Dagblaðið - 05.05.1978, Blaðsíða 12
12
/*
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. MAl 1978.
Arðhyggja og
velferðarstefna
Þjóðfélag þar sem arðsemin ein er
höfð að leiðarljósi er áreiðanlega engu
betra en það þjóðfélag, þar sem heil-
brigðri skynsemi er varpað fyrir róða
og engu skeytt um gróða eða tap.
Yfirleitt munu stefnuskrár islenskra
stjórnmálaflokka við það miðaðar, að
samfara arðhyggju skuli jafnframt
sinnt þeim verkefnum sem ekki gefa
bein efnahagsleg verðmæti i aðra
hönd. Flokkana greinir ekki svo mjög
á um þessi atriði, þótt í orði sé svo látið
heita. Meginágreiningsefni þeirra er
hins vegar hvaða leiðir séu heppileg-
astar til þess að ná þessu marki. Er
þessi ágreiningur merkjanlegur i
verki?
Sé velferðarstefna höfð i huga,
verður að telja að stjórnmálaflokkun-
um hafi tekist'allvel að koma henni
fram. Skiptar skoðanir kunna að vera
á þvi hvaða flokkur hafi veriö drýgstur
á þeim vettvangi, en ég tel þó, að
enginn flokkur verði um það sakaður
að hafa látið stjórnast af arðsemis-
sjónarmiðum einum.
Nokkur tröppugangur hefir verið á
þvi hvernig afkoma þjóðarbúsins hefir
verið. Ekki er hægt að sjá, að skipt
hafi meginmáli í því efni hvaða
flokkar hafa verið við völd heldur
hefir það ráðist af öðrum þáttum og þá
fyrst og fremst sjávarafla. Menn áttu
þvi að venjast að mögur og feit ár
skiptust á. Flestum atvinnufyrirtækj-
um var gert kleift að skrimta þegar
Flokkar og stefnumál
verst áraði og þegar góðæri var
skiluðu þau miklum arði. Nú hin
siðustu árin virðist hins vegar svo
komið, að ráðamenn stjórnmálaflokka
séu sammála um það, að arðsemi
skipti ekki máli. Útkoman er sú, að
engu skiptir hvort vel eða illa árar, þvi
heilbrigður starfsgrundvöllur er ekki
fyrir hendi. Það er einnig eftirtektar-
vert, að þeir flokkar sem helst kenna
sig við arðhyggju ganga hvað skelegg-
ast fram i þessari torskildu baráttu.
Það verður þvi ekki betur séð en að sá
mismunur, sem fram kemur i stefnu-
skrám flokkanna, sé pappírságrein-
ingur.
Kjósandinn og
flokkurinn
Meginþorri íslendinga er þvi
áreiðanlega sammála, að fundinn
verði heppilegur meðalvegur milli
arðhyggju og velferðarstefnu, þannig
að aukin arðsemi atvinnuveganna
komi öllum þjóðfélagsþegnum til
góða. Leikmenn eru ekki fremur en
stjórnmálamenn sammála um það
hvaða leið skuli fara að settu marki.
Kjósandinn leggur því sitt litla lóð á
vogarskálarnar við kjörborðið og
vonar jafnframt, að „hans" stefna
muni ríkja næsta kjörtimabil. En
þegar upp er staöið og ný stjórn tekin
við bregður svo undarlega við, að
þingmenn hafa gleymt stefnumálum
sinum, þeir hafa gleymt kjósendum
sínum og það sem verst er þeir hafa
gleymt sjálfum sér. 1 stað manna af
kjöti og blóði eru komnar persónur úr
leikbrúðulandi og bak við tjöldin
standa tveir eða þrir sýningarstjórar
sem toga í spotta. Niðurstaðan er þvi
ævinlega sú sama; fyrirhyggjuleysi á
aðra hliðina, óráðsia á hina, og þótt
skipt sé um leikendur i aðalhlutverk-
unum, er textinn jafnan sá sami.
