Dagblaðið - 14.04.1978, Qupperneq 25

Dagblaðið - 14.04.1978, Qupperneq 25
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978. 29 Klippingar meðal kvenfólks komust í algleyming um 1925. En alltaf voru konurnar hikandi og komu nær alltaf tvær og tvær saman. Þá beið alltaf önnur með klippinguna þar til hún sá hvernig stutta hárið fór hinni. Ég minnist þess aldrei að þær hafi verið óánægðar eftir á eða menn þeirra.” Yfirstéttarklipping og önnur fyrir alþýðuna — En hvernig voru karlmennirnir klipptir hér á árum áður? „Það var skæravinna og svo bursta- klipping. Þeir sem voru burstaklipptir voru aðallega yfirstéttarmenn sem komu úr skólum I Danmörku. Þessir dönsku stóru búkar, grosserar voru þeir almennt nefndir. Svo var það skæravinnan fyrir islenzku yfirstéttina. Hún þótti afskap- lega flott og merkileg. Almenningur var svo aftur klipptur með ýmsu móti. Til dæmis var það algengt á vorin að menn fóru I sild eða i aðra sumarvinnu og létu þá ævinlega klippa sig stutt. En klipping- in fór að öðru leyti eftir því við hvað menn unnu. Menn komu ekki inn og sögðu: „Viltu klippa mig eftir tízkunni". Notagildið var númer eitt, tvö og þrjú.” — Hvernig voru tækin sem þið höfuð i höndunum á þessum tíma? „Fyrstu tíu árin sem ég starfaði voru engar rafmagnsvélar til. Ég held að fyrsta rafmagnsvélin hafi verið keypt starfa við þetta. Þó að skólar séu nauð- synlegir og ágætir nægja þeir aldrei einir sér." — Nú er raksturinn sem slikur horf- inn, er það ekki? „Jú, því er nú verr. Bæði fyrir okkur, því það er gaman að raka menn og líka fyrir þá því mönnum liður vel eftir góðan rakstur á stofu. Jafnframt er það mjög skiljanlegt af hverju rakstur er horfinn út af stofunum og jafnframt skritið að hann skyldi ekki gera það fyrr en hann gerði. Ennþá er meira að segja til maður og maður sem kemur og lætur raka sig. En nú eru blöð- in orðinn svo góð og hver einasti ferm- ingardrengur fær rafmagnsrakvél. Rakstur á stofu er bæði dýr og tima frekur. Yngri mennirnir á stofunum kunna lika ekki að raka almennilega, sem ekki er von því þeir hafa aldrei fengið neina æfingu.” Uppásnúið yfirskegg — Þið snyrtið líka skegg á mönnum? „Jú það er eitt af störfum okkar. Menn eiga að geta fengið allt hár snyrt á rakarastofum. Skeggsnyrtingin hefur líka breytzt. Hér áður þurftum við að snúa upp á yfirskeggið á mönnum með sérstökum jámum. Nú er það alveg búið. Við gáfum líka andlitsböð með heitum og köldum stykkjum sem ekki er gert lengur. Liklega má segja að það sé rökurunum sjálfum að kenna þvi þetta 8w»ai Ágústa Sigurðardóttir er ein af fáum kvenkyns rökurum á landinu. 1927. Upphaflega var handvél sem enginn af yngri mönnunum kann að nota núna. Rafmagnsvélamar eru svo miklu þægilegri. Enda er það svo nú að ef rafmagnið fer verður að stoppa. Enda fara þá Ijósin lika.” Kvöldskóli KFUM — Þú hefur starfað I tæpt 61 ár. Hefurðu eitthvað lært af bók til starfs- ins? „Það er nú heldur lítið. Þegar ég byrjaði var ekki Iðnskólinn fyrir rakara. Þegar farið var að taka rakaranema inn var ég búinn að læra. Ég fór í kvöldskóla hjá KFUM en lærði ekki nærri nóg þar. En það er nú svo að til rakara lærir maður eiginlega eingöngu með því að var eyðilagt með því að flýta sér um of. Almenningi þótti þetta lika talsverður fígúruháttur en skiidi kannski ekki hversu vel mönnum leið eftir gott andlitsbað.” Ekki pjatt — Þú hefur starfað við að snyrta bæði karlmenn og konur. Eru karlarnir ekki fulli eins pjattaðir og konumar, ef ekki verri? „Ég myndi alls ekki kalla neitt sem viðkemur klippingu eða rakstri pjatt. Miklu fremur sjálfsagðan hlut til þess að mönnum líði vel,” sagði Runólfur. Við kvölddum hann og fjölskylduna og Herði Ijósmyndara varð að orði: „Þetta er sko harkan sex.” DS Þann 26. nóv. voru gefin saman í hjónaband af séra Arna Jónssyni I Háteigskirkju ungfrú Elísabet Olafsdóttir og Jón Arnar Guð- mundsson. Heimili þeirra er að Njálsgötu 86, Rvík. Ljósmynda- stofa Gunnars Ingimars, Suður- veri. Þann 26. nóv. voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni I)albú Hróbjartss.vni I Laugarneskirkju ungfrú Lilja Pétursdóttir og Heimir Sigurðsson. Heimili þeirra er að Breiðagerði 8, Rvík. Ljósmyndastofa Gunnars Ingi- mars, Suðurveri. Þann 26. növ. voru gefin santan i hjónaband af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni í Langholtskirkju ungfrú Þórunn Jóna Kristjáns- úóttir og Valdimar Guðmundsson. Heimili þeirra er að Langagerði 6. Rvík. Ljósmyndastofa Gunnars Ingimars, Suðurveri. / A lafoss-vœrðarvoðir tilvalin fermingargjöf ÁLAFOSSBÚÐIN Vesturgötu 2 — simi 135 13404

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.