Dagblaðið - 14.04.1978, Qupperneq 7

Dagblaðið - 14.04.1978, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. APRlL 1978. 7 Mannöflin puða en hestöflin brosa Margir fengu sýningargripi senda i gámum frá verksmiðjunum erlendis svo sem Jöfur i Kópavogi sem fékk þverskurð af Alfa Romeo. — litið á undir- búningslotu bfla- sýningarinnar Gólfflötur nýju Sýningahallarinnar er hvorki meiri né minni en einn hektari. Ötal hendur unnu að því að bóna og snurfusa hina ýmsu glæsivagna, skapa þeim umhverfi og að koma upp sýn- ingarbásum. Horfðu margir fram á vökunótt og margir voru þegar búnir að leggja að baki óslitinn langan vinnu- tima. Sýningin verður I tveim húsum, sitt hvorum megin við Bíldshöfðann. Stærra húsið, Sýningahöllin, verður vígð með þessari sýningu. Tjáði Jón Hjartarson, eigandi hennar, DB mönnum að gólf- flötur hússins á fjórum hæðum væri um einn hektari. Neðsta hæðin er í leigu og efsta hæðin hefur ekki enn verið tekin I notkun. Höll þessa teiknaði Hannes Kr. Davlðsson sérstaklega sem sýningahöll og var að þvi miðað að sem ódýrast væri að koma þar upp sýningum. Er þar geysi þéttriðið net raflagna, vatnslagna, kall- kerfa og síma svo eitthvað sé nefnt. Taldi Jón fyllilega vera orðna þörf fyrir slfka sýningahöll hér. - GJS. „Stingdu I samband,” kallaði maður- inn með borvélina 1 miðjum Sambands- básnum og samstundis skelltu allir nálægir upp úr, það hljómaði einkenni- lega að vera sambandslaus i sjálfum Sambandsbásnum. Þetta er aðeins lítið dæmi um léttleika og vinnugleði sem rikti i nýju Sýninga- höllinni við Bildshöfða i gær þegar aðeins var sólarhringur til opnunar stærstu bílasýningar hérlendis til þessa og margt enn ógert. Markaðssamkeppnin virtist rokin lönd og leið og hver hjálpaði öðrum til að allt mætti ganga sem bezt. Enn voru allnokkrir sýningargripir ókomnir og t.d. átti Veltir von á einhverjum gripum með skipi i gærkvöld eða nótt. litla bróður á bakinu. ^ Japönsku Subaru verksmlðjurnar bæta nú fjórhjóladrifnum „skutbfl” inn i úrval sitt. Vauxhall Chevette bíllinn, sem sigraði I siðasta ralli, verður Fyrsti Benz station er nú kominn til landsins. þarna til sýnis grútdrullugur og var langt komið að gera islenzk- DB- myndin R.Th. an veg undir hann til að sýna hann I sem réttustu umhverfi. Vegurinn einkenndist að sjálfsögðu af lausamöl og holum. Undirvagn hífður upp að innkeyrsludyrum á annarri hæð.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.