Dagblaðið - 28.04.1978, Side 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978. ,
........
Geram 1. maí
ad baráttudegi
Allt bendir nú til að þrjár göngur
verði 1. maí. Fólki reynist ekki erfitt
að greina aðgerðir-„verkalýðsforyst-
unnar” úr. Hjá henni verður um að
ræða samskonar skrautsýningu og
undanfarin ár. Að venju verða
aðgerðir hennar merktar undansláttar-
og samvinnustefnu þessara „verka-
lýðsforingja” við auðvaldið.
Hinar tvær aðgerðirnar bera nöfnin
Samfylking 1. maí annars vegar, en
hins vegar er um að ræða bræðing
fyrst og fremst tveggja samtaka, þ.e.
s.k. Kommúnistaflokks tslands og
Fylkingarinnar. Þessir aðilar kalla
sínar aðgerðir „sameiginlegar aðgerðir
Rauðrar verkalýðseiningar og Bar-
áttueiningar”.
En hver er munurinn á þessum
tveim? Mörgum alþýðumanninum
reynist erfitt að svara því. Lítum fyrst
á Samfylkingu 1. maí. Samfylking 1.
maí hóf fyrst allra samtaka undirbún-
ing að 1. maí starfinu. Hún fylgir
ákveðinni stefnu, fyrir 1. mai aðgerðir,
sem ekki nokkur annar aðili hefur.
Samfylking er ekki skipulagslega
bundin nokkrum stjórnmálasamtök-
um. Hún byggir allt sitt starf á hópum,
sem bundnir eru við vinnustaði, stétt-
arfélög eða íbúðahverfi. Hún byggir á
þvi að virkja sem allra mest af nýju
fólki, verkafólki og námsmönnum til
starfa.
Stefna Samfylkingar er í aðalat-
riðum eftirfarandi: a) Samfylking legg-
ur mesta áherslu á baráttu gegn at-
vinnurekendum og ríkisvaldi þeirra og
þjónum þeirra í verkalýðshreyfing-
unni, þ.e. stéttasamvinnuforystunni,
sem er aðalandstæðingur verkalýðs og
baráttusinna innan verkalýðshreyfing-
arinnar. Kröfur Samfylkingar undir
þessum lið eru þvi m.a.: Endurreisum
stéttarfélögin sem baráttutæki, verjum
samningsréttinn, verkfallsrétt fyrir
iðnnema og aðildarfélög BSRB, fullar
og óskertar vísitölubætur, gegn fjölda-
uppsögnum, 150 þús. kr. lágmarks-
laun o.fl. b) í baráttunni gegn heims-
valdastefnunni leggur Samfylking
áherslu á að viö verðum ad berjast
gegn allri heimsvaldastefnu. Hérlendis
er mikilvægust baráttan gegn hernum
og NATO, en sem mikilvægasta kjör-
orð gegn heimsvaldastefnunni al-
mennt setur Samfylking fram: Gegn
heimsvalda- og stríðsundirbúningi
risaveldanna USA og Sovét. Auk
þessa leggur Samfylking sérstaka
áherslu á stuðning við baráttu Eritrea
gegn féndum sínum, þ.e. stjórn
Eþíópíu, Sovétríkjunum og Kúbu. c)
Samfylking heldur fram að barátta
kvenna fyrir réttindum sínum verði að
fara fram á grundvelli stéttabaráttu.
Karlinn er ekki aðalandstæðingur
konunnar heldur auðvaldið og konur
sem heild geta ekki háð sameiginlega
baráttu, þar eð þær tilheyra mismun-
andi stéttum þjóðfélagsins. d) Ríkis-
valdið er skilyrðislaus andstæðingur
námsmanna, án tillits til þess hvaða
ríkisstjórn situr við völd. Samfylking
krefst jafnréttis til náms. Hún hvetur
til baráttu fyrir bættum kjörum náms-
manna og gegn árásum ríkisvaldsins á
þau.
Samfylking 1. maí fylgir verkalýðs-
sinnaðri stefnu og aðhyllist skilyrðis-
lausa baráttu gegn allri heimsvalda-
stefnu, hvaða nafni sem hún nefnist.
En fyrir hvað standa þá „sameigin-
Iegar aögerðir Rauðrar verkalýðsein-
ingar og Baráttueiningar”. Margir
spyrja, hvers vegna þessi tvö róttæku
Kjallarinn
Sumarliði ísleifsson
öfl geti ekki unnið saman að 1. maí að-
gerðum og telja þetta skaðlega sundr-
ungu.
