Dagblaðið - 28.04.1978, Side 4

Dagblaðið - 28.04.1978, Side 4
4 ........ Alþýðubankamálið: DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978. ' ----------------- INGIR. HELGASON KREFST RANN- SÓKNAR VEGNA BLAÐAVIÐTALS Ingi R. Helgason, hæstaréttarlög- maður, hefur krafizt opinberrar rannsóknar vegna aðdróttana og á- sakana, sem fram koma í tveim tbl. Vísis fyrr I þessum mánuði. Annars vegar vegna ummæla Jóns Hallsonar, fyrrum bankastjóra Alþýðubankans, i viðtali hinn 17. þ.m. Hins vegar vegna ritstjómargreinar í sama blaði hinn 22. þessa mánaðar. Hefur lögmaðurinn ritað sak- sóknara rikisins, Þórði Björnssyni, bréf, sem hér fer á eftir í heild: Hr. saksóknari ríkisins Þórður Björnsson Reykjavík Reykjavík, 24. apríf 1978. Ég undirritaður, Ingi R. Helgason hrl., Laugaveg 31 hér i borg, leyfi mér hér með að snúa mér til yðar, hr. saksóknari, með beiðni um að rannsakaðar verði fyrir dómi með opinberum hætti eftirgreindar sakar- giftir á hendur mér sem lögmanns Alþýðubankans hf. í dagblaðinu Visi dagana 17. og 22. april 1978: 1. Fyrsta sakargift: „Það hefði auðvitað engum átt að vera það betur Ijóst en lögmanni bankans, sem annaðist tryggingartöku hjá nefndum aðilum...” (VÍSIR, 17. apríl 1978). Af þessu tilefni verði rannsakað, hvort ég hafi gerzt sekur um refsiverl athæfi i sambandi við tryggingartökur vegna útlána bankans til Guðna Þórðarsonar, Sunnu hf. og Air Viking hf. Rannsóknin beinist sérstaklega að því, hvort niér hafi borið samkvæmt stöðuumboði mínu að annast tryggingartökuna, hvort ég hafi verið beðinn af bankastjórn að taka tryggingar eða meta þær, áður en féð var látið úti, og hver hafi raunverulega tekið þær tryggingar, sem teknar voru í bankanum á móti þessum útlánum þar til I október 1975, er bankaeftirlit Seðlabankans kom á vettvang. 2. Önnur sakargift: „Þátttaka lög- fræðings Alþýðubankans I máli þessu sýnist einnis vera mjög athyglisverð. í þvi sambandi vekur mesta eftirtekt, að hann hefur tekið við greiðslum til Air Viking erlendis frá, er nota átti til þess að lækka skuldir fyrirtækisins við bankann. Peningarnir voru á hinn bóginn notaðir til þess að greiða innistæðulausar ávisanir, er forstjóri fyrirtækisins, hafi gefið út per- 'sónulega. Við rannsókn málsins var leitt i Ijós. að þessi ráðstöfun var gerð án samþykkis beggja bankastjóranna.” (Visir, 22. apríl 1978). Af þessu tilefni verði rannsakað, hvort ég Itafi gerzt sekur um refsiveröan verknað, er ég skilaði bankanum hinn 10. nóvember 1975 með skriflegri skilagrein greiðslu á innistæðulausum tékkum á reikning Guðna Þórðarsonar 60100. er ég hafi fengið til innheimtu samkvæmt skrif- legri innheimtubeiðni dags. 29. okt. 1975. Rannsóknin beinist einkum að því, hvort ég hafi fengið frá banka- stjórninni sérstök fyrirmæli um innheimtu þessa umfram innheimtu- beiðnina og hver þau hafi verið. - 3. Þriðja sakargift: „Þá vekur það óneitanlega mikla athygli i þessum upplýsingum, að lögfræðingur Al- þýðubankans hefur tekist á hendur utanlandsferðir I því skyni að afla erlendra lána fyrir Air Viking. En lögfræðingur Alþýðubankans á jafn- framt sæti I bankaráði Seðlabankans. Eftir að hafa fengið