Dagblaðið - 12.04.1978, Síða 11

Dagblaðið - 12.04.1978, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1978. Reynt að ná til fjoldans. kvikmyndir, sem hægt er að fá keyptar fyrir 100 dollara og þessar myndir eru siðan endursýndar i mörgum öðrum einkastöðvum, jafnvel sama kvöldið og i sömu borg. Fréttir eru unnar upp úr dagblöðun- um frá degimtm áður en litið af sérunnu efni. Vinsælefni þessara einkasjónvarps- stöðva eru spurningakeppnir þar sem áhorfendur hringja inn réttu svörin. Sjónvarpsstöð i Torino vakti á sér mikla athygli er hún fékk húsmóður nokkra til þess að taka þátt í spumingaleiknum og fór hún úr einni spjör við hvert rétt svar þar til hún stóð eftir á evuklæðum. Kyn- lifsmyndir hafa einnig verið notaðar sem aðdráttarafl og geta má þess að hin fræga mynd Deep Throat var sýnd þrjár nætur i röð i einkastöð nokkurri i Róm. Reynt að fækka stöðvunum Stefnt er að nýrri lagasetningu til þess þyrfti þvi ekki styrkingu þó veruleg notkun rafbila kæmi til. Minni mengun Það er og mikil ástæða fyrir borgar- yfirvöld að hafa frumkvæði i notkun rafbíla hérlendis og örva notkun þeirra. Reykjavík vakti lengi athygli útlendinga sem reyklaus borg, og mikill ávinningur væri, að minnka hér mengun og hávaða vegna meðferðar. Eiturefnanefnd hefur i samvinnu við Rannsóknastofnun iðnaðarins og Rannsóknastofu i lyfjafræði látið framkvæma mælingu á koloxiði og köfnunarefnisoxíði í Reykjavik. Almennt er talið, að mengun af völdum umferðar sé ekki veruleg i Reykjavik. Þó segir í skýrslu um þessar mælingar, að þéttni koloxíðs í andrúmslofti á göium Rvikur gæti hugsanlega verið svo mikil, að 6—8 stunda vinna í slíku lofti ylli koloxið- mettun á bilinu 2—5% og þannig haft skaðlegáhrif á hlutaðeigandi menn. Ljóst er þvi, að notkun rafbila í verulegum mæli í borginni i stað bensinbíla, er mikið hagsmunamál fyrir borgarana vegna minni loft- mengunar og minni umferðarhávaða auk þjóðhagslegs gildis vegna gjald- eyrissparnaðar. Notkun rafbíla Notkun rafbíla í borgarkerfinu gæti verið margháttuð. Líklega væri hent- ugast, að hefja notkun rafbila hér með þvi að Reykjavikurborg keypti nokkra litla rafbíla i stað ýmissa þjónustubila. sem nú eru reknir. Forstjóri vélamið- stöðvar, Ögmundur Einarsson, hefur tjáð mér, að nú eigi borgin yfir 20 þjónustubila, sem hugsanlega mætti leysa af holmi með rafbílum. Bílar þcssir eru notaðir á vegum hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og gatnamála- stjóra. Margt bendir einnig til þess, að hentugt væri fyrir Strætisvagna Reykjavikur að nýta rafbila. Ástralíu- menn framleiða t.d. strætisvagn, sem þeir kalla Townobile. Sá bíll tekur 116 farþega og getur ekið á 60 km/klst hraða. Honum má aka á sömu hleðslu 3—4 klst. i bæjarakstri, en þá er skipt um hleðslu á nokkrum mínútum. Forystumenn þess fyrirtækis full- yrða, að rekstrarkostnaður slíks strætisvagns sé helmingi lægri en rekstrarkostnaður disilbíls, svo framarlega sem fjöldi vagna sé 10 frá þjónustumiðstöð. Upphafskostnaður hlýtur eðlilega að vera nokkur, þegar skipt er yfir i notkun rafbila, að því er lýtur að ýmissi þjónustu- og viðhaldsaðstöðu. Vel gæti risið upp hér í borginni öflugur-iðnaðurí tengslum við rafbíla- notkun, t.d. rafgeymagerð. Aksturssvið rafbíla er enn sem komið er algengt 70—100 km á hleðslu, en nokkuð háð aksturslagi. Þannig má aka lengra með jöfnum hraða en ef hraðabreytingar eru tíðar. Fróðlegt væri að kanna notkunar- svið sliks bíls hér. í borg í Bandaríkj- unum sýndi, könnun að um 90% bila var ekið innan við 100 km á dag og mætti þvi hæglega leysa þá af hólmi með rafbilum. að draga úr fjölda stöðvanna þannig að ekki verði fleiri en 100 stöðvar i landinu. Það er mesti fjöldi stöðva sem stjórnin telur að geti starfað án þess að stöðvarn- ar fari hver ofan í aðra í útsendingum sinum. Með hinum nýju lögum er gert ráð fyrir því að fjöldi stöðva i Róm verði takmarkaður við tólf, fimm til sex i Mílano og fjórar til fimm í Torínó. Einkastöðvarnar fengju síðan að nota aðeins fjórðung af þeim bylgjulengdum sem fyrir eru, en ríkisreknu stöðvarnar síðan einkarétt á afgangnum. Búast má