Dagblaðið - 05.05.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 05.05.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1978. 5 Sigurjón Hilaríusson kennari (K-lista): Meirihlutinn tók upp helminga skipti við stöðuveitingar „Þaö sem einkennt hefur kjörtimabilið er hversu meirihlutinn i baejarstjórninni hefur verið ósamstæður og ágreiningsmálin mörgsagði Sigur- jón Hilariusson, efsti maður borgaralist- ans í viðtali við DB. „Þetta hefur komið niður á stjórn bæjarins í heild og má it Sigurjón Hilariusson sérkennarí, starfar við sérkennslu vangefinna á Kópavogshxli. segja að orsakir klofningsins séu tvíþættar. t fyrsta lagi er klofningurinn í liði sjálfstæðismanna og í öðru lagi eft- ir að svonefnd helmingaskipti meiri- hlutans við 'stöðuveitingar á vegum bæjarins voru tekin upp.” Sigurjón sagði mörg dæmi þess að hagsmunir flokkanna sjálfra en ekki Kópavogs hefðu verið látnir ganga fyrir „og við höfðum því fyrst og fremst til þeirra Kópavogsbúa sem vilja ráða sér sjálfirsagði Sigurjón. „Fyrir mig persónulega eru skóla- og félagsmál mjög aðkallandi verkefni,” sagði Sigurjón ennfremur. „Það tekur auðvitað langan tíma að gera skóla einsetta, en hitt er vist að bæta má til muna hið innra starf skólanna, þeir eru fyrir nemendurna, ekki kennara.” Sigurjón sagði fólki ekki lengur upp á það bjóðandi að ekki skuli vera búið að rykbinda allar götur i Kópavogi. „Þetta er heilbrigðisspursmál, alveg eins og gerð ræsisins I Kópavogi sem við munum leggja áherzlu á að fram- kvæmdir verði hafnar við á kjörtíma- bilinu. „Það hefur margt verið gert til þess að bæta félagsmálin hér I bænum en við munum leggja áherzlu á að halda félags- starfi eldra fólksins I nánum tengslum við tómstundastarf unga fólksins en ekki stía þeim aldurshópum í sundur,” sagði Sigurjón ennfremur. HP Jóhann H. Jónsson bæjarfulltrúi (B-lista): FJÖLBRAUTASKÓLI í ÞINGHÓLSSKÓLA „Skólamálin i Kópavogi eru sígildur málaflokkur,” sagði Jóhann H. Jónsson, efsti maður á lista framsóknarmanna í Kópavogi, í viðtali við DB. „Á því sviði hefur mikið verið gert á siðasta kjör- tímabili en framkvæmdir eru að hefjast eða eru hafnar við þýðingarmikla þætti, eins og íþróttahúsið við Digranesskóla, fyrsta hluta Snælandsskóla og ljúka á við Digranesskóla I náinni framtíð. Framkvæmdir i gatnagerðarmálum hafa verið miklar en ekki nægar en nú eru margar götur fullfrágengnar með götulýsingu og gangstéttum,” sagði Jóhann ennfremur. Gatnagerð verður því ofarlega á baugi á næsta kjörtima- bili en við framsóknarmenn munum leggja áherzlu á að rykbinda allar götur í bænumogfullgera þær svoiáföngum. Þá viljum við fá samvinnu við ríkið um að koma á fjölbrautaskóla í Þing- hólsskóla og haga þvi þannig að þaðan geti nemendur jafnvel útskrifazt eða öðlazt rétt til frekara náms annars staðar. Mér veitist nú eins og öðrum erfitt að spá fyrir um úrslit kosninganna,” sagði Jóhann ennfremur. „En Ijóst er að hægri vængurinn er klofinn og við framsóknarmenn deilum ekki um menn heldur snúum okkur af fullum krafti sameinaðir að verkefnum þeim sem fyrir liggja.” HP Jóhann H. Jónsson, yfirverkstjóri hjá Mjólkursamsólunni. Skólamál eru sigild mál I Kópavogi og stór hluti tekna bæjarins rennur til fræðslu- mála. Þó telja sumir að bærinn sé að dragast aftur úr I þróuninni og eins eru uppi raddir um að erfitt sé að átta sig á þvi hvað koma skuli yfirleitt I fræðslumálum og þvi sé málum nú svona komið. Myndin sýnir einn af nýrri skólum I bænum, Þing- hólsskóla. iW>'i Gríðarlegar ibúðarbyggingar hafa verið i Kópavogi að undanförnu og má sérstaklega nefna Hjallahverfið innst I Kópa- vogi til austurs. Þar má segja að litlu muni að byggðin renni saman við Reykjavík eins og sésl á þessari mynd. Helga Sigurjónsdóttir kennari (G-lista) Höfum dregizt langt aftur úr í framhalds- menntun „Næsta bæjarstjórn stendur frammi fyrir því að leysa mörg og fjárfrek verk- efni,” sagði Helga Sigurjónsdóttir annar maður á lista Alþýðubandalagsins i Kópavogi. „Þrátt fyrir að Kópavogur inn- heimti hæstu skatta af bæjarbúum sem nokkurt sveitarfélag gerir virðist lítið verða úr þeim miklu fjármunum sem fara um hendur ráðamanna. Hér er t.d. lagt á sérstakt holræsagjald og var þvi komið á til að hefja framkvæmdir við stóra ræsið i Kópavogsdal. Þrjú ár eru liðin síðan gjaldið var lagt á og ekkert bólar á ræsinu ennþá. Og sama er að segja um gatnagerð. Hún er ekki burðug hérna eins og þú sérð. Til að flýta fram- kvæmdum var lagt á svokallað gatna- gerðargjald B til að fullgera göturnar. Þetta gjald greiðist þegar gata og gang- stétt eru fullgerð en auk þess eru að sjálf- sögðu lögð á gatnagerðargjöld A, sem greiðast þegar húsbygging hefst. Kópa- vogur mun vera eina bæjarfélagið á landinu sem lepur bæði þessi gjöld á í hæsta verðflokki. — Á siðustu 8 árum hafa verið byggð upp ný og fjöbnenn ibúðahverfi. Þar er öll þjónusta langt á eftir ibúðabyggðinni skóla- og dagheimilisbyggingar hafa dregizt mjög úr hömlu og sérstaklega erum við illa sett hvað varðar framhalds- menntun. Bæjaryfirvöld hafa ekki tekið það frumkvæði um skipulagningu fram- haldsmenntunar i bænum sem hefði þurft að gera og afleiðingin er sú að fjöldinn allur af ungmennum verður að sækja framhaldsnám til nágranna- byggða. Það er orðið býsna dýrt þegar verður að greiða með hverjum nemanda sem það gerir. 15 millj. eru ætlaðar til þessa liðar á árinu. Nú, annað stórt verkefni verður að ráðast í sem fyrst en það er holræsið sem ég nefndi áðan. Bæði er að Kópavogslækurinn og fjaran eru orðin hættulega menguð og eins er ekki unnt að skipuleggja nýtt svæði fyrir atvinnurekstur sunnan lækjarins eins og gera þarf nema hol- ræsið komi til. Þetta ræsi mun kosta hundruðmilljóna. — Þá er að nefna landakaup sem sífellt verður bæjarfélaginu þyngri baggi að bera. Svo að hægt sé að auka at- vinnurekstur í bænum þarf að kaupa upp rándýr lönd sem nú eru i einKa- eign.” 11 Helga Sigurjónsdóttir kennari: Viö höfum dregizt langt aftur úr I framhaldsmenntun.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.