vilyrði fyrir sviss- nesku láni leggur lögfræðingur Alþýðubankans og bankaráðsmaður í Seðlabankanum fyrir hlutaðeigandi stjórnvöld, að þau samþykki slíka lán- töku fyrir Air Viking. Ekki var látið við það sitja að fyrirtækið gerði það sjálft. Bankaráðsmaður I Seðlabankan- um og lögfræðingur Alþýðubankans hefur með þessu móti gerzt milligöngumaður aðila, sem er í þess háttar vanskilum við Alþýðubankann að varða við lög. Þessi hlið málsins er óneitanlega alvarleg fyrir Alþýðubankann, er nú vinnur að þvi að öðlast traust á ný og nýtur velvilja flestra aðila i þeirri viðleitni. En hér vaknar spurningin um, hvaða sið- gæðiskröfur I fjármálum á að gera til bankaráðsmanna í Seðlabankanum.” (VÍSIR, 22. apríl 1978). Af þessu tilefni verði rannsakað, hvort ég hafi gerzt sekur um refsivert athæfi með þvi að leita eftir erlendu láni til handa Air Viking hf. 1975 og afla heimildar til þeirrar lántöku hér- lendis, þegar lánsloforðið lá fyrir. Rannsóknin beinist einkum að því, hvort bankastjórnin hafi beðið mig að útvega hið erlenda lán og svo hvort lánsútvegun min til Air Viking hf. hafi eins og á stóð farið í bág við hagsmuni Alþýðubankans hf. á þann hátt aðeigi hafi samrýmzt störfum mínum fyrir bankann. Sá ritstjóri VÍSIS, hr. Þorsteinn Pálsson, Háaleitisbraut 43 I Reykja- vik, sem skrifaði ritstjórnargreinina 22. apríl 1978, er jafnframt ábyrgðar- maður blaðsins, sbr. ákvæði laga um preritrétt, en hann er sjálfur lög- fræðingur og veit, að ég er ekki starfs- maður Alþýðubankans hf. Þessi ritstjóri telur sig nú hafa birt í blaði sinu upplýsingar, sem nægja mundu til ákæru á mig fyrir refsi- verðan verknað í sambandi við ofan- greindarsakargiftir. Ég neita staðfastlega þessum fullyrðingum ritstjórans, en neyðist af tilefni þeirra til að gera þá kröfu, að með sjálfstæðri opinberri rannsókn liggi það alveg Ijóst fyrir, hvort ég er sekur eða ekki um þær ávirðingar, sem ritstjórinn ber á mig í nefndri rit- stjórnargrein og hefur látið lesa upp fyrir allan landslýð i Ríkisútvarpinu, og skiptir hér engu, hvort aðrir eru sekireða saklausir. Þess vegna krefst ég sérstakrar opinberrar rannsóknar. Virðingarfyllst, Ingi R. Heígason. Opinber ákæra var nýlega birt á hendur tveim fyrrverandi banka- stjórum og fyrrverandi skrifstofustjóra Alþýðubankans. Af þvi tilefni hafði dagbl. Vísir viðtal við Jón Hallsson, einn hinna ákærðu. í viðtalinu vegur Jón nokkuð að bankaráðinu fyrrver- andi og lögmanni bankans, Inga R. Helgasyni. Ekki hafa aðrir ákærðu en Jón Hallsson fjallað um meintar sakir í fjölmiðlum. Nú hefur Ingi R. Helgason, hrl. krafizt opinberrar rannsóknar á þvi ámæli sem hann er borinn I viðtalinu við Jón Hallsson og i ritstjómargrein nokkru síðar, eins og að framan greinir. -BS. Framsókn á Fáskrúðsfirði: A ritf ríður í heiðurssætið Aiþýðubandaiagið á Raufarhöfn: NÝR MAÐUR í ÖÐRU SÆTI Arnfríður Guðjónsdóttir oddviti skipar heiðurssætið á lista Framsóknar- flokksins á Fáskrúðsfirði. Hefur Arn- fríður verið önnur af tvéim mönnurn flokksins I hreppsnefnd. Hinn er Þórólfur Friðgeirsson skólastjóri, sem er ekki á listanum núna. I fyrsta sætinu er Egill Guðlaugsson framkvæmdastjóri, 2. Sigriður Jóns- dóttir verkamaður, 3. Gunnar Jónsson útgerðarstjóri, 4. Kjartan Sigurgeirsson rafvirki, 5. Gísli Jónatansson kaup- Sjálfstæðisflokkurinn fékk í siðustu kosningu 647 atkvæði og 4 menn af 9 í bæjarstjórn á Isafirði. 