Margir halda því fram, að stjórn-
málamenn eigi einir sök á þeirri
óheillaþróun, sem nú á sér stað í
íslensku þjóðlífi. Þessi ásökun er þó
tæpast makleg, enda eru þingmenn
naumast verri eða betri en annað
fólk. Þær ástæður, sem hafa leitt til
núverandi ástands, eru eflaust fleiri en
ein og fleiri en tvær. Ég vil þó drepa á
tvennt, sem ég held að vegi þungt í
þessu efni. Það er í fyrsta lagi
núverandi kosningafyrirkomulag og i
öðru lagi lítil þátttaka almennings i
stjórnmálum. Ég hygg, að margir kjós-
endur hafi oft orðið að velja á milli
þess, hvort þeir eigi að kjósa sinn
flokk, og þá e.t.v. einhvern mann, sem
þeir af einhverjum ástæðum eru
Kjallarinn
Gísli Sigurkarlsson
óánægðir með, eða hvort þeir eigi að
kjósa sinn mann og þá jafnframt flokk,
sem þeim er ógeðfelldur. Þetta er þeim
mun grátlegra, að íslenskir kjósendur
eru einhver trygglyndasti hópur
veraldarsögunnar. Það mun hvergi
þekkjast nema hér og í einræðisríkj-
um, að flokkur geti gengið að
atkvæðum sínum visum. Með full-
komnari reglum um prófkjör mætti
vafalaust færa þetta til betri vegar, en
sem stendur er staðreyndin sú, að
fámenn flokksklíka ræður langmestu
um það hverjir eru í kjöri. Þetta veldur
þvi, að setji þingmaður hagsmuni kjós-
enda sinna ofar hagsmunum flokks-
klíkunnar er það á hennar valdi að
launa honum lambið gráa. Þjóni þing-
maður hins vegar hagsmunum flokks-
klíkunnar fremur en kjósenda sinna,
sýna kjósendur óánægju sína venju-
lega meö þvi að kjósa flokkinn aftur!
Slíkt er að sjálfsögðu óskiljanleg
þversögn, en staðreynd samt. Væru
kosningar hins vegar persónubundnari
en nú er, gætu kjósendur hafnað þeim
sem þeir eru óánægðir með og einnig
verðlaunað þá sem vel gera.
Það verður hins vegar að segjast
eins og er, að skuggahliðar núverandi
kosningafyrirkomulags koma miklu
gleggra í Ijós vegna litillar þátttöku al-
mennings i stjórnmálum. Væri hún
meiri myndi ráðamönnum flokkanna
ekki haldast það uppi að starfa með
þeim hætti, sem nú er. Sem stendur
eru flokksbundnir kjósendur tiltölu-
lega fáir og því fremur lítið viönám ,
gegn einstaklingum og kröfuhópum,
sem fyrst og fremst hugsa um eigin
ávinning án tillits til þess hvaða áhrif
kröfur þeirra hafa á hagsmuni heildar-
MENNTAMÁLIN -
MESTA HNEYKSLI
ÞJÓÐARINNAR
Einkennilegt þykir það að nú. undir
hægri stjórn, planleggja kommúnistar
byltingu i menntamálum. nýja
sósíaliska fræðslulöggjöf, eins og þeir
orða það. Jafnframl gcrist það að
Alþýðubandalagið dregur mjög i land i
áróðri sinum gegn hernur . svo ntikla
þýðingu þykir árangurinn i skólamála-
áróðrinum hafa haft. Morgunblaðið
lætur þessa þróun i menningarmálum
lönd og leið. Helzt eru það ungir sjálf-
stæðismenn. sem lýsa ugg sínum og
vilja fá flokksbróður sinn sem næsta
menntamálaráðherra.
Skýringar á því að kommúnistar
hafa náð betri árangri i menningar-
málum hjá núverandi stjórn en
nokkurri annarri eru margvislegar. í
norrænudeild Háskólans er að finna
harðskeyttasta lið niðurrifsafla á
íslandi á sviði bókmennta og menn
ingarmála. Þetta lið endurnýjar og
kýs sig sjálft. Þetta lið ákveður að
mestu gerð kennslubóka og framtiðar-
stefnu skóla að þvi er varðar bók-
menntirog listir.
