Dagblaðið - 03.05.1978, Síða 12

Dagblaðið - 03.05.1978, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. MAl 1978. i Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir PATRICK FURÐULEGT - KR FALUÐ! } c ,% <'J |. £ {,: ' -|ít- §?! _• ■ .. . - . ( : . ■ .. -■ . : ; ■', l . , -í/ II J & ' t %% \ - : , 1 '* »p. \ 1 ;VS-'| ; . V------------------ V . I annað sinn efnum við til hópferðar til Florida. Fyrsta ferðin tókst stórkostlega vel og hin þriðja verður sennilega farin í ágúst. Dvalið verður á góðu hóteli, Ivanhoe á hinni skjannahvítu og hreinu Miamiströnd, þar sem sjórinn er notalega hlýr og ómengaður. Brottfbr 9. júní. Komudagur 1. júli. Verð kr. 189.000,- á mann í tveggja manna herb. Aukagjald fyrir eldunaraðstöðu kr. 10.800. - fyrlr hvom. Frá hótelinu bjóðast skoðunarferðir til: Disney World - heims teiknimyndapersónanna. Seaquarium - stærsta sædýrasafns heims. Safari Park - eftirmyndar frumskóga Afríku Everglades þjóðgarðsins sem á engan sinn líka og fjölmargra aunarra áhugavcrðra staða. FLUGFÉLAG ÍSLANDS Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hótel Esju, sími 27800, farskrárdeild, sími 25100, skrifstofur okkar úti á landi, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. L0FTLEIBIR Markmenn Hanzkar, húfur, hnéhlífar og o/nbogahlífar Póstsendum Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44. Sími 11783. — HandknattleiksfélagKópavogs sigraði KR með níu marka mun í gær Eitt yngsta íþróttafélag landsins, Handknattleiksfélag Kópavogs, vann i gær stórsigur á KR i aukaleik um réttinn til að leika i 1. deild íslandsmótsins næsta leiktfmabil — sigraði 29—20 og vann þar með upp og meira til forskot það, sem KR-ingar náðu í fyrri leik lið- anna. Það verður þvi HK, sem leikur meðal þeirra „stóru” næsta vetur en KR- liðið er aftur fallið niður i 2. deild. Sorg- legt hjá þvi stóra félaginu og nokkuð, sem fáir eða engir reiknuðu með. En það hafa verið gífurlegar sveiflur í leik KR-liðsins siðustu vikurnar. Stundum góðir leikir aðeins til að falla niður á lægsta plan örfáum dögum siðar. Það kom KR-ingum í koll í iþrótta- húsinu í Mosfellssveit i gærkvöld. Þeir léku slakan handknattleik. Celtic sektað Dómaranefnd skozka knattspyrnu- sambandsins dæmdi i gær Celtic í þúsund sterlingspunda sekt vegna fram- komu fylgjenda liðsins á útivöllum — og þá einkum vegna framkomu þeirra í Edinborg i siðasta mánuði. Þá lék Celtic við Hibernian. Þá var Derek Parlane hjá Rangers settur i sex daga leikbann sem þýðir, að hann getur ekki leikið i úrslitum skozku bikarkeppninnar á laugardag. Þá leika Aberdeen og Rangers i úrslitum á Hampden Park. Öðru máli var að gegna með HK- menn. Þeir börðust vel. Gáfu hvergi eftir og greinilegt, að úrslitin í fyrri leik liðanna, þegar KR vann með sjö marka mun, voru gleymd. Þeir báru ekki hina minnstu virðingu fyrir keppinautum sinum og náðu fljótt forskoti. Um miðjan fyrri hálfleikinn var munurinn fjögur mörk, 11—7 HK í vil, og sá munur jókst í fimm mörk fyrir leikhléið. 17-12. I siðari hálfleiknum jókst munurinn og HK-menn náðu þeim mun, sem með þurfti. Þeir gáfu hvergi eftir og loka- mínútuna var mikill darraðardans á fjölum iþróttahússins og KR-ingar reyndu allt til að minnka muninn i sjö mörk. HK-menn höfðu þá átta mörk yfir svo spennan gat ekki verið meiri. Og þeim tókst að halda sínum hlut — og gott betur, þvi þeir skoruðu síðasta mark leiksins. Nær allir leikmenn HK sýndu sínar beztu hliðar í gær og fáir léku betur en fyrirliðinn, Karl Jóhannsson. 