Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.04.1978, Qupperneq 24

Dagblaðið - 12.04.1978, Qupperneq 24
„Landinu lokað” — fyrir utan Suðurnes og Vestfirði — skipafélög reyna að „færa á milli” meðan fært er „Landinu verður lokað,” sögðu forvígismenn verkfallsins í morgun,” fyrir utan smáop á Suðurnesjum og Vestfjörðum. „Útskipunarverkfall hefst á miðnætti næstkomandi á mörgum stærri stöðunum. Eftir nokkra daga verður hringnum að mestu lokað, fyrir utan Suðumes og Vestfirði. DB hafði i gær samband við Sigurlaug Þorkelsson hjá Eimskipa- félaginu og Ömar Jóhannsson hjá skipadeild SlS. Þeir voru á einu máli um að reynt yrði að „færa á milli”, þannig að skipirrfreistuðu þess að taka útflutningsvörur á þeim stöðum, þar sem útskipunarbann væri ekki, meðan unnt væri. ASt-menn sögðu að reiknað væri með, að ekki yrði unnt að flytja útflutningsvörur frá stað, þar sem verkfall væri, til útskipunar á stað, þar sem verkfall væri ekki. Þeir nefndu aö verkamenn á Reyðarfirði, sem felldu tillögu um verkfall, hefðu engu að síður heitið að skipta ekki út vörum í slíkum tilvikum. Sama máli gegndi um Borgarnes. Hjá SlS eru flest skipin nýfarin frá landinu. Jökulfellið er þó væntanlegt en ekki ákveðið, hvar það mun taka vömr héðan. Skipafélögin munu að öðru leyti halda óbreyttri áætlun fyrst um sinn, þótt kannski verði litið að flytja héðan, að sögn talsmanna þeirra. 23 staðir Útskipunarbann hefst á miðnætti næstkomandi, aðfaranótt hins 13., í Reykjavík, Höfn í Hornafirði, Akra- nesi og víðar. Aðfaranótt hins 14. hefst útskipunarbann á Akureyri, Þor- lákshöfn, Hrísey, Dalvík, Ólafsfirði og víðar. Hjá Hlif, Hafnarfirði, hefst bannið hinn 15. Alls hefur slíkt verkfall verið boðað á23stöðum. Fyrir utan Suðurnes og Vestfirði er enn ófrágengið með verkfall á Skaga- strönd, Hofsósi, Djúpavogi, Stöðvar- firði og Breiðdalsvik. En Alþýðusam- bandsmenn gerðu ráð fyrir að verkfall yrði ákveðið á þessum stöðum. -HH. : :. Bflasýningin mikla: Sýningargrípir og umbúnaður kostar allt að milljarði Einhver allra mesta sýning sem haldin hefur verið hér á landi er bílasýningin sem verið er að setja upp inn á Ártúns- höfða á vegum Bílgreinasambandsins. í gærkvöldi var unnið af kappi við upp- setninguna, enda mun ekki af veita, þvi sýningin á að vera tilbúin á föstudaginn, en þá verður opnað. Mikil verðmæti eru I sýningu sem þessari. Vísir menn hafa gizkað á að ökutæki, innréttingar og fleira sem til þarf kosti upp undir einn milljarð króna. Reiknað er með gifurlegri aðsókn að sýningunni, enda mun bllaáhugi sjaldan hafa verið meiri á landi hér áður. DB- mynd R.Th.Sig. FRAMBOÐSLISTIALÞÝÐU- FLOKKSINS Á HÚSAVÍK Úrslití prófkjöri sjálfstæðis manna á Bolungarvík Framboðslisti Alþýðuflokksins á Húsavík til bæjarstjórnakosninganna hefur verið lagður fram. Þessir eru á listanum: 1. Ólafur Erlendsson framkvæmda- stjóri, 2. Gunnar B. Salómonsson húsa- smiður, 3. Guðmundur Hálfdánarson framkvæmdastjóri, 4. Vilhjálmur Páls- son iþróttakennari, 5. Herdis Guðmundsdóttir, húsmóðir, 6. Kristján Mikkelsen starfsmaður verkalýðsfélags- ins , 7. Jón B. Gunnarsson sjómaður, 8. Jón Þorgrímsson framkvæmdastjóri, 9.‘ Einar F. Jóhannesson byggingarfulltrúi, 1Ö. Kolbrún Kristjánsdóttir húsfreyja 11. Viðar Eiriksson forstöðumaður, 12. Baldur Karlsson sjómaður, 13. Þorgrim- ur Sigurjónsson bifreiðarstjóri, 14. Kristjana Benediktsdóttir húsmóðir, 15. Halldór Ingólfsson húsgagnasmiður, 16. Ólafur Guðmundsson kennari. 