Dagblaðið - 14.04.1978, Síða 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978.
31
Útvarpiðíkvöld kl. 19.35:
Viðfangsefni þjóðf élagsf ræða
Þróun búsetu
í Kef lavík
og Njarðvík
Þessi götumynd er tekin 1 Njarðvík en þar og I Keflavík gerðu þeir Ingi Valur og EUas
rannsókn sina á orsökum búsetu ibúanna þar.
Útvarp
Sjónvarp
LUXO-LAMPINN
BEZTA FERMINGARGJÖFIN
ALLAR GERÐIR - ALLIR LITIR -
Rannsóknir Steinunnar beindust hins
vegar að aðdraganda byggingafram-
kvæmda í Breiöholti III, en Breiðholtið
er talinn stærsti borgarhluti sem hefur
verið skipulagður í heild frá upphafi.
Þátturinn er tæplega hálftima langur.
RK
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL—
OPIÐ Á LAUGARDÖGUM
UÓS&ORKA Sím!l8448«braUt ^
HAEBUm
Sjónvarp
Viðfangsefni þjóðfélagsfræða er
skemmtilegur og fróðlegur þáttur, sem
hefur verið á dagskrá útvarpsins nokkr-
um sinnum í vetur. t kvöld kl. 19.35
ætlar Ólafur Jóhannsson að fiytja
greinargerð um rannsóknir á þróun
borga og þéttbýlis. Þessi greinargerð er
byggð á lokaritgerð þeirra Inga Vals Jó-
hannssonar og Eliasar Héðinssonar til
BA prófs i þjóðfélagsfræðum við Há-
skóla tslands.
t ritgerð þeirra Inga Vals og Eliasar
eru reifuð helztu viðfangsefni borgar-
félagsfræði, sem er rannsókn á borgar-
myndun og bæjarllfi. Einnig fjalla þeir
um þróun þessarar fræðigreinar erlend-
is.
í ritgerð sinni' taka þeir til athugunar
rannsóknir á þróun bæja og þéttbýlis á
Íslandi. í þeim tilgangi gerðu þeir sér
ferð til Keflavíkur og Njarðvikur og
lögðu m.a. spumingar fyrir íbúana þar.
Þeir spurðu m.a. að því, hvers vegna
fólkið hefði flutzt á þetta svæði, reyndu
að komast sem bezt að orsökum flutn-
inga fólks þangað og rannsökuðu síðan
búsetuþróun á Keflavikur- og Njarð-
víkursvæðinu.
í ritgerð sinni vitna þeir Ingi Valur og
Elías í rannsóknir á þéttbýlisþróun sein
þau Steinunn Harðardóttir og Jón
Rúnar Sveinsson hafa gert.
Rannsókn Jóns Rúnars var á högum
leigjenda i Reykjavik, og var hún jafn-
framt lokaritgerð hans til BA prófs I
þjóðfélagsfræðum.
BIAÐIÐ
fijálst, úháð dagblað
Föstudagur
14. apríl
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
_20.35 Bláu hellarnir viö Andros-eyjar (L). Kana-
dísk heimildamynd um djúpa og sérkennilega
neöansjávarhella við Androseyjar, sem eru
hluti Bahama-eyja. Um tvö hundruö slikir
hellar hafa fundist, síöan hinn fyrsti þcirra var
kannaður áriÖ I967. Þýöandi og þulur Gylfi
Pálsson.
21.00 Kastijós (L). Þáttur um innlcnd málefni.
Umsjónarmaöur Helgi E. Helgason.
22.00 Gömlu kempurnar (L). (The Over The-Hill
Gang). Gamansöm, bandarísksjónvarpskvik-
mynd. Aðalhlutverk Pat O’Brien, Walter
Brennan, Chill Wilb og Edgar Buchanan.
Söguhetjumar i þessum „vestra" eru fjórir
ríddaraliöar á eftirlaunum, sem taka að sér aö
koma lögum yfir spilltan bæjarstjóra og bófa-
flokk hans. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
23.15 Dagskrárlok.
Láttu ekki happ úr hendi sleppa.
Verðlaun í áskrifendaleik Dagblaðsins.
Bíður hann þín ?
Chevrolet Nova 1978 bíður afhendingar 15. apríl n.k.
Sértu áskrifandi, þá andaðu rólega.
Ef ekki, þá hringdu strax og pantaðu áskrift að Dagblaðinu í
síma 27022.