Dagblaðið - 22.04.1978, Qupperneq 1
friálst,
úháð
dagblað
4. ÁRG. — LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 — 84. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.— AÐALSÍMI27022.
Fluttu inn 20 kg af hassi:
Söluverðmætið nær 30 millj
— ekkerteftiraf fénu sem m.a. fór íþriggja mánaða heimsreisu höfuðpauranna
Uppjýsi hefur verið um innflutning
og dreifingu á nær 20 kg af hassi og
200 grömmum af amfetamíndufti.
Lætur nærri að söluandvirði þessara
fikniefna nemi um 30 milljónum
króna. Lagt hefur verið hald á aðeins
um 2 kg af hassi að þvi er segir I
fréttatilkynningu frá fíkniefnadeild
lögreglunnar í Reykjavik.
Þctta er stærsta einstaka fikniefna-
mál sem komið hefur upp hérlendis.
„Stóra málið" svokallaða, sem upp
kom 1976, var svipað livað varðar
magn, en þar komu við sögu fleiri
aðilar og raunar tengd saman fleiri
mál, að sögn Ásgeirs Friðjónssonar
sakadómara í ávana- og fikniefna-
málum.
Nánast allt þetta magn var flutt
inn á siðasta ári. „Mestur hluti þess-
ara efna var fluttur til landsins frá
Hollandi, en einnig nokkuð frá Dan-
mörku,” segir í fréttatilkynningu
fíkniefnadeildarinnar. „Efni þetta var
að talsverðu leyti flutt inn.í sjónvarps-
tækjum, sem keypt höfðu verið ný til
flutningsins. Þessi fíkniefni hafa verið
seld viðá um land en meirihluti þeirra
var þó seldur á Reykjavíkursvæðinu
og til varnarliða á Keflavíkurflugvelli.
Liðlega 100 mai.ns hafa verið yfir-
heyrðir vegna rannsóknar málsins,
sem teygzt hefur um allt land og til
.annarra landa.
Sakadómur i ávana- og fikniefna-
málum hefur vegna málsins kveðið
upp 19 gæzluvarðhaldsúrskurði yfir
15 aðilum, sem hafa verið úrskurðaðir
i mismunandi langt gæzluvarðhald,
frá alltað 5 dögum og upp i allt að 60
daga." segir i fréttatilkynningunni.
Miðað við að rýrnun efnanna hafi
verið lítil sem engin eftir að þau bárust
til landsins hefur söluverðmætið
verið, sem fyrr segir,. um 30 ntilljónir.
Kilóið af hassi kostaði á sl. ári i
Hollandi að jafnaði unt 200 þúsund
krónur. Þessi átjá i kiló hafa Þv'í
kostað 3.6 milljónir. Hver hundrað
grömm af amfetamíndufti kostuðu í
Hollandi á siðasta ári skv. upp-
lýsingum DB, um 450 þúsund
krónur, eða samtals unt 900 þúsund
krónur.
Söluverðá hverju grantmi af hassi
var að jafnaði á sl. ári unt 1500
krónur, sem þýðir að 18 kiló hafa
verið seld á 27 milljónir. Hvert
grantm af amfetamíndufti var selt á
unt 12 þúsund krónur, eða 200
grömmin fyrir 2.4 milljónir.
Rannsókn lögreglunnar hefur ckki
leitt i Ijós að nokkuð af þessu fé sé
ennþá til. Hafa enda forsprakkarnir.
sem eru aðallega þrír. lifað kóngalífi.
Þessir þrir fóru m.a. í þriggja ntánaða
„heimsreisu” á liðnu ári og liðu aldrei
skort á þvi ferðalagi sínu.
ÓV.
DB alltaf í sókn og nú á hvftum reitum
ogsvörtum:
FRIÐRIK SKRIF-
AR UM SKÁK
Friðrik Ólafsson stórmeistari. —
fremsti skákntaður okkar íslendinga
hefur tekið að sér að skrifa af og til skák-
þætti i Dagblaðið. Mun hann skjóta lil
okkar greinunt í skákþátt blaðsins úm
eitt og annað sem rekur á fjörur hans úr
skákheiminum. Fyrsta grein hans er á
bls. 9 í DB í dag — Skákhorn Friðriks
Ólafssonar. Fyrirsögnin er Karpov tek-
inn í karphúsið.
Friðrik Ólafsson.
Tillaga um nýja stjórnarskrárnefnd:
„Stjórnarskrár-
nefnd óstarfhæf’’
„Stjórnarskrárnefnd hefur engum til-
lögum skilað og virðist að mestu óstarf-
hæf,” segir allsherjarnefnd Sameinaðs
þings og leggur til að umboð stjómar-
skrárnefndar verði felll niður. Hin um-
deilda nefnd lýtur forystu Hannibals
Valdimarssonar fyrrum ráðherra og var
skipuð árið 1972 lil að gera athugun á
hugsanlegum breytingum á stjórnar-
skránni.
Stjórnarskrámefnd hefur sætt mikilli
gagnrýni innan þings og utan fyrir seina-
gang.
Allsherjarnefnd leggur til að skipuð
verði ný nefnd, sjö manna eftir tilnefn-
ingu þingflokka, tveir frá tveimur
stærstu flokkunum og einn frá hverjum
hinna, til að taka við hlutverki nefndar
Hannibals. Sérstaklega skuli stefm að
breyúngum á kjördæmaskipun og kosn-
ingalögum.
Nefndarmenn segja að óstarfhæfni
stjórnarskrámefndar sé ein orsök þess að
hinar ýmsu tillögur sem komu fram um
breytingar á kosningalögum verði ekki
afgreiddar á þessu þingi.
- HH
Borgames:
Fá laun með fullum bótum
Ekkert nýtt að
gefa feiðamönnum kaffi
— sjá baksíðu
Hannertrompið
okkar.
„Mérfinnst
ég nota
hæðina
rétt”
— segirPétur„risi”
Guðmundsson,
2.17 metrar
á hæð
„Það er alls ekki erfitl að vcra jafnhá-
vaxinn og ég er — 2.17 m. Að visu,
stríddu krakkar manni á yngri árum og
eins þarf maður að aðlaga sig að ýmsu,
svo sem fötum. skóm. hurðum og svo
framvegis. En körfuknattleikurinn hefur
hjálpað mér, þar er gagn í hæðinni og
mér finnst ég nota hæð mina rétt — I
körfunni,” sagði Pétur Guðmundsson.
hinn geðugi islenzki risi er um helgina
hrellir væntanlega önnur lið á NM I
körfu hér i Reykjavik.
„Þetta er áreiðanlega sterkasta lands-
lið sem Ísland hefur teflt fram. Við
höfum æft daglega í þrjár vikur og góður
árangur á að geta náðst. Ég er farinn að
venjast þeirri pressu. sem því fylgir að
vera svona hávaxinn i körfunni. Það má
auðvitað ekki byggja um of á -einum
manni en ég vona að það losni um aðra
leikmenn vegna hæðar minnar,” sagði
Pétur Guðmundsson ennfremur. Hann
var i sviðsljósinu í gærkvöld — er
Finnar léku við islendinga á NM. Þvi
miður er ckki hægt að birta fréttir af
leiknum þar sem blaðið fór svo snemma
i premun.
H. Halls
Eftir æfinguna með landsliðinu í gærdag, — Pétur steikir sér egg hcima í eldhúsi
fjölskyldu sinnar. — DB-mynd Hörður.
LauniNoregialltuppi
100%
i en hér
sjá bls. 3