Dagblaðið - 05.05.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 05.05.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1978. 9' Vestur-Þýzkaland: Dekkið sprakk á bifreiö Bresnevs — allt annað samkvæmt áætlun í heimsókn Sovétforsetans Fjögurra daga heimsókn Bre&nevs forseta Sovétrikjanna til V-Þýzkalands hefur verið hefðbundin að flestu leyti að undanskildu því að það sprakk á bíl hans. Hann hefur rætt við leiðtoga V- Þýzkalands um pólitísk málefni og mun halda því áfram í dag. Mótmæla- göngur hafa verið farnar í Bonn til þess að mótmæla stefnu Sovétrikjanna í mannréttindamálum. Sovézka forsetanum var virðulega tekið og 21 fallbyssuskoti skotið af honum til heiðurs er hann kom í gær. í ræðu yfir kvöldverði lagði Bresnev áherzlu á það að samkomulag næðist um alþjóðlegt bann við framleiðslu nifteindasprengja. Augljóst var að ekki fögnuðu allir komu forsetans því ekki færri en 25 þúsund lögreglumenn og öryggisverðir voru i og umhverfis borgina. Þá mátti lesa af skilti í námunda við flugvöllinn, Sovétrikin — stærstu fangabúðir heims. Fyrir helztu mótmælagöngunni fór Pyotr Grigorenko, fv. sovézkur her- foringi, sem nú hefur verið sviptur sovézkum borgararéttindum. Hann sagði að mannréttindi ættu að ganga fyrir efnahags- og verzlunarmálum. Eins og fyrr var getið sprakk á bíl þeim sem flutti Bresnev, þegar ekið var með leiðtogann eftir hraðbraut á 125 km hraða. Afturdekk 'Mlsins sprakk og svo virtist sem öryggisverðir héldu að um árás hryðjuverkamanna væri að ræða. öll bílalestin hemlaði mjög snöggt og heimildir sögðu að ef hraðbrautin hefði verið blaut eftir rigningu, hefði ekki verið komizt hjá fjöldaárekstri. Sovézki forsetinn var siðan fluttur með hraði yfir i annan bíl. Sagt er að viðræður leiðtoganna hafi verið hreinskilnar og ánægjulegar og fjallað mikið um viðskiptamál, en V- , Þýzkaland er mesta viðskiptaland Sovét- rikjanna i V-Evrópu. Við byggingu þessa turns lézt fimmtiu og einn maður, þegar vinnupailar hrundu. Þetta er kæliturn við væntan- legt orkuver i Virginiuriki. Flestir mannanna létust er þeir hröpuðu niður með vinnupöllunum en ellefu er voru við vinnu sina á jörðu niðri urðu undir brakinu. « hann kom af sjúkrahúsi i Boston fyrir nokkrum dögum. Þar var hann skorinn upp vegna hjartameins og að sögn lækna er hinn 71 árs leikari bráðhress. Gamla tréð féll ogþrjátíu létust Þrjátíu manns eru sagðir hafa látizt Dg um eitt hundrað særzt er fornt risa- ré, sem stóð við markaðssvæði í þorpi ;inu í suðvestur Bangladesh rifnaði upp fyrir nokkrum dögum. Mikill stormur gekk yftr og tréð féll yftr markaðs- svæðið. Kínaforseti í opinberri heimsókn Hua Kuo-feng mestur valdamaður í Kína kom til Pyongyang, höfuðborgar Norður-Kóreu, í morgun. Er þetta fyrsta opinbera heimsókn Hua til erlends ríkis eftir að hann komst til æðstu valda. Samkvæmt fregnum frá Norður Kóreu var tekið vel á móti kínverska for- sætisráðherranum og flokksformann- inum við komuna og var þar fremstur í flokki Kim USungforseti landsins. Erlendar fréttir Matador sjálfskiptur, ’73, bíll í al- gjörum sérflokki. Skipti koma til greina á ódýrari bíl. Fíat 131 S Mia Fari 77, ekinn 8 þús- und. Galant 112 GL '75 sjálfskiptur, 2ja dyra, hardtop með lituðu gleri. Mazda 929 75,2ja dyra. Citroen D special 74, góðir greiðsluskil- málar. Audi 100 GLS 77, sjálfskiptur, litað gler, vökvastýri, ekinn 900 km, glæsilegur bill. Volvo 14471. Mazda Pickup 74. Cortina 1600XL73. Cortina 1600 L 77,4radyra. Dodge Power Wagon ’65, alls konar skipti. Dodge Aspen 77, ekinn 10 þús., 4ra dyra, sjálf- skiptur. Peugeot 304 74. Buick '76 2ja dyra, glæsilegur bíll. Cortina 1600XL’76,ekinn 14þús. km. bilasalg GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3 - Reykjavik Símar 19032 & 20070 Stefnirí gjald- þrot hjá Lundúnahöfn Gjaldþrot Lundúnahafnar vofir yfir ef áfram heldur sem horfir að sögn for- manns hafnarstjórnarinnar. Þykir mörgum þar hafa orðið skjót umskipti því fyrir fimmtán árum var höfnin sú stærsta í heimi og annríkið þar mest. Þetta kom fram þegar formaðurinn var að kynna afkomuna síðastliðið ár. Sagði hann að tapið yrði komið upp í 76 milljónir punda árið 1982 eða jafn- virði tæplega 40 milljarða íslenzkra króna, ef ekkert yrði aðhafzt. Rúmlega 50 milljón punda varasjóður sem til var fyrir fimm árum er þegar uppurinn. Til að leysa vandann þarf að sögn formannsins að endurskipuleggja alla starfsemi hafnarinnar og auk þess fækka mjög starfmönnum, sem eru um níu þúsund. Sagðist hann hafa kynnt jjessar rekstrarniðurstöður og framtíðar- horfur hafnarinnar fyrir rikisstjórn Verkamannaflokksins og leiðtogum verkalýðsfélaganna. Fyrir fimmtán árum var London stærsta höfn heimsins eins og áður sagði. Þá störfuðu um það bil þrjátiu þúsund hafnarverkamenn við hana. Síðan hefur stöðugt hallað undan faeti. Kom þar aðallega til að gáma- flutningar jukust stórlega en Lund- únahöfn var sein til að aðlaga sig þeim aðstæðum. Einnig voru verka- lýðsfélögin treg til að viðurkenna þörfina fyrir nývinnubrögð og færri verkamenn er gámarnir komu til. Nú mun svo komið að sá hluti hafn- arinnar þar sem gámar eru afgreiddir, við minni Thames árinnar, er rekinn með hagnaði en gamla höfnin í Austur-London með bullandi tapi og þar fer aðeins þriðjungur flutnings um á við það sem fór þar um fyrir fimm árum. Stjórn hafnarinnar ber sig enn illa undan ýmsum vinnureglum, sem verkalýðsfélögin komu á meðan allt lék í lyndi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.