Dagblaðið - 05.05.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 05.05.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. MAl 1978. fijálst, úháð dagblað * Útgefandi Oagbladið hf. 1 Framkvæmdastjórí: Svoinn R. EyjóKsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. f Fróttastjórí: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrífstofustjórí ritstjómar ‘ Jóhannos Roykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstodarfróttastjóri: Atii Steinarsson. Handrít: f Ásgrímur Pólsson. ' Blaöamonn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stofánsdóttir, Gissur Sigurðs- ' , son, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar ! Valdimarsson, Ragnar Lór. Ljósmyndir: Ámi Póll Jóhannsson, Bjamlerfur Bjamloifsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Pormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóKsson. Gjaldkori: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson * Drerfingarstjóri: Mór E. M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla Þyerhohi 2. Áskríftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðal- simi blaðsins 27022 (10 línur). Áskríft 2000 kr. ó mónuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skerfunni 19. Stikk-fríríkið Vilhjálmur Hjálmarsson menntamála- ráðherra sagði á alþingi í síðustu viku, að sjaldgæft væri og ógeðfellt, að samstarfs- maður í ríkisstjórn beitti sér af hörku fyrir skipulagsbreytingum á viðkvæmum atriðum gegn vilja hlutaðeigandi ráð- herra og samstarfsmanns. Réttlát reiði Vilhjálms beindist að Matthíasi Mathie- sen fjármálaráðherra, sem hefur lagt hart að sér við að reyna að gera Hafnarfjörð að sérstöku fræðsluumdæmi og spréngja þar með grunnskólakerfið. Slík breyting mundi hafa verulegan og óþarfan kostnað í för með sér. Auk þess er núverandi skipan fræðsluumdæma eftir kjördæmum eitt af því fáa, sem hefur lánazt vonum framar í grunnskólalögunum. Um það vitnar einróma samþykkt bæjarstjórnar Kópavogs, þar sem lýst er sér- stakri ánægju með góða þjónustu fræðsluskrifstofu Reykjanesumdæmis, er hafi haft verulegan sparnað og þægindi í för með sér. Eins og aðrir umsagnaraðilar mótmælti bæjarstjórn Kópavogs eindregið hinu umrædda frumvarpi um, að heimilt sé að stofna sérstök fræðsluumdæmi í sveitar- félögum, sem hafa fleiri en 10.000 íbúa. í öllu mennta- kerfinu finnst hvergi ein einasta rödd, sem mælir bót óskafrumvarpi Matthíasar. Forsaga málsins er sú, að Hafnarfjörður hafði einu sinni svonefndan fræðslustjóra eins og ýmis önnur sveitarfélög. Verksvið hans var nokkurn veginn nákvæmlega hið sama og verksvið skólafulltrúa er nú. Hið eina, sem gerzt hefur, er nafnbreyting. Þeir, sem áður hétu fræðslustjórar, heita nú skólafulltrúar, af því að orðið fræðslustjóri er nú notað um annað embætti. Hafnarfjörður gæti eins og önnur sveitarfélög ráðið sér skólafulltrúa. Þar með væri tryggt, að sveitarfélagið hefði ekki misst neitt það vald, sem það hafði áður á sínum eigin skólamálum. Það er því óþarfi að sprengja skólakerfið fyrir Hafnarfjörð. Árni Grétar Finnsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hefur manna mest beitt sér fyrir málum, er stuðlað gætu að þvi, að Hafnarfjörður verði eins konar stikk-fríríki í þjóðfélaginu. Úrsögn Hafnarfjarðar úr Samtökum sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi er gott dæmi um þessa viðleitni. Stikk-fríríkismenn Hafnarfjarðár vilja ekki taka þátt í sameiginlegum kostnaði af samstarfi sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi. Eðlilegt framhald slíkrar stefnu er að vilja ekki taka þátt í sameiginlegum kostnaði af fræðsluskrifstofu umdæmisins. Árni Grétar er kjölfesta fjármálaráðherrans í Hafnar- firði og hefur sem slíkur fengið ráðherrann til að keyra frumvarpið í gegn. Matthías ráðherra hefur svo aftur á móti fengið Ólaf G. Einarsson úr Garðabæ til að flytja frumvarpið og hefur útvegað honum meðflutningsmenn úr öðrum stjórnmálaflokkum. Það skoplega gerist svo, að frumvarpið flýgur léttilega um fyrri deild og hefur nú verið samþykkt í síðari deild. Flug frumvarpsins er ágætt dæmi um eymd alþingis á ör- lagaskeiði í efnahagsmálunum. Ennfremur