Dagblaðið - 19.05.1978, Side 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978.
5
í Garðskagavita er miðunar-
stöð sem skylda er að vakta
Dauði hestur vitavarðarins var einnig bundinn á afturfótum
..í Garöskagavita er miðunarstöð sem
rekin er á okkar ábyrgð. Bátar geta beðið
um miðun frá henni og þvi eru þær regl-
ur að maður verður að vera til taks í eða
við vitann. Vegna atburða sem átt hafa
sér stað við Garðskagavita hafa aðrir
gæzlumenn verið fengnir að vitanum
þar og til eftirlits á Hólmbergsvita. Sú
ráðstöfun er til bráðabirgða og það verð-
ur ráðuneytisins að taka ákvörðun varð-
andi framiiðina.”
Þessi orð mælti Tómas Sigurðsson
deildarstjóri hjá Vitamálaskrifstofunni
er blaðið ræddi við hann.
„Ég var kallaður suður eftir að kvöldi
2. hvitasunnudags en þá hafði lögregla
gert húsleit á staðnum og vitavörðurinn
var hvergi finnanlegur. Fór ég ekki af
staðnum fyrr en tryggð hafði verið
gæzla i vitanum," sagði Tómas.
Miðunarþjónusta vitans sem var sett
upp 1951 var mikið notuðí fyrstu en lit-
ið nú orðið. Þjónustan er þó fyrir hendi
og vitavörður má ekki yfirgefa staðinn
nema láta Vitamálastofnunina vita og
getur ekki sett mann fyrir sig nema skrif
stofan samþykki viðkomandi staðgengil.
Tómas sagði að núverandi vitavörður
hefði verið settur í starf sitt af sam-
göngumálaráðuneytinu i septemberlok
og siðan fengið ráðningu frá I. mai sl.
í frekari lögreglurannsóknum sem
fram hafa farið vegna aðkomu lögreglu-
manna á staðnum 2. hvitasunnudag
hefur komið fram og verið staðfest að
vitavörðurinn fékk ungan mann úr
Reykjavik ásamt konu hans til að vera á
staðnum. Voru þau þar hluta tímans en
tilefni brottfarar vitavarðarins var ferm
ing hjá ættfólki hans vestur á landi. Að
sögn lögreglunnar kveðst vitavörðurinn
hafa tafizt vegna veikinda í Reykjavik á
heimleiðinni og kom hann eigi suður eft-
ir fyrr en siðdegis á þriðjudag. Við heim-
komuna neitaði hann að tala við lög-
reglumenn og töldu þeir einnig að við-
ræður við hann þá væru til einskis vegna
áfengisneyzlu.
Hörður Karlsson með listsýningu vestan um haf:
Myndirnar naf nlausar til að
kveikja ímyndunaraflið
— bróðir hans lífgar upp á með tálgum
Qi
Höröur Karlsson — kominn heim vestan um haf meö myndir sínar — DB-mynd
Hörður Vilhjálmsson.
„Fólk spekúlerar mikið meira i mynd-
unum ef þær eru nafnlausar, veltir þeim
fyrir sér og leitar að heppilegu nafni i
stað þess að fá eitthvert nafn og þá það,”
sagði Hörður Kárlsson listmálari sem nú
heldur hér sýningu á myndum sinum
sem hann hefur undanfarin ár málað i
Bandaikjunum. Þar er hann búsetlur og
starfar sem forstöðumaður myndsmíða-
deildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins i
Washington.
Nám stundaði hann i Corcoran lista-
skólanum i Washinglon og einnig við
háskólann i Mexikóborg. Auk kritar- og
oliumynda sinna hefur hann teiknað
fjölda frímerkja sem niörg hafa verið
gel'in út, svo sem frimerki Sameinuðu
þjóðanna til heiðurs Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum. gefið út '61. og 50 ára afmælis-
frimerki Flugþjónttstu Bandarikjanna,
gel'ið út '68. Þá hefur hann'gert ntörg
merki sem hlotið hafa viðurkenningu
bæði hérogerlendis.
Sýning hans að Kjarvalsstöðum nú er
8. sýning hans og önnur sýning hans
hérlendis. Sagði hann verulegt fyrir-
tæki að flytja verk hingað til sýningar.
Íslenzkur trésmiður i Bandarikjunum
hjálpaöi honum við að ganga frá vcrk-
ununt til flutnings og síðan þurfti hann
að flytja þau til Norfolk þar sem þau
fóru um borð i Bifröst. Vildi hann sér-
staklega þakka þessum aðilunt fyrir
hjálpina.
Um misntuninn á að sýna hér og i
Bandarikjunum sagði hann listaáhuga
hér greinilega mun nteiri og almennari
en i Bandaríkjunum. auk þess sem list
væri algengari á heimilum héren þar.
Allar myndirnar á sýningunni, „fjórar
árstiðir", eru kritarmyndir en annars
ntálar hann jafnframt með oliu- og
acryllitum. Sýningunni lýkur á sunnu-
dagskvöld og eru 38 ntyndir af 54 þcgar
seldar.
Með Herði sýnir bróðir hans. Snorri.
nokkrar tálgur. eða tálgaðar stytlur.
Hefur hann sýnt á nokkrum stöðum hér-
lendis áður.
—G.S.
