Dagblaðið - 12.04.1978, Síða 15

Dagblaðið - 12.04.1978, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1978. 15 Tíu prósent Selfyssinga saman á plötu Tommy Steele ber aldurinn vel þótt hann sé kominn á fimmtugsaldurinn. Tommy Steele syngurí óperettu Loksins, loksins er hún nú að ræt- ast, óskin, sem gamli rokksöngvar- inn Tommy Steel er búinn að ganga með efst i huga um langt árabil. Hann fær að syngja í óperettu! Stóra stundin rennur upp í sumar og vegna hennar hefur Tommy afþakkað nokkur söngtilboð frá Las Vegas, sem hefðu haft dágóðar tekjur í för með sér. Óperetta, sem Tommy Steel á að syngja aðalhlutverkið í, nefnist The Yeoman of the Guard og er eftir Gil- bert og Sullivan. Sýningar hefjast í London þann 17. júlí og verða haldnar í Tower ofLondon. Tommy Steele er nú 41 árs gamall og ber aldurinn vel. Hann sagðist ekki hafa hugsað sig um tvisvar þegar honum bauðst aðalhlutverkið í The Yeoman of the Guard. „Það er óralöng vegalengd til Las Vegas,” sagði hann, „en ég er ekki nema fimm mínútur á milli Tower og heimilis míns.” Hvorki meira né minna en þrjú hundruð manns koma fram á hljómplötunni Selfoss sem kemur á markaðinn eftir svo sem hálfan mánuð. Að sjálfsögðu eru það eingöngu Selfyssingar sem koma við sögu á plötunni, alls um það bil tíu prósent bæjarbúa. Ef hljómplatan Reykjavík yrði einhvern tíma að veruleika, þá ættu með sama hlut- falli 8.000 manns að leggja e'itt- hvað af mörkum. Útgefandi Selfoss er Hljómteiti, — Guðmundur Rúnar Lúðvíksson. Hann segir plötuna vera þá dýrustu, sem.gerð hafi verið hér á landi. „Auk þess að það tók 136 stúdíótima í Hljóðrita að taka plötuna upp, varð ég að greiða ferðir og fæði fyrir allan hópinn,” sagði Guðmundur, er hann ræddi við Dag- blaðið um plötuna. Hann bætti við: „Það voru ærið margir vantrúaðir á þetta tiltæki mitt að gera hljómplötu með jafnmörgu fólki og raun ber vitni. En það tókst. — Þessi hugmynd var búin að veltast í mér anzi lengi og loksins seint á síðasta ári ákvað ég að taka áhættuna. Ég fer alveg á hausinn ef salan bregzt, — ætli ég verði ekki að selja 3-4000 eintök ef ég á að sleppa sléttur frá dæminu. Hins vegar er ég búinn að selja allt fyrsta upplagið af plötunni fyrir- fram, um það bil tvö þúsund einstök, svo að ég hef varla ástæðu til annars en að vera bjartsýnn.” Á plötunni Selfoss eru þrettán lög. Efnið er mjög blandað og telur Guðmundur Rúnar, að þar ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Á annarri hlið plötunnar eru eingöngu lög eftir og með selfysskum popptónlistarmönnum, svo sem bræðrunum Ólaft og Birni Þórarins- sonum, Ómari Halldórzzyni og út- gefandanum, Guðmundi Rúnari Lúðvíkssyni, sem reyndar er ekki lengur búsettui á Selfossi, heldur Seyðisfirði. Á hinni hliðinni eru siðan lög með Karlakór Selfoss,* Gagnfræðaskólakórnum, Samkór Selfoss, kirkjukórnum, barnakórn- um og Skólahljómsveit staðarins. Með plötunni fylgir bók, þar sem nánari grein er gerð fyrir flytjendun- um. Upptaka fór fram i desember og janúar. Tæknimenn voru Sigurður Árnason og Jónas R. Jónsson. Skurður og pressun fór fram í Soundtek í New York. -ÁT- llltað fara gítarleikaravillt Fréttastjóri bandariska blaðsins The New York Daily News taldi sig hafa i höndunum stórmál og auglýsti því í útvarpi að i næsta tölublaði ætti að birta myndir af Paul Stanley gitarleikara hljómsveitarinnar