er það ágætt dæmi um, hvaða mark sjálfstæðismennirnir Árni Grétar, Matthías og Ólafur og þingmenn Sjálfstæðis- flokksins yfirleitt taka á bulli ungra flokksbræðra um „báknið burt”. . ... Bandaríkin: Nýting sólar- orkunnar vex hröðum skrefum meira en tíu þúsund heimili og fjöldi fyrirtækja nota nú sólina til upphitunar og lýsingar Þeir héldu „Sólardaginn” hátíðlegan í fyrsta skipti í Banda- ríkjunum síðastliðinn miðvikudag. Tilgangurinn var að vekja athygli á þeim möguleikum sem sólarorkan hefur til að sjá mannkyninu fyrir nægri og öruggri orku i náinni framtíð. Auk þess benda samtök áhugamanna um sólarorku á að mengun sé engin svo með því að virkja sólina megi slá tvær flugur í einu höggi. Á síðari árum og ekki sízt eftir oliu- kreppuna hefur áhugi á mögulegri virkjun sólarorkunnar aukizt hröðum skrefum í Bandarikjunum. Dagur sólarinnar er hugmynd sem dregur dám af öðrum degi, sem vestra var nefndur Dagur jarðarinnar. Hann var haldinn hátíðlegur 22. april árið 1970. Talið er að um það bil tuttugu milljónir Bandaríkjamanna hafi þá tekið þátt í ýmsum jarðfræðirannsókn- um, hlýtt á fyrirlestra um það efni eða mætt á samkomum þar sem jarðfræði eða jörðin var viðfangsefnið. — Við vonum að 3. maí verði seinna meir nefndur fyrsti dagur sólaraldar sagði Peter Harnik forustumaður hreyfingar þeirrar, sem að Sólardegin- um stendur. Sagðist hann vonast til að dagsins yrði minnzt um öll Banda- rikin. Ekki eru nema fimm ár síðan tæplega tvö hundruð íbúðarhús í Bandaríkjunum voru hituð upp með iólarorku. Afstaða almennings til málsins var svipuð og til geimferða áður fyrr. Fæstir gerðu I alvöru ráð Farið er að selja þetta hitunartæki f Vestur-Þýzkalandi og framleiðendur segja að ekki taki nema tiu mínútur að hita allan venjulegan mat á því. Orkan er fengin frá sólinni og verðið 250 mörk eða jafnvirði rúmlega þrjátíu þúsund íslenzkra króna. TRÚ0G HUGSJÓNIR --- --- - „Víst eru trú og hugsjónir mönnum mikils virði, en ekki endilega peninga- virði, þegar á reynir.” Vilmundur Jónsson landlæknir í „Saga og lækningar” Ýmsir voru farnir að hallast að því að Alþýðuflokkurinn ætlaði að draga sig í hlé frá harki og þjarki stjórn- málanrta^og snúa sér að eignaumsýslu og sjóðavorzlu. Síðar kom í Ijós að það hafði eigi við Tök að styðjast. I stað þess að flokkurinn sem heild tæki sér frí frá störfum var ákveðið að gefa múraranum fri en taka frímúrara í staðinn. Skyldi hann koma nýju sniði á flokksklæðin.Sagnfræðingi flokksins var falið að gleyma fortíðinni og tengslum við verkalýðshreyfingu og vinnulýð en dusta rykið af raunvöxtum ofsóttra okurlánara. I stað kjörorðsins: „Verður er verka- maðurinn launanna” kom nýtt heróp: „Ávöxtum fé á vinsælan hátt.” • Sá flokkur er lengi hafði barizt við „hefðbundið innanmein”, svo vitnað sé i sagnfræðinginn er hann fjallaði um þrálátan og illkynjaðan sjúkdóm annars flokks felldi nú vindubrýr yfir siki kastalans við Hverfisgötu og geystist til bardaga á ritvelli og í ræðustóli Krummaklúbba og Lions- nianna. Flokkurinn, sem áður boðaði fagnaðarerindi erfiðismanna i vinnu- skálum, verkamannaskýlum og skips- lúkar, klingdi nú I glösum í kristalsal. Gleymdur var garnaslagur. Niundi nóvembertýndur og tröllum gefinn. Arðsemi hafin að hún. Nytsemi kveðin norður og niður. Vaxtafætin- um lyft. Vinnan vanmetin. Það var tötrum klæddur vinnulýður sem stóð í grjóthrúgu við Hverfisgötu árið 1921 og strengdi þess heit að vinna að bættu þjóðfélagi og bræðralagi manna. Hriktandi hrörleg- ar tröppur lágu að óvönduðum kumbalda er hróflað var upp af vanefnum. En innandyra logaði glatt á arni háleitra hugsjóna. Glóandi hvatningarorð hljómuðu frá hreysinu til vaknandi vinnulýðs, að sækja með sæmd rétt sinn og hvika hvergi í skiptum við rangláta auðstétt. Upptendruð ungmenni, sveinar úr Menntaskóla, Kennaraskóla og Háskóla gengu á hljóðið og buðu fram krafta sina svo hugsjónir mættu ræt- asuOg það var beðið með óþreyju eftir litlu málgagni er bar heiti er var i senn hógvært en kenndi sig er betur var að gáð við sterkasta afl og undirstöðu hvers þjóðfélags — alþýðuna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.