Dagblaðið - 03.05.1978, Side 8

Dagblaðið - 03.05.1978, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978. Nýtt aðsetur ÍBM á Islandi flytur nú aðsetur sitt aí Klapparstíg 27, |jar sem fyrirtækið hefur verið til húsa undan- farin ár. V’ið höfum tekið á leigu nýtt og rúmgott húsnæði að SKAFTAHLlÐ 24, þar sem framtíðaraðsetur okkar verður. A nýja staðnum er fvrirtækið betur i stakk búið til að svara kröfum timans og auka þjónustu sina við sta kkandi hóp viðskiptavina. Að SKAFTAIILÍÐ 24 er nóg rými, næg bílastæði og greið aðkoma. \'crið velkomin á nvja staðinn. Opinn AA-fundur verður haldinn fimmtudaginn 4. maí (uppstigningardag) kl. 14.30 í Tjarnarbæ (áður Tjarnabíó). Gestur fundarins: Vilhjálmur Hjálmars- son menntamálaráðherra. Einnig munu nokkrir AA-félagar segja frá reynslu sinni og svara fyrirspurnum ásamt gesti fundarins. Allt áhugafólk velkomið. Sunnudagsdeild (morgundeild) AA-samtakanna. Nýir umboðsmenn Dagblaðsins Sauðárkrókur Anna Leópoldsdóttir Víðihlíð 29 S: 95-5429 Þingeyri Hulda Friðbertsdóttir Brekkugötu 40 S: 94-8163 — nýr skeiðvöllurGusts var vígðuríKópavogi um helgina Griðarlegur fjöldi hestamanna var samankominn sunnan í Nónhæðinni i Kópavogi á laugardaginn þegar hestamannafélag- ið Gustur vígði nýjan skeiðvöll. Hesta„sportið” hafið—firmakeppni Gusts: „MIKILL MUNUR Á HESTI - OG Á GÓÐUM HESTI” Mikill munur á góðum hesti og — hesti Úrslitin: Keppt var I þremur flokkum í firma- keppninni og urðu úrslit sem hér segir: Unglingaflokkur, keppendur 40: 1. Slippfélagið í Reykjavík: Stjarna, 5 vetra, knapi Guðmundur Ólafsson. 2. Bæjarleiðir: Eylandsblesi, 8 vetra, knapi Hreiðar Hreiðarsson. Knaparnir i firmakeppninni voru ekki allir háir i loftinu. 3. Auglýsingastofa Kristínar: Vindur, 9 vetra, knapi Kristín Bögeskov. Karlaflokkur, 61 keppandi: 1. Félag Vatnsvirkja hf.: Faxi, 7 vetra, vindóttur, knapi Sigurbjörn Gunnars- son. 2. Breiðholt hf.: Svala, 6 vetra, rauð, knapi Benedikt Þorbjörnsson. 3. Trésmiðjan Grein hf. Kópavogi: Gló- faxi, 7 vetra, knapi Stefán Hjaltested. „Það er mikill munur á góðum hesti og bara hesti,” sagði Sigurður Þórhalls- son, vallarstjóri á kappreiðunum á laugardaginn. „Með auknum útflutningi á hestum hefur fólk farið að gera kröfur til betri hesta og verðið er ákaflega misjafnt. Sumir eignast kannski folald og temja sjálfir. Þá verður það auðvitað bezti hesturinn i þeirra augum, þótt það sé kannski argasta bikkja. En fólk stefnir almennt að því að fá þægilega og góða hesta. Það er alveg eins og með skíðamenn, það vill enginn renna sér á tunnustöfum í dag. Það eru miklu fleiri góðir hestar til í dag en voru fyrir nokkrum árum þegar ég var að byrja í hestamennskunni. Fólk gerir meiri kröfur og almenningur vill eiga góða hesta,” sagði Sigurður. Hestamannafélagið Gustur er að fara af stað með happdrætti til fjáröflunar vegna skeiðvallarframkvæmdanna. Aðalvinningurinn var til sýnis á laugar- dSginn en það er mjög fallegur rauður hestur frá Uxahrygg. Sagðist Sigurður hiklaust verðleggja hann á hálfa milljón. - A.Bj. Hestaáhugi er mikill í Kópavogi og eru félagsmcnn I hestamannafélaginu Gusti hátt á fjórða hundraö. DB-myndir Hörður Vilhjálmsson. „Við höfum hingað til notazt við Kjóavöllinn sem kappreiðavöll en á laugardaginn var fyrsti æfingavöllurinn okkar i Kópavogi vígður,” sagði Hreinn Árnason formaður hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi í samtali við DB. „Nýi völlurinn stendur sunnan í Nónhæðinni og er brautin 300 metrar. Völlurinn er í samræmi við samþykkt Landssambands hestamanna og vallar- stærðin sú sem þeir fara fram á. Á laugardaginn fór fram firmakeppni Gusts og tóku 138 fyrirtæki þátt í keppninni,” sagði Hreinn. „Nýi skeiðvöllurinn er töluvert mikið mannvirki og var byrjað á honum um mánaðamótin nóvember-desember sl. Er kostnaður við hann kominn upp í 1,6 milljónir. — Enn er eftir að ganga frá áhorfendasvæðinu, svæðið er mjög hentugt fyrir áhorfendur,” sagði Hreinn. 3. P. Stefánsson hf.: Geysir, 6 vetra, knapi Þór Sverrisson. Kvennaflokkur, 27 keppendun 1. tspan, Kópavogi: Gulltoppur, 11 vetra, ljósrauður, knapi Auður Möller. 2. Miðfell hf.: Geysir, 11 vetra, jarpur, knapi Gerður Leifsdóttir.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.