Dagblaðið - 14.04.1978, Side 9

Dagblaðið - 14.04.1978, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978. 9 Erlendar fréttir REUTER Antonina Agapova Ludmila Agapova Eins og komið hefur fram i frétt- um reyndi Antonina Agapova að stytta sér aldur i skrifstofu i Moskvu vegna þess að híin fékk ekki ieyfi til að komast úr landi með tengdadóttur sinni Ludmilu og dóttur hennar ungri. Valentin Agapov, landflótta Sovétmaður, dvelur nú i Sviþjóð og hefur utan- ríkisráðuneytið i Sviþjóð skorað á' sovézk yfirvöld að leyfa þeim mæðgum að komast til hans. Mis- heppnuð tilraun var gerð til að smygla konunum þremur úr landi snemma i þessum mánuði. Gæzlusveitir Sameinuðu þjóðanna taka við af ísraelsher íS-Líbanon: SÍÐARIHLUTIBROTT- FUJTNINGSINS HAFINN — ísraelsmenn vantrúaðir á getu gæzluliðsins — Waldheim kemur til ísraels á mánudag Siðari hluti brottflutnings israelskra hersveita frá Suður-Libanon hefst I dag. Þá taka gæzlusveitir Sameinuðu þjóðanna við stöðu ísraelsmanna á fimm km breiðu belti frá ánni Litani. I gæzlusveitunum eru hermenn frá Nepal, íran, og Noregi og munu sveitirnar koma sér fyrir á niu stöðum þar sem ísraelsmenn hafa verið frá því að innrás þeirra i Suður-Libanon hófst. Leiðtogar gæzlusveitanna fóru um svæðið í gær í fylgd með yfirmönnum tsraelshers til þess að kynna sér land- svæðið og ástand mála þar. Yfirmaður hersveita ísraels Yigael Yadin sagði í gær að tsraelsmenn væru ekki ánægðir með það ástand, sem skapaðist í S-Libanon eftir að þeir færu þaðan. Yadin sagði i Haifa í gær að gæzlusveitunum gengi mjög hægt að koma sér fyrir og slíkt væri ísraelsstjórn mjög óánægð með. „Okkar vandamál er,” sagði Yadin, „hvernig mögulegt sé að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn Palestinuaraba komi sér aftur fyrir á svæðinu, sem við höfum yfirgefið.” Yadin gaf ekki nákvæma lýsingu á ástandinu en fréttamenn í tsrael greindu frá því að þegar Kurt Wald- heim kæmi til tsraels á mánudag, myndi honum skýrt frá málavöxtum og vantrú ísraelsmanna á getu gæzlusveita Sameinuðu þjóðanna til þess að halda Palestínuaröbum i skefj- um. Samkvæmt upplýsingum frá Jerúsalem mun Moshe Dyan, utan- ríkisráðherra tsraels, ekki taka á móti Waldheim á Ben Gurion flugvellli, vegna þess að heimsóknin til tsraels er ekki opinber. Waldheim kemur til þess að kanna sveitir Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon. Gert er ráð fyrir að hann hveti tsraelsmenn til að hraða brottflutningi herliðs sins sem mest þeir megi. ísraelsmenn munu hins vegar greina Waldheim frá þvi að þeir geti ekki unað þvi að varnarlaust svæði myndist við hin viðkvæmu norðurlandamæri þeirra, þar sem skæruliðar gætu komið sér upp búðum. Skæruliðar Palestínumanna við hina mikilvægu Hasbanibrú I Suðaustur-Libanon. Sú brú er i höndum þeirra og ekki undir stjórn gæzlusveita Sameinuðu þjóðanna. JARÐNESKAR LEIFAR UPPÁHALDS KATTANNA EKKIÁ LAUSU — enda 22áragamlar Réttur i London vísaði í gær frá máli konu nokkurrar sextiu og þriggja ára. Konan Morna Asher, fór fram á að fá aftur jarðneskar leifar tveggja uppáhalds katta sinna, sem jarðsettir voru fyrir 22 árum. Samkvæmt frásögn Momu voru kettirnir hennar