Dagblaðið - 03.05.1978, Side 11

Dagblaðið - 03.05.1978, Side 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. MAl 1978. Sovétríkin og V-Þýzkaland muni stuðla i hvivetna að friði og öryggi í Evrópu og heiminum öllum, aö þau muni leysa úr deilumálum sínum með friðsamlegum hætti og að þau muni ekki koma fram með neinar landa- kröfur, hvorki fyrr né síðarogengum á hendur. Undirritun og gildistaka þessa samnings, svo og samninganna um eðlileg samskipti V-Þýzkalands við Pólland, Austur-Þýzkaland og Tékkóslóvakiu, gerðu mögulegt að fjarlægja stærstu hindranirnar úr vegi hins evrópska öryggis. Þessir samning- ar áttu sinn þátt í því að unnt reyndist að halda Evrópuráðstefnuna í Helsinki og samþykkja Helsinkisátt- málann, sem nú er orðinn að löggjöf um samskipti austurs og vesturs. í maí 1973, þegar L. Brésnjef, aðal- ritari sovézka kommúnistaflokksins fór í sina fyrstu opinberu heimsókn til V-Þýzkalands, var undirritað sam- komulag til tíu ára um samstarf á sviði efnahagsmála, iðnaðar og tækni. Þetta samkomulag er enn í fullu gildi. V-Þýzkaland er orðið að stærsta viðskiptaríki Sovétrikjanna úr hópi þróaðra, kapítalískra iðnríkja. Á sl. ári námu viðskipti ríkjanna 11 milljörðum marka. Þetta útaf fyrir sig er mikilvægt, en mikilvægari er þó sú staðreynd, að efnahagssamstarfiö milli rikjanna verður æ umfangsmeira og miðast við framtiðina. V-þýzk iðnfyrirtæki taka nú þátt I meiriháttar mannvirkjagerð í Sovétríkjunum, og má þar nefna t.d. lagningu gasleiðslu i Siberíu, byggingu risavaxinnar vörubilaverksmiðju i Tatara- lýðveldinu og ýmissa mannvirkja sem verkafólks í meira en heila öld. Það var þó ekki fyrr en árið 1889 sem 1. maí var formlega gerður að alþjóðleg- um baráttudegi. Skömmu áður hafði dagurinn verið vígður með blóði verkamanna. Síðan hefur baráttan haldið áfram sleitulaust. Áfram hefur verið sótt og sigrarnir hafa orðið margir og stórir., En fórnir verkalýðsins hafa einnig verið miklar. Stundum hefur blóðið litað árnar og milljónir hafa fallið í glimunni við auðvald heimsins. Það auðvald sem svifst einskis. Það auðvald sem hikar ekki við að fremja þjóðarmorð ef ein- hverjir hagsmunir þess eru i hættu. En þetta úrkynjaða auðvald hefur þrátt fyrir allt orðið að hopa. Viðast hvar hefur það verið á undanhaldi megniðaf öldinni. Flótti þess hefði þó verið rekinn lengra og betur ef verkalýður heimsins hefði ekki eytt mikilli orku sinni i inn- byrðis deilur og tilgangslitil bræðravig. Okkur finnst oft að grátlega seint hafi þessi barátta gengið. En þrátt fyrir allt hafa sigrarnir orðið fleiri og stærri en ósigrarnir. Mannkynið hefur þróast til betra lífs og meira jafnréttis á stórum svæðum jarðarinnar. Fyrstu áratugina eftir að 1. mai tengdist verkalýðnum var eitt málefni sem gekk eins og rauður þráður i öllum aðgerðum verkafólks. Það var baráttan fyrir átta stunda vinnudegi. Það er dálitið undarlegt að standa hér i dag og verða að viðurkenna að eftir heila öld verður islenskur verka- lýður nú að hefja aftur þessa baráttu fyrir átta stunda vinnudegi. Átta stunda vinnudagur hefur ekki þekkst á íslandi hjá meginþorra verkafólks siðustu tvoáratugina. Þessi staðreynd minnir okkur á það, að aðferðir auðvaldsins breytast. Peningamennirnir hafa valdakerfi þjóðarinnar i sínum höndum. Þeir breyta baráttuaðferðum sínum eftir aöstæðum hverju sinni. Skriðdrekarnir eru ekki lengur úr stáli. 