Dagblaðið - 14.04.1978, Page 17

Dagblaðið - 14.04.1978, Page 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978. 21 ALVÖRUELDHÚS OG SULLUVASKUR Leikstofan er ekki alveg tilbúin en er eitt af því sem forráðamenn eru hreyknastir af. Þarna má sannarlega ærslast án þess að eiga á hættu að skemma neitt. Jóhanna Thorsteinson forstöðumaður dagheimilisins við Furugrund. DB- myndir Hörður. Anna Fanney Helgadóttir og Jóna Þóra Jónsdóttir leika sér þarna i hinu frumlega netleikfangi. Þó að þetta eldhús sýnist eins og flest önnur hefur það þá sérstöðu að vera I hæð sem passar fyrir börn. Brynhildur Grétarsdóttir var annar gestur barnaheimilisins. Þarna leikur hún sér við Svennu Sigurgeirsdóttur. „Þetta er annar gesturinn sem við fá- um. Sá fyrsti er farinn heim,” sagði Jóhanna Thorsteinson forstöðumaður nýja dagheimilisins við Furugrund I Kópavogi. Heimilið tók til starfa núna eftir helg- ina en börnin koma smátt og smátt inn svo fóstrurnar geti lagað sig að börnun- um og börnin að fóstrunum. Alls verða þarna 57 börn, 25 allan daginn og 11 hvorn daghelming. Þarna á semsagt að reka bæði dagheimili og leikskóla og er það nokkur nýjung þar sem slikt hefur fram tjl þessa verið rekið sitt i hvoru lagi. 1 Kópavogi er þannig fyrir eitt dag- heimili en þrír leikskólar. „Við gerðum þetta til þess að koma i veg fyrir stéttaskiptingu,” sagði Jó- hanna. „Þeir forgangshópar sem geta komið bömum á dagheimili eru náms- menn og einstæðir foreldrar. „Venjulegt fólk” getur ekki fengið inni fyrir börn sin nema á leikskólum. Með þvi að blanda þessu saman fáum við einnig betri nýt- inguáhúsinu. Ég var svolitið hrædd við þetta fyrst . - þvi ég var vön því úr leikskólum að börnin kæmu með nesti en aftur úr dag- Dagheimilið við Furugrund. heimilunum að þau fengju heitan mat. Við leystum þetta einfaldlega með því að bjóða leikskólabörnunum að borða líka. Það er lika aukin þjónusta. Ég get ekki imyndað mér annað en að foreldr- arnir þiggi þetta þó það verði e.t.v. eitt- hvað dýrara. Á leikskólum er meðal- nestisskammtur kókómjólk og brauð eða snúður og kostar það varla mikið undir hundrað krónum. Það verður liklega 2—4 þúsund krónum dýrara hér fyrir börnin sem fá mat en þau sem ekki borða. Þá fá þau matinn lika heitan en ekki alltaf sama nestið. Það er staðreynd að nesti verður alltaf mjög einhliða og leiðinlegt til lengdar. Þau sem koma á morgnana fá morgunmat og hádegismat en þau sem eru siðdegis fá miðdagskaffi. Morgunbörnin geta þvi verið einni 'tlukkustund lengur en vani er til." Óhætt mun að segja að innréttingin i hinu nýja barnaheimili er sérlega frum- leg og um leið afskaplega notadrjúg. öll skilrúm eru föst en oft eru laus skilrúm sem viða eru I barnaheimilum völt að sögn Jóhönnu. Lítiö eldhús hefur verið útbúið fyrir börnin þar sem þau geta bæði bakað og eldað mat eftir þvi sem þeim sjálfum dettur í hug. Stór leiksalur er einnig og mörg smærri herbergi til þess að föndra i og svo er sérstakur sullu- vaskur. Lóðin i kringum heimilið er ekki stór en öllu er á henni haganlega fyrir komið og leiktæki nokkuð frumleg. Má nefna net eitt sem strengt er nokkuö frá jörðu. Upp I það liggur stigi og má príla mikið I þessu einfalda tæki án þess að meiða sig. Arkitekt er Njörður Geirdal. - DS Þann 5. nóv. voru gefin saman i hjónaband af séra Öskari J. Þor- lákssyni í Dómkirkjunni ungfrú Svandfs Þorsteinsdóttir og Þórður Ölafsson. Heimili þeirra er í Svíþjóð. Ljósmyndastofa Gunnars Ingimars, Suðurveri. . Þann 5. nóv. voru gefin saman í hjónaband af séra Ölafi Skúlasyni í BústaðakirRju ungfrú Guðríður Sveinbjörnsdóttir og Sveinn Lár- us Gunnarsson og Sigríður ísól Gunnarsdóttir og Guðmundur Björn Gunnarsson. Ljósmynda- stofa Gunnars Ingimars, Suður- veri. Þann 29. okt. voru gefin saman í hjónaband af séra Þóri Stephen- sen í Dómkirkjunni ungfrú Elísa- bet Arnadóttir og Jón Pétursson. Heimili þeirra er að Hverfisgötu 82, Rvík. Ljósmyndastofa Gunn- ars Ingimars, Suðurveri. Þann 5. nóv. voru gefin saman i hjónaband af séra Halldóri S. Gröndal í Grensássókn ungfrú Guðný Halldórsdóttir og Guð- brandur Jónasson. Heimili þeirra er að Hraunbæ 66, Rvík. Ljós- myndastofa Gunnars Ingimars, Suðurveri. Gefin hafa verið saman í hjóna- band Svanhvit Hallgrímsdóttir og Einar Óskarsson. Heimili þeirra er að Norðurvör 3, Grindavík. Ljósmyndastofa Gunnars Ingi- mars, Suðurveri.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.