17. Halldór Bárðarson bifvélavirki og 18. Arnljótur Sigurjónsson bæjarfulltrúi. Prófkjöri sjálfstæðismanna 1 Bolungarvík er lokið og fór fram talning atkvæða 1 gærkvöldi. Sá háttur var -á hafður að I stað þess að hafa opinn kjör- stað voru atkvæðaseðlar sendir út og átti að skila þeim 1 pósthólf. Sendir voru út 600 seðlar og skiluðu sér 282. Efstur varð Ólafur Kristjánsson málarameistari sem hlaut 137 atkvæöi, 2. Guðmundur Bjarni Jónsson fram- kvæmdastjóri með 122 atkvæði saman- lagt 11. og 2. sæti, 3. Hálfdán Einarsson útgerðarstjóri fékk 107 atkvæði, 4, Guð- mundur Agnarsson skrifstofumaður með 150 atkvæði samanlagt 1 fyrstu fjögur sætin og 1 5. sæti varð örn Jóhannsson vélvirki með 75 atkvæði 1 fyrstu fimm sætin. í bæjarstjórn Bolungarvikur eiga sæti sjö fulltrúar og áttu sjálfstæðismenn fjóra þeirra á yfirstandandi kjörtimabili. A.Bj. Srjálst, óháð daghlað MIÐVIKUDAGUR 12. APRtL 1978. Sjálfstæðismenn með prófkjörá Selfossi: 13 menn í framboði Sjálfstæðisflokkurinn gefur á föstu- daginn og sunnudaginn öllum flokks- bundnum Selfyssingum kost á að kjósa um menn á lista til sveitarstjórnár- kosninga. Kosið verður 1 Sjálfstæðis- húsinu við Tryggvagötu klukkan 20— 23 á föstudaginn en klukkan 14—20 á sunnudaginn. Þessir eru 1 framboði: Bjarni Pálsson Reynivöllum 4, Guðjón Gestsson Stekkholti 30. Guðmundur Sigurðsson Grashaga 2, Gústaf Sigurjónsson Sléttu- vegi 4, Haukur Gíslason Dælengi 6, Helgi Björgvinsson Tryggvagötu 4, Ingveldur Sigurðardóttir Seljavegi 13, Maria Leosdóttir Sléttuvegi 5, Óli Þ. Guðbjartsson Sólvöllum 7, Páll Jónsson Skólavöllum 5, Sverrir Andrésson Eyrarvegi 22, Þuríður Haraldsdóttir, Stekkholti 10 og örn Grétarsson Smára- túni 15. Kjósa skal 5 nöfn hið fæsta en 10 nöfn flest og skal númera menn eftir óskum um sæti þeirra á listanum. Bæta má þrem nöfnum við listann. Kosningin verður bindandi fyrir 5 efstu sætin ef 50% eða fleiri félagsmanna 1 flokknum kjósa. DS 9 ískoðana- könnun hjá Framsóknar- flokknum á Selfossi Framsóknarflokkurinn á Selfossi efnir á laugardag og sunnudag til skoðana- könnunar um val efstu manna á lista flokksins við sveitarstjórnarkosning- arnar 1 vor. Kosið verður 1 Framsóknar- húsinu við Eyrarveg klukkan 10—19 á laugardag og 13—16 á sunnudag. Allir stuðningsmenn flokksins geta kosið, séu þeir á kjörskrá á Selfossi. Frambjóðendur eru þessir: Guð- mundur Eiríksson mjólkurfræðingur, Guðmundur Kr. Jónsson mælinga- maður, Gunnar Kristmundsson verzl - unarmaður, Hafsteinn Þorvaldsson sjúkrahúsráðsmaður, Ingvi Ebenhards- son aðalbókari, Magnús Svéinbjörnsson múrarameistari, Sigriður M. Hermanns- dóttir röntgentæknir, Sigurdór Karlsson trésmiður og Sigurður Ingimundarson húsgagnasmiður. Merkja skal með tölustöfunum 1—6 við nöfn frambjóðenda 1 þeirri röð sem menn óska að þeir komi á listann 1 vor. DS Leitað að rosknum manni í nótt var hafin leit að 68 ára gömlum manni sem ekkert hafði spurzt til síðan 1 gærmorgun. Mætti hann ekki til vinnu sinnar þá og kom ekki heim 1 gær og þótti undarlegt. Sveitir skáta hófu að leita mannsins með aðstoð sporhunds og leitaði hundurinn stlft niður á Ægisgarð. t morgun átti að leita frekar á þeim slóðum við höfnina. Ekki hefur verið lýst opinberlega eftir manninum af tillitssemi við ættingja hans og skyld- menni. -ASt. „Æfla ekki í framboð” — segir Kristján Thorlacíus „Kjördæmisráðs Samtakanna á viðtali við DB. „En ég lýsi þvi yfir að Austurlandi hefur komið að máli við ég ætla ekki i framboð." mig og rætt um framboð þar,” sagði Kristján Thorlacíus var i síðustu Kristján Thorlacíus, formaður Banda- þingkosningum annar á lista Sam- lags starfsmanna rikis og bæja, 1 takanna i Reykjavik. HH Frambjóðendur Alþýðuf lokksins á Akureyri Listi Alþýðuflokksins á Akureyri til bæjarstjórnarkosninganna i vor hefur verið ákveðinn og eru eftirtaldir menn á listanum: 1. Freyr Ófeigsson bæjarfulltrúi, 2. Þorvaldur Jónsson fulltrúi, 3. Sævar Frímannsson starfsmaður Einingar, 4. Pétur Torfason verkfræðingur, 5. Hulda Eggertsdóttir húsmóðir, 6. Snælaugur Stefánsson vélvirki, 7. Ingvar Ingvars- son kennari, 8. Jórunn Sæmundsdóttir húsmóðir, 9. Stefán Einar Matthíass.,. nemi, 10. Svanlaugur Ólafsson verk- stjóri, 11. tvar Baldursson skipstjóri, 12. Sigurður Oddsson tæknifræðingur, 13. Baldur Jónsson læknir, 14. Valdís Gests- dóttir húsmóðir, 15. Rafn Herbertsson verkstjóri, 16. Óðinn Árnason verzl- unarmaður, 17. Anna Bergþórsdóttir húsmóðir. 18. Heimir Sigtryggsson póst- afgreiðslumaður, 19. Jóhannes B. Jóhannesson vélvirki, 20. Birgir Marinósson kennari, 21. Guðrún Sig- björnsdóttir húsmóðir og 22. Þórleifur Bjarnason rithöfundur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.