Á flestum dagblöðum starfa
lærisveinar ellegar liðsmenn þessarar
klíku. Hingað til hafa þessir undir
róðursmenn ekki viljað opinbera
samband sitt við lærifeðuma. Nú er
öldin önnur og engin þörf að óttast
einn eða neinn. Kommúnistar eru
þeir sem bezt gefa á garðann og
stefna þeirra nýtur velvilja núverandi
stjórnvalda. Dæmi: Í yfirstandandi
kosningum rithöfunda ganga
Morgunblaðsmenn nú opinberlega
fram fyrir skjöldu í stuðningi við
háskólaklíku kommúnista. Jóhann
Hjálmarsson gagnrýnandi Morgun-
blaðsins er meðmælandi þeirra og Þor-
varður Helgason fyrrverandi gagn-
rýnandi Mbl. er i framboði á lista
Njarðar P. Njarðvik.
2. I undirbúningi eru nýjar kennslu
bækur fyrir grunnskóla. Efni þess-
ara bóka hefur verið ákveðið. Þar er
um algera byltingu að ræða. er varðar
efni. Langmest hefur t.d. verið valið
eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur og
Matthias Johannessen. Þarna kemur
hið nýja bandalag fram I dagsljósið.
Vilborg og Matthias skarta nú einnig
ir.
i
Hilmar Jónsson
saman i fjölmörgum þýðingum út um
heim. Einn megintilgangur þessarar
útgáfu virðist vera að innræta æsku
Kjallarinn
---------------------------
Maria Þorsteinsdóttir,
ábyrgðamaður fréttablaðs um Sovét-
ríkn -ér sig knúna til þess að skrifa
sérstaka kjallaragrein um Einingar-
samtök kommúnista Im-ll og afstöðu
þeirra til Sovétrikjanna. Það er gott,
og greinilegt að afhjúpanir EIK(m-l) á
ósigri sósíalismans i Sovétrikjunum
bita. Siðast brá Maria penna þegar
menn mótmæltu hernámi Sovét-
höfðingjanna i Tékkóslóvakiu.
En þvi miður er María harla lélegur
verjandi auðvalds og fasisma i Sovét-
rikjunum og að auki heldur hún að
hægt sé að halda uppi málsvörnum
með þvi að þegja yfir staðreyndum,
eða skrökva.
í fyrsta lagi þegir María ytlr þvi að
EIKlm-1) taka afstöðu i orði og verki
gegn báðum risaveldunum. Tilraun
hennar til þess að spyrða saman sam-
tökin og Carter Bandaríkjaforseta |!)
er léleg sjónhverfing. Meira að segja
stóð á einum borðanum. sem haldið
var utan sovéska sendiráðsins 7. apríl
sl.:
„Til baráttu gegn risaveldunum —
Island úr N ATO — herinn burt".
En kannski að Carter hnetubóndi
sé laumukommi — jafnvel „maóisti”?
í öðru lagi segir María að „Sómalir
hafi viðurkennt að Bandarikjastjórn
hafi heitið þeim fjárhagsaðstoð ef þeir
vildu ráðast á Eþiópiu". Meðan hún
ekki færir nothæfar tilvitnanir fyrir
slikum véfréttum, held ég þvi fram að
hún skrökvi — eða noti vafasamar
Reuter-fréttir sem við þekkjum svo vel
úr landhelgisdeilunni scm heimild.
I þriðja lagi segir Maria aðekki hafi
heyrst orð frá EIK(m-l) um innrás
Israela i S-Libanon — líklega af þvi að
Á takanlegar hvatir og
annaríeg fáfræði
Bandaríkin standa að baki hennar og
EIKlm 1). — Ennfremur segir hún
Sovétrikin „traustustu bandamenn”
„Palestínuþjóðarinnar.