Trésmiðir „spila” ekki bara á sagirnar:
50 MANNA SAMKÓR TRÉSMIÐA
BÝÐUR TIL TÓNLEIKA
Trésmiðir eyða sumir hverjir fristund-
um sinum til að stilla saman strengi sína
í söng hjá Samkór Trésmiðafélags
Reykjavikur. Og ný býður kórinn upp á
aðra tónleika sína en starfsemin hefur
undanfarin ár eflzt jafnt og þétt og kór-
„Þrátt fyrir miklar byggingar undan-
farið er hér (á Seyðisfirðil mikill húsnæð-
isskortur." var hat't eftir Theodór
Blöndal. efsta manni lista Sjálfstæðis
flokksins i kosningakynningu Seyðis-
fjarðar i DB á þriðjudaginn. Í framhaldi
viðtalsins kom i'ram misskilningur en
framhaldið átti að vera:
félagar eru orðnir nær 50 talsins.
Sl. vor var mikið um að vera hjá kórn-
um. fyrstu sjálfstæðu tónleikarnir, þátt-
taka i samnorrænni útvarpsdagskrá I.
mai og þátttaka i 7. norræna alþýöutón-
listarmótinu í Ósló. Tókst sú ferð hið
„Hér hafa verið byggðar sjö leigu-
ibúðir. 1 sumar verður hafizt handa um
byggingu fjölbýlishúss með 12 ibúðum
og 3 íbúðir verða byggðar á vegum
verkamannabústaða.”
Í viðtalinu kom hins vegar fram að áð
urnefndar ibúðir sem hefja á vinnu við i
sumar væru búnar. —ASt.
besta hjá kómum og var honum vel
fagnað.
Á vortónleikum kórsins kl. 16 á
sunnudag i Hamrahliðarskóla verður
fjölbreytt efnisskrá, íslenzk kórlög, þjóð-
lög viða að og útlend klassísk kórlög.
Stjórnandi er Guðjón Böðvar Jónsson
og undirleikarar Agnes Löve og Jósef
Magnússon.—
JBP
Tóbakifyrir200
þúsund stolið
Brotizt var inn i birgðageymslu Bif-
rastar i Hafnarfirði aðfaranótt miðviku
dags. Stolið var 10 millum eða 50 lengj
um af Kent-vindlingum. Söluverðmæti
þessara tóbaksbirgða er tæplega 200 þús
und krónur. Málið mun óupplýst ennþá
en þaðeri höndum RLR.
—ASt.
(búðimarekki búnar
þó f ramkvæmdir hefjist
Hinn ungi staðgengill vitavarðarins
hafði haft simasamband við vitavörðinn
á hvitasunnudag og sagt honum l'rá
da.uða hestsins i fjósinu.
Siðar yfirgaf staðgengillinn staöinn og
skyldi þá eftir skilaboð á niiða svohljóð-
andi: „Tikin fór út unt hádegið og við
fundum hana ekki. Ég lét bandið á hest-
inum vera utan um l'ótinn á honum eins
og það varcn tók þaðaf hálsinum.”
Að sögn lögreglunnar var band um
afturlappir dauða hestsins.
Varðandi bruggið sent á staðnum
fannst var það að sögn vitavarðarins öl-
brugg sem hafði mistekizt og orðið aö
ediki. Kvað hann það hal'a verið ætlun
sína að hella því og það gerði hann i við
urvist lögreglunnar. Lögreglan sendi
hins vegar sýni mjaðarins til rannsókn-
ar.
Vitavörðurinn hefur einnig haft sam-
band við DB og kveður ýmislegt málurn
blandað i frásögnum af máli hans.
Kveðst hann hafa fengið hjón i sinn stað
til Garðskaga, „hjón sem ég þekki ekki
að neinu nema góðu”. Vitavörðurinn
kvað hestinn hafa dáið aðra nóttina sem
þau hjónin voru syðra. Umrætt öl hefði
verið venjulega heimatilbúið öl. sem al
gengt er orðið. Hann lelur enga heimild
hafa verið til húsbrots lögreglu.
—ASl.
Rannsóknastofnun
landbúnaðarins
ásamm, RALA óskar að ráða ritara
Góð vélritunar- og enskukunnátta nauðsyn-
leg.
Upplýsingar í síma 82230 fyrir 20. maí.
Tilkynning frá samtökum
grásleppuhrogna-
framleiðenda
Samtök grásleppuhrognaframleiðenda hafa
opnað skrifstofu að Síðumúla 37, Reykjavík.
Síminn er 86686.
á Suðurnesjum:
1. Höfum kaupcndur að einbýlishúsum, raðhúsum »}>
góðum sérhæðum.
2. Höfum kaupendur að sérhæö eða eldra einbvlishúsi i
Ytri-Njarðvík.
3. ' Höfum kaupendur að sumarbústöðum eða lóðtim
undir sumarbústaði.
4. Erum meö tugi íbúða á söluskrá, allar stærðir.
5. AUs konar makaskipti hugsanleg.
6. Erum með íbúðir í Reykjavík og Ólafsvík í skiptum
fyrir íbúðir á Suðurnesjum.
7. Verzlið þar sem vettvangur fasteignaviðskipta er á
Suðurnesjum.
Ath.: Opið frá kl. 1—6 sex daga vikunnar.
Erum með myndir af öllum eignum á skrifstofunni.
EIGNAMIÐLUN
SUÐURNESJA
HAFHARGÖTU 57 — KEFLAVIK — S(MI 3868
Hannes Ragnarsson
Hamragarði 3, Keflavik, simi 3383.
Ragnhildur Sigurðard. sökim.
Reynir Ólafsson viðskfr.