44ra ára leiddi hann lið sitt til sigurs og fyrir keppnina lofaði hann þvi að leika meö næsta vetur ef HK kæmist i 1. deild. Sá fjarlægi draumur fyrir nokkrum dögum rættist í gær. Þá var golfmaðurinn kunni, Ragnar Ólafsson, afar erfiður KR-ingum og skoraði átta mörk. Fleiri kappar liðsins létu að sér kvéða og HK hefur innan sinna vébanda bráðefnilega stráka og leikreynda menn. Um leik KR er bezt að hafa sem fæst orð. Það var ekki þeirra dagur í Mosfellssveit í gær. Leika f Póllandi Lvropukeppm unglingalandshða i knattspyrnu hefst I Póllandi á föstudag, 5. maí. tsland er meðal þátt- tökuþjóða og það er i fimmta skipti siðustu sex árin, sem islenzka unglingalandsliðið hefur unnið sér rétt i þessa keppni. Það hefur vakið mikla athygli eriendis. tslenzku leikmenn- irnir, fararstjórar og þjálfarar héldu áleiðis til Póllands á þriðjudags- morgun. Fyrsti leikur liðsins er á föstudag. t sama riðli og ísland eru lið Ung- verjalands, Belglu og Júgóslavíu — lönd, sem talin eru meðal hinna beztu i Evrópu. Belgia núverandi Evrópu- meistari. Fyrsti leikur tslands verður við Ungverjaland i föstudag — á sunnudag verður leikið við Belgíu og á þriðjudag við Júgóslaviu. Aðeins efsta liöið f riðlinum kemst i undanúrslit keppninnar. Það verður þvi við ramman reip að draga fyrir islenzka liðið en leikmenn voru ákveönir í að gera sitt bezta. Lárus Loftsson, aöal- þjálfari liðsins var mjög bjartsýnn á góðan árangur, þegar haldið var til Póllands. t islenzka liðinu eru 16 leik- menn og sjást nokkrir þeirra á hinni skemmtilegu DB-mynd Bjarnleifs hér til hliðar. Aðalfararstjóri er Helgi Danielsson, formaður unglinganefndar KSÍ. DAGBLADIÐ.MIDVIKUDACUR 3.MAÍ 1978. íþróttir iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Fyrsti sigurFylkis í meistaraflokki! Merkisatburður átti sér stað á Melavellinum i gær- kvöld. Unga Árbæjarliðið Fylkir vann þá sinn fyrsta sigur í meistaraflokki Reykjavíkurmótsins í knatt- spyrnu. Sigraði Ármann 2—0 en þetta er i fyrsta skipti, sem Fylkir hcfur fengið rétt til að leika i meistaraflokki mótsins. Fylkir, sem aðeins á tíu ár að baki, er að verða öflugt íþróttafélag — og meistara- flokkur félagsins í handknattleik leikur i 1. deild næsta keppnistimabil. Það var líka annað merkilegt við leikinn f gær en úrslitin. Fylkir skoraði þá sín fyrstu mörk í mótinu áður hafði ieikmönnum liðsins ekki tekizt að koma knettinum f mark mótherjanna. Mörk Fylkis skoruðu Hilmar Sighvatsson og Hörður Antonsson. Bæði skoruð i fyrri hálfleik. Staðan i mótinu er nú þannig: KR 5 3 2 0 9—1 10 Víkingur 5 3 0 2 9—6 7 Valur 4 2 0 2 13-4 6 Þróttur 5 2 2 1 6-4 6 Fram 4 12 1 4-4 5 Fylkir 6 12 3 2—7 4 Ármann 5 10 4 2—19 2 Júgóslavía í úrslit Það verður Júgóslavfa, sem leikur til úrslita við Austur-Þýzkaland i Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu, leikmenn 21 árs og yngri. 