Dagblaðið - 14.04.1978, Síða 24
28
r
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978.
Rakari á sjöunda áratug með þrjá ættliði á stofunni:
Ætlaði aldrei að
ff
verða rakari"
— rætt við Runólf Eiríksson
50% samdráttur
á bítlaárunum
— Hvernig fór bítlahártizkan með
ykkur?
„Vinna á rakarastofum dróst saman
um 50%. Þetta kom sér verst fyrir litiu
stofurnar þar sem ef til vill vann ekki
nema einn maður. Þær máttu ekki við
þessari minnkun. En við höfðum þetta
aftur á móti af. Okkar föstu viðskipta-
vinir héldu áfram að koma. Kven-
fólkið bjargaði okkur lika því það kom
eftir sem áður.
Bítlatízkan er ekki það sem verst
hefur farið með okkur. Það er bíla-
stæðisskortur. Við erum hérna í miðjum
hring af rakarastofum og samkvæmt því
ætti enginn að koma til okkar. En menn
virðast nú gera það samt. En núna þegar
allir eiga orðið bíl og koma ekki öðruvísi
en á honum þrengist hagurinn enn þvi
hér í kring er mjög lítið af bílastæðum."
— Þú segir að bítlatízkan hafi minnkað
aðsókn að rakarastofum um 50%. Eru
þau komin aftur?
„Já fyrir löngu. Við reynum líka að
fylgjast með þeim nýjungum sem fram
koma þvi ekki dugar að staðna í faginu.
Sigurður, sonur Runólfs, grípur þarna
fram i og segir að þó að Runólfur sé
aldinn að árum og starfsárum sé hann
ekki gamall hvað varðar að taka upp
nýjungar. Hann sé ævinlega fyrstur
manna til þess að laga sig að þeim og
standi þannig framar en margir yngri
menn sem alltaf vilja halda sér við það
sem þeir vita gamalt og gott. „Án þess
að ég sé nokkuð að hrósa pabba.”
Menn hugsa betur
um
hárið á sér en áður
— Er einhver munur á hári fólks núna
frá þvi sem áður var?
„Eini munurinn er að fólk hugsar
betur um hárið á sér en það gerði. Við
Þarna eru ættliðirnir þrír. Runólfur, Sigurður, Reynir og Ágústa.
Tregar að
fórna hárinu
— Hvenær byrjaði kvenfólkið að ganga
meðstutt hár?
„Það byrjaði seint hér á landi. í
Englandi hófst stutta hártízkan meðal
kvenfólks um 1916 þegar þær fóru að
vinna í verksmiðjunum vegna stríðsins.
En hér á landi sást ekki stutt hár á konu
fyrr en 1925. Og það gekk ákaflega
hægt fyrir sig að koma á stuttu hári.
Konurnar voru tregar að fórna hárinu
en jafnframt sáu þær hversu gífurleg
fyrirhöfn fylgdi því að hafa það.
Hvenær sá maður líka konu með slegið
hár? Það var ekki fyrr en hún var
háttuð. Á morgnana byrjuðu þær að
setja hárið upp og tóku það ekki niður
fyrr en á kvöldin. Að stytta hárið er eitt
það bezta sem kvenfólk hefur nokkru
sinni gert.
Ég ætlaði aldrei að verða rakari. En
eftir að ég fermdist þá útvegaði pabbi
mér vinnu á rakarastofu og vinna lá ekki
á lausu svo ég hef haldið mér við þetta.
Þegar ég var á milli 20 og 25 ára þá var í
mér dálítill órói eins og er vist alltaf á
þeim aldri. En það hjaðnaði alveg sem
betur fer,” sagði Runólfur Eiríksson.
Einhverjum finnst það líklega ekkert
merkilegt að hafa ekki ætlað að verða
rakari en að verða það samt. En
Runólfur er öðruvísi en aðrir rakarar að
því leyti að hann er búinn að starfa i
nærri 61 ár. Samt er hann ekki alveg
orðinn 75 ára. Á stofunni sem Sigurður
sonur Runólfs rekur I Hafnarstræti 8
starfa Runólfur, Sigurður sonur hans
og tvö sonarbörn. Eru líklega ekki
margar rakarastofur sem geta státað af
þrem ættliðum í samstarfi. Annað barna
Sigurðar hefur þar að auki nokkra
sérstöðu meðal rakara, það er stúlka og
heitir Ágústa. Reynir bróðir hennar er
svo fjórða hjólið undir vagninum.
Allt eitt sólskin
— Ertu nú ekki orðinn pínulitið leiður á
þvi að klippa og raka í 61 ár?
„Nei, það hef ég ekki leyfi til að segja.
Þetta er búið að vera allt eitt sólskin. Ég
get ekki sagt að mig hafi nokkurn tíma
vantað nokkuð til neins."
— Er þaö satt að þig hafi aldrei nokkurn
tímann vantað einn dag úr vinnu?
Ég get ekki sagt það. Þó maður hafi
stöku sinnum orðið lasinn er það ekki
svo að maður láti sig vanta. Enda segja
læknar að við séum svo eitraðir þessir
rakarar að við verðum aldrei veikir.”
— Þú munt vera elzti starfandi rakarinn
i Reykjavík?
„Jú, það er víst.”
— Ætlarðu ekki að reyna að slá nýtt
met og vera rakari I 70 ár, það vantar
aðeins 9?
„Nei, það er alveg útilokað. Ætli ég
vinni miklu lengur en þetta árið. Ég verð
nú 75 ára í desember.”
Runólfur Eiriksson blæs þarna hár á viðskiptavini. Hvað skyldi hann vera búinn að gera slíkt oft?
höfum til dæmis ekki orðið varir viö
óværu i 40 ár. Þó að hún hafi stungið
sér niður í skólum öðru hvoru nær hún
aldrei neinni fótfestu. Annar munur er
sá að nú koma karlmenn ekki lengur til
þess að láta snyrta á sér hárið áður en
þeir fara til dæmis í leikhús. Nú er ekki
lengur til siðs að klæða sig upp á áður en
farið er þangað. Aftur á móti eru menn
snyrtilegir hversdagslega núna og illa
hirt hár heyrir til undantekninga.”
— En finnst þér ekki sjálfur hár-
vöxturinn hafa minnkað. Hér áður fyrr
voru allar konur með sitt hár, en núna
sér maður slikt varla?
„Nei þetta hefur ekki breytzt. Áður
urðu bara konurnar að láta sig hafa það
þótt þær hefðu lélegt eða þunnt hár að
vera með það sitt samt. Núna er hins
vegar hægt að haga klippingunni i sam-
ræmi við hárið. Annars er það leiðinlegt
fyrir okkur hárskerana hversu lítið við
vitum um hárið í raun og veru. Af
hverju stafar til dæmis skalli? Vitað er
að hann er ættgengur, hárvöxtur er
alltaf meira og minna ættgengur.
Ég sagði við lækni sem ég þekki að nú
ættu vísindamenn að snúa sér að því að
finna út hvað réði hárvexti. Hann tók
það svo hátiðlega að hann sagði að
fyndist lausnin á þvi væri lífsgátan sjálf Reynir Sigurðsson við stólinn.
leyst.