Dagblaðið - 28.04.1978, Qupperneq 12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978.
--———V
12
Rafafl svarar rógi
Vilmundar Gylfasonar
i grein, sem Vilmundur Gylfason
skrifar i Dagblaðið 21. april sl„ er
fullyrt að tilboð Rafafls s.v.f. Reykja-
vík í raflagnaframkvæmdir við Kröflu-
virkjun hafi verið sýndartilboð, og
látið að því liggja að það hafi ekki
verið i samræmi við útboðsgögn þau.
sem verkfræðifyrirtækið Rogers F.ngi-
neering Co. Iiafi útbúið. enda hafi
komið á daginn að greiðslur Kröflu-
nefndar lil Rafafls s.v.f. Iiafi reynst
miklu hærri en tilboðið gerði ráð
fyrir. í greininni -fullyrðir höfundur
einnig að Rafafl s.v.f., sem hann segir
að sé í eign forystumanna Alþýðu-
bandalagsins, hafi verið notað til að
flytja fjármagn úr almannasjóði lil
pólitískrar starfsemi og kaup Rafafls
s.v.f. á húseign Þjóðviljans á Skóla-
vörðustíg I9sanniþað.
I tilefni þessara ummæla, sem erfitt
er að sjá hvaða tilgangi þjóna, öðrum
en þeim að bera óhróður á starfsemi
Rafafls s.v.f.. sem á I harðri sam-
keppni við rafverktaka á almennum
markaði, vill stjórn Framleiðslusam-
vinnufélags iðnaðarmanna, sem á og
rekur Rafafl s.v.f.. taka eftirfarandi
fram:
1. Fjögur tilboð bárust í umrætt verk,
og var tilboðunum skipt i tvo hluta,
annars vegar almennar raflagnir og
jarðgröft, og hins vegar vélalagnir í
slöðvarhúsi virkjunarinnar. Var
fyrrihlutinn hannaður af Rafteikn-
ingu hf„ en siðari hlutinn af Rogers
EngineeringCo.
Tilboðin voru sem hér segir:
Verkhluti hannaður Verkhluti hannaður
Bjóðendur: af Rafteikningu hf. af Rogers Eng. Co. Samtals %
Rafverkl. Norðurl 12.800.000 26.900.000 39.700.000 107
Samvirki 17.100.000 28.071.000 45.171.000 I2l
Rafafl s.v.f 7.245.000 21.240.000 28.485.000 77
Orkuvirkinn .... 13.335.100 31.619.950 44.955.050 I2l
Kostnaðaráætlun 12.628.000 24.630.000 37.258.000 I00
ADMIRAL-
BÚNINGAR
England — West Ham —
Leeds — M. United o.Jl.
Admiral æfingabún-
ingar
t.d. West Ham — M.
United — Coventry o.fl.
Spoi tvöru verzlun
Inyólfs Óskarssonar
Klapparstíg 44, simi 11783.
Tilkynning
Eigendur skúra sem standa í óleyfi á hafnar-
svæði Reykjavíkurhafnar í Örfirisey og
Vatnagörðum í Sundahöfn skulu hafa fjarlægt
þá fyrir 20. maí nk.
Að öðrum kosti verða þeir fjarlægðir á
kostnað eigenda.
Hafnarstjórinn í Reykjavík.
Clarks
GÖTUSKÓR
Dbreidd Verð kr. 10.550.-
Litur: brúnn og drapp
Skósel
1. Rafafls.v.f. ereign fjölmennssamvinnufélags.
2. Tilboð Rafafls s.v.f. í Kröflu var 23% undir kostnaðaráætlun, og var
mælt með þvi af öllum ráðgefandi verkfræðistofum Kröflunefndar.
3. Strax í upphafi var Ijóst, að verkið ætti eftir að stækka mikið vegna þess að
hönnun var ekki að fullu lokið þegar útboð fór fram.
4. Þegar í upphafi var samið um einingarverð á aukaverk og lögð til grund-
vallar verð úr hinu lága boði.
5. Vinnu við vél l. átti að framkvæma sumarið 1976, og starta henni þá um
haustið. Af ástæðum sem Rafafl s.v.f. átti engan þátt í að skapa, dróst
þessi vinna fram á veturinn 1977.
6. Kauptaxti rafvirkja hækkaði á verktímanum úr 553 kr. dagvinnustundin í
944 kr„ og hlutfallslega meiri vinna var framkvæmd siðari hluta verktím-
ans.