1 hinum svokölluðu velferðar- þjóðfélögum eru vopn auðvaldsins nú fremur i liki prentaðs máls. Þau vopn tengd eru efnaiðnaðinum á ýmsum stöðum í Sovétríkjunum. Sovétríkin flytja út jarðgas til V- Þýzkalands, oliu, timbur, vélar, bíla og fleiri vörur. Rétt er þó að geta þess, að jafnvægi hefur enn ekki náðst í viðskiptum landanna. Ástæðan er takmörkun á innflutningi frá Sovét- rikjunum, sem ákvörðuð er af v- þýzkum stjórnvöldum. Þetta vanda- mál telja margir að leysa þurfi sem fyrst, og að það yrði báðum löndunum I hag. Einnig sést að heimsóknir þeirra Helmut Schmidt og Walter Scheel til Sovétríkjanna i október 1974 og Walter Scheel forseti Vestur-Þýzka- lands og fyrrum forustumaður Frjálsra demókrata studdi austurstefnu Willv Brandts dyggilega á meðan hann var utanrfkisráðherra I stjórn hans. nóvember 1975 hafa verið gagnlegar. Þá kom fram að báðir aðilar höfðu áhuga á að þróa áfram hin gagn- kvæmu samskipti og auka þau. Leiðtogar Sovétríkjanna og V-Þýzka- lands létu í Ijós einróma það álit, að gagnkvæmt traust og skilningur ríkjanna væri virkur þáttur í friði og öryggi i Evrópu og byggðist á þeim meginreglum, sem staðfestar eru i Moskvusamningnum frá 1970. sem duga auðvaldinu best eru laga- bókstafir sem viðhalda og auka órétt- lætið í þjóðfélaginu. Þessi vopn eru til að mynda allir þeir pappírar sem gera peningamönnunum kleift að komast hjá þátttöku í samneyslunni og til þess að geta hlaðið upp verðbólgueignum og verðbólgueyðslu. H raf n Sæ mundsson Kjallarinn Vopn verkalýðsins 1. mai stendur íslenskur verkalýður á krossgötum. Þessi fullyrðing er ekki innantómt slagorð. Hver sæmilega vitiborinn maður sér hvernig þróun þjóðfélagsins hefur orðið undanfarin ár. Þjóðfélagið hefur náð því borgara- lega þróunarstigi að baráttan stendur ekki eingöngu um brauðið þó að það sé brýnt. Það er ekki eingöngu að allar efnahagslegar undirstöður séu að bresta eða brostnar, heldur er grunnur siðmenningarinnar orðinn svo veikur að upplausn þjóðfélagsins blasir við ef ekki verður nú þegar að gert. II Gamla Volkswagen Bjallan ætlar ekki að láta af sigurgöngu sinni þó svo að verksmiðjurnar í Vestur-Þýzka- landi hafi hætt framleiðslu hennar eftir þrjátiu ára stöðuga framleiðslu. Á þessum tíma hefur Bjallan verið ein helzta útflutningsvara Vestur- Þjóðverja en nú virðist dæminu snúið við. Fyrir skömmu var 4200 bifreiðum af þessari tegund skipað á land I Vestur-Þýzkalandi. Komu þær frá Mexico en þar eru bifreiða- verksmiðjur, sem framleiða Bjölluna. Þess vegna má segja, að nýr kafli sé að hefjast I sögu mest framleiddu bif- reiðar frá upphafi. Gert er ráð fyrir að árlega verði fluttar til