við baráttu til þess að fá leyfi fyrir stöðvum þegar hin nýju lög taka gildi og er helzt gert ráð fyrir bar- áttu pólitiskra afla og sterkra aðila í ítölskum iðnaði. Nokkrar stöðvar demba áróðri kristilegra demókrata yfir áheyrendur sína. Kommúnistaflokkur- inn var mótfallinn sjónvarpsrekstri einkaaðila og reyndi að koma í veg fyrir útsendingar sjónvarpsstöðvar í Monte Og eftir þvi sem fleiri rétt svör bárust fækkaði spjurunum. Carlo sem hægri sinnaður blaðamaður stjómar. En þeir hafa nú tekið þátt i spil- inu og keypt sér sína einkastöð. Barátta gegn stöðvum öfgamanna En engin lög ná stjórn yfir hundruð- um smástöðva ýmissa öfgahópa í stjórn- málum. 1 stað þess hefur innanríkisráðu- neytið hafið herferð gegn þessum stöðvum og reynir að loka þeim og eyði- leggja tæki þeirra, þegar stöðvarnar út- varpa upplýsingum um ferðir og gerðir lögreglunnar i mótmælagöngum vinstri- sinnaðra öfgamanna í fjölmennum borg- um ítaliu. — Byggt á The Economist. Rafgeymarnir Þróun rafbila beinist nú mjög að þróun rafgeyma og endurbótum á Kjallarinn GuðmundurG. Þórarinsson þeim. Vandinn snýr að því að fram- leiða rafgeyma, sem geta knúið bílinn langa vegalengd án þess að vega of mikið. Orkuþéttleiki rafgeymis í Wh/kg er góður mælikvarði á gæði geymisíns og segir nokkuð um möguleika rafbíls- ins, hvað varðar hámarkshraöa. hröðun og akstursvegalengd. Einnig skiptir hleðlsuending geymisins, þ.e. hve oft má endurhlaða hann, verulegu máli og kennitala geymisins, er end ingartímakostnaður á hverja kwh eða kostnaður rafgcyn is deilt með heildar kílóvattstunda endingu hans. Enn er blýgeymirinn niikið notaður, en ýmsir aðrir eru í sviðsljósinu ýmist i sérsmíði eða í athugun á rannsókna- stofum. Nefna má Ni/Fe, Ni/Zn, Zn/cl, Na/S, Li/FeO og Li/vatn loft. Rafbflar eru þegar mikið notaðir Í Bretlandi einu eru nú í notkun yfir 200.000 rafbilar og notkun þeirra eykst i mörgum löndum. í Evrópu beinast augu manna mest að notkun rafbila sem þjónustubila og strætisvagna, en Bandarikjamenn telja að rafbillinn muni á komandi árum verða mikið notaður sem annar einka- bill, þegar fjölskyldan hefur áðureignasteinnbil. I Bandaríkjunum keppa opinberir aðilar mjög að aukinni notkun rafbila. Hér á landi hefur verkfræði- og raunvísindastofnun háskólans fylgst vel með þróun rafbila. Þar hefur Gísli Jónsson prófessor haft forystu um þessi mál og notið til þess aðstoðar iðnaðarráðuneytis. Ýmsar upplýsingar í þessari grein eru úr skýrslum Gisla um rafbíla. Á siðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur var samþykkt tillaga þess efnis, að borgarráð láti kanna, hvar unnt sé i rekstri borgarinnar að nota rafbila i stað bensin- og disilbila. Mjög vel kemur til greina, að Reykjavikurborg kaupi nokkra rafbila til reynslunotkunar og reyni i þvi sam- bandi að fá felld niður aðflutnings- gjöld, þar sem um tilraun væri að ræða. Sjálfsagt er einnig fyrir islcnska rikið að láta kanna, hvar það getur notað rafbíla i stað bíla með fljótandi eldsneyti. Til umhugsunar Margir telja. að oliur og bensin muni hækka mjög i verði á erlendum mörkuðum á næstu árum. Sú olia, sem nú er unnin úr jörðu er að ýmsu leyti dýrari en áður var. Hún er unnin við erfiðari aðstæður i vaxandi mæli, svo sem á botni heimshafanna og í heim- skautahéruðum. Við þetta bætast spár ýmissa al- þjóðastofnana um það að olían sé senn á þrotum. muni i versta falli endast aðeins í 30 ár, en besta falli í 40 ár enn. Hvert sem gildi slikra spádóma er, mun skoðun flestra, að bensinverð fari á komandi árum hækkandi vegna dýrari vinnslu og minnkandi birgða jarðarinnar. Jafnframt aukast áhyggjur flestra hugsandi manna vegna vaxandi meng- unar bæði á yfirborði jarðar og í andrúmsloftinu. Margar stoðir renna þvi undir þá skoðun, að rafbilar muni i framtiðinni í vaxandi mæli taka við af bilun:, sem nýta fljótandi eldsneyti og Islend- ingum er mikil nauðsyn að laka þátt i þeirri þróun og flýta henni hér á landi sem mest. Frumkvæði opinberra aðila í sliku máli er bæði eðlilegt og æski- legt. Guömundur G. Þórarinsson verkfræöingur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.