7. Rafafl s.v.f. er óflokkspólitískt félag og opið öllum iðnaðarmönnum, sem
efla vilja hlut verkalýðs í þjóðfélaginu.
Við þá samninga voru lögð til grund-
vallar verð úr hinu lága boði. Var að
þessum samningum staðið eftir ósk
hinna ráðgefandi verkfræðinga.
Segja má því, að þær viðbætur, sem
komu á verk Rafafls s.v.f. við Kröflu-
virkjun hafi verið Kröflunefnd, hvað
verðlagningu varðar. hagkvæm á
sama hátt og lilboðið sjálft.
2. Rafafl s.v.f. er eign Framleiðslu-
samvinnufélags iðnaðarmanna.
sem er félag rúmlega 100 iðnaðar-
manna og opið öllum iðnaðar-
mönnum.
Á vegum félagsins er nú rekin öflug-
asta rafverktakastarfsemi, sem um
ræðir í landinu, hjá sjö sjálfstæðum
rafmagnsverkstæðum víða um land. í
hópi félagsmanna eru sannarlega
nokkrir Alþýðubandalagsmenn og
sumir gegna trúnaðarstörfum fyrir
þann flokk. hins vegar eru engin
skipulagsleg eða fjármálaleg tengsl
milli Rafafls s.v.f. og Alþýðubanda-
lagsins og þvi dylgjur að segja það I
eigu forystumanna þess. Vitað er, að
fram til þessa hafa einnig fundist
stuðningsmenn Alþýðuflokksins
meðal Rafaflsmanna.
3. Á siðasta ári keypti Rafafl s.v.f.
hluta af húseign Miðgarðs hf„ að
Ráðgjafaverkfræðingar Kröflunefndar mæla með að samið verði við Rafafl. s.v.f.
Eins og sjá má af þessu yfirliti var
tilboð Rafafls s.v.f. 23% undir
heildarkostnaðaráætlun, og I4%
undir kostnaðaráætlun í hönnunar-
hluta Rogers Engineering Co„ sem er
meginhluti verksins, og sá er krafðist
mestrar verk- og tæknikunnáttu.
Helsta skýringin á hinu lága tilboði
Rafafls s.v.f. í hönnunarhluta Raf-
teikningar hf. er sá að Rafafl s.v.f.
fékk sérstaklega lágt undirtilboð í jarð-
gröft frá byggingarverktaká virkjunar-
innar, fyrirtækinu Miðfelli hf„ enda
var sá hluti tilboðsins úrskurðaður
raunhæfur eftir að viðsemjendur Raf-
afls s.v.f. höfðu kannað forsendur
boðsins.
Vilmundur Gylfason gæti kynnt sér
það, ef hann hefur áhuga á að stunda
rannsóknarblaðamennsku, sem
honum virðist fyrirmunað, að á Ís-
landi er tilboðum ekki hafnað þótt
slíkur munur, sem hér umræðir, sé á
tilboði og kostnaðaráætlun.
Annars er rétt að geta þess að tilboð
Rafafls s.v.f. í rafverk eru oft langt
-undir kostnaðaráætlunum og er til-
Bóðið i Kröflu þvi ekki neitt sérstakt
og skulu hér tilfærð nokkur nýleg
dæmi:
raflagna í Kröfluvirkjun, þá er það
rétt, sem komið hefur fram, að hann
fór langt fram yfir tilboðsupphæð,
enda varð stórkostleg aukning á vinnu
við ýmsa verkþætti og á sama hátt
lengdist verktíminn. hvoru tveggja af
ástæðum, sem Rafafl s.v.f. átti engan
þátt í að skapa. Einkum urðu miklar
breytingar á þeim hluta, er hannaður
var af Rogers Engineering Co„ og
mun svo hafa verið um flesta verk-
þætti í Kröfluvirkjun.
Aukningin í raflögnum var rúmlega
þreföld (3.3 sinnum meiri) frá því, sem
'gert var ráð fyrir i útboðsgögnum, en á
verktímanum hækkaði kaup rafvirkja
verulega. þannig að greidd laun voru
um 40% hærri að meðaltali yfir allan
verktímann heldur en útboðið gerði
ráð fyrir. Þannig hækkaði kaup raf-
kirkja úr 553 krónum á dagvinnust. í
944 krónur á framkvæmdatimanum.