En ekki er við Samfylkingu að sak-
ast. Eins og áður segir hóf Samfylking
undirbúning að 1. maí starfinu fyrst
allra aðila. Frumkvæðisnefnd Sam-
fylkingar bauð öllum án undantekn-
ingar þátttöku á grundvelli þeirrar
stefnu sem að framan greinir. Bæði
s.k. Kommúnistaflokkur og Fylkingin
hunsuðu þetta starf og völdu fremur
að undirbúa eigin aðgerðir. Orsakirn-
ar, hverjar eru þær? Jú, bæði þessi
samtök eru andstæð stefnu Samfylk-
ingar í mikilvægum atriðum og tala
verkin þar skýrustu máli, enda verður
að miða við þau. Þess má einnig geta,
að „bræðingurinn” hefur ekki gefið út
neina sameiginlega stefnu og ekki
liggja nein plögg um hana á lausu.
Hvorugt þessara samtaka, þ.e.
„KFÍ” eða Fylkingarinnar, hefur haft
einarða afstöðu gegn stéttasamvinnu-
forystunni. Fylkingin hefur tekið
undir kröfur hennar um nýja „vinstri
stjórn” sem einhvern valkost fyrir
verkafólk. Reynslan af seinustu
„vinstri stjórn” var víst svo góð!!!
13
-
Fylkingin kallar Alþýðubandalag og
Alþýðuflokk verkalýðsflokka og hefur
sýnt með starfi sínu og stefnu að hún
telur bæði þessa flokka og stéttasam-
vinnuforystu verkalýðshreyfingarinn-
ar mögulega bandamenn og aöeins
gallaða foringja. Um hinn svokallaða
Kommúnistaflokk er það að segja, að
hann hefur sífellt verið að sökkva
dýpra í þetta sama fen.
Varðandi afstöðuna til heimsvalda-
stefnunnar er það að segja að a.m.k. i
sumum tilvikum styður Fylkingin
beint útþenslustefnu Sovétrikjanna,
kallar enda Sovétrikin sósíalísk og
verklýðsríki. Með öðrum orðum; hún
styður á margan hátt annað versta
afturhaldsafl heimsins, afturhaldsafl
sem er á góðri leið með að taka við af
Bandaríkjunum i þvi að vera versti
kúgari alþýðu þriðja heimsins.
Ljóst er, að Kommúnistaflokkurinn
s.k. hefur að nokkru eða öllu leyti
gengist inn á að fella brott baráttuna
gegn Sovét-heimsvaldastefnunni. Þess
háttar afstaða er svik við alþýðu þriðja
heimsins.
Auk þessara mikilvægu ágreinings-
mála vil ég benda á eftirfarandi: Þó að
Kommúnistaflokkurinn s.k. og Fylk-
ingin tali fjálglega um sameiningu r.ót-
tæku aflanna 1. maí, er fjarri lagi að
þessir aðilar reyni að koma af stað
nokkurri fjöldavirkni fyrir 1. maí, þ.e.
að virkja nýtt og óflokksbundið fólk i
starf. Aðgerðir þeirra leiða því ekki til
þess að fleiri baráttusinnar verði til
meðal verkalýðs og alþýðu.
Samfylking 1. maí samþykkti á
stofnfundi sinum, að hún gæti ekki
verslað rneð sín grundvallarstefnumið.
Það yrði aðeins stéttasamvinnu og
falssósíalisma til framdráttar. Leiðrétti
Rauð verkalýðseining og Baráttuein-
ing ranga stefnu sína, mun örugglega
ekkert vera þvi til fyrirstöðu, að um
sameiginlegar aðgerðir Samfylkingar
og þessara aðila verði að ræða.
Gerum I. maí að baráttudegi!
Sumarliði tsleifsson
félagi í iðnnemahóp
Samfylkingar 1. maí
nVr
VÖRUBÍLL
A
CargoStar Go1950B
sjálfskiptur, kraftmikill
6hjóla bíllí gangi
á bílasýningunni
Auk þess erFleestar 10 hjóla í húsi 2
Kaupfélögin um allt land
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykjavík Simi 38900
RAFUOS
Þetta
máallt
fá f sömu
ferðinni
ALLTÞETTA
Eldhúsinnréttingar, borð ogstólar
■■■ Sími
10600
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121
húsiö
Pi§
í iKI- i