Vestur-Þýzka- lands 20.000 Bjöllur frá verksmiðjum í Suður-Ameríku. Að sögn talsmanns Volkswagen- verksmiðjanna er mun hagstæðara að framleiða Bjölluna í Mexico en í Vestur-Þýzkalandi. Ástæðan mun vera gagnkvæm staða gjaldmiðla landanna. Fulltrúi verksmiðjunnar tók þó fram að enn væri sú tegund Bjöllunnar sem væri með blæju framleidd í Vestur-Þýzkalandi. — Við höfum ákveðið, að framleiða Bjölluna áfram þar sem eftirspumin er enn mjög mikil. Þar af leiðandi teljum við einnig hagstæðast að framleiðslan sé í þeim heimshlutum, þar sem salan ermest sagði talsmaðurinn. Á siðasta ári voru 266.000 þúsund Bjöllur seldar í heiminum. Fram- leiddar eru 1.100 bifreiðir á dag I verksmiðjunum i Brasiliu, Nigeríu, Suður-Afríku og Mexico. Við lok síðasta árs höfðu 19,3 milljónir Volkswagen Bjalla verið framleiddar síðan 1946. Talið er að 13 milljónir þeirra séu enn i notkun. NÚ ER VOLKSWAGEN FLUTTURINN TIL V-ÞÝZKALANDS Kosningarnar Raunhæft svar verkalýðshreyf- ingarinnar gegn þessum nöturlegu staðreyndum getur aðeins orðið eitt. Verkalýðshreyfingin verður að skilja þá einföldu staðreynd að gömlu vopnin eru orðin ryðguð. Einhliða verkfallsbarátta nær ekki lengur til- gangi sinum. Við munum sjá sannleika þessara orða núna í sumarbyrjun. Það er litill vandi fyrir verkalýðs- hreyfinguna að knýja fram breytingar á tölustöfum i samningum verkalýðs- félaga. Á þvi sviði hefur hún nægilegt faglegt vald ef því er beitt. Reynsla undanfarinna ára hefur hinsvegar sýnt að tölustafir á launa- seðlum eru ekki kjarabætur út af fyrir sig. Kjarabætur eru aðeins sá kaup- máttur sem stendur að baki talnanna. Kaupmáttur launa verður ekki lengur tryggður með einhliða faglegri baráttu. Við skulum gera okkur þessar stað- reyndir Ijósar fyrsta maí. Kvikmyndin Morðsaga Það er sögufölsun að 1. maí sé hátiðisdagur verkafólks. 1. mai með alla sína sögu er baráttudagur. Á þess- um degi á verkafólk að horfa opnum augum í kringum sig. Fyrsta mai á að endurskipuleggja baráttuna og taka mið af nýjum sjónarmiðum og breytt- um aðstæðum. Hér á íslandi er óvenjumikil þörf fyrir verkalýðinn að hafa opin augu. Hið slétta yfirborð þjóðfélagsins er ekki raunveruleikinn. Undir þessu yfirborði er ekki allt með felldu. Fyrir nokkru var gerð islensk kvik- mynd sem bar nafnið Morðsaga. Megnið af töku myndarinnar fer fram i ótilteknu einbýlishúsi á Reykjavikur- svæðinu. Þetta einbýlishús lék ekki litið hlutverk í kvikmyndinni. Þessi þögli leikari vakti ekki minni athygli en aðrir leikarar. Ætli margir hafi ekki sagt: Mikið fjandi er þetta glæsilegt hús. Slik einbýlishús eru ein Ijósasta út- hverfa þjóðfélagsins sem við búum i. Þessi hús verða ekki falin. Fjárfesting i hverju slíku húsi myndi nægja til þess að byggja góðar ibúðir yfir börn stórrar verkamanna- fjölskyldu. t þessu litla dæmi speglast á einkar Ijósan hátt það ranglæti sem rikir I þjóðfélaginu. Auðurinn sem hleðst á fáar hendur er ekki alltaf fenginn með ólöglegum aðferðum. Það eru lögin og reglurnar sem halda öllum leiðum opnum fyrir