Sé þetta haft í huga og beitt einföldum
margföldunarreikningi, þá á hverjum
hugsandi manni ekki að koma það á
óvart að greiðslur til Rafafls s.v.f.
skulu vera tæpar 13£milljónir.
Ástæðan fyrir lengingu verktimans
og stórlegri aukningu verksins er hins
vegar sú, sem áður hefur komið fram í
skrifom um þessi mál, að hönnun
Verk: • Kostn.áætlun Rafafl % undir áætlun
3. áfangi Hvassal.skóla 17.394.497 13.829.992 2I
Félagsmiðstöð Árbæ 2.450.000 2.028.447 I7
Töfluskápar fyrir Arnarholt 1.600.000*) l.l 00.000 3I
*) engin kostnaðaráætlun var i Arnar-
holtsboðið en tekið er meðaltal boða
frá öðrum rafverkiökum.
Fleiri sambærileg dæmi mætli
nefna. en látum þetta nægja.
Fjarstæða er. að halda því fram, að
Rafafl s.v.f. hafi ausið fjáritiagni úr al-
mannasjóðum, heldur má mikju
frekar segja, að með tilkomu Rafafls
s.v.f. hafi verðlag lækkað á þessu
sviði, almenningi til heilla.
Varðandi kostnað við framkvæmd
Laugavegi 60 — sími 21270
virkjunarinnar var ekki að fullu lokið
þegar útboð raflagna fóru fram, og
helsta skýring þess, að stjórnmálalegar
ákvarðanir voru teknar árið 1975 um
að hraða virkjunarframkvæmdum við
Kröflu um eitt ár.
Strax og gengið var til samninga við
Rafafl s.v.f., eftir tillögu allra ráðgef-
andi verkfræðistofa, sem aðild áttu að
útboðinu, var gerður samningur um
einingarverð við framkvæmd auka-
verka, sem þá þegar mátti sjá fyrir.
Skólavörðustig I9, var kaupverð
þess eignarhluta 30 milljónir króna
og útborgun u.þ.b. 6,5 milljónir.
Hins vegar yfirtók Rafafl s.v.f.
mikið af lánum með húseigninni,
þannig að heildargreiðslubyrði
félagsins á árinu 1977 vegna kaup-
anna var um I2 milljónir. Var
gengið frá þessum kaupum eftir að
stjórn félagsins hafði kannað fram-
boð og verð fasteigna, enda er
kaupverðið í samræmi við fast-
eignaverð i Reykjavik og í sam-
ræmi við brunabóta- og fasteigna-
mal á húsinu. Getur slík fjárfesting
ekki talist stór í sniðum hjá félagi,
sem hafði á síðasta ári milli 200 og
300 milljón króna veltu.
Þátttaka félagsins i atvinnustarf-
semi hefur orðið til þess að hækka al-
menn launakjör rafvirkja í landinu og
launajafnréttiskerfi þess vísar veginn
til gjörbreyttra aðferða um ákvörðun
kauptaxta, sem verkalýðshreyfingin
hlýtur að stefna að. Daglegur rekstur
félagsins er í höndum starfsmanna-
ráða, þar sem allir starfsmenn eiga
jafna aðild, en eitt helsta baráttumál
verkafólks á næstu árum er að fá full
áhrif á stjórnun atvinnulífsins.
Það er athyglisvert, að frambjóð-
andi Alþýðuflokksins skuli taka undir
rógskrif fulllrúa Landssambands isl.
rafverktaka án þess að kynna sér
málavexti. Vonandi er rannsóknar-
blaðamennska frambjóðandans ekki
öll þessu marki brennd.
Stjórn Framleiðslusamvinnufélags
iðnaðarmanna lætur með yfirlýsingu
þessari lokið skrifum af sinni hálfu um
mál þetta og sér ekki ástæðu til að elta
frekari ólar við þær lygar og þá van-
þekkingu, sem skrif Vilmundar Gylfa-
sonar einkennast öll af.
F.h. stjórnar Framleiðslu-
samv.fél. iðn.manna
Sigurður Magnússon, Stafán Ólafsson,
Einar Krístínsson, Jón Krístófersson,
Ingvar Elísson, Guðmundur Magnússon,
Gísli Þ. Sigurflsson, Guflm. Bjamlerfsson.