Kiss, án dulargervis og málningar. Meðlimir Kiss hafa aldrei komið fram opinberlega án þess að mála sig vandlega upp áður og klæðast sínum sérstaka sviðsbúningi. Blaðið rokseldist að sjálfsögðu, því Erlendum popphljómsveitum hleypt til Búlgaríu: Sú fomfræga Mungo Jerry ríður á vaðið að allir sannir Kissaðdáendur vildu óðfúsir sjá hvernig hetjan þeirra liti út í raunveruleikanum. En, — þvi miður — myndirnar voru alls ekki af Paul Stanley heldur Mike Corby meðlimi hljómsveitarinnar Babys. „Þetta voru mistök. Við vissum ekki betur en þarna væri Stanley á ferð. Eigandi diskóteksins Studio 54. þar sem myndirnar voru teknar, hafði látið okkur vita af því að Paul Stanley væri þarna ódulbúinn að skemmta sér og Ijósmyndarinn tók myndirnar í góðri trú. Við gátum engan veginn sann- prófað að þarna væri Paul Stanley á ferð, því að það eru einfaldlega engar myndir til af honum öðru vísi en i sviðsskrúðanum.” Paul Stanley sjálfur kippti sér lilt upp við ruglinginn: „Ég er svo vanur að sjá sjálfan mig stríðsmálaðan og i sviðsfötum að ég varð að lita i spegil til að sann- færast um að myndirnar væru alls ekki af mér," sagði hann eftir á. Úr ROLLING STONh Senn fer nú að liða að þvi að Búlgarar opni vesturgluggann sinn fyrir poppmúsík. Það verður enska hljómsveitin Mungo Jerry sem riður á vaðið og heldur hljómleika þar syðra upp úr miðjum júni. En hróður Mungo Jerry á eftir að fara viðar en til Búlgaríu einnar i þessari ferð þvi að svoézka sjónvarpið hyggst filma alla dyrðina. Farið hefur verið fram á við með- limi Mungo Jerry að þeir mæti ekki á sviðið í sömu fötum og venjulega, —það er leðurfatnaði. Búlgörsk æska á ekki slíku að venjast og ylir- völd óttast að slikur fatnaður muni hafa skaðvænleg áhrif á hugsana- gang unglinganna. Austur-Evrópurikin eru sem óðast að færast nær og nær nútimanum hvað poppmúsik varðar. Ungverjar og Júgóslavar þekkja nú orðið allar beztu hljómsveitir Evrópu og Banda- rikjanna, — þar ríkir að sögn inn- fæddra nærri því algjört frelsi í plötuinnkaupum og heimsóknum hljómsveita. Pólsk lög eru mjög ströng hvað varðar flutning á erlendri dægurtón- list. Að sögn þarlends útvarpsplötu- snúðs er þeim lögum þó ekki fram- fylgt lengur. „Ég mætti spila Never Mind The Bollocks ef mér sýndist," segir hann. Átján mánuðir eru nú um liðnir siðan Cliff Richard lagði land undir fót og hélt hljómleika i Sovétrikjun- unt. Nú hyggst súperhljómsveitin Fleetwood Mac feta i fótspor Cliffs. Aðrar hljómsveitjr. sem hyggjast bregða sér austur fyrir járntjald á næstunni, eru nýbylgjuhljómsveit- irnar Talking Heads og XTC. Ljóst má vera að nái vestrænar hljómsveitir fótfestu í Austur- Evrópu hefur það stórar fjárhæðir í för með sér. Plata sem nær miklum vinsældum i Sovétríkjunum getur selzt i sjö milljónum eintaka. Einn galli fylgir þó gjöf Njarðar: Austantjaldslöndin eru litt hrifin af því að greiða erlendum hljómsveit- um fyrir heimsóknirnar með bein- hörðum gjaldeyri. Sömuleiðis er litil hrifning stjórnmálamanna af að kaupa erlendar plötur fyrir hann. Til dæmis fær Mungo Jerry aðeins 75 prósent umsamins kaups greitt í sterlingspundum. Afgangnum verður hljómsveitin að eyða i Búlgariu á nteðan heimsóknin varir. Það verður öllum hulin ráðgáta enn um sinn, hvernig Paul Stanley lítur út bak við máininguna.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.