1 gærkvöld gerðu England og Júgóslavfa jafntefli 1—1 á Maine Road í Manchester. Það nægði Júgóslövum því þeir sigruðu i heimaleik sínum 2— 1. Samtals þvi 3—2. Enska liðið sótti mjög nær allan leikinn i gær en komst lítið áleiðis gegn sterkri vörn Júgóslava. Þeir voru oftast með átta menn í vörn og ekki bætti úr skák fyrir enska, að leikmenn liðsins voru ekki á skotskón- um, þegar tækifæri gáfust. Júgóslavar náðu af og til skyndiupphlaupum og þegar sjö mfn. voru til leiksloka tókst Halilhodzic að skora eftir mistök Joe Corrigan, markvarðar enska liðsins. Á næstu mín. tókst varnar- manninum Steve Sims að jafna fyrir England. Þar við sat og enskir sitja eftir með sárt ennið. En þeir geta engum nema sjálfum sér um kennt eftir að hafa verið betra liðið í báðum leikjunum. Áhorfendur voru 24.423. Monakófranskur meistari Monakó tryggði sér sigur i 1. deildinni frönsku í gær, þegar liðið sigraði Bastia í síðustu umferðinni i gærkvöld. Leikið var í Monakó og heimamenn sigruðu 2—1. Nantes sigraði Nizza á sama tfma með miklum mun, 6—1, en það nægði ekki. Liðið varð í öðru sæti — stigi á eftir Monakó. Staða efstu varð þessi: Monakó 38 22 9 7 79—46 53 Nantes 38 21 10 7 60—26 52 Strassb. 38 19 12 7 70—40 50 Marseill. 38 20 7 11 70-41 47 Nancy 38 17 9 12 63—49 43 Lokahóf hand- knattleiksmanna Handknattleiksmenn halda sitt lokahóf i kvöld i Sigtúni. Það hefst með borðhaldi kl. sjö. Verðlaun verða afhenti íslandsmótinu og bikarkeppni HSf-en síðan verður dansað með miklu fjöri til kl. tvö. Ýms skemmtiatriöi verða. I vann Perú Landslið Brasiliu í knattspyrnu sigraði Perú í gær með 3—0. Leikurinn var háður í Rio og voru áhorfendur 180 þúsund. Zico skoraði fyrsta mark Brasilfu en f síðari hálfleik skoraði Renaldo tvivegis. Með þessum mörkum vann hann sér örugglega sæti i HM-liði Brasilfu en um tima var talinn vafl á þátt- töku hans í Argentfnu. Þessi snjalli leik- maður hefur átt við þrálát meiðsli að striða, sem hann hefur nú yfirstigið. Úlfamir og Millwall héldu sætum sínum í 1. og 2. deild Úlfarnir áttu ekki i erfiðleikum með að halda sæti sfnu i 1. deildinni ensku, þegar þeir léku við nágrannalið sitt frá Birmingham, Aston Villa, í gærkvöld. Úlfarnir sigruðu með 3—1 og komust við sigurinn uppfyrir tvö Lundúnalið, QPR og West Ham, og hið síðarnefnda er fallið niður i 2. deiid eftir 20 ár f þeirri fyrstu eða frá 1958. Úlfarnir hafa nú 34 stig, QPR 33 og West Ham 32 stig. Úlfarnir eiga einn leik eftir. Hin liðin hafa lokið leikjum sínum. Þá tókst Millwall, félaginu úr hafnar- hverfi Lundúnaborgar, að halda sæti sínu í 2. deild — nokkuð, sem virtist úti- lokað fyrir nokkrum vikum. En liðið hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum að undanförnu. 1 gær Mansfield með 1—0 og skoraði John Seasman markið þýðingarmikla. Millwall komst upp í 14. sæti af 22 við sigurinn. Svo mjótterámununum. John Richards skoraði fyrsta markið í Wolverhampton en John Little jafnaði fyrir Villa. Mel Eves — enn á ferðinni pilturinn sá — náði aftur forustu fyrir Úlfana rétt fyrir hálfleik. Undir lokin skoraði Bill Rafferty þriðja markið. Úrslit i gær. I.deild Chelsea-QPR 3-1 WBA-Nottm. Forest 2-2 Wolves-A. Villa 3—1 Þeir Tony Brown og Wayne Hughes skoruðu mörk WBA en lan Boywer og John Robertsson, víti, mörk Forest. For- est hefur nú 63 stig. Leik Orient og Charlton var frestað vegna bleytu á leikvelli Orient. Á að fara fram í kvöld. í úrvalsdeildinni skozku var einn leikur háður. Neðsta liðið Clydebank sigraði þá Dundee Utd. 2—0._ Öldungamótí Bláfjöllum Öldungamót á skiðum verður háð í Bláfjöllum á morgun, flmmtudag, og hefst kl. 12.00. öllum 35 ára og eldri er heimil þátttaka. Það er unga fólkið i skíðadeildunum, sem sér um fram- kvæmd mótsins. Nýjarsveiflurí tískunni LeikhúsíLondon Matur í Boston Doktorinn frá Freeport kvaddur Eftir skilnaöinn -grein- Ný hörkugóö framhaldssaga

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.