Dagblaðið - 03.05.1978, Side 5

Dagblaðið - 03.05.1978, Side 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978. 5 „Ef við fáum meirihluta fer Hafnarfjarðarvegur niður að sjó” — sagðiHilmarlngólfsson efsti maðurá lista Aiþýðubandalagsins „Það verður brýnasta verkefni næstu bæjarstjórnar Garðabæjar að hamra á breyttri tekjuskiptingu bæjar og ríkis," sagði Hilmar Ingólfsson kennari, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins i Garðabæ og sá eini sem sat i bæjarstjórn á siðasta kjörtímabili með sjálfstæðis- mönnum. „Alltaf er verið að færa verk- efni frá riki til sveitarfélaga, nú síðast allt framhaldsskólakerfið. Þetta gerist á sama tíma og framkvæmdafé minnkar hjá bæjarstjórninni. Heildartekjur sveitarfélagsins eru áætlaðar 700 milljónir króna. Til fræðslumála fara samkv. áætlun 180.235.000 kr. Allir sjá hve gífurleg blóðtaka þetta er af tak- mörkuðu fé bæjarfélagsins,” sagði Hilmar. „Ég tel þvi óraunhæft af verðandi bæjarfulltrúum að vaða uppi og hrópa „malbika, malbika”. Malbik kostar fé og af fjárhagsáætluninni er ljóst að það „Við leggjum áherzlu á, að öll mál sem koma til afgreiðslu I bæjarstjórn Garðabæjar, séu ekki afgreidd meí flokkspólitísku hugarfari þeirra, sem þar eiga sæti. Þar á betri vitund og réttlætis- kennd manna að ráða,” sagði Einar Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri, efsti maður á lista Framsóknarflokksins i Garðabæ. „Við viljum trausta fjármálastjórn, skipuleggja framkvæmdir og fjármál fram í tímann og sýna fulla ábyrgð i þeim efnum. Skynsamleg ráðstöfun fjár- muna eins bæjarfélags er meginfor- senda farsældar þess.” Einar sagði að framsóknarmenn vildu að á næstu 2—3 árum yrði lokið frágangi gangstétta og varanlegs slit- verður litið fé til malbikunar og loforð um slíkt því óraunhæf. Það verður að lækka þann hlut sem rikið fær frá ibúum sveitarfélaganna." Hilmar sagði að misræmi milli loforða og efnda bæjarstjórnarmeirihlutans blasti alls staðar við. Loforð eru gefin án þess að menn hafi minnstu hugmynd um, hvað hægt er að efna. Ákveðin verkefni eru sett á verkefnaskrá. Þess eru dæmi aðekkert gerist fyrsta árið þar á eftir, næsta ár koma kannski kant- steinar við götu sem lofað var að mal- bika árið á undan og hvað gerist á þriðja ári loforðsins veit enginn. Fjárhags- áætlun fyrir 1978 hefur t.d. enn ekki verið samþykkt i Garðabæ. Loforð um framkvæmdir eru því með öllu órök- studd. Við Alþýðubandalagsmenn erum tilbúnir til afgreiðslu hennar með nauðsynlegum niðurskurði vegna fjár- skorts. lags -á allar götur bæjarins og stefna ætti að því að götur væru fullfrá- gengnar þegar flutt er í hús. Stefnubreytingar er þörf i viðhorfi til stofnunar nýrra atvinnufyrirtækja. Ráðamenn Garðabæjar virðast ekki hafa haft áhuga á að skapa eðlilega aðstöðu innan bæjarmarkanna fyrir at- vinnurekstur og eru allt önnur og jákvæðari viðhorf til þeirra mála í byggðarlögunum beggja megin við Garðabæ. Einar kvað nauðsyn bera til að sam- göngu-, öryggis- og löggæzlumál yrðu tekin til gagngerrar úrlausnar. Um- ferðarmál, einkum i tengslum við Hafnarfjarðarveg, væru óviðunandi og Löggæzlumálin verður að laka föstum tökum