Dagblaðið - 05.05.1978, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 05.05.1978, Blaðsíða 18
22 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. MAÍ1978. Húsavík Brýntað byggja verbúðir Hörður Þórhallsson útgerðarmaður við bátinn Sigþór sem hann á ásamt fleirum. Hörður er eini fulltrói sjómanna og útgerðarmanna í baráttusætunum. „Ég hef auðvitað áhuga á öllum bæjarmálum, annars væri ég ekki í fram- boði. En mitt mesta áhugamál er þó höfnin hérna, enda er ég i hafnamefnd,” sagði Hörður Þórhallsson útgerðar- maður sem er i 2. sæti D-listans, baráttu- sætinu. „Nú er unnið að smábátahöfn hérna og næst á dagskrá er bygging verbúða. Munu þær leysa mikinn vanda því út- gerðin hefur búið við vægast sagt þröngan kost í sambandi við geymslu á veiðarfærum og beitingu. Annaö sem mér finnst mjög brýnt að gert verði er aö fækka þeim verkefnum, sem bærinn tekst á hendur en gera hvert þeirra almennilega í stað þess að vera að vinna allt til bráðabirgða þannig að margþarf að gera breytingar seinna. Það á að einbeita sér að fáum verkum en ekki að hlaupa á eftir öllum sérhags- munahópum til þess að afla nokkurra atkvæða,” sagði Hörður. -DS. íbúum fjölgar svo ört að ekki hefst undan að íbúum á Húsavík fjölgar svo ört þessi árin að menn hafa ekki undan með félagslegar framkvæmdir. Enda er gott að búa á Húsavík, um það eru allir sam- mála þó að flestum finnist ef til vill að það mætti vera ennþá betra. íbúar á Húsavík ^ru núna 2331, þar af um 1350 á kjörskrá. Það helzta sem heldur aftur af að- komufólki að setjast að á Húsavík er húsnæðisskortur. Hefur þetta sérlega átt við sérmenntað fólk af ýmsu tagi, s.s. lækna og hjúkrunarfólk. En núna er verið að byggja læknabústað og menn byggja og byggja eins og þeir eigi lifið að leysa. Flestir byggja stórt, byrja jafnvel á einbýlishúsum. Unglingar upp úr tvitugu flytja yfirleitt að heiman beint í slík hús sem þeir hafa komið upp sjálfir að meira eða minna leyti. Menn eru lengi með þessi hús sín í byggingu á reykvískan mælikvarða, ein þrjú ár er algengt. Að flestu leyti er hlúð vel að ungu fólki á Húsavík. Dagheimili er þar starfandi og hafa allir jafnan rétt á að koma bömum sínum á það, einstæðir byggja foreldrar sitja þar ekki fyrir. Enda er það svo að um 80% allra giftra kvenna vinna úti. Eini gallinn við dagheimilið er að það er ekki nógu stórt og því er verið ,að byggja nýtt með æmum tilkostnaði. Húsvikingar eru sérlega hreyknir af því hversu vel sjávarútvegurinn gengur eftir að togari var keyptur. Fiskiðjusam- lagið sem rekið er af bænum og íbúum hans borgar 12% hærri laun en ákveðið er með samningum og borgar mikinn arð til hluthafa. Og samt stórgræðir það. Enda eru Húsvíkingar duglegt fólk með afbrigðum. -DS. Farfuglarí minningu Garðars Svavarssonar Farfuglar heitir þetta verk Sigurjóns Ólafssonar. Var það sett upp í tilefni afmælis Húsavíkurkaupstaðar í fyrra og er í minningu Garðars Svavars- sonar sem fyrstur manna nam land þar fyrir norðan, að því er talið er á blettinum sem styttan stendur á. Og þama mun Náttfari hafa strokið burt og aldrei fréttist meira af honum eftir það en Náttfaravíkur sem sjást frá Húsavík eru taldar hafa verið bústaður hans. Höfnin á Húsavík er friðsæl og mjög fögur. Myndina tók Mats Wibe Lund. Hörður Þórjiallsson (D-lista): HVAfl VILJA ÞilR? I FRAMBOÐ '78 r Olafur Erlendsson (A-lista): Egill Olgeirsson (B-lista): Leikhús og heilsugæzlustöð „Umhverfismálin eru mjög brýn. Þar er gatnakerfið ekki sízt, því þrátt fyrir góða viðleitni til að leggja varanlegt slit- lag hér á götur gengur verkið ekki nógu hratt,” sagði Ólafur Erlendsson sjúkra- húsráðsmaður sem er í efsta sæti Alþýðuflokksins. „Mjög nauðsynlegt er núna