar, sófaborö o.m. fL Við seljum íþessari viku ýmsarvörurmeð

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.