og hætta skripalciknum með loforð ráðamanna um úrbætur — en enga lausn. Á Hafnarfjarðarveginum verða fleira slys á hvern metra en nokk- urs staðar annars staðar gerist á byggðu bóliá íslandi. „Ef ég og mitt fólk fær meirihluta við kosningarnar verður enginn Hafnarfjarðarvegur byggður gegnum Garðabæ, þó sjálfstæðismenn séu búnir að samþykkja slikt í stað þess að færa hann niður að sjó eins og tillögur okkar, meirihluta skipulagsnefndar og skipulagsstjóra rikisins gera ráð fyrir. Það eru kjósendur sem enn geta afgreitt þetta mál. Borgarafundur hefur lýst stuðningi við okkar tillögur í þessu mesta deilumáli bæjarstjórnar á síðasta kjörtimabili. „Það eru mörg vandamál sem Garð- bæingar eiga óleyst. 200 milljónir þarf beinlínis hættuleg. Bæjarstjórn mætti ekki tefja úrlausn þessa máls og stærð bæjarins kallaði á að stjórnstöð lög- gæzlu yrði flutt i bæinn. Af öðrum málum sem Einar nefndi og sagði framsóknarmenn mundu beita sér ötullega fyrir á kjörtímabilinu má nefna að lokið verði við byggingu gagn- fræðaskóla og keppt verði að fjölbrauta- skóla, málum tónlistarskólans verði komið á fastan grundvöll með framtiðar- húsnæði, félagsleg starfsemi verði reist úr engu. „Hallærisplanið” við Ásgarð sagði hann heldur ekki vera bænum til sóma. Hann kvað ráðstöfun 109 hektara Garðabæjarlands til Hafnarfjarðar fyrir 33 hektara furðulegt mál sem t.d. i að gera fokheldan næsta áfanga skólans. Áfram þarf að halda við gerð fjölbreyttari byggðar með smáum íbúðum fyrir yngra fólk, svo það haldi ekki áfram að hrekjast úr byggðarlaginu. Bæjarstjórnarmálin þarf að taka miklu fastari tokum en gert hefur verið af full- trúum sem hafa tima til þeirra. Að því viljum við Alþýðubandalagsfólk stuðla,” sagði Hilmar. ASt. krefðist skýringar og loks að átelja yrði furðulega leynd, sem hvildi yfir ráðagerðum og athöfnum bæjarstjórnar. Bæjarbúar hafa áhuga á stjórnun síns bæjar og bæjarstjórn þarf að taka upp opnari tengsl við bæjarbúa. Þvi myndu allir fagna. -ASt. Flokkspólitískt hugarfar á ekki að ráða afgreiðslu mála — segir Einar Geir Þorsteinsson efsti maður á lista Framsóknarflokksins Liðin tíð að varanleg gatnagerð sé til fyrírmyndarí Garðabæ — segir Örn Eiðsson efsti maður á lista Alþýðuflokksins „Fái Alþýðuflokkurinn kjörinn mann i bæjarstjórn Garðabæjar mun hann byggja starf sitt á meginhugsjón jafnaðarstefnunnar, sem er frelsi ein- staklingsins, öryggi hans„jafnrétti í leit að lífshamingju og bræðralagi við lausn vandamálanna,” sagði Örn Eiðsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Garðabæ. „Þó margt hafi verið vel gert í Garða- bæ er auðvelt að benda á margt sem betur mætti fara. Efst á lista þýðingar- mikilla atriða má nefna að Garðbæinga skortir mjög aðstöðu til samvista og tómstunda íbúanna. Æskulýðs- og íþróttastarf geldur þessa aðstöðuleysis og þarf úr að bæta. Hér er gott íþrótta- hús en íþróttaleikvang vantar og betri sundlaug. Þá vantar hús fyrir félagslega starfsemi sem er þýðingarmikil. 