Dagblaðið - 14.04.1978, Page 8

Dagblaðið - 14.04.1978, Page 8
Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða skrifstofumann til launaútreikninga o.fl. Laun eru skv. kjarasamningum B.S.R.B. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannastjóra. Rafmagnsveitur ríkisins. GERUM GÖT í EYRU Skjótum daudhreinsuöum kúlumi eyru. Höfum mikið úrval af vönduðum eyrnalokkum, silfur, gull,duble. Munið: Aðeins vandaðir lokkar VERZLIÐ VIÐ FAGMENN ÚR OG SKARTGRIPIR JÓNOGÓSKAR Laugavegi 70 Sími 24910 Tilkynning um lóðahreinsun í Reykja- vík, vorið 1978. Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerð- ár, er lóðaeigendum skylt að halda lóðum sín- uín hreinum og þrifalegum og að sjá um að lok séu á sorpílátum. Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að flytja nú þegar brott af lóðum sínum allt sem veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí nk. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda, án frekari viðvörunar. Þeir sem kynnu að óska eftir sorptunnum og lokum, hreinsun, eða brottflutningi á rusli, á sinn kostnað, tilkynni það í síma 12746 eða 13210. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tíma sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 8.00-22.00. Á helgidögum frá kl. 10.00—18.00. Rusl sem flutt er á sorphauga skal vera í umbúðum eða bundið. Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starfsmennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði í borgar- landinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð, sem gerast brotlegir í því efni. Gatnamálastjórinn í Reykjavík. Hreinsunardeild. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978. ........... Beirút: Arababandalagiö kom á vopnahléi —ástandið þó mjSg ótryggt og búizt við nýjum átökum öflugar hersveitir frá Súdan og Sýr- landi komu á vopnahléi i Beirút, höfuðborg Libanons, í nótt eftir fimm daga samfellda bardaga. Vopnahléð er þó mjög ótryggt og búast má við þvi að bardagar blossi upp þá og þegar á milli kristinna og múhameðstrúar- manna. Hersveitir Súdans og Sýrlands eru á vegum friðargæzlusveita Arababanda- lagsins og blönduðu þær sér í bar- dagana i gær og þvinguðu fram vopna- hlé í krafti herstyrks. Samkvæmt áætlunum kristinna hægri manna hafa a.m.k. 37 fallið og 220 særzt í átökum undanfarinna daga. Samkvæmt heimildum frá Beirút munu sumir hinna særðu hafa orðið fyrir árásum gæzlusveita Araba- bandalagsins, sem notuðu skriðdreka og eldflaugar til þess að koma á friði á milli borgarhverfa. Gæzlulið sýr- lenskra hermanna hefur nú tekið sér stöðu á víglinunni á milli hinna stríð- andi hópa. Samkomulag mun hafa verið gert á milli allra aðila um að framselja allar leyniskyttur í hendur yfirvalda. Fjöldi hermanna frá Sýrlandi og Súdan var fluttur til Beirút í gær og í nótt. Hægri sinnaðir falangistar tilkynntu að vopnahléð hefði verið brotið i nótt en sú frétt hafði ekki fengizt staðfest. Átökin nú vekja upp sárar minning- ar um hið illvíga borgarastrið sem háð var í Beirút á árunum 1975-76, þar sem u.þ.b. 600 þúsund manns féllu en engin af vandamálum hinnar hrjáðu þjóðar leystust við það. Átökin I Beirút nú vekja upp sárar minningar úr borgarastriðinu á árunum 1975-76, þar sem 600 þúsund manns létu lifið en engin vandamál levstust. OWEN OG VANCE HITTAST Owen utanríkisráðherra Bretlands kom i morgun til Dar Es Salaam þar sem hann mun eiga viöræður við Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandarikjanna og leiðtoga skæruliðahreyfinga í Rhódesiu um leiðir Breta og Bandarikja- manna til þess að koma á friði I Rhódesíu. Reynt verður að koma á ráð- stefnu allra deiluaðila, þar sem málefni er varða framtið landsins yrðu rædd. Auk fyrrgreindra aðila er gert ráð fyrir að Ian Smith forsætisráðherra og leiö- togi hvíta minnihlutans í Rhódesiu sitji ráðstefnuna og leiðtogar þriggja hóf- samari blökkumannahreyfmga, sem myndað hafa bráðabirgðastjórn með Smith. Samkvæmt heimildum frá Tanzaníu munu ríkisstjórnir þeirra fimm blökku- mannaríkja, sem liggja að Rhódesíu, hafa skorað á leiðtoga skæruliöa í Rhódesiu að fallast á áætlun Breta og Bandarikjamanna. Talið er að Smith forsætisráðherra Rhódesiu sé helzti þrándur í götu ráð- stefnunnar, en hann hefur áður neitað að fallast á hana. London: Rændu 80 þúsundum punda um hábjartandag Þrír vopnaðir menn rændu i gær 80 þúsund sterlingspundum úr hinni þekktu verzlun Harrods i London. Ránið var fifldjarft og framið um hábjartan dag. Harrods er einn af dýrustu verzlunum I London. Mennirnir voru klæddir i einkennisföt öryggisvarða Harrods verzlunarinnar og réðust þeir á tvo öryggisverði og hurfu síðan með ránsfenginn út um bakdyrnar og á brott i leigubíl. Mennirnir hafa ekki náðst. Einn ræningjanna skaut tveimur skotum úr riffli, sem sagað hafði verið framan af, en hitti engan. Annar öryggisvarðanna var sleginn í höfuðið. Harrods sér um margs konar þjónustu, allt frá sölu á matvælum til jarðarfara. Verzlunin er vinsæl mjög af prinsum frá Miðausturlöndum og olíu- furstum, sem hafa næg fjárráð. Velta verzlunarinnar á einum degi í jólaösinni er ævintýraleg, eða um tvær og hálf milljón sterlingsplunda, eða sem svarar 1250 milljónum íslenzkra króna. Skrifstofustarf Skrifstofumaður óskast á skrifstofu Sakadóms Reykjavíkur. Góð rithönd og vélritunarkunnátta áskilin. Eiginhandarumsóknir sendist skrifstofu Saka- dóms Reykjavíkur fyrir 27. apríl nk. Yfirsakadómari. Auglýsing Félagsfundur FR-deildar 4 verður haldinn að Domus Medica föstudaginn 14. apríl kl. 20.30. Gengið inn frá Egilsgötu. Fundarefni: 1. Deildarmál. 2. Húsnœöi deildarinnar. 3. Stofnun unglingadeildar. 4. önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.