I síðustu 5 tölublöðum Verkalýð1--
blaðsins. málgagns EIK(m-l). hafa
verið greinar um Palestínu oy innrás
ísraela. Þar er tekin afstaða gegn
innrásinni, gegn afskiptum risa
veldanna af málum þar syðra og með
hagsmunum Palestinuþjóðarinnar.
Heldur óheppilegt fyrir ábyrgðarmann
Sovétfrétta — en i ætt við annan mál-
flutning i grein hans. Sama gildir um
afstöðu Sovétstjórnarinnar til
Palestinumálsins. PLO hafa á sinni
stefnuskrá að stofna oeri frjálst. óháð
og lýðræðislegt riki Araba og
Gyðinga, en ísrael skuli leyst upp.
Opinber afstaða Kremlarkeisara er
svipuð og þcirra i Washington — að
sérstakt „verndarriki" Palestinu
manna á landskika við Jórdan verði
stofnað
Maria fer augljóslega með staðlausa
stafi til að sneiða að EIK(m-l) og
fegra tilraunir Sovétrikjanna til þess
að næla sér i aðstöðu við Miðjarðar-
hafsbotn.
í fjórða lagi segir Maria að Sovét-
ríkin hafi verið traustasta hjálparhella
Afrikurikja i sjálfstæðisbaráttu þeirra.
Hún nefnir bæði Angólu og Eþíópiu.
I Angólu gerðu allar þrjár frelsis-
hreyfingarnar með sér samkomulag
um stjórnun þess. Kremlarkeisarar,
sem höfðu fleygt úreltu vopnadrasli i
a.m.k. tvær þeirra. gerðu þá eina
þeirra „marxiska" i áróðri sínum og
fluttu margfalt meiri vopn til MPLA
en samanlögð undanfarin 11 ár. Þá
hófst „framsækin” innanlandsstyrjöld
þar sem risaveldin otuðu sinum tota,
en alþýðan lagðist á banaspjót. Þetta
kallar Maria „hjálp”.
Eftir að tugþúsundir málaliða
höfðu murkað niður tug- ef ekki
hundraðþúsund blökkumenn. tók við
kúgunarstjórn — sem ekki var
marxískari en svo að allir stærstu
auðhringarnir, m.a. GULF — OIL
starfa þar enn við hlið kúbönsku og
sovésku „sérfræöinganna.”
Landamæri Eþíópiu eru verk gömlu
Kjallarinn
AriT. Guömundsson
heimsveldanna. Til dæmis var landið
Eritrea, sem sérstök þjóð byggir,
innlimað í Eþiópiu Haile Selassies
keisara. Austurlandamærin voru
teygð langt inn i landsvæði Sómala.
Ogaden-svæðið var innlimað i
Eþiópiu. Bæði Eritreumenn og
Sómalir innan „landamæranna" hafa
fullan rétt til sjálfsákvörðunar. En
Sovétríkin og sótsvart afturhald
þorpara á borð við Mengistu reyna að
ganga milli bols og höfuðs á sjálf-
stæðishreyfingunni. Það er logið upp
á hana að henni sé stjórnað af „heims-
valdasinnum" og kúbanskir málaliðar
fljúga sovéskum herþotum með
israelskar napalmsprengjur á fátæka
sveitaalþýðu búna handvopnum.
Þessa hliðstæðu við málflutning og
þjóðarmorð Bandaríkjanna i Indókína
kallar Maria „að stuðla að friði” og
„koma i veg fyrir ofbeldi”. Dökkbláir
Heimdellingar af gamla skólanum
ættu meir að segja i vandræðum með
svona óhugnanlegan þvætting.
Ekki er rúm fyrir fleiri atriði i bili.
Það sem komið er ætti að duga á
ábyrgðarmanninn og handa lesendum
Dagblaðsins.
Sovétrikin voru sósialisk, satt er það,
og öfluðu sér réttilega margra vina.