1 þeim efnum er frumkvæði ibúanna mikil- vægt, samanber safnaðarheimilið sem reist var af stórhug og dugnaði. Um leið og talað er um æskuna og hennar vandamál er rétt að geta aldraðra sem tryggja verður áhyggjulaust ævikvöld. Þar er ábyrgð sveitarfélagsins mikil. Heimilishjálp og hjúkrun er öldruðum að jafnaði nær skapi en vistun á elli- heimili. Því þarf að auka aðgerðir er miða að því að aldrað fólk fái lifað við góðar aðstæður i því umhverfi sem því er kærast. I uppbyggingu atvinnumála hefur bæjarstjórnin brugðizt og almenna þjónusta þarf mjög að bæta. Heilbrigðisþjónusta innan bæjar- markanna er brýnt mál. Ætti að athuga hvort ekki yrði fljótlegast, ef hægt er, að koma á samvinnu við Vifilsstaðaspítala um það mál. Varanleg gatnagerð var eitt sinn til fyrirmyndar í Garðabæ. Það er liðin tíð og gera verður stórt átak í þessum mála- flokki. Til þess á fólk bæði kröfu og rétt.” örn sagði að Alþýðuflokkurinn myndi leggja ríka áherzlu á fræðslu- málin, markvissa menntun og lýðræðis- lega stjórn skóla. Hann kvað dag- vistunarheimili þurfa að vera til fyrir alla sem þeirra þurfa við um tima. Keppa ætti að einföldum og látlausum byggingum. Skipulagsmálin þarf og að bæta. Tryggja þarf fjölbreytni I húsagerð, smá- íbúðir fyrir ungt fólk og sérstakar ibúðir fyrir aldraða og öryrkja. í fáum orðum sagði Örn að „rödd jafnaðarstefnunnar í bæjarstjórn myndi stuðla að því að gera Garðabæ að ennþa betri og fegurri bæ en hann nú er." — ASt. Nýir fulltrúar öflugs meirihluta Sjálfstæðismenn hafa haft öruggan meirihluta i Garðabæ. Fráfarandi bæjarstjórn skipa fjórir sjálfstæðismenn og einn fulltrúi Alþýðubandalags. Fulitrúar sjálfstæðis- manna nú eru nýir menn að þvi leyti að þeir hafa ekki setið áður i bæjarstjórn. Efsti maður listans er bæjarstjórinn og gerþekkir þvi bæjarmálefnin. Hinir eru kunnir athafnamcnn og félagslega sinnaðir fulltrúar yngra fólks. Á myndinni eru frá vinstri talið: Garðar Sigurgeirsson, Jón Sveinsson, Markús Sveinsson, Sigurður Sigurjóns- son og Friða Proppé. Hverju spáir þú um úrslit kosninganna? Egill Rossen lagerstjóri: Ég held að hér verði engin breyting á og i bæjarstjóm sitji sex sjálfstæðismenn og aiþýðubandalagsmaður. Það er ekki launung á að ég kýs Jón Sveinsson og hans menn. Birna Viggósdóttir, húsmóðir og starfs- kona hreppsins: Ég held að sjálf- stæðismennirnir verði 4, alþýðubanda- lagsmenn tveir og einn frá Alþýðuflokki. Sjálf kýs ég Sjálfstæðisflokkinn. Elín Þórðardóttir húsmóðir: Meirihluti Sjálfstæðisflokksins er held ég öruggur. Ég spái þeim fimm, Alþýðubandalaginu einum og Framsókn einum. Ég tók þátt i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og býst við að kjósa bá. Vilbergur Júliusson skólastjóri: Ég held að allir flokkar nái nú manni og skipt ingin verði fjórir sjálfstæðismenn og cinn frá hverjum hinna. Ingólfur Egilsson hárskerameistari: Það er ósk min að sjálfstæðismenn fái 5 og ég býst að að Alþýðubandalagið og Fram- sókn fái sinn hvor . Sjálfur er ég flokks- bundinn sjálfstæðismaður og get full- vissað fólk um að við eigum góðan mann i 6. sæti. Glsli Hannesson eftirlaunamaður: Ætli þetta verði ekki 5 sjálfstæðismenn, alþýðubandalagsmaður og sennilega framsóknarmaður. Ég ákveð mitt at- kvæði í kjörklefanum. Spurning dagsins

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.