Dagblaðið - 14.04.1978, Side 4

Dagblaðið - 14.04.1978, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. APRlL 1978. Nautakjötsskorturinn: í grannlöndunum er bændum borgað fyrir að slátra kúm — „Þetta ætti að gera hér ” segir blaðafulltrúi Stéttarsambands bænda „Það vaeri langbezt að borga bændun- um fyrir að fækka mjólkurkúnum. Við það minnkaði sú offramleiðsla sem er á mjólkinni, og á markaðinum yrði nóg af nautakjöti, — þvi þótt það séu mjólkandi kýr sem teknar eru til slátrunar, er alltaf eitthvað af prýðis- góðu kjöti innan um,” sagði Agnar Guðnason blaðafulltrúi Stéttar- sambands bænda er DB spurði hann hvort bændur hýgðust gera eitthv.að til bjargar nautakjötsskortinum. „En bændur vilja alls ekki heyra minnzt á að fækka mjólkurkúm. Ef við gerum ráð fyrir að lóga þúsund mjólkandi kúm og minnka þannig mjókurmagnið um 1/2% má reikna með 50 milljón króna sparnaði á útflutnings- uppbótum. Bændur fengju fullt kjötverð fyrir gripina og siðan ætti að greiða þeim um 40 þúsund krónur i sláturverðlaun fyrir hvern grip sem þeir láta slátra. Þetta er ekki lausn sem ég hef fundið upp”, sagði Agnar. „Þetta er gert í ná- grannalöndum okkar. í löndum Efna- hagsbandalagsins er bændunum borgað fyrir að drepa kýrnar vegna offram- leiðslu á landbúnaðarvörum.” Á aðalfundi Stéttarsambands bænda I haust var samþykkt að leggja sérstakan skatt á fóðurbæti til þess að hamla á móti offramleiðslunni. Bændurnir eru á móti þessum skatti. Eins og útlitið er I dag verða bændur að taka á sig 1800 milljón krónur til þess að standa straum af útflutnings- uppbótum af landbúnaðarvörum. -A.Bj. Heilsusamlegur matur— beint úr ríki náttúrunnar „Mér fannst þetta ekki spennandi matur fyrst i stað, fannst alltaf eitthvað undarlegt bragð að honum. En maður venst þessum mat ákaflega fljótt og nú finnst mér hann mjög góður,” sagði Marentza Poulsen sem vinnur á mat- stofu Náttúrulækningafélgsins að Laugavegi 20b. Matstofan hefur kynningu á þeim réttum sem eru á boðstólum öðru hverju og þá fjóra daga í senn. Nýlokiðereinni slíkri kynningu. Einnig eru kynntar náttúrulækninga- vörur sem eru á boðstólum í verzlunum félagsins. Þar er hægt að fá vítamín og sölt, soyabaunir, grasmjöl, og margar mjöltegundir. Er vöruúrval mjög fjölbreytt fyrir þá sem gjarnan vilja gefa gaum að heilsu sinni og borða náttúru- lækningamat. „Það er mikið um að skólafólk komi og borði hér I hádeginu,” sagði Marentza. „Hingað kemur einnig gamalt fólk. Heitur matur er hér fram borinn frá kl. 12 á hádegi til kl. 7 á kvöldin. Einnig er hægt að fá smurt brauð, grænmetissalat og ýmiss konar jurtate allan daginn.” — Þvi er gjarnan haldið fram að græn- metisúrval sé lítið á Islandi og það sé þar að auki mjög dýr vara, sem almenningur getur varla leyft sér. „Þetta er mesti misskilningur. Við erum með allt mögulegt grænmeti allt itílSíP STRÁSYKUR 119 kr. pr. kgí25 kg pokum. Opið álla föstudaga tilkl. 