kærustu vinir. Morna gróf kettina sina, Minkie-Lou og Pixie i garði nágranna sinna þar sem enginn garöur tilheyrði hennar eigin ibúð. Þegar nágrannarnir fluttu síðan á nýjan stað blekktu þeir Mornu, í mestu vinsemd þó, og sögðust hafa tekið kett- ina með sér á hinn nýja ákvörðunarstað til þess að heiðra minningu hinna látnu katta. Morna komst þó að þessari blekkingu og fann eikarkistur kattanna i hinum gamla garði nágrannanna. Nú vildi hún fá aftur kisturnar tvær, en dómararnir voru ekki á sama máli og vísuðu málinu frá þar sem málaleitanin væri fráleit. OKI SHEVCHENKO SKRIFAR BOK — um reynslu sovézks sendimanns erlendis — samningur gerður fyrir þremur árum og bókin hálfnuð Arkady Shevchenko, aðstoðarfram- kvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, sem neitað hefur að snúa aftur heim til Sovétríkjanna, gerði samning við banda- riska bókaútgáfu fyrir þremur árum og hefur þegar lokið við u.þ.b. helming handrits að væntanlegri bók. Ashbel Green varaforstjóri og aðstoðarritstjóri Alfred Knopf bókaút- gáfunnar i New York, greindi frá þessu i gær. Hann vildi litið ræða efni væntan- legrar bókar en gat þess þó að hún fjallaði um reynslu Shevchenkos sem sovézks sendimanns.Áður en hann tók við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Sameinuðu þjóðunum hafði hann verið aðstoðarmaður Gromykos utan- ríkisráðherra Sovétrikjanna um þriggja ára skeið, með titilinn sendiherra. Fyrir þann tima starfaði hann i sendinefnd Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun- um. „Shevchenko undirritaði samning við okkur fyrir þremur árum,” sagði Green, „en ég hefi ekki leyfi til þess að fjalla um efni bókarinnar án leyfis höfundar.” Hann vildi heldur ekki greina frá þvi hvað Shevchenko hlyti að launum fyrir samningu bókarinnar. Þá dró hann i efa að bók þessi stæði i nokkrum tengslum við ákvörðun Shjevchenkos að snúa ekki aftur til Sovétríkjanna. „Ég geri ráð fyrir þvi að hann hafi leitað til yfirmanna sinna og beðið um leyfi til bókargerðar- innar,” sagði Green, „og ég get ekki ímyndað mér að hún hafi komiö honum i klipu. Green sagði að hann hefði verið kynntur fyrir Shevchenko af sameigin- legum bandariskum vinum Greens og Shevchenkos. Hann sagðist hafa fengið áhuga fyrir efninu og tækifærinu til að gefa út bók sem skrifuð væri af sovézk- um sendimanni og sérfræðingi í af- vopnunarmálum og tengslum á milli þjóða. Slikt lesefni hlyti að höfða til al- mennings. Shevchenko skrifaði á rússnesku en efnið var þýtt yfir á ensku jafnóðum og það barst, en samning bókarinnar hefur gengið hægar en búizt var við vegna eril- sams starfs hjá Sameinuðu þjóðunum. „Auk þess held ég að bókin sé ekki ofar- lega í huga hans þessa dagana,” sagði Green. Arkady Nikolavich Shevchenko. NX-5 Ratsjá Oki NX-5 er 24 sjómílna ratsjá með 12" rétthyrndum mynd- skerm sem gefur bjarta og skýra mynd 28 sjómílur fram og aftur, 5 Kw sendiorka og er sérstaklega byggður fyrir mikinn hristing. Skrifið, hringið eða komið, sendum allar upplýsingar um hæl. Viðgerða- og varahlutaþjónusta. Friðrik A. Jónsson h.f. Bræðraborgarstíg 1, Símar 14135 — 14340.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.