Dagblaðið - 05.05.1978, Síða 6

Dagblaðið - 05.05.1978, Síða 6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1978. Guðmundur Oddsson yfirkennari (A-lista): Tökum landakaup bæjarins til athugunar „Við þurfum að koma á fót fjöl- brautaskóla hér í Kópavogi en þó ekki með hinu hefðbundna sniði,” sagði Guðmundur Oddsson yfirkennari í við- tali við DB en hann er í fyrsta saeti á lista Alþýðuflokksins við bæjarstjórnar- kosningarnar. „Þar á ég við að koma þarf á sérhæfingu í einhverjum vissum greinum því tilgangslaust er fyrir okkur að vera að keppa við þá fjölbrautaskóla sem fyrir eru í nágrenninu.” Guðmundur sagði það einnig skoðun sina, enda þótt hann vildi taka það fram að margt gott hefði verið gert á síðasta kjörtímabili, að ýmsir þættir félagslegs eðlis hefðu orðið út undan. Nefndi hann sem dæmi að frjáls félagsstarfsemi ætti nú í fá hús að venda með starfsemi sína, Félagsheimilið hefði að mestu verið tekið undir skrifstofur fyrir bæinn. „Þá er það skoðun mín að landakaup bæjarins eigi að taka til athugunar,” sagði Guðmundur. „Við getum ekki endalaust keypt land undir byggingar- lóðir fyrir morð fjár. Ég mun svo koma þeirri skoðun minni á framfæri að ég tel rétt að afnema fast- eignaskatt af eigin húsnæði bæjarbúa sem komnir eru yfir sextugt,” sagði Guðmundur. „Þetta má gera með hliðsjón af tekjum — það er engin goðgá að gera eitthvað fyrir eldra fólkið áður en það er orðið svo gamalt að það fær ekki notið þess.” HP Guðmundur Oddsson yBrkennari: Hygla þarf eldra fólkinu áður en það er of gamalt til þess að njóta þess. Guðni Stefánsson járnsmioameistari: Niðurstöður prófkjörsins voru hundsaðar. Guðni Stefánsson járnsmiður (S-lista): BETRIFJÁRHAGS- OG FRAMKVÆMDAÁÆTLANIR „Þetta er ævagamall ágreiningur,” sagði Guðni Stefánsson járnsmiður, en hann er efsti maður á lista Framboðs sjálfstæðisfólks i Kópavogi. Listi sá varð til eftir að deilur höfðu komið upp innan Sjálfstæðisflokksins eftir prófkjörið þar í bæ. „Niðurstöður prófkjörsins voru algerlega hundsaöar og þvi vildum við, aðstandendur þessa lista, ekki una,” sagði Guðni. „Að öðru leyti er ekki um stefnubreytingar frá stefnu Sjálfstæðis- flokksins að ræða. Við munum leggja áherzlu á gerð vandaðra fjárhags- og framkvæmda- áætlana,” sagði Guðni ennfremur. „Gerð var áætlun um lagningu varan- legs slitlags á fjölmargar götur hér í bæ á kjörtímabilinu en eins og verður að viðurkennast hefur ekki verið unnt að standa við hana og sumar þeirra gatna eru á fjárhagsáætlun fyrir árið i ár. Það þarf því að huga betur að þessum málum og jafnvel flokka göturnar betur — hverja þeirra á að malbika nú, o.s.frv.,” sagði Guðni. „Við þurfum einnig að fylgja vel eftir því stórátaki sem gert hefur verið í at- vinnumálum og hlúa að þeim sem hér vilja setja á stofn atvinnufyrirtæki,” sagði Guðni.„Félagmál hér í bænum eru á góðri leið en ég vil nefna að við þurfum að styðja við bakið á frjálsri félagsstarfsemi með beinum styrkjum en láta félögin starfa sjálfstætt.” -HP Miðbæjarkjarninn hefur lengi veríð Kópavogsbúum þungur baggi og mikill höfuðverkur. Svæðið er nú að fá á sig nokkuð heillega mynd og ruglaðir vegfarendur farnir að læra á brýrnar og áttir. Á næsta kjörtimabili er fyrirhugað að Ijúka sem mestu af kjarnanum austan við gjána (fjærst á mynd- inni) og fjöldi fólks hefur nú flutzt inn i ibúðir þar. — DB-myndir Hörður. Innst inni á „Hálsi” hefur risið mikið iðnaðarhverfi, tæpir 30 ha. að stærð, á kjörtímabilinu. Svæðið er eftirsótt af atvinnurek- endum, enda liggur það vel i fram- tíðarþjóðbraut og með tiiliti til nálægðar við þéttbýl hverfi, ný hverfi i Kópavogi og Breiðholts- hverfið i Reykjavfk.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.