22 og laugardaga frá kl. 9-12 HÓLAGARDUR KJÖRBÚO, LÓUHÓLUM 2—6. SÍMI 74100. árið um kring. Að visu er sumt græn- metið dálitið dýrt. Við fáum okkar grænmeti beint frá Hveragerði, þar sem það er ræktað við náttúrleg skilyrði. Nú höfum við á boðstólum grænt kál, salat, hvitkál, radisur, gulrætur, rófur, agúrkur og tómata. Þeir eru að vísu innfluttir og dálitið dýrir, en fslenzkir tómatar eru væntanlegir á markaðinn fljótlega,” sagði Marentza. Hún er færeysk að ætt og uppruna en talar islenzku betur en margur sem borinn er og barnfæddur á íslandi. Marentza hefur búið hér í fjórtán ár. •A.Bj. Marentza Poulsen er þarna að gefa gestum að smakka á heilsusamlegum mat. A boðstólum var hrísgrjónabúðingur, soyabaunabúðingur, sem hvort tveggja eru aðalréttir, hrásalat með sósu úr súrmjólk, rjóma og púðursykri og sýrðar rauðrófur. Máltiðin á matstofúnni kostar 800 kr. (aðalréttur auk súpu eða grauts), einnig er hægt að fá hálfan skammt (án súpu) fyrir 530 kr„ súpudiskur kostar 300 kr. og krúska og hunang 330 kr. Marinó Stefánsson stjórnarmaður Náttúrulækningafélagsins með sýnishorn af heilsusamlegum vörum sem eru á boðstólum i NLF búðunum. DB-myndir Hörður V. Stjórnmálaflokkurinn auglýsir^M Kvöldfundir að Laugavegi 84, 2 hæð hvern þriðjudag og fimmtudag og hefjast kl. 20.30. Fiokkstarfsemin kynnt. Fyrirspurnum svarað. Æskilegt að fólk tilkynni komu sína á skrifstofu flokks- ins tímanlega í síma 14300. Stuðlum að sterkri stjórn. mmmmmmmmmmmm^^mmmmi Stjórnmálaflokkurinn ■ Sandgerði: Framboð óháðra borgara ogAlþýðu- flokks Birtur hefur verið framboðslisti Óháðara borgara og alþýðuflokks- manna I Sandgerði I sveitar- stjórnarkosningunum i vor. Skoðanakönnun fór fram í febrúar og fram komu 280 gild atkvæði. Á kjörskrá voru 636. 1. sæti Jón Norðfjörð slökkvi- liðsmaður, 2. Kristinn Lárusson verkamaður, 3. Friðrik Björnsson rafvirkjameistari, 4. Jórunn Guð- mundsdóttir húsmóðir, 5. Sigurrós Sigurðardóttir verkakona, 6. Sig- urður Guðjónsson bygginga- meistari, 7. Egill Ólafsson slökkvi- liðsmaður, 8. Guðni Sigurðsson lögregluþjónn, 9. Elías Guð- mundsson verkamaður, 10. Bergur Sigurðsson verkstjóri. Til sýslunefndar: Bergur Sigurðsson sem aðalmaður og Sumarliði Lárusson verkstjóri, varamaður. í síðustu sveitarstjórnarkosning- um fékk listinn 2 af fimm fulltrú- um í sveitarstjórn. HH „Þúsund raddir munu hljóma” — á Söngleikum 78 Landssamband blandaðra kóra á nú 40 ára afmæli, og i tilefni af- mælis sins heldur það tvenna tón- leika. Verða fyrri tónleikarnir i Háskólabíói föstudaginn 14. apríl kl. 21.00, en hinir síðari laugardag- inn 15. apríl í Laugardalshöllinni kl. 14.00. Að kvöldi laugardagsins verður síðan sameiginlegt borð- hald og dansleikur á eftir í Laugar- dalshöllinni, og hefst borðhaldið kl. 19.00. Eitthvað af miðum á þennan kvöldfagnað verður selt al- menningi og fást þeir hjá Ey- mundsson og í Háskólabiói. Þetta mun vera fjölmennasta söngmót sem haldið hefur verið hér, enda munu um 900—1000 söngvarar koma fram ásamt Sin- fóníuhljómsveit íslands. Munu kórarnir verða 20 alls; en einnig mun koma fram kór frá Þránd- heimi, sem er í heimsókn hér þessa dagana. Mun hver kór fyrir sig flytja stutta dagskrá, en í lokin munu allar raddir allra kóranna samein- ast. Formaður Landssambands blandaðra kóra er Garðar Cortes, én l'ramkvæmdastjóri er Sverrir Kjartansson. RK

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.