að koma hér upp dráttarbraut eða vísi að slipp Ég er auðvitað kunnastur heilbrigðismálum sem vel hefur verið unnið að hér. Nú er verið að byggja elliheimili en næst liggur fyrir að byggja heilsugæzlustöð því sú sem við höfum hér nú er í húsnæði sjúkrahússins. Á næsta kjörtímabili þarf líka að byrja á að byggja fullkomið kvik- myndahús- og leikhús því leikfélagið hér er mjög virkt og gott og á skilið að fá betri aðstöðu,” sagði Ólafur. -DS. Ólafur Erlendsson sjúkrahúsráðsmaður gengur inn i sjúkrahúsið. Heilbrigðismál eru honum hugleikin og vill hann byrja á heilsugæzlustöð sem fyrst. Aðalsteinn Jónasson (B-lista): Skylda bæjarinsað tryggja næga atvinnu „Ég vil leggja sérstaka áherzlu á að gert verði átak í atvinnumálum með því að styðja og styrkja þá atvinnuhætti sem fyrir eru en gera atvinnulífið fjölbteytt- ara til dæmis með því að koma á fót nýjum iðnaðar- og þjónustugreinum,” sagði Aðalsteinn Jónasson húsasmiður sem er í 3. sæti B-listans, baráttusætinu. „Við vitum að mikill fjöldi ungs fólks kemur á atvinnumarkaðinn á næstu árum og teljum það skyldu bæjarins að nóg sé fyrir þetta fólk að gera. Að þessu ber að vinna á hvetjandi hátt í formi fyrirgreiðslu og jafnvel með eignaraðild bæjarins. Ég tel brýnt að haldið verði áfram að byggja leiguíbúðir á vegum bæjarins og einnig að allt verði gert til að tryggja að ávallt séu til nægar lóðir undir hvers konar húsnæði,” sagði Aðalsteinn. DS Aðalsteinn Jónasson húsasmiður á verk- stæði sem hann á ásamt öðrum. Bygg- ingar eru Aðalsteini hugleiknar og vill hann fleiri leiguibúðir sveitarfélaga á næstu árum. UUKA ÞARF ÞVISEM BYRJAÐ VAR A „Við i Framsóknarflokknum leggjum áherzlu á félagslegar framkvæmdir sem koma heildinni að sem beztum notum.. Brýnast er að Ijúka þeim verkefnum sem þegar eru hafin en einnig verður að hefja nýjar framkvæmdir," sagði Egill Olgeirs- son sem er i fyrsta sæti Framsóknar- flokksins. „Höfuðverkefni næstu bæjarstjórnar hlýtur að verða að beita sér fyrir því að efla atvinnulífið hér i bæ og gera það fjölbreyttara með þvi að koma á fót nýjum þjónustu- og iðngreinum. Bæta þarf aðstöðuna við höfnina þannig að bátaflotinn fái betri þjónustu en líka þarf að skipuleggja hafnarsvæðið sem heild þannig að fyrirtæki í bænum, eins og til dæmis kaupíélagið, verði ekki fyrir borðborin. Halda þarf áfram að byggja hér upp gatnakerfið og bæta þarf íþróttaaðstöð- una. Einnig þarf að hlúa að yngstu borgurunúm og þeim elztu með því að Ijúka dagheimilinu og elliheimilinu,” sagði Egill. DS Ifr Egill Olgeirsson á tæknistofu sinni. Fyrir framan hann eru teikningar af dvalarheimili aldraðra en í stjórn fram- kvæmdanna þar situr Egill. Kristján Ásgeirsson (K-lista): Ekkert á móti einka- rekstri—hann hefur bara ekki gengið „Ef næg atvinna er fyrir hendi þá er allt i lagi með allt annað. Það sem mestu máli skiptir er því að halda atvinnulifinu gangandi,” sagði Kristján Ásgeirsson út- gerðarstjóri sem er í efsta sæti K-listans. Á K-listanum eru menn úr Alþýðu- bandalaginu, Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og óháðir menn. „Við verðum að horfast i augu við það að atvinnumálin verður að reka á félagslegum grundvelli. Við erum ekkert á móti þvi að einkaaðilar reki hér fyrir- tæki, en þeir bara gera það ekki. Ef við hefðum alltaf beðið eftir því væri enginn á lífi á staðnum. Einkaaðilar hafa gefizt upp á rekstri hér á Húsavík. Er þá ekki eins gott að þessi mál séu rekin á félagslegum grundvelli?” sagði Kristján. DS M Kristján Ásgeirsson útgerðarstjóri við bát sinn Blönda. Myndin var tekin 1. mai en þá hélt Kristján ræðu á samkomu verkalýðsins og er því svona flnn i tauinu. i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.