Dagblaðið - 05.05.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 05.05.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1978. 7 Bjöm Ólafsson verkfræðingur (G-lista): ATVINNUTÆKIFÆRIFYRIR ALLA ÍBÚA „Ég legg höfuðáherzlu á áframhald- andi og aukna atvinnuuppbyggingu og set það markmið að skapa atvinnu- tækifæri fyrir alla sem vilja og geta unnið og þá tel ég unglinga og gamal- ménni með. Til þess að því síðastnefnda verði náð álít ég að bærinn þurfi að vera meiri þátttakandi í þessari uppbyggingu en nú er,” sagði Björn Ólafsson, 1. maðurá G-lista. „Bærinn er nú orðinn landlaus fyrir iðnaðaruppbyggingu og eru jarðakaup í Fífu- og Smárahvammi orðin brýn verk- efni. Annar fjárfrekt úrlausnarefni, en jafnframt áríðandi, er lagning holræsis fyrir suðurhlið Kcpavogs og út á Kársnes í þeim tilgangi að hreinsa lækinn og voginn að nokkru um leið. Heilbrigðis- og umhverfissjónarmið knýja á um það. Þá vil ég leggja áherzlu á að ekki verði frekar en orðið er gengið á útivist- arsvæði í bænum með því að byggja á þeim. í þvi sambandi er rétt að benda á að fyrir tillögur minnihlutans í bæjar- stjórn hefur tekizt að stöðva, a.m.k. í bili, ásókn Reykvíkinga i að leggja svo-c nefnda Fossvogsbraut sem væri eyðilegging á glæsilegasta útivistar- svæði á höfuðborgarsvæðinu sem dalurinn gæti orðið ef báðir eignaraðilar legðu rækt við það. Að lokum vil ég drepa á nokkur áhugamál mín til viðbótar, og þá fyrst nauðsyn á stofnun hjúkrunarheimilis fyrir aldraða, rykbindingu gatna, uppbyggingu íþróttahallarinnar og upp- byggingu miðbæjarins austan gjár sem fyrst svo ibúar þar fái hið bráðasta mannlegt umhverfi.” -G5. Björn Ólafsson verkfræðingur á vinnustofu sinni. DB-mynd Hörður. Richard Björgvinsson viðskiptafræðingur (D-lista): Heilt iðnaðarhverfi hefur risið hér á kjörtímabilinu „Við munum leggja áherzlu á trausta fjármálastjórn og að vinna áfram að því alhliða uppbyggingarstarfi sem fram hef ur farið hér á kjörtímabilinu,” sagði Richard Björgvinsson viðskipta fræðingur í viðtali ' ið DB en hann skipar annað sætið á lista Sjálfstæðis- flokksins við bæjarstjórnarkosningam- ar. „Mér er þar efst í huga að koma varanlegu slitlagi á sem flestar götur bæjarins, þó allmyndarlega hafi til tekizt á þessu kjörtimabili er það alls ekki nóg.” Richard benti á þær byggingarfram- kvæmdir sem nú væru í gangi á vegum bæjarins og nefndi þar sem dæmi: iþróttahús, sem verður mikið mannvirki, fyrsta áfanga Snælandsskóla, unnið er að því að innrétta húsnæði fyrir bóka- safnið og þá er fyrirhugað að koma á fót mun betri aðstöðu fyrir Félagsmála- stofnun kaupstaðarins á næstunni. „Ég vil einnig benda á það að á þessu kjörtímabili hefur risið upp heilt iðnaðarhverfi hér í bænum,” sagði Richard. „Þvi verðum við aö hlúa að og um leið stuðla að þeim félagslegu byggingarframkvæmdum við íbúðir, sem þar eru i gangi í nágrenninu. Þegar þær íbúðarblokkir verða tilbúnar er það íbúðarhúsnæði fyrir ellefu hundruð