peningamennina. Það eru þessar staðreyndir sem verkalýðshreyfingin verður að skilja. Meðan verkalýðshreyfingin skjlur ekki það hlutverk sitt i nútimaþjóð- félagi að beita pólitisku valdi sinu, næstekki umtalsverðurárangur. Meðan verkalýðshreyfingin beitir ekki þessu valdi til þess að loka þeim götum og smugum sem fjármagnið streymir stöðugt eftir til peninga- mannanna, þá verður kjarabaráttan bitlítil ogómarkviss. Kvikmyndin Morðsaga opnaði glufu inn í rotnandi borgaralegt sam- félag. Hún rispaði aðeins harðviðar- klætt yfirborð þess tilgangsleysis sem þar ríkir. En það er önnur morðsaga i gangi. Þetta er sú morðsaga sem lýsir með- höndlun neysluþjóðfélagsins á þeim sem minnimáttareru. Þessi morðsaga lýsir til að mynda réttindum vangefinna og daufdumbra. Hvernig traðkað er á þessum minnstu bræðrum okkar sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Sem fá ekki einu sinni þau mannréttindi sem þeir þó eiga lögum samkvæmt. Þessi rrTorðsaga lýsir félagslegri og efnahagslegri meðferð á stórum hluta aldraðra, sem búa I einangrun og komast oft niður að hungurmörkun- um vegna þeirrar naumu skömmtunar sem þeir hljóta. Þessi morðsaga lýsir meðferð sam- félagsins á fötluðu fólki og öryrkjum. Ef til vill nær siðleysið þar hæst. Þessi morðsaga verður trúlega ekki kvikmynduð á næstunni. Það er hinsvegar viö hæfi að rifja hana upp 1. mai. Um fyrsta mai eigum við að horfa út yfir hversdagsleikann og setja mál- efni okkar i víðara sögulegt samhengi. Við eigum að líta til alþjóðlegrar bar- áttu, jafnframt þvi að huga að okkar einangruðu vandamálum. Við eigum að rifja upp þær fórnir sem færðar hafa verið. Við megum ekki gleyma öllum þeim sem féllu. Öllum þeim sem sitja I fangelsum og sæta ofsóknum enn í dag vítt um heimsbyggðina. Við megum heldur ekki gleyma þessari einföldu spurningu: Til hvers dóu þeir? Við megum ekki gleyma því í önn dagsins að við erum og verðum alltaf hluti af alþjóðlegri baráttusveit verka- fólks. Á komandi mánuðum verða átök í þjóðfélaginu. Þungamiðja þessara átaka verða bæjarstjórnar- og alþingis- kosningar 28. mai og 25. júní. Þær kosningar sem framundan eru i sumareru ekkert tómstundagaman. Að bæta við manni i borgarstjórn eða á alþingi mun ekki hafa nein úr- slitaáhrif i stjórnmálum. Þessar kosningar standa meira en um þau dægurmál sem hamrað er á I kosningabaráttunni. Þessar kosningar munu skera úr um það hvort sú þjóðfélagsgerð sem við búum við heldur velli. Þessar kosningar munu skera úr um það hvort aldagamalt siðgæðismat verður þurrkað út og frumskógarlög- málið eitt nái endanlega yfirhöndinni. Það frumskógarlögmál þar sem réttur hins sterka situr í fyrirrúmi. Ef það gerist að núverandi valda- kerfi haldi velli mun það kosta áratuga baráttu verkalýðsins að rétta þjóð- félagið aftur við. Að koma félags- legum sjónarmiöum aftur á dagskrá. Skotgrafir verkafólks í sumar eru kjörklefarnir. Þar og eingöngu þar verða úrslitin ráðin. Hrafn Sæmundsson prentari.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.