1 kosningunum nú eru 3 af þessum fjórum mönnum í 1. 2. og 4. sæti listans. Nýr maður er hins vegari3.sæti. Efstur er núna Guðmundur H. Ingólfsson, bæjargjaldkeri, 2. Jens Kristmannsson útsölustjóri, 3. Óli M. Lúðvíksson framkvæmdastjóri, 4. Jón Ólafur Þórðarson fulltrúi, 5. Gunnar Steindórsson rafvirkjameisiari, 6. Geir- þrúður Charlesdóttir húsmóðir, 7. Ingi- Helgi Kristjánsson verkstjóri skipar áfram efsta sætið á lista Sjálfstæðis- flokksins á Ólafsvik. Hefur hann verið eini maður flokksins i hreppsnefnd. Sitja þar með honum 4 menn af lista almennra borgara. Sjálfstæðismenn fengu 159 atkvæði í síðustu kosningum. félagsstjóri, 6. Eiríkur Olafsson vélstjóri, 7. Baldur Guðlaugsson húsasmiður, 8. Óskar. Gunnarsson bifreiðarstjóri, 9. Óskar Sigurðsson vélstjóri, 10. Anna B. Stefánsdóttir verzlunarmaður, II. MagnúsGuðmundsson verkamaður, 12. 12. Friðrik Stefánsson skipstjóri, 13. Jóhannes Sigurðsson sjómaður og 14. Arnfriður Guðjónsdóttir oddvili. í síðustu kosningum fékk Framsókn 126 atkvæði og 2 menn i 7 manna hreppsnefnd. -DS. mar Halldórsson framkvæmdastjóri, 8. Hermann Skúlason skipstjóri, 9. Anna Pálsdóttir meinatæknir, 10. Ásgeir S. Sigurðsson járnsmíðameistari, 11. Óskar Eggertsson rafvirkjameistari, 12. Jón Páll Halldórsson framkvæmdastjóri, 13. Inga Þ. Jónsdóttir húsfrú, 14. Sigur- geir Jónsson bóndi, 15. Sigurður Pálmar Þórðarson verzlunarstjóri, 16. Sævar Getsson sjómaður, 17. Þorleifur Pálsson skrifstofustjóri og 18. Kristján J. Jóns- son hafnsögumaður. Annar á listanum nú er Kristófer Þor- leifsson héraðslæknir. 3. Soffía Þor- grimsdóttir yfirkennari, 4. Snorri' Böðvarsson rafveitustjóri, 5. Kristján Bjarnason stýrimaður, 6. Emanúel Ragnarsson verzlunarmaður, og 7. Erla Þórðardóttir-húsmóðir. -DS. Oháðirborgarará Hólmavík: KONA EFSTÁ LISTANUM Lýðræðissinnaðir borgarar á Hólma-, vík hafa nú tekið sig saman og bjóða fram lista í kosningunum i vor. 1 siðustu kosningum voru mcnn þar einungis kosnir sem einstaklingar en ekki eftir flokkum. Efst á listanum er Auður Guðjóns- dóttir húsfrú, 2. Bynjólfur Sæmundsson ráðunautur, 3. Karl E. Loftsson gjald- keri, 4. Maríus Kárason sjómaður, 5. Jón Arngrímsson verkamaður, 6. Sigur- björn B. Pétursson sjómaður, 7. Guðbjörg Stefánsdóttir húsfrú, 8. Guðjón Magnússon verkamaður, 9. Þórður Sverrisson verkamaður og 10. Bjarni Halldórsson vélgæzlumaður. í hreppsnefnd á Hólmavík sitja 5 menn. DS. Óháðir kjósendurá Hólmavík: Bjóða fram sjálfstæðan lista Óháðir kjósendur bjóða nú fram sjálf- stæðan lista á Hólmavík en í síðustu kosningum voru menn valdir í hrepps- nefnd sem einstaklingar én ekki eftir flokkum. Fyrstur á lista óháðra kjósenda er Gunnar Jóhannsson kaupmaður, 2. Þor- kell Jóhannsson kennari, 3. Magnús H. Magnússon rafvirki, 4. Helgi Ingimund- arson verkamaður, 5. Gunnar Númason verkamaður, 6. Katrin Sigurðardóttir, húsmóðir, 7. Áskell Benédiktsson bóndi, 8. Sigþrúður Pálsdóttir