manns.” -HP. Richard Björgvinsson viðskiptafræðingun Við erum stoltir af nýja iþróttavellinum. Kópa- vogur — 1974 1970 1966 1962 Alþýðuflokkur 446-1 493-1 360-1 271-1 Sjðlfstæðisflokkur Alþýðubandalag (með Félagi 1965-4 1521-3 1203-3 801-3 óhóðra kjósenda 1970 og 1966 og „óháðir kjósendur" 1962) 1476-3 1252-2 1196-3 928-3 Framsóknarflokkur og Samtökin Framsóknarflokkur 1403-3 881-2 967-2 747-2 Samtökin 615-1 6 listar íkjöri A-listi Alþýðuflokksins: 1. Guðmundur Oddson yfirkennari, 2. Rannveig Guðmundsdóttir húsmóðir, 3. Steingrímur Steingrimsson iönverkamaður, 4. Einar Long Siguroddson yfirkennari, 5. Kristín Viggósdóttir sjúkraliði, 6. Ásgeir Jóhannesson forstjóri, 7. Sigriður Einarsdóttir kennari, 8. Alda Bjamadóttir húsmóðir, 9. Jónas Guðmundsson skrifstofumaður, 10. ÞórannaGröndalgjaldkeri, 11. ísidór Hermannsson sjónvarpsstarfsmaður, 12. Tryggvi Jónsson nemi, 13. Helga Sigvaldadóttir húsmóðir, 14. Karen Gestsdóttir húsmóðir, 15. Rúnar Skarphéðinsson sölumaður, 16. Kristján Jónsson verzlunarmaöur, 17. Jóhannes Reynisson sjómaður, 18. Magnús Magnússon bifvélavirki, 19. Njáll Mýrdal fiskmatsmaöur, 20. Bragi Haraldsson verkamaður, 21. Þorvarður Guðjónsson bifvélavirki, 22. Ólafur Haraldsson bæjarfulltrúi. B-listi fram- sóknarmanna: 1. Jóhann H. Jónsson bæjarfulltrúi, 2. Skúli Sigurgrímsson bankafuUtrúi, 3. Magnús Bjamfreðsson bæjarfuUtrúi, 4. Jón Sigurðsson ritstjórnarfuUtrúi, 5. Sólveig Runólfsdóttir gjaldkeri, 6. Ragnar Snorri Magnússon skrifstofumaður, 7. Guðrún Einarsdóttir skrifstofumaður, 8. dr. Bragi Ámason prófessor, 9. Jóhanna Valdimarsdóttir verkstjóri, 10. Guðmundur Þórðarson héraðsdómslögmaður, 11. öm Andrésson prentari, 12. Kristján Ingimundarson framkvæmdastjóri, 13. Anna Ágústsdóttir húsmóðir, 14. Grimur S. Runólfsson framkvæmdastjóri, 15. KristjánG.Guðmundssonhúsasmiður, 16. Auðunn Snorrason blikksmiöur, 17. GuðmundurH. Jónsson framkvæmdastjóri, 18. Gestur Guðmundsson skrifstofumaður, 19. Salómon Einarsson deildarstjóri, 20. Ingjaldur ísaksson bifreiðarstjóri, 21. ÞorbjörgHalldórsfráHöfnum, 22. Jón Skaftason alþingismaður. D-listi Sjálfstæðisflokksins 1. Axel Jónsson alþingismaður, 2. Richard Björgvinsson viðskiptafræðingur, 3. Bragi Michaelsson framkvæmdastjóri, 4. Steinar Steinsson skólastjóri, 5. Torfi B. Tómasson framkvæmdastjóri, 6. SteinunnSigurðardóttir húsmóðir, 7. Stefnir Helgason framkvæmdastjóri, 8. Ámi ömólfsson skrifstofumaður, 9. Hilmar Björgvinsson hdl., 10. Skúli Sigurðsson vélstjóri, 11. Ásthildur Pétursdóttir fulltrúi, 12. Ingimundur Ingimundarson bifreiðarstjóri, 13. Ársæll Hauksson verkamaður, 14. Þórarinn Þórarinsson handavinnukennari, 15. Jón Auðunsson pípulagnm., 16. Jóhanna Thorsteinsson forstöðumaður, 17. Ármann Sigurðsson járnsmiður, 18. Guðný Bemdsen húsmóöir, 19. Amþór Ingólfsson lögregluvarðstjóri, 20. Erlingur Hansson deildarstjóri, 21. Jósafat J. Lindal sparisjóðsstjóri, 22. Guömundur Gislason bókbindari, G-listi Kópavogi: 1. Bjöm Ólafsson verkfræðingur, 2. Helga Sigurjónsdóttir, kennari, 3. Snorri Konráðsson bifvélavirki, 4. Ragna Freyja Karlsdóttir sérkennari, 5. Ásmundur Ásmundsson verkfræðinmgur, 6. Hallfriður Ingimundadóttir kennari, 7. Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri, 8. Adolf Petersen fyrrv. vegaverkstjóri, 9. Þórunn Bjömsdóttir tónlistarkennari, 10. Heimir Vilhjálmsson nemi, 11. Halldór Bjömsson,starfsm. Dagsbrúnar, 12. Gunnar Steinn Pálsson auglýsingastjóri, 13. Hildur Baldursdóttir nemi, 14. Guðmundur Hilmarsson form. fél. bifvélavirkja, 15. Hildur Einarsdóttir baðvörður, 16. Tryggvi Felixsson háskólanemi, 17. Þórir Hallgrímsson yfirkennari, 18. Valdimar Lárusson lögregluþjónn, 19. Hafdís Gústafsdóttir gæzlumaður, 20. FinnurTorfi Hjörleifsson gæzlumaður, 21. Guðrún Albertsdóttir skrifstofum., 22. Guðsteinn Þengilsson læknir. K-listi „borgara" úr öllum flokkum: 1. Sigurjón Hilariusson bæjarfulltrúi. 2. Alexander Alexandersson verkstjóri, 3. Sigurður Einarsson tannsmiður, 4. Jón Ármann Héðinsson þingmaður, 5. Sigurður Helgason lögfræðingur, 6. Birna Ágústsdóttir tækniteiknari, 7. Bjöm Einarsson, 8. Guðlaugur Guðmundsson kennari, 9. Hrefna Pétursdóttir húsmóðir, 10. Hákon Hákonarson auglýsingateiknari, 11. Hinrik Lárusson sölumaður. S-listi Framboð sjálfstæðisfólks 1. Guðni Stefánsson járnsmiður, 2. Eggert Steinsen verkfræðingur, 3. Kristinn Skæringsson verkfræðingur, 4. Grétar Norðfjörð flokksstjóri, 5. Þorvarður Lúðviksson lögfræðingur, 6. Þór Erling Jónsson verktaki, 7. Frosti Sigurjónsson læknir, 8. Þorvarður Áki Eiríksson iðnrekandi, 9. Bergljót Böðvarsdóttir húsmóöir, 10. Sturlaugur Þorsteinsson nemi 11. Helgi Hallvarðsson skiphcrra. Spurning dagsins Hverju spáir þú um úrslit kosninganna? Loftur Amundason járnsmiðuR Ætli það verði ekki bara sami grautur i sömu skál. En ég hef svo ósköp litið spekúlerað i þessu. Maður hafði miklu meiri áhuga á þessu þegar Kópavogur var hreppur. Þá var þetta miklu meira spennandi. Ásgerður Einarsdóttir húsmóðir: Ég veit ekki hvað skal segja. Mér likar afskap- lega vel að búa hér í Kópavogi og mér finnst þeir alltaf vera að gera eitthvað fyrir mann og alltaf er Kópavogur að batna. Jóhann Agústsson rakarameistarí: Ég er nú ekki viss um það en ég held að núver- andi stjómarflokkar tapi. Ég heyri mikið af óánægjuröddum og ég hef trú á þvi að nýju framboðin dragi mikið til sin. Regina Arnórsdóttir húsmóðir: Ég ætla bara að vona að það verði ekki sama stjórn og nú. Það er erfitt að koma sér áfram hérna í Kópavogi eins og annars staðar og ég fæ ekki neitt dagheimilis- pláss fyrir börnin. Það þýddi ekki einu sinni að biðja um það. Jóhanna Bjaraadóttir verzlunarmaðun Ég veit það ekki — ég hef eiginlega ekk- ert hugsað um það. Einar Sigurðsson, vinnur á verkstæði: Ég hugsa að seinni helmingurinn af Sjálfstæðisflokknum hafí það. Þó held ég að það verði ekki breyting á meiri- hluta flokkanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.