Dagblaðið - 27.02.1978, Side 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR 1978.
21
Magnás Kjartansson:
„Skiljum hvítu bux-
umareftír heima”
— ný hljómsveit Magnúsar tekin til starfa
Hljómsveit Magnúsar hljómsveitin er til og þegar
Kjartanssonar. Bara nokkuð búin að leika á tveimur dans-
frumlegt nafn, svei mér þá! En leikjum. Meðlimir? Jú, þeir
eru auk Magnúsar sjálfs, Birg-
ir Karlsson, Pálmi Gunnarsson
og Sigurður Karlsson.
Þessi hljómsveit er fyrst og
fremst stofnuð til að leika á
svonefndum Sunnukvöldum i
vetur. Magnús Kjartansson
sagði, er Dagblaðið ræddi við
hann fyrir verkfall, að hljóm-
sveitin myndi þó taka að sér að
leika á öðrum dansleikjum.
„Við leikum að meðaltali
tvisvar i viku fyrir ferðaskrif-
stofuna Sunnu vfðsvegar um
land,“ sagði Magnús. „A þessi
Sunnukvöld koma allar teg-
undir af fólki og þar af leið-
andi þurfum við að vera með
HLJÓMSVEIT
MAGNÚSAR
KJARTANSSONAR
— Afslöppuð tónlist
aðallega á dagskránni.
Meðlimir hljóm-
sveitarinnar eru
Birgir Karlsson, Sig-
urður Karlsson, Pálmi
Gunnarsson og
Magnús Kjartansson.
M.vndin var tekin á
fvrstu æfingu, nokkr-
um dögum fvrir verk-
fall.
DB-mynd Ragnar Th. Sigurðs-
son.
allar tegundir af tónlist, jafnt
fyrir bæjarstjórana sem alla
hina.“
Magnús bætti þvi við að
ætlunin væri að leika fremur
afslappaða tónlist og þar af
leiðandi að skrúfa ekki mjög
upp í mögnurum.
„Þetta er engin rokkhljóm-
sveit," sagði hann. „Við erum
ekki með mörg tonn af hljóð-
færum eins og áður og sömu-
leiðis höfum við allir skilið
hvftu buxurnar okkar eftir
heima."
Ekki vildi Magnús Kjartans-
son segja neitt um hvort
hljómsveit hans ætti eftir að
starfa áfram eftir að Sunnu-
kvöldunum sleppir.
Þrfr af meðlimum Hljóm-
sveitar Magnúsar Kjartans-
sonar eru poppáhugafólki að
góðu kunnir. Sá fjórði, Birgir
Karlsson, gftarleikari, hefur
lengst af starfað með Magnúsi
Ingimarssyni, alltaf þegar
hann þarf á gítarleikara að
halda, eins og Birgir orðaði
það sjálfur. Hann er jafnframt
skrifstofumaður hjá Ferða-
skrifstofunni Sunnu.
at
Grammyverö laununum spreðaó
Hljómsveitin Eagles hlaut
Grammyverðlaunin fyrir beztu
plötu ársins 1977 f Bandarfkj-
unum. Verðlaunin voru afhent
í Los Angeles þann 22. þessa
mánaðar og hlutu Eagles
einnig viðurkenningu fyrir
beztu útsetningu ársins á lag-
inu New Kid In Town.
Bezta LP plata síðasta árs
Debby Boone skaut þeim
Shaun Cassidy og Andy Gibb
ref f.vrir rass og var útnefnd
bezti nýi skemmtikraftur
ársins 1977. Hún á laginu You
Light Up My Life þann titil að
bakka.
var hins vegar valin Rumours
með Fleetwood Mac. Platan sú
var 31 viku i efsta sæti banda-
rfska LP plötulistans, en þok-
aði nú nýlega fyrir plötunni
Saturday Night Fever.
Barbara Streisand hlaut
tvenn Grammyverðlaun. Hún
var valin söngkona ársins og
jafnframt lagahöfundur
ársins. Seinni titilinn hlaut
hún fyrir lag sitt, Evergreen,
úr kvikmyndinni A Star Is
Born.
Debby Boone, nítján ára
gömul dóttir söngvarans Pat
Boone, hlaut titilinn bezti nýi
skemmtikrafturinn á árinu.
Hún kom fram í sviðsljósið á
sfðustu mánuðunum f fyrra og
sló f gegn með laginu You
Light Up My Life.
Tveir karlmenn veittu
Debby Boone harða sam-
keppni um titilinn. Annar var
Shaun Cassidy, 22ja ára gamall
bróðir táningastjörnunnar
Davids Cassidy, sem nú hefur
reyndar dregið sig út úr
glaumnum og gerzt bóndi.
Hinn var jafnaldri Debby,
Andy Gibb, bróðir Gibbbræðr-
anna þriggja f Bee Gees.
James Taylor - hlaut
Grammyverðlaunin sem bezti
söngvari sfðasta árs. Hann
vann til þeirra fyrir lagið
Handy Man.
Tónlistin úr vísindakvik- þrenn Grammyverðlaun. Tón-
myndinni Star Wars hlaut listin er eftir John Williams og
það er Sinfónfuhljómsveitin f
London sem flytur hana. Ki'uter
Ronald Biggs, sá i bröndóttu sundskýlunni, ásamt Paul Cook, Steve Jones og leikaranum Jim Jetter (í
nasistabúningi). Þeir eru þarna staddir á ströndinni í Copaeabana og ræða gerð kvikmyndar til að
auglýsa stofnun hljómsveitarinnar sem hezt.
UPI-mynd
Lestarræningi í hljómsveit
Eagles hlutu tvenn Grammyverðlaun — fyrir beztu plötu ársins
og beztu útsetningu, á laginu New Kid In Town.
Frægasti ræningi veraldar
hefur tekið höndum saman við
tvo af meðlimum ræflarokk-
hljómsveitarinnar Sex Pistols
og bandarískan leikara um að
stofna hljómsveit.
Ræninginn er auðvitað eng-
inn annar en Ronald Biggs, og
hann á að verða söngvari nýju
hljómsveitarinnar. Trommu-
leikari verður Sex Pistols-
limurinn Paul Cook og félagi
hans Steve Jones sér um bassa-
Ieik. Bandarlski leikarinn Jim
Jetter ér sfðan fjórði maður
bandsins, en ekki er vitað
hvaða hljóðfæri hann leikur á.
Ronaid Biggs náði mikilli
frægð, er hann rændi lest f
Englandi árið 1963. Upphófst
síðan mikill eltingaleikur
lögreglunnar við Biggs, sem
lauk í Brasilíu, þar sem hann
fékk hæli.
Hljómsveitin Sex Pistols
leystist upp að loknu hljóm-
leikaferðalagi um Bandarfkin,
sem hófst í byrjun ársins. Ekki
er kunnugt um, hvað tveir
þekktustu meðlimir hljóm-
sveitarinnar, Johnny Rotten
og Sid Vicious, hafa tekið sér
fyrir hendur, en hinir tveir
virðast sem sagt vita hvað þeir
eru að gera.