Ijósmóðir, 9. Ásmundur Vermundsson húsasmiður og 10. Ásgeir Ragnar Ásgeirsson verka- maður. -DS. Alþýðubandalagið hefur haft tvc menn í hreppsnefnd á Raufarhöfn. Angantý Einarsson skólastjóra og Heimi Ingimarsson sveitarstjóra. Angantýr er nú í fyrsta sætinu á listan- ' um en Heimir er ekki með. 1 öðru sæti listans er Þorsteinn Hallsson verkamaður, 3. Stefán Hjalta- son sjómaður, 4. Aðalsteinn Sigvaldason sjómaður, 5. Sigurveig Björnsdóttir hús- móðir, 6. Jóhannes Björnsson verka- Alþýðubandalagið býður nú fram eitt sér á Akranesi en I siðustu kosningum bauð það fram með SFV og Frjálslynda flokknum. Fengu þessir flokkar 381 at- kvæði og einn mann kjörinn, Jóhann Ársælsson skipasmið. Er Jóhann í efsta sæti Alþýðubandalagsins núna. Annar er Engilbert Guðmundsson hagfræðingur, 3. Guðlaugur Ketilsson vélvirki, 4. Sigrún Gunnlaugsdóttir kennari. 5. Sigrún Clausen verkamaður, 6. Laufey Skúladóttir verzlunarmaður, 7. Friðrik Kristinsson stýrimaður, 8. Búi Sigurgeir Kristjánsson forstjóri er efstur á lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Vest- mannaeyjum. Er Sigurgeir í bæjarstjóm á vegum Framsóknarflokks og Alþýðubandalags sem buðu fram saman I siðustu kosningum. Fengu flokkarnir 510 atkvæði og 2 menn í 9 manna bæjarstjórn. Hinn maður þeirra er Garðar Sigurðsson alþingismaður Alþýðubandalagsins. Annar á lista Framsóknar nú er Georg Hermannsson kaupfélagsstjóri, 3. Jóhann Björnsson forstjóri, 4. Einar Steingrimsson flugumferðarstjóri, 5. Jón maður, 7. Jónas Friðrik Guðnason skrifstofumaður, 8. Guðni Oddgeirsson verkamaður,9. Rósa Þórðardóttir hús- móðir og 10. Dísa Pálsdóttir húsmóðir. Til sýslunefndar er boðinn fram Þorsteinn Hallsson og Guðmundur Lúð- víksson til vara. í síðustu kosningum fékk Alþýðubandalagið 87 atkvæði og 2 menn I 5 manna hreppsnefnd. Gíslason vélvirki, 9. Arsæll Valdimars- son fv. bæjarfulltrúi, 10. Þórdís Kristjánsdóttir verzlunarstjóri, 11. Jóna Kristin Ólafsdóttir húsmóðir, 12. Árni Ingvarsson verkamaður, 13. Ásdís Magnúsdóttir húsmóðir, 14. Hulda Óskarsdóttir húsmóðir, 15. Guðmundur M. Jónsson varaformaður Sjóntanna- sambands islands, 16. Jón R. Runólfs- son hýbýlafræðingur, 17. Bjarnfríður Leósdóttir varaformaður Verkalýðs- félags Akraness og 18. Jón Mýrdal skipasmiður. -DS. Óskarsson lögfræðingur, 6. Jónas Guðmundsson verzlunarmaður, 7. Skæringur Georgsson trésmíðameistari, 8. Ásmundur Pálsson verkstjóri, 9. Ólafur Örn Ólafsson forstjóri, 10. Gisli Sigurðsson skrifstofumaður, II. Guðmundur Kristmundsson verka- maður, 12. Jón Ingólfsson bifreiðar- stjóri, 13. Stefán Guðmundsson verka- maður, 14. Sigurður Einarsson lög- reglumaður, 15. Hilmar Rósmundsson útgerðarmaður, 16. Logi Snædal Jóns- son skipstjóri, 17. Guðbjörg Vernharðs- dóttir húsmóðir og 18. Guðjón Björns- son útgerðarmaður. -DS. Smurbrauðstofan BJORNINN Njáísgötu 49 — Sími 15105 Sjátfstæðismenná ísafirði: Nýr maður íþriðja sæti ■ DS S jálfstæðisf lokkurinn í Ólafsvík: Helgi áfram efstur á lista -DS. Akranes: ALÞÝÐUBANDALAGIÐ BÝÐUR FRAM Ein Framsókn í Vestmannaeyjum: Sigurgeir